Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.06.1964, Blaðsíða 15
SAMKEPPNI Franihair aj 16 sí5u keppninni að teikningu heimavist Urskólans að Reykjum hafa allir ineðlimir Arkitektafélags íslands 6g námsmenn í byggingarlist, sem lokið hafa fyrri hluta prófi við viðurkenndan skóla í þeirri grein. Þrenn verðlaun verða veitt, 75 þús. kr. í 1. verðlaun, 50 þús. kr. í 2. verðlaun og 2'5 þús. í 3. verð- iaun. Auk þess er dómnefnd heim ilt að kaupa tillögur fyrir allt að 25 þús. króna. Sá, er hlýtur fyrstu verðlaun, hefur rétt til þess að hagnýta sér hugmyndir úr verðlaunuðum og innkeyptum tillögum. Dómnefnd skipa Jón ís- berg sýslumaður, Ólafur Ingvars- #on skólastjóri, og arkitektarnir Uárður ísleifsson, Gunnlaugur Wlsson og Ormar Þór Guðmunds- son. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson í Byggingar- þjónustu A.Í., Laugavegi 26. Þetta er starfsfólkið við hina nýju rannsóknarstöð Krabbameinsfélagsins og á myndinni eru talið frá vinstri: Helga Þórarinsdóttir, Alma Þórar- nssoh, Ólafu Jensson, Valgerður Bergsdóttir, Hertha Jónsdótti og Guðrún Broddadóttir. LEITARSTÖÐIN TEKUR TIL STARFA HF-Reykjavík, 28. júní. Á morgun tekur krabbameins- leitarstöðin að Suðurgötu 22 til Þórður, myndin og fyrirmyndin HÉLT SÝNINGU í RÓM - NÚ HÉR GB-Reykjavik, 29. júní. Ásgeir Bjarnþórsson listmálari hefur opnað málverkasýningu í Iðnskólanum í Reykjavík. Mynd- irnar á sýningunni eru 20 og mál- aðar á síðustu árum. Landslag- myndir, kyrrlífismyndir og manna myndir. Landslagsmyndir eru flestar úr Borgarfirði, manna- myndir af nokkrum kunnum mönn um svo sem Einari Magnússyni menntaskólakennara og Ragnari Jónssyni veitingamanni, þrjár af konum og ein af kornungum manni, sem hetir Þórður, frændi málarans og dyravörður á sýning- unni, og birtist hér mynd af hon- um í eigin persónu standandi við hliðina á málverkinu Þórður, sem er á sýningunni. Sýningin í Iðn- skólanum er opin kl. 2—10 síð- degis, gengið inn frá Vitastíg. Ásgeir er nýkominn frá ítalíu frá að halda sýningu í Róm, en þangað fór hann líka í fyrra til að skoða og útvega sér sýningarsal, og eru margar myndirnár á sýn- ingunni hér hinar sömu og voru á sýningunni í Róm. FANNST LÁTINN I iReykjavík, 29. júní. I Á laugardaginn fannst bóndinn I á Lýsuhóli í Staðarsveit á Snæfells . nesi, Jónas Guðmundsson, látinn ivið dráttarvél sína, en hann hafði jverið að vinna með henni um dag- inn. Ekki hefur enn komið í ljós, hvað olli slysinu, en Jónas hafði farið út til þess að vinna í flagi, og var ekki farið að undrast um hann lengi vel. Þegar svo fólk fór út til þess að athuga, hvað verkinu gengi, lá Jónas við vél- ina, látinn, og leit út fyrir, að vélin hefði oltið út í skurð. Jónas var um sextugt. starfa. Þar verður framkvæmd leit að krabbameini í leghálsi á öll- um konum á landinu á aldrinum 25—60 ára. Stofnun þessarar stöðv ar hefur lengi verið i undirbún- ingi, tvær stúlkur hafa d-valizt við sérnám í Noregi og lært krabba meinsrannsóknir, kjallarinn í húsinu að Suðurgötu 22 ’ hefur verið innréttaður á mjög full- kominn hátt fyrir stöðina, og loks hefur einum 100 konum þegar verið sent bréf, þar sem þeim er boðin þessi nauðsynlega en sárs- aukalausa rannsókn alveg endur- gjaldslaust. IBM-skýrsluvélar annast flokk- un og aðra spjaldskrárvinnu í sambandi við rannsóknarstöðina, því eins og gefur að skilja er það ÓRÓI í EYJUM Framhald af 1. síðu. S.l. föstudagskvöld valt nýr Volkswagen-bíll á Ham- arsvegi í Eyjum. Fór hann eina og hálfa veltu og er talinn gjörónýtur. Tveir menn voru í bílnum, og sak- aði ökumanninn ekkert, en farþeginn meiddist eittþvað lítilsháttar. Aðfaranótt laugardagsins réðist Vestur-íslendingur, sem vinnur á báti í Eyjum, á 6 hurðir í verbúð Vinnslu- stöðvarinnar og mölbraut þær Var hann ölvaður og fékk gistingu hjá lögregl- unni. Var honum gert skylt að greiða tjón það, sem hann olli. Og á aðfaranótt sunnu- dagsins lenti lögreglan í eltingaleik við ölvaðan öku- mann. Ók hann á miklum hraða um bæinn, þegar lög- reglan nálgaðist hann, og komst undan um sinn, þar sem lögreglubíllinn var ekki í sem beztu lagi. Lög- reglan handtók manninn seinna um nóttina. 