Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 4
RITSTJÓRl: HALLUR SIMONAR30N Ríkharður hefur skorað mark. — ^ f 1 —1 v r , VI v« -» • > * ~ K "* Þrdttur fékk „dskastart" en síðan ekki söguna meir Og Skagamenn unnu með 7:2 Alt-REYKJAVIK, 6. jull. ÞRÓTTUR fékk sannarlega óskastart gegn Akranesi í 1. deild á sunnu- dagskvöld, og raunverulega áður en nokkur áttaði slg, hafði Þróttur skor- að tvívegis á fyrstu 10 mínútum lelksins. Allt kom þetta óvart og setti áhangendur Akraness í stúkunni á Laugardalsvellinum úr jafnvægi. — Fyrra markið var sett á 5. mín., beln aflelðlng hroðalegra mistaka varnar- marnia Akraness, sem Axel Axelsson notfærði sér vel. Og á 10. mínútu kom 2:0. í þetta skipti hljóp Helgi Dan. á röngu augnabljki út úr mark- inu og Jens Karlsson skallaði í markið. Sem sé 2:0 og aðeins 10 minút- ur liðnar. En þetta voru bara duttlungar hinna óútreiknaniegu knatt- spyrnu. Skagamenn áttu eftir að taka á sig gervi kattarins og brátt hófst leikurinn að múslnni. ^ ' ,(■.... Hva3 eftir annað stormuðu Skagamenn að marki Þróttar og gerðu harða hríð að því. Og á 12. mín. mátti Guttormur, markvörð ur Þróttar, hirða knöttinn úr netinu eftir skot Ríkharðs. Þetta var ekki i síðasta skipti, sem Gutt ormur hirt.i knöttinn úr netinu hjá sór í þessum leik, því áður en yfir lauk, höfðu Skagamenn skorað' 7 mörk gegn 2 mörkum Þróttar, sem áður getur um. Tveir leikmenn báru af á vell inum, þeir Ríkharður .Tónsson og arftaki hans Eyleifur Hafsteins- son. Ríkharður kom nú inn í liðið aftur eftir nokkra fjarvcru vegna meiðsla. Samvinna Ríkharðs og kostleg — en þó kannski stundum á kostnað slakrar varnar Þróttar — Ríkharður skoraði 2 mörk, en Eyleifur 3 mörk. Þeirra styrku stoðir voru Jón Leósson og Sveinn Teitsson, sem einnig áttu báðir skínandi dag. Akranes hefur nú enn tekið forustuna í 1. deild — og eftir þennan leik læðist ósjálf- rátt sá grunur að mér, að Akranes eigi eftir að heyja úrslitabaráttu við KR um íslandsmeistaratign, nema þá Keflavík taki sig á. En lítum nú nánar á leikinn Jöfnunarmark Akraness kom á 22. mín. og skoraðl Skúli eftir að hafa fengið nákvæma sendingu inn í eyðu frá Eyleifi. Þetta var Eyleifs í þessum Ieik var oft stór fyrir miðju marki og tiltölulega AKUREYRI - FRAM 8:1 Akureyri váHn „stóran“ sigur yfir Fram á sunnudag- inn og 8 sinnum í leiknum skoruðu hinir skothörðu sókn- armenn Akureyrar gegn 1 marki Fram. Leikurinn fór fram á grasvellimim á Akureyri í blíðskaparveðri og kom fjöldi fólks til að fylgjast mcð viðureigninni. í sjálfu sér er kannski vafasamt að tala um stórsigur Akureyrar í þessu sacnbandi, þar sem aðeins fjórir Icikmenn 1. deildar-liðs Fram treystu sér til að fara í förina. Mun það hafa stafað af því, að fyrirvari var stuttur og meiðsli hindruðu suma Leikmenn i að leika. auðvelt fyrir Skúla að renna knett inum fram hjá Guttormi. — Á 29. mín. skoraði Ríkharður 3:2 eftir að hafa notfært sér vel sendingu frá Sveini T. sem tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Þróttar. — Fyrir hlé bætti Eyleifur marki við, einlék upp miðjuna eftir að hafa fengið knöttinn frá Ríkharði. Sami einstefnuaksturinn var á dagskrá í síðari hálfleik. Á 12. mín. skoraði Donni viðstöðulaust af stuttu færi, 5:2. Donni lék í stöðu hægri útherja í þessum leik og ég er á því, að þessi gamla staða hans eigi ennþá bezt við hann. — Á 25. mín. kom svo 6:2. Nýliðinn, Guðjón Guðmundsson, tók hornspyrnu frá vinstri og upp úr henni skoraði Eyleifur viðstöðulaust með skalla. Þetta var laglega gert hjá Eyleifi litla — og hann átti svo eftir að skora síðasta mark leiksins, sjöunda markið, en það kom úr vítaspymu rétt fyrir leikslok. í sjálfu sér var þessi leikur nokkuð skemmtilegur. Hin óvænta byrjun Þróttar setti allt úr jafnvægi, en síðan komu yfir burðir Akraness í ljós og leíkur Skagamanna var oft mjög góður. Samt verða Skagamenn að gera sér það ljóst, að vörnin'er ekki nógu góð — og á henni getur oltið þegar um sterkari andstæðing verður að ræða. Lið Þróttar var ósköp líkt sjálfu sér í leiknum, blessunarlega laust við allt sem heitir baráttu vilji og skynsemi. Ekki er efni- viðurinn af lakari taginu, en þvi miður, það eitt er ekki nóg. Væntanlega herða Þróttarar upp hugann, þegar þeir mæta Fram i síðari umferðinni, en allar horfur eru á, að