Alþýðublaðið - 08.02.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.02.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞ7ÐUBLAÐIÐ P. i. F. felgafeaadi, Gestemét ungpennalélaga, sem staddir eru í bænum, verður haldið föSÍUdagÍHH 10 febr. og hefst ftl. 8 Vs í Iðnó, með skemtun svo sem venja er til og danzi á eftir með undirleik 5 manna hljóðfærasveitar. — Aðgöngumiðar verða seldir i Iðnó á morgun frá kl. 4—7 og á föstudaginn frá kl. 4 og kosta kr. 3,00. Allir ungmennafélagar eiga kost á að koma. + Ulþýbu^laðið ) kemur út éi hverjum virkum degi. i Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin fr.A kl. 9 árd. ] til kl. 7 síðd. I Skrifstofa á sama stað opin kl. 9l!s—lO'/a árd. og k!. 8—9 síðd. Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 ; (skrhstofan). ! Verðlag: Áskriftai verö kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 : hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). SíldarverksmlðluF og atvinBawiIeysIð. Fyrir verkalýðinn eru pau lands- mái einna inikilvæguist,'sem beint eða óbeint stuðla að því, aið anka atvinnuna í landinu. Þegar núverandi landsistjóm fó! Jóni Þorlákissyni að rannsaka síkiarverksmiöjiumálið, þ. e. hverj- ir möguleikar væru fyrir pví, að setja upp síldarbræðsluverk- smið|u, er ríkið ætti, pá var fundið að peirri ráðsöfun hér í blaðitniu. Það var ekki talið líklegt, a'ð Jón Þorláksson væri rétti mað- urinn til pessa starfs, og virðist nti vera komið á dagdnn, að að- fmsl'urúar haf.i verið fullkomlega réttmætar. Setji ríkið á stofn slíka síldar- bræðslustöð, svo snemma, að hægt verði að nota hana í sumar, pá er það hið sania og að útvega möirg hundruð fjölskyldufeðrum atvinnu, sem að öðrum kosti mætti búast við' að hefðu rýra at- vinnu yfir sumartímann. í öllum mentalöndum — nema íslandi — eru borgaðar miljónir króna úr ríkissjióÖi til styrktar at- vinnulausum mönnum. Og lengi getur það ekki dregist hér á landi, að ríkið taki að sér að styrkja atvinnulausa menn, eins og er- leijd ríki gera, líka pau, par sem íbaldið ræður (pví pað porir ekki annað). En væri nú ekki heppilegri leið að miinsta kosti að reyna dive langt mætti komast með þvi móti, að riklð reyndi að stuðla að pví að bæta atvinnuna fyrir verka- lýðinn, til þess að geta komist sem mest hjiá beinum styrk. En á engan hátt ex jafn-auðvelt að ‘ J>æta atvinnuna eins og með nýj- um síl darbræðsl u-verksm ið jum. Því pær útvega svo langtum 'fleiri atvinnu en þeiin, sem beinlínis starfa við .þær. En pað eru svo sem fleiri en verklýðurinn, sem græðir á pví, að pessu sé hrundið í fram- kvæm>d. Allitr útgerðarmenn síld- veiðaskipa græða á- pví, ekki ein- ungis peir, sem geta gert út skip sín, ef síldairverksmiÖjum er fjölgað, helduir líka hinir, pví á- rei'ðanlegt er, aö verð síldar til bræðslu hlýtur aö lækka að mun, nema settar séu upp ríkrsverk'- smiðjuir — og pað aö minsta kosti ein nú, áður en síldveiðja- tíminn byrjar — því hið aukna framboð á nýrri síld hlýtuir að' hafa pau áhrif. Hér við má bæta, að pegai’ takmörkun á síidarsölt- im kemst á, sem nauðsynlegt er að verði pegar á þessu s-uimri, pá eykst e.nn við það f'ramboðið á nýrri síld. í pessu sambandi er rétt að miinnast á, að tór stoð|ár ekki annað en ríkisrekin verksmiðíja, tll pess að koma í veg fyrir samtölf verksmiðjanna um að halda síldarverðinu niðri. Þegar nú er athugað, að Jón Þorláksson er ekkert farinn að láta bæra á sér, er ekJd of djúpt tekið í árinni, að segja að þa'ð hafi verið afar illa til fundið af lándsstjórninni, að fela peim manni nokkuð starf pessarar teg- uindar. Það er mælt, að Jón hafi fal- ast eftir starfinu, af pví hann var atvinnulaus. En honum dettur víst eKk.i í hug, að mörg hundruð manna, sem atvinnuleysið kreppir ólíkt harðara að en að honum, hafa beöiö með ópreyju eftir pví að fá að heyra að eitthvað gerðist í pessu máli. Það verður nauðsynlegt að rík- ið komi sér upp að minsta kosti tveim síldarbræðslum, annari við Siglufjörð en hinni við Eyjafjörð. Og pað er nauðsynlegt, að að minsta kosti önnur komist upp fyrir næsta síldveiðitíima. En til pess parf að hefjast nú pegar handa, þó Jpn /Þorláksson sofi — eða látdst sofa. Eftirlit raeð verksmiðjam. Frumvarp um "eftirlit með verk- smiðjum og vélum hefi'r nú náð f'ullnaðarsampykt í neðri deild al- pingis og siglir væntanlega einnig sama hraðbyri gegn um efri deild. Meginákvæði pess um verksmiðj- ur eru pessi: Verksmiðjum, verkstæðum og vinnustöðvum, sem lög