Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR, 6. júlí. NTB-Jackson. — Eitt af stærsl'u hótclum í Jackson í Mississippi í Bandaríkjunum kaus heldur að loka og hætta starfsemi sinni en að sætta sig við ákvæði borgara- réttindalaganna um aðgang blökkumanna að sömu hótelum og hvítir menn gista. NTB-Róm. — Aldo Moro, einn af helztu foringjum kristi legra demókrata, sem falið hef- ur verið að reyna myndun nýrr- ar stjórnar á Ítalíu, sagði í dag, að hann hefði fullan stuðning þeirra flokka, sem voru í síð- ustu samsteypustjórn hans og væri ekki mögulei'ki á að mynda starfhæfa stjórn nema með samvinnu mið- og vinstri flokka landsins. NTB-Tokio. — Japönsk frétta stofa skýrir frá því í dag, að Sovétstjórnin hafi lagt til, að stofnað verði fast gæzlulið Sam einuðu þjóðanna, og hefði stjórnin sent tillögu þessa til allra aðildarríkja SÞ. Talsmenn stjórna Bandaríkjanna og Bret lands, sögðu í dag, að slík orð sending hefði ekki borizt og könnuðust þeir ekkert við þessa tillögu. NTB-Nicosiu. — Bandarískur flugvirki, Keith Marlen, var í dag dæmdur í 15 ára fangelsi í Nicosiu, eftir að hann játaði á sig vopnaflutninga og upplýs- ingastarfsemi fyrir tyrknes.ku- mælandi menn á Kýpur. Kona hans. Flora, var dæmd í 100 punda sekt fyrir aðstoð við mann sinn. Hjónin voru hand- tekin hinn 26. mai s. 1. NTB-Kairo. — Gamal Abdcl Nasser. forseti Egyptalands. fcr til fundar við Tito, Júgóslavíu forseta, á sumardvalarstað hans á eyjunni Brioni, í Iok þessa mánaðar. NTB-Chicago. — 486 manns týndu lífi sínu í umferðarslys- um þá þrjá frídaga, sem voru í sambandi við þjóðhátíðardag- inn, 4. júlí. NTB-Jóhannesarborg. — Víð tækar húsrannsóknir fara nú fram í Jóhannesarborg til þess að reyna að komast fyrir rætur kommúnistískrar undirróður- starfsemi í landinu, að því er lögregla borgarinnar segir. f dag var t. d. gerð húsleit hjá hinum þekkta lögfræðingi Ger- ald Gordon. NTB-Nýju Delhi. — Lal Bah- adur Shastri, forsætisráðherra Indlands, hefur boðið Ayub Khan, forseta Pakistan, í opin- bera heimsókn til Indlands. NTB-New York. — Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu sagði við fréttaritara The New York Times í Favana í dag, að hann væri fús til að hætta að- stoð sinni við byltingarsinna í Mið-Ameríku, ef Bandaríkja- stjórn gerði hið sama gagnvart kúbönskum útlögum þar. 3 Fyrsti skuttogarinn kominn til iandsins FB-Reykjavík, 6. júlí. ! firðingur var smíðaður hjá Ulstein ! Mekaniske Verksted, og var hann KLUKKAN hálf tvö í nótt kom afhentur eigendum 25. júní s. 1., fyrsti skuttogari íslendinga til en kom til Siglufjarðar klukkan Sigluf jarðar. Togarinn heitir Sigl-. hálf tvö í nótt. firðingur og er eign samncfnds I Skipstjóri á Siglfirðingi verður fyrirtækis. Skipstjóri á Siglfirðingi. Páll Gestsson, stýrimaður Axel verður Páll Gestsson, og mun tog Schiöth, Agnar Þór Haraldsson er arinn á næstunni hefja síldveiðar. \ 1. vélstjóri, og 2. vélstjóri er Jó- i hann Friðleifsson. Allir þessir Togarinn er* búinn öllum nýj- menn eru hluthafar í hlutafélaginu ustu tækjum og er honum bæði j tim Siglfirðing, en auk þess er ætiað að geta veitt með flotvörpu j Kaupfélag Siglfirðinga hluthafi. og hringnót, auk þess, sem hann , Framkvæmdastjóri er Eyþór Halls er útbúinn með kraftblöklc. Sigl- son. Eigum vi3 a3 stíga dans, gæti þessi mynd heitiS, sem tekln var af Krústj- off, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í Noregi á föstudaginn, en hann heldur þarna í hendur Halvard Lange utanríkisráðherra