þessi tvö lið „berjist" um að halda sæti í 1. deild. Dómari var Carl Bergniann og dæmdi mjög vel. RTIRTfl FRETTIR ★ Floyd Patterson og Eddie Machen mættust í hnefaleika- keppni í Stokkhólmi á sunnu- dag og vann Patterson örugg- an sigur á stigum, en leikurinn var 12 lotur. Þessi sigur eykur mjög möguleika Patterson til að fá keppni við heimsmeistar- ann Cassius Clay — eða þá Sonny Liston ef Liston sigrar Clay, þegar þeir mætast næst — en útilokar hins vegar Mach en, sem er fyrir ofan Patterson á listanum yfir beztu hnefa- leikarana í þungavigt, nær ör- ugglega frá því að mæta þess um köppum, en hann hafði gert sér miklar vonir í því sam- bandi og var keppnin við Floyd liður í þeirri áætlun. Mikið fjölmenni horfði á keppni þeirra í Stokkhólmi og voru nær allir á bandi Floyd, sem er' gífurlega vinsæll í Svíþjóð, enda hefur hann sagt að hann hafi í hyggju að setj- ast að í Svíþjóð. ★ Kjeli Hovik setti nýtt, norskt met í stangarstökki á móti í Þrándheimi 3. júlí, stökk 4.70 metra. Hann átti góðar tilraunir við 4.75 m., en tókst þó ekki að stökkva þá hæð. Eldra metið,- 4,65 m. átti hann sjálfur. ★ Wimbledon-tennismótinu á Englandi lauk á laugardaginn, en það er merkasta tennismót, sem háð er á hverju ári. Ástralíumaðurinn Emerson sigr aði landa sinn Stolle í úrslitum í karlaflokknum, og er það ann að árið í röð, sem Stolle tap- ar í úrslitum. Þetta var fyrsti sigur Emerson á Wimbledon í 10 tilraunum. í kvennaflokki sigraði Maria Bueno, Brazilíu, Margareth Smith, Ástralíu, mjög óvænt, og er það í þriðja sinn, sem Bueno sigrar Wimle- don-keppninni. í tvíliðaleik karla sigruðu Stolle og Hewitt landa sína Emerson og Fletcher og í tvíliðaleik kvenna Smith og Turner, Ástral íu. ★ Þegar Terje Pedersen setti heimsmet sitt í spjótkasti 1. júlí í landskeppni Noregs og' Benelux-landanna voru öll köst hans yfir 81 metra og heims- PATTERSON metið 87.10 m. eins og kunn- ugt er. Fagnaðarlæti áhorfenda voru gífurleg og önnur góð afrek féllu í skuggann. T. d. setti Odd Fuglem nýtt, norskt met í 5000 m. hlaupi á 13: 53.4 mín. og Roelants, Belgíu, hljóp 3000 m. hindrunarhlaup á 8:31.8 mín, sem er frábær tími. ★ Heimsmethafinn Peter Snell hefur ákveðið að keppa bæði í 800 m. og 1500 m. hlaupum á Ólympíuleikunum í Tokíó. Hann álítur Kanada- manninn John Crothers og Austur-Þjóðverjann Matusche wski hættulegustu keppinauta sína í 800 m., en Frakkann Jazy í 1500 m., þrátt fyrir, að Burleson og O’Hara, Bandaríkj unum séu báðir miklir keppn ismenn, eins og hann komst að orði. ★ Eftir hið nýja heimsmet í spjótkasti lítur bezti árangur í greininni þannig út. 1. T. Petersen, Noregi 87.10 2. Lievore, Ítalíu, 86.74 3. Nevala, Finnland 86.04 4. Cantello, USA 86.04 5. Lusis, Sovét. 86.04 6. Danielsen, Noregi 85.71 7. Kuznetsov, Sovét. 85.64 8. Sidlo, Póllandi 85.56 9. Tsibulenko, Sovét. 84.64 10. Kinnunen, Finnlandi 84.42 11. W. Rassmussen, Nor. 84.18 Egill Daníelsson er nú í 6. sæti með sinn fræga árangur, sem hann náði á Ólympíuleik- unum í Melbourne og var jafn framt heimsmet. Því ekki að reyna? Alf-Reykjavík. Daufu afmælismóti KR i frjálsum iþróttum lauk á laugardaginn. Ekki eitt einasta afrek var unnið á mótinu, sem í rauninni var eins og slitin hljómplata, þessi sama plata, sem Ieikin hefur verið á síð- ustu árum, og grunntónninn er: — engin afrek, sviplaus keppni, örfáir áhorfcndur. Já, það skeður yfirleitt ckk- ert orðið á frjálsíþróttamótum hér í Rcykjavík. Nú reyndu þó KR-ingar heiðarlega tilraun til að gera þetta mót skemmti legra — og á ég þar við stiga- keppnina, því jafnvel þótt fá afrek séu unnin býður slíkt keppnisfyrirkomulag oft upp á skemmtilega keppni. En þessi tilraun misheppnaðist einnig. Það eina, sem þetta mót færði okkur heim sanninn um, er stórveldið KR — í hnot- skurni. í sjálfu sér má einnig segja sem svo, að það sé slitin plata að ræða sífellt um getuleysi frjálsíþróttamanna okkar, án þess að koma með raunhæfar tillögur, sem miða að því að bæta úr þessu ófremdarástandi. Undirritaður cr ekki trúaður á kraftaverk. En eitthvað verð ur þó að gera. Ágætir menn hafa stungið upp á því, að frjálsíþróttamenn spreyti sig í hléum á knattspymuleikjum Framhald i næsta dálki, bls. 5. 4 T í M I N N, þriðjudagur 7. júlí 1M4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.