Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 5
X —*——m—m-^—mmm IÞRD1 ......... i ---------------------;—l___________ næx&rugmaatmwa öröust í 120 mínútur Fram-KR skildu jöfn, 2:2 eftlr framlengingu Alf — Reykjavík. f gærkvöldi var'háður einn harðasti úrslitaleikur, sem menn hafa orðið vitni að í langan tíma. f samtals 120 mínútur háðu leikmenn Fram, og KR harða orrustu á rennandi blautum Melavellinum, forug- ir upp fyrir haus, en ekki vantaði baráttuviljann. Hér var um að ræða úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu og því til mikils að vinna. Þegar venjulegum leiktíma var lokið höfðu bæði liðin skorað sitt hv«*< markið og því varð dómarinn, Magnús Pétursson, að fram- len?ja í 2x15 mínútur. f fyrri hluta framlengingarinnar náði Fram forystu og hafði yfir allt þar til 5 sekúndur voru til leiksloka, en þá tókst KR-ingum að skora jöfnunarmark úr þvögu. Og mikil voru fagnað arlæti áhangenda KR, sem voru orðnir næsta vonlitlir um, að KR tækist að skora, þrátt fyrir mikla pressu. Framarar höfðu heppnina sannarlega með sér í þessum leik og hvað eftir annað björguðu þcir á Iínu, eða skot KR-inga glumdu í stöng, já meira segja í stöng og aftur stöng, en ekki í mark. Einum áhorfenda varð að orði, að þetta væri eins og „skollaleikur." 2:2 urðu því úrslitin og ekki mátti framlengja aftur. Verða því Fram og KR að leiða saman hesta sína að nýju og má búast við, að það geti dregizt fram á haust, að nýr leikur fari fram. KR tók forystu í leiknum á 7. mínútu með marki EUerts Schram, sem Geir markvörður réði ekki við. KR-ingar sóttu nær látlaust allan síðari hálfleikinn og oftsinn is björguðu varnarmenn Fram á Iínu. Þá stóð Geir sig með prýði í markinu og bjargaði oft vel. Á 30. mín. átti Fram sitt eina hættu lega upphlaup í hálfl. og upp úr því skoraði Baldur Scheving, bezti maður Fram, 1:1. Og þannig var staðan, þegar venjulegum leiktíma var lokið. í framlengingu skoraði Þorgeir Lúðvíksson 2:1 fyrir Fram með hörkuskoti í fyrri hluta framleng- ingar. KR-ingar sóttu mjög fast að Fram-markinu síðari hluta framlengingar og aftur og aftur skall hurð, nærri hælum við mark Fram. Það var svo ekki fyrr en á allra síðustu sekúndunurn, að Gunnar Fel. náði að pota knettin um úr þvögu í mark. Þótt KR-ingar jöfnuðu þara á 11. stundu, væri synd að segja, að heppnin hafi verið á þeirra bandi, sú fræga KR-heppni fylgdi Fram að þessu sinni. Ekki er ástæða til að fjölyrða um getu einstaka leikmanna, en baráttu- hugur var mikill hjá hinum 22 leikmönnum, sem þarna börðust um Reykjavíkurtign, en höfðu ekki árangur sem erfiði. Staðan Einn leikur fór fram í 1. deild á sunnudag: Akranes - - Valur 3:1. Staðan í 1. deild er þá þessi: Akranes 6 4 0 2 14-11 8 Keflavík 4 3 1 0 12- 6 7 KR 4 3 0 1 9-5 6 Valur 6 2 0 4 17- 5 4 Þróttur 5 113 5-10 3 Fram 5 10 4 11-17 2 Skagamenn unnu Val 3:1 KS-Akranesi, 29. júní. Skagamenn tóku forystu í 1. deild meS sigri gegn Valsmönnum á heimavelli á sunnu- dag og hefndu því fyrir ófarir gegn Val helgina þar á undan. Þrisvar sinnum mátti Gylfi markvörður Vals hirða knöttinn úr netinu, en einu sinni var skorað fram hjá Helga Dan. Þarna unnu Skagamenn verðskuldaðan sigur, og ég er jafnvel ekki frá því að munurinn hefði átt að geta orðið stærri.Talsverð harka var í leiknum og oft þurfti Magnús Péturs- son, dómari, að skakkó leikinn og gefa mönnum áminningar. Skagamenn voru harðari af sér og áttirbetri samleikskafla, var það ekki sfzt að þakka framvörðunum Sveini Teitssyni og Jóni Leóssyni, sem báðis áttu skínandi leik og voru beztu menn- vallarins. Valur lék undan vindi og sól í fyrri hálfleik, en samt var það Akranes, sem skoraði eina mark hálfleiksins og kom það á 25. mín. Eyleifur Hafsteinsson fékk send- ingu frá Sveini Teitssyni og af- greiddi knöttinn viðstöðulaust í netið af stuttu færi. Raddir voru uppi um það, að Eyleifur hefði Dönsku stúlkurnar unnu þær sænsku í bezta leik mótsins Hsím-Reykiavík 29. júní. Ðönsku stúlkurnar á Norðurlandmótinu sýndu frábæran leik, þegar þær sigruðu Svíþjóð með 11:2 í síðasta Ieiknum á sunnudagskvöld. Þar fór allt samau, hraði, hörkuskot og góður samleikur, tvímæla- laust bezti leikur, sem nokkuð lið hefur sýnt á mótinu hingað til. ÞaS er ekki vafi á því, að danska liðið er langsigurstranglegast á mótinu, og á þurrum velli geta önnur lið ekki reist rönd við leitfur- snöggum upphlaupum liðsins, samfara góðum samleik og þrumuskotum, sem ekki gefa eftir beztu skotum Sigríðar Sigurðardóttur. Já, allar