Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 8
 Philip hertogi vlS liðskönnun s|óliða. eyja og Suðureyja og var oft kokkur í þessum ferðum, því að hann var einna sjóhraust- astur þeirra skólasveina og þoldi því bezt svækjuna í eld- húsinu. Hann lét sér þó ekki nægja skólaferðirnar, heldur kom sér í kunningsskap við fiskimenn þarna í nágrenninu og fór í sjóferðir með þeim. Seinna fékk hann sér eigin bát og hlaut sérstakt heiðurs- merki sjómanna, Morayshire- orðuna, fyrir sjómennsku sína. Hefur hann borið þetta merki oft síðan. Philip þótti ekki neinn sér- stakur lestrarhestur í skóla, en hann var fremstur félaga sinna í ýmsum íþróttum. M. a. var hann fyrirliði í hockeyliði skól ans. íþróttaáhugi hans er enn þá vakandi, m. a. er hann áhugasamur pólóleikari. Eftir fjögurra ára dvöl í Gordonstoun fór Philip á Dortmouth Naval College. Hann fékk'þar mjög góðan vitn isburð. Sneihma á styrjaldar- árunum gekk hann í brezka sjóherinn og starfaði á ýms- Herfoginn maður nút er amtíðar í dag bjóða íslendingar vel- kominn Philip, hertoga af Ed- inborg — mann drottningarinn- ar, eins og hann er oft nefnd- ur. En þótt hann sé nefndur svo og kunni að sjálfsögðu hlut verk sitt til hlítar, fer fjarri að hann standi í skugga hinn- ar tignu konu sinnar. Philip hertogi hefur frá upphafi ver- ið einn af þeim þegnum Breta- veldis, sem mestra vinsælda njóta meðal þjóðarinnar. Það er vissulega ánægjulegt að fá slflcan gest í heimsókn. Áður en Philip kvæntist Elísabetu árið 1947, hét hann Mountbatten og var sjóliðsfor- ingi, en það nafn tók hann upp í febrúar 1947, þegar hann afsalaði sér grískum og döns.k- um prinstitlum sínum og gerð-’ jst óbreyttur brezkur borgari til þess að geta kvænzt Elísa- betu. Ferill hans í brezka sjó- hernum var þess ekki sízt vald andi, að Bretar voru strax ánægðir með eiginmann drottn ingarefnis síns, því að flotinn er framar öllu öðru eftirlæti brezku þjóðarinnar. Philip hertogi fæddist á Korfu 10. júní árið 1921. Fyrir brúðkaup hans og Elísabetar töluðu kommúnistar og rót- tækir jafnaðarmenn í Bretlandi gegn honum og beittu því eink um fýrír sig, að liann væri grískur, og gæti það haft óheppileg áhrif, eins og þá var ástatt í heiminum. Sannleikur- inn er þó sá, að grískt blóð rennur alls ekki í æðum Phil- ips. Faðir hans, Andrew prins var sonur Georgs I. Grikkja- konungs, en hann var sonur Kristjáns IX. Danakonungs, sem íslendingar minnast að Konungshjónin brezku, Elisabet og Philip. góðu og líta gjarnan til, þegar þeir eiga leið fram hjá Stjórn- arráðshúsinu. Móðir Philips, Alice prins- essa, var dóttir þýzka prinsins Louis af Battenburg, en hann gerðist ungur brezkur þegn og kvæntist dóttur Viktoríu drottn ingar og var flotamálaráðherra Breta 1912 til 1914. Árið 1917 tók hann sér ættarnafnið Mountbatten. Sonur þess Mountbatten og móðurbróðir Philips var Mountbatten jarl, sem var varakonungur Ind- lands um nokkurt skeið. Það er sameiginlegt með þeim Elisabetu drotTningu og Philip hertoga, að þau rekja bæði ættir sínar til Kristjáns IX. Danakonungs og Viktoríu Englandsdrottningar. Viktoría var langa-langamma þeirra hjóna beggja. Philip var aðeins ársgamall, þegar ein af hinum mörgu byltingum varð í Grikklandi, og var hann þá sendur ásamt móður sinni með brezku her- skipi til Englands. Þetta voru fyrstu kynni hertogans af brezka flotanum, en þau áttu eftir að verða méiri síðar. Fað ir hans kom nokkru síðar til Englands, og ólst Philip þar upp með foreldrum sínum, svo að það er ekki aðeins ætterni hans, sem er ógrískt, heldur var allt uppeldi hans svo ógrískt, sem það framast gat verið. Raunverulega hefur hann ekki dvalizt í Grikklandi nema fyrsta ár ævi sinnar. Þegar Phiiip fékk aldur til, var hann sendur í skóla, fyrst í Cheam, þar sem sonur hans, Charles stundar nú nám, en síðan í hinn fræga skóla í Gordonstoun í Skotlandi. í þeim skóla hefur jafnan verið ríkjandi mikill sjómennsku- andi, og hafa því margir dreng ir, sem síðar áttu að fara í flotann, verið sendir þangað til náms. Philip fór margar sjó- ferðir á skipi skólans til Orkn- um herskipum. Hann tók m. a. þátt í Matapanorrustunni, þeg- ar ítalski flotinn var verst leik inn. Hann stjórnaði þá leitar- ljósum eins orrustuskipsins. Hann var foringi á einu brezku herskipanna, er var við- statt uppgjöf japanska flotans á Tókíóflóa. Seinna fór þetta herskip til Ástralíu, og var þar í frásögur fært, hversu vel áströlsku stúlkunum hefði lit- izt á þennan brezka sjóliðsfor- ingja, sem var sex feta hár, vel vaxinn, ljóshærður, bláeyg- ur og með ljóst alskegg, sem hann hafði látið sér vaxa á stríðsárunum. Hann kom þá á nokkra skemmtistaði með fð- lögum sínum, án þess að láta uppskátt, hver bann væri, og er óhætt að segja, að hann þurfti ekki að nota prinsnafn- bótina til að gera lukku hjá kvenfólkinu. Og enn hrífast konur um allan heim af þess- um gervilega manni, eigin- manni drottningarinnar. Kunningsskapur þeirra Elísa- betar og Philips hófst strax Philip Mountbatten — myndin er tekin rétt áður en hann kvæntist Elisabetu árið 1947. taa 8 T í M I N N, þriðjudagínn 30. júní 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.