Noregs og Gro- myko, utanríkisráðþerra Sovétríkjanna. KRUSTJOFF GERIR VIÐRFIST! Nikita Krústjoff, forsætisráð- herra Sovétiríkjanna, gerir nú al- deilis víðreist. Nýafstaðin heim- sókn hans til skandinavísku land- ann-a var þriðja utanlandsför hans á þrem mánuðum og fullvíst má teija, að hann haidi enn í ferða- lag eftir hálfan mánuð. Fer hann þá til Póllands til að verða við- staddur4hátíðahöld í sambandi við 20 ára afmæli Iandsins sem kommúnistaríkis, hinn 22. júlí n.k. Áður en hann fór til Norð- FRÆÐSLUMYNDIR FYRIR KONUR í kvöld klukkan 8 verða sýndar í Gamla bíói tvær fræðslukvik- myndir á vegum hinnar nýju leit- arstöðvar Krabbameinsfclagsins. Fyrri myndin, „Tíminn og tvær konur“, fjallar um nauðsyn þess fyrir konur, að koma í tæka tíð til læknis eða leitarstöðvar til skoðunar, svo að frekar sé liægt að fyrirbyggja krabbamein í legi. Skýringar með þessari mynd eru á íslenzku, fluttar af Þórarni Guðnasyni lækni. Seinni myndin sýnir leiðbeiningar fyrir konur, um sjálfsathugun á brjóstum. \ Jafnframt verður fræðsluriti um þetta efni úthlutað. Yfirlæknir leitarstöðvarinnar, frú Alma Þór- arinsson, flytur stutt ávarp á undan sýningunni, sem hefst stundvíslega klukkan 8. Aðgang- ur er ókeypis og einungis fyrir konur. Ljóðabók eftir Sigfús Elíasson Dulræna útgáfan í Reykjavík hefur gefið út bókina: Bragarmál og maður morgunsins, Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti, eftir Sigfús Elíasson. Aðalefni bókar- innar eru ljóð, en einnig er þar * draumur höfundar og tvö ávörp. FYRIRLESTUR í sambandi við ráðstefnu þá, sem hér stendur nú yfir á vegum Evrópuráðsins um endurskoðun kennslubóka í landafræði, er hér staddur dr. G. Neumann, deild- arstjóri hjá menningarmálanefnd Evrópuráðsins, en hann er að góðu kunnur mörgum þeim íslend ingum, sem sótt hafa fundi á veg- um Evrópuráðsins. Á þriðjudag, 7. júli, mun dr. Neumann halda fyrirlestur í Há- skóla íslands, 1. kennslustofu, og fjallar hann um starfsemi Evrópu- ráðsins á sviði mennta- og menn- ingarmála. Öllum almenningi er heimill’ aðgangur að fyrirl. urlandanna, hafði hann heimsótt Ungverjaland og Arabíska sam- bandslýðveldið. Krústjoff kom ásamt fylgdar- liði sínu til Moskvu í kvöld, og segja fréttamenn, að hann hafi verið mjög sólbrúnn, hress og kátur. Þegar hann steig út úr einka- lestinni, sem flutti hann til Moskvu, hélt hann höndunum ynr höfði sér og brosti og veifaði í allar áttir. Krústjoff heilsaði fyrst upp á Vorosjilov, fyrrverandi forsætis- ráðherra Sovétríkjann^, sem nú hefur aftur hlotið náð, og föðm- uðust þeir lengi og innilega. Krústjoff sagði við erlenda fréttamenn, að hann væri ánægð- ur með ferðina til Norðurlanda, en á morgun mun hann gera grein fyrir ferðalagi sínu i útvarpi og sjónvarpi. UMARBÆKUR AB KOMNAR ÚT Almenna bókafélagið gefur í dag út tvær skál&ögur eftir tvo af víðkunnustu höfundum Dan- merkur. Báðar þessar sögur hafa verið gefnar út í flestum .menn- ingarlöndum heims og hlotið hvar vetna mjög góðar viðtökur. Vaðlaklerkur eftir .Steen Steen- sen Blicher kom fyrst út i Dan- mörku 1829, og alla tíð síðan hef- ur þessi minnisstæða saga verið eitt hinna sígildu rita í dönskum bókmenntum. Efni sögunnar er sótt í frægt sakamál frá 16. öld, STÓRSTUKUÞING 63. þing Stórstúku íslands var háð í Oddeyrarskóla á Akureyri dagana 13. til 15. júní s. 1. Þingið sátu rúmlega 60 fulltrúar víðs veg ar að af iandinu og var stórtempl- ar, Óiafur Þ. Kristjánsson, skóla- stjóri í Hafnarfirði, í