líkur eru til þess, að Norðurlandameistaratilillinn hafni hjá Dönum í fjórða sinn í röð, þrátt fyrir jafntefli við ísland í fyrsta leik liðsins. Og það, sem gerir sigur Dana gegn Svíum enn athyglisverðari, var frábær frammistaða sænska ma'kvarðarins, sem þó að ltfkum varð að hirða knöttinn ellef u sinn um úr eigin marki. Svo virtist 1 fyrstu sem dönsku stúlkurnar ætl uðu ekki að koma knettinum í mark Skotin hvinu á sænska mark ið, föst, upp við slá eða niðri í hornum, en allt kom fyrir ekki, sænski markvörðurinn var alltaf deild Tveir leikir í 2. deild fóru fram á sunudag. í Hafnarfirði kepptu Haukar, Hafnarfirði, við Breiða- blik, Kópavogi, og fóru leikar þann ig, að Breiðablik sigraði með tveimur mörkum gegn engu. í Vestmannaeyjum léku heimamenn við F.H og sigruðu með 3-1 í hörðum leiki sem mjög mótaðist af hvassviðrí. sem var meðan leik urinn fór fram í deildinni eru Vestmannaeyingai efstir. hafa siarað í ölhim leikjum símim. en FH og Víkingur, sem koma næst, hafa tapað fjórum stigum hvort félag. fyrir. Og því var leikurinn, lengi vel jafn. Fyrstu 10. mínúturnar voru aðeins skoruð tvö mörk, eitt hjá hvoru liði, og sænska markið úr vítakasti. En það sem eftir var hálfleiksins náðu dönsku stúlk urnar algerum yfirráðum á vellin um og skildu hinar sænsku eftir í snöggum upphlaupum. Og þá var ekki að sökum að spyrja. Markvörður Svía gat ekki hindrað dönsk mörk, þegar á stundum tvær til þrjár danskar stúlkur stóðu fríar á markteig og þegar hálfleiknum lauk stóð 7-1 Dönum í vil. Síðari hálfleikur yar einnig mjög glæsilega leikinn af hálfu Dana, en þegar sigurinn var alveg öruggur drógu stúlkurnar úr hraðanum og létu sér nægja að sigra með 11-2. f danska liðinu vöktu mesta athygli Anne-Lise Refshauge, sem skoraði fimm mörk, Kirstein Nilson og Lise Kock, og auk þess markvörðurinn Helga Hansen, en hún lék ekki með í leiknum gegn íslandi Hjá Svíurn bar markvörðurinn, Anita Helgestedt mjög af, og bjargaði Uði sínu frá miklu stærra tapi. Þetta var annar leikur sænsku stúlknanna um kvöldið. og kann þreyta að hafa ráðið nokkru, að þeim tókst ekki að sýna sinn bezta leik. verið rangstæður, en því var ör- ugglega ekki til að dreifa. Strax á 3. tnín. í síðari hálfleik jafnaði Valur, 1:1. Matthías Hjart arson átti heiður af undirbúningi marksins, en hann sendi knöttinn til Hermanns Gunnarssonar, sem var ágætlega staðsettur í vltateig Akraness. Hérmann „litli" lagði knö'ttinn vel" fyrir sig og skaut snöggtrframhjá Helgfa bg f'mark. Ekki varð þetta jöfnunarmark til þess að hleypa fjöri í Valsmenn og Adam var ekki lengi í Paradís. Fimm mínútum síðar átti Helgi Dan. gott útspark og upp úr því fékk Skúli Hákonarson knöttinn. Hann lék á varnarmenn Vals og gaf síðan til Eyleifs, sem stóð fyrir opnu marki og það var næsta auð velt fyrir hann að skora, 2:1. Síðasta mark 1< iksins, þriðja mark Akraness, átti svipaðan að- draganda og annað markið. Úr út sparki frá Helga náði Skúli knett inum og sendi til vinstri útherja. Guðjóns Guðmundssonar, nýliða hjá Akranesi, sem lék rétt inn fyr ir vítateig Vals og skoraði framhjá Gylfa. Þetta skeði á 17. mín. Fleiri urðu mörkin ekki, en á 11. mín s. h. átti Halldór Sigur- björsson mjög gott tækifæri til að skora, en skaut yfir í dauðafæri. Akranes var greinilega betri að- ilin í þessum leik og var allur samleikur jákvæðari en hjá Val, sem reyndi sífellt að byggja upp miðjuna án árangurs. Bestu menn Akraness voru eins og fyrr segir þeir Sveinn og Jón, sem voru sterkir i vörn og byggðu, vel upp sóknarleikinn. Hinn ungi nýliði. Guðjón Guð- mundsson, vakti verðskuldaða at- hygli, en af öðrum sóknarmönnum voru Eyleifur og Helgi Björgvins son góðir. sýndi Helgi sinn bezta leik í sumar. Á Helga Dan reyndi lítið, en hann stóð fyrir sínu Má geta þess, að hann varð að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla, þegar u. þ. b. 15 mín. voru til leiksloka, ekki munu þau þó vera alvarlegs eðlis. Af Valsmönnum fannst mér Þorsteinn Friðþjófsson, bakvörður beztur, en liðið { heild nokkuð slakt Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi vel. Hélt hann leiknum niðri allan tímann. KOPAVOGSBÚA Höfum opnað nýja Kjöt- og nýlenduvöruvendun aS VallargerSi 40 (þar sem áður Var skattstofa Kópavogs). Höfum ávallf allar fáanlegar kjöt- og nýlenduvörur. Einnig brauð og fisk. SENDUM UM ALLÁN BÆ. Verzlunin ÓLI & GÍSLI H.F. Sími 4-13-00. *íí** TÍMINN, þriðjudaginn 30. júní 1964 s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.