24 taka atvinnuflugpróf hjá Flugsýn S. I. laugradg luku 14 flugnem- ar bóklegum prófum fyrlr afvinnu- flugmsnnspróf, hjá flugskóla Flug- sýnar. Um eltf hundraS manns hafa loklS þessu prófi í flugskóla Flug- sýnar, en þetta er staerstl hópurinn, sem Flugsýn útskrlfar í einu. Hæstu elnkunn hlaut Sverrir Þórólfsson, 97 stig af 100 mögulegum, í meSal- elnkunn, en þaS mun vera ein hæsta elnkunn, sem tekin hefur verið hér helma f atvinnuflugmannsprófl. mikil vinna að hafa yfirlit yfir allar konur á landinu á aldrinum 25—60 ára, en ætlunin er að skrifa þeim öllum bréf, og ef ein- hver þeirra svarar ekki, eða set- ur sig ekki í samband við skrif- stofuna, þá fær hún annað bréf. Skoðunin sjálf tekur ekki nema 5—10 mínútur og er algerlega sársaukalaus, eins og áður er sagt. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að illkynja frumur í slímhúð leg- hálsins geta þróazt þar í tíu ár, áður en þær komast inn í vöðva- lag legsins. Ef krabbamein upp- götvast á því stigi, er talið, að horfur á lækningu séu 100%. Sjúklingar á þessu stigi kenna sér yfirleitt ekki nokkurs meins og þess vegna er hópskoðun svo nauðsynleg, ef koma á í veg fyrir sjúkdóminn. Verði vart við bólg- ur í legi í sambandi við rann- sóknina, verður konunum vísað á kvensj úkdómalækna. Yfirlæknir þessarar nýju rann- sóknarstöðvar verður _ Alma Þór- arinsson læknir, en Ólafur Jens- son mun starfa sem ráðgefandi læknir. Við frumugreiningu starfa þær Helga Þórarinsdóttir og Valgerður Bergsdóttir og hjúkrunarkonur eru Guðrún Broddadóttir og Hertha Jónsdótt- ir. Leitarstöðin í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg mun starfa áfram með óbreyttum hætti jafnt fyrir karla sem konur, en rannsóknarstofur þaðan verða til húsa í Suðurgötu 22 í kjallar- anum. ENN STRÖNDUÐU 2 Framhald af ). 515«, ið hafði ekki skemmzt, og var þvi- haldið á miðin aftur. Ekki varð neitt að Björgvini heldur, og hélt hann beint á miðin, eftir að hann losnaði af grynningunum. Blaðið skýrði frá því fyrir helgi, að síldarbáturinn Jökull strandaði í höfninni á Raufar- höfn. Búizt var við á laugardags- morgun, að varðskip kæmi til þess að ná honum út, en úr því varð ekki. Síldinni, sem var í lest Jökuls, var mokað fyrir borð, og síðan var sjónum dælt úr hon um, en við þetta léttist báturinn svo mikið, að 12 tonna báti, Kristni frá Raufarhöfn, tókst að ná honum á flot aftur. Talið var, að Jökull hefði skemmzt eitthvað, þar eð töluverður sjór var kom- inn í bátinn. Nú lítur ekki út fyrir, að skemmdir hafi verið eins miklar og á horfðist, en sjór- inn hafði farið inn um ventla á þilfari bátsins. KOMINN FRAM Framhald af 1. síðu. ætla að ná í áætlunarbíiinn, sem færi norður, en hann kom eklá þetta kvöld, svo að hann hefur náð í einkabíl. Þegar Þorsteinn hringdi í bæinn um áttaleytið í kvöld, var hann löngu kominn heilu og höldnu að Stóru-Borg í Víðidal í Húnavatnssýslu. Þá voru björgunarsveitirnar frá Akranesi búnar að leita í eina þrjá tíma og áætlað var, að hefðu þær einskis orðið varar klukkan 6 í fyrramálið, þá færi björgunar sveit héðan úr bænuirn einnig á stúfana. LEYFT AÐ SALTA Framhalð aí 1. síðu. fyrra keyptu Rússar 131.280 tunnur af saltsíld, en þá var heild arsalan 438.966 tunnur. Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins 27. þ. m. var ákveðið, að lágmarksverð á fersksíld veiddri á Norður- og Austurlandssvæðinu, verði sem hér segir: Síld til sölt- unar: hver uppmæld tunna (120 lítrar) kr. 230. Hver uppsöltuð tunna (með 3 lögum í hring) 313 krónur. Verðið miðast við að selj endur skili síldinni í söltunar- kassa ei/is og venja hefur verið á undanförnum árum. Hver upp- mæld tunna af síld til heilfryst- ingar verður á 230 krónur. Beztu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum og gjöfum á sjötíu ára afmæli mínu 20. júní s. 1. Kristín Þorkelsdóttir, Hvassaleiti 20. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar. Filippíu Þorsteinsdóttur. F. h. vandamanna, Þorsteinn H. Ólafsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur sam- úð við andlát og jarðarför föður okkar, Brynjólfs Þórðarsonar, Gelti, Grímsnesi. Börn og barnabörn. TlMINN, þrlSiudaglnn 30. júnf 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.