forsæti. Stórstúkuþingið var háð á Akur eyri að þessu sinni til að minnast þess, að þar í bæ var Reglan stofn uð fyrir 80 árum. Á sunnudag 14. júní söng séra Birgir Snæbjörnsson hátíðar- messu í Matthíasarkirkju, en þing fulltrúar höfðu gengið til kirkju undir fánum Reglunnar. Gestir þingsins voru dr. Richard Beck prófessor og kona hans. Flutti dr. Beck þinginu kveðjur góðtemplara í Vesturheimi, bæði norskra og islenzkra. Þau hjónin færðu Reglunni gjöf í afmælissjóð hennar. Á mánudagskvöld efndi Þingstúka Akureyrar til hófs í Sjálfstæðishúsinu þar. Þingslit fóru fram síðdegis á mánudag, 15. júní.- í nýkjörinni, fram- Framh. á bls 15 og mun flestum þykja efnið sé ærið fjölslungið og kynngimagn- að. Vaðlaklerkur, sem á frummál inu heitir Præsten í’Vejlby, er þýdd af Gunnari Gunnarssyni, skáldi, en sonardóttir hans, Franziska Gunnarsdóttir, hefur myndskreytt bókina. Bókin er prentuð i Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Félagsbókbandið annað- ist bókband. Ehrengard er síðasta skáldsag- an, sem hin heimsfræga skáld- kona, Karen Blixen, skrifaði. ICaren Blixen gat sér strax heims- frægð með fyrstu bók sinni, sem hún frumsamdi á ensku undir höf undarnafninu Isak Dinesen. Árum saman var gengið að því vísu, að hún hlyti bókmenntaverðlaun Nobels. Hér á landi er Karen Blixen kunn m. a. af bók sinni Jörð í Afríku. Flestar gerast sög- ur hennar í framandlegum rökk- urheimi horfins menningarlífs, andrúm þeirra mettað rómantískri dul og svo er einnig um Ehren- gard síðustu skáldsögu hennar. Kristján Karlsson, rithöfundur, hefur þýtt bókina eftir frumtext- anum, sem var á ensku. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helga- sonar. Félagsbókbandið annaðist bókband. Sunnudagur 5. júlí 1964: Hag- stætt veður var á síldarmiðunum s. 1. sólarhring, og voru skipin einkum að veiðum í Seyðisfjarð- ar- og Reyðarfjarðardýpi. Alls fengu 36 skiþ 34.350 mál og tunn- ur. Guðbjörg IS 1100, Vigri GK 1500, Sæþór OF 1200, Ögri GK 1500, Árni Geir KE 650, Sigurjón Arnlaugsson GK 600, Sigurður SI 700, Þórkatla GK 850, Skarðsvík SH 600, Jón Jónsson SH 600, Kristján Valgeir GK 800, Ás- björn RE 800, Friðrik Sigurðsson AR 550, Þorgrímur IS 600, Mummi IS. 550, Gulltoppur VE 400, Jörundúr II RE 1400, Höfr- ungur III AK 2000, Víðir II GK 850, Guðmundur Péturs IS 1300, Þorbjörn GK 400, Pétur Sigurðs- son RE 1300, Snæfugl SU 1500, I-Iilmir II KE 1500, Pétur Jóns- son ÞH 650, Sæfaxi AK 700, Hug inn II VE 1700, Kambaröst SU 500, Jón á Stapa SH 1200, Run- ólfur SH 1100, Páll Pálsson IS 300, Þorleifur Rögnvaldsson OF 550, Dalaröst NS 850, Björg NK 750, Lómur KE 1100, Faxi GK 1700. Síldarfréttir mánudagur 6. júlí 1964: Fremur hagstætt veður var á síldarmiðunum s. 1. sólar- hring og voru skipin einkum að veiðum í Seyðisfjarðar- og Reyðar fjarðardýpi. Sfldarleitinni var kunnugt um afla 29 skipa samtals 20.150 mál og tunnur. Stefán Ben NK 700, Rán IS 450, Freyfaxi KE 200, Akurey SF 750, Björn Jónsson RE 750, Guðbjörg GK 700, Gísli lóðs GK 800, Hafþór RE 300, Sigurfari 300, Sif IS 400, Sigurður Jónsson SU 1500, Höfr- ungur II AK 1000, Andvari KE 400, Eldey KE 1000, Arnkell SH 450, Hafþór NK 1000, Víkingur II IS 350, Einar Hálfdáns IS 600, Strákur SI 800, Sæunn GK 600, Sveinbjörn Jakobsson SH 800, Framnes IS 900, Rifsnes RE 700, Oddgeir ÞH 1050, Hólmanes KE 800, Sæfell IS 900, Margrét SI 1200, Dofri BA 200, Stjarnan KE 550. 2 T f M I N N, þriðjudagur 7. |úlí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.