Alþýðublaðið - 24.12.1952, Side 27

Alþýðublaðið - 24.12.1952, Side 27
W 1í JÓLAHELGIN ^ fj* Fagurt hár og fullkomnir fótleggir er hvort tveggja meðal þeírra fegurðareinkenna, sem prýða Marlene Dietrich. um hennar mörgu og miklu sigrum, og þó sennilega enn fremur leyndar- dómur þess, hversu ó venjulega og ótrúlega löng sigurbraut hennar hefur orðið. Það er hið prússneska lundarfar, hinn strangi og miskunn- arlausi sjálfsagi, viljafesta og mark- vísa einbeitni, ásamt takmarkalausri iðni og þrautsegju, sem hún á frægð sína fyrst og fremst að þakka. Og það er ströngum sjálfsaga hennar að þakka, að hún heldur enn þeim tök- um á list sinni, og er enn svo ungleg og glæsileg, að hún nýtur aðdáunar og hyllt almennings, enn þann dag í dag. Sem dæmi um það, með hvílíkri nákvæmni hún undirbýr og þraut- hugsar jafnvel smáatriði, sem að einhverju leyti snerta, eða geta snert, framkomu hennar og lýðhylli, er þessi saga sögð: Það var verið að úthluta heiðursverðlaunum í Los Angeles fyrir beztan kvikmyndaleik, ,, Óskars“-verðlaununum svonef ndu, og var mikið um dýrðir í stærstu kvikmyndahúsunum í því sambandi. Þar eð Marlene hafði þá ekki gerzt bandarískur ríkisborgari, gat hún ekki hlotið slík verðlaun; en eigandi eins kvikmyndahússins vildi bæta henni það upp og veita nenni auka- verðlaun sem útlendingi, og var horfið að því ráði. Þarna var eigin- lega ekki um annað að ræða en það, að hún átti að ganga fram á leik- sviðið, taka á móti verðlaununum og hlusta á nokkur hrósyrði og ham- ingjuóskir, hneigja sig og þakka, og halda síðan á brott. Fæstum leikkon- um myndi hafa komið til hugar að búa sig undir jafn skamman og þýS- — 27 —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.