Alþýðublaðið - 24.12.1952, Qupperneq 39
Jfressi Ulli bcekiingur4
Framhald af 27. síðu.
' JÓLAHELGIN % ff
Frá Heidelberg.
Heidelberg . . .
Framhald af 9. síðu.
berg. Það' var glaða tunglskin, og
við vorum að virða fyrir okkur
„gömlu brúna“, sem nú.hefur verið
nákvæmlega endurbyggð. Doktorinn
tók til máls og vó hyert orð: ,,Þeir
okkar, sem eins og ég erum órjúfan-
legir hlutar af Heidelbergháskólan-
um, finna til þess, að á þeirri stofn-
un hvílir nú aukin ábyrgð, sem aldr-
ei verður af henni létt: Vísindaleg
þekking er eltki einhlít. Við verðura
þ- — 39 —. -
að sanna, að það sé siðmenningin,
sem ein getur fært hrjáðu mann-
kyni blessun frelsis, friðar og rétt-
lætis.“
'i ■ ;sfae W
KONA noklcur hafði boðið litlum
dreng úr nágrenninu í»ð borða hjá
sér.
— Ertu viss um, að þú getir skorið
kjötið þitt hjálparlaust? spurði hún.
— Já, svaraði hann. Það er oft
syona seigt heimá.
í undanförnum köflum hefur ver-
ið rakið hið helzta, er birtist á prenti
um ,,Verðandi“, þá er hún lcom út,
og birt nokkur sýnishorn úr ritdóm-
unum. Ekki verður annað sagt, ,en
að móttökur blaðanna hafi yfi'r höf-
uð verið góðar. Viðtökur ritsins hjá
aimenningi munu hafa verið ærið
misjafnar. Sumir töldu skoðanir
„Verðandi“-manna og skáldskap
varhugaverðan og hættulegan öllu
siðgæði. Skal aðeins nefnt um það
eitt dæmi, tekið úr dagbók Ólafs
Davíðssonar, sem áður var til vitnað.
Hann ritár 10. ágúst 1882:
„Ég man eftir sögu, sem "eg hef
heýrt hér um forstöðukonu kvenna-
skólans á Laugalandi, Valgerði.
Bókasafn lærimeyjanna eignaðist
„Verðandi". Hún hefur þann sið, að
hún rífur upp úr bókum skólans
ölí þau blöð, er hún vill að læri-
meyjarnar lesi ekki. Svo reif hún
alltaf upp úr „Verðandi“, eftir því
sem hún las, og seinast var ekki
eftir nema tóm kápan.“
„Kátt er á jólunumfií
Framhald af 5. síðu,
staklega cinkennir jó'lin, er hrein-
leikinn á öll'u og hinn mikli ljósa-
fjöldi. Því eru jólin stundum köll-
uð „hin mikla ljóshátíð“. Birtan af
hinum mörgu ljósum verður svo
einkennilega fögur og dýrðleg á jóla-
nóttina, einmitt af því, að nátt-
myrkrið er þá svo svart, því að þá
er sá tími ársins, að nóttin er allra
lengst og dimmust. Þessi mikla
Ijósadýrð í náttmyrkrinu minmr þá
ósjálfrátt á ljósið, sem skín í myrkr-
inu, — Ijósið, sem skín í mvrkri
heimsins við komu frelsarans. Hversu
allt er ljósum lýst á jólunum, og
hversu allt, sem þá mætir auganu,
er þvegið og hreint, minnir ósjálfrátt
á það, að í hjarta mannsins á allt að
vera bjart og hreint, svo að frelsar-
inn geti einnig fæðst þar, og þar
verði dýrðleg og gleðileg jól.