þessi taka til, skal haga þannig, að líf, heilsa og limir verkamanna við vinmu og dvöl á vinnustaðnum sé til- hlýðilega verndað. Stigar séu traustir og greiðir og litgöngudyr tálmalausar. Vin.niustofur í verksmiðjum 'og verkstæðum, sem gerð eru eftir að lög þessi ganga i gildi, mega ekki lægr.i vera undir loft en 2,5 metrar. Atvinnumálaráðherra á- kveður, hvort þessi regla skuli einriig gilda um verksmiðjur og verkstæði, sem áður eru reist. Við vjnnu skal hver verkamaður hafa 8 rúmmetra loftrúm hið minsta. Loftrásir, vélknúöar, ef nauðsyn krefur, til þess að veita inn hreirau lofti, skulu vera í öll- um vinnustofum. Stór suðu- eða bræðslu-ílát, svo og ílát með hættulegum efnum, skulu girt eða varin, svo að verkamenn falli eða gangi ekki ofan í pau. Vinnustofur og aðrar vistaiverur verkamanna skulu vera þannig, að auðvelt sé að gæta hreinlætis, reglusemi og hollustuhátta. , Við vinnu í vinnustofum skal bitta vera nægileg og tryggilega búið um lýsingartæki. í lokuðum vinnustofum skal upphitun vera nægileg og fara eftir pví, hvet vinna er stunduð. Verkamenn skulu eiga kost á að neyta matat síns undir paki. Þar, sem hollustuhættir kreíj- ast, að ekki sé matast í vinnu- stofunni, skal verkamönnum feng- ið annað húsrúm til afnota um máltíðir. — Atvinnumálaráðherra setur nán- ari fyrirmæli um tilhögun, starfs- hætti o. s. frv. í reglugerð eða reglugerðir fyrir hvert einstakt fyrirtæki eða flokk fyrirtækja. Við samning reglugerðar ber að leita álits verkamanna og atvinnu- rekianda eða atvinnufélagsiskapar hvors um sig. Frumvarpið er fram komið samkvæmt þingsályktun, er Héð- inn Valdimarsson fékk samþykta í fyrra í neðri deáld alpingis. Verftamaimafélagið Ðagsbrún. Skýrsla félagsstjórnarinnarfyrir árið 1927, gefin á aðalfundi félagsins í janúar s. 1. Félaga- tala og fundir. Á árinu 1927 hafa verið haldnir 15 félagsfundir og 29 stjórnar- furadir. Meðlimatala féiagsins- í ársbyrjun var 730 og í árslok 730. Inn gengu á árinu 15 menn, 4 dóu, 2 voru reknir, peir Jör- imdur Brynjólfsson og Lárus Val- berg, en 9 gengu úr og fluttu burtu. Með pví að athuga félaga- skrána hefir stjórnin komist að raun um að töluvert af mönnum sé talið á félagsskrá, sem varla megi telja félaga, og þyrfti að athuga um 100 af meðlimunum nánar til pess a'ð úrskurða hvort beri að telja pá í félaginu eða á aukaskrá. Þessir félagsmenn hafa dáið á árintu: 1. Jón Guðlaugsison, Tjarnargötu 8, 51 árs gamall ekkjumaður, á uppkomin börn, var skósmiðut' að iðn, en stundaði steinsmiði. Hann dó af afleiðingum upp- Elrurðar í ágústmánuði. 2. Guðmumdur Guðmundsson, Selbúðum, 26 áxa garnall, ógiftujf, drukkniaði á Reykjavikurhöfn í nóvember s. I. 3. Loftur Guðmundsson, Berg- pórugötu 41, fertugur að aldri, giftur og lifir hann ekkja og eitt) barn. Hann dó í janúar af afleið- ingum uppiskurðiar vegna botn- langaibólgu. 4. Guðmundur Jónsson, Hverfis- götu 73, 69 ára gamall, dó sl. haust. Hann skiJur eftir sig ekkju. Hann var einn af stofnendum fé- lagsins. Þessir dánu félagar voru allir góðir drengir og góðir félagiar, er stóðu með stéttarfélagi sinu par til þeir féllu. Nokkur erindi hafa verið fluti: í félaginu á árinu af ýmsum mönnum. Hajnnroinnan. í byrjmr ársins varð kaiupdeila út af hafnaxvinn- unni. Kaupgjialdsnefnd útgerðar- manna gerði kröfu um kauplækk- un fyrst niður í 1 kr. um klukku- stund í dagvinnu, síðar niður í 1 kr. 10 a^ira um klukkustund., Þar sem kaupgjaldsnefnd félags- ins ekki vildi líta við pessium boðuim :né félagið sjálft, var á- kveðinn kauptaxti 29. janúar 1927. Var hann svohljóðaindi: Dagvinna kr. 1,25 um tímanu Eftirvjnna — 2,00 — Nætur og helgi- dagavinna — 2,50 — — og gilti taxti þessi fyrir alla þá atvinnurekendur, sem ekki höfð*i siamið við félagið. Hinn 4. febrúar var síðan sér- samningur sampyktur með 128 gegn 50 atkvæðum af félaginu Ivið skipaafgreiðslurnar hér í feæn'- uim um ofannefnt lrnup, nerna í dagvinnu varð kaupið kr. 1,20 í stiað pess að í taxtanum var kr. 1,25 um tímamn. Hinn 10. febrúar var síðan bor- ið upp uppkiast að samningi við togarafélögin með passu kaupi: Dagvinna kr. 1,18 Eftirvinna — 2,00 Næturvinna — 2,25 Helgiidagavinna —■, 2,00 Svo og með ákvæðum um, hvaða dagar reiknist helgidagar og eng- in vinna skyldi unnin á aðfanga- dagskvöld, gamlárskvöld, jóla- diag, nýjársdag, páskadag eða hvítasunnudag. Var samningsupp- kast petta felt með 120 atkv. gégn 42 atkv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.