Tíminn - 07.07.1964, Page 5

Tíminn - 07.07.1964, Page 5
KR vann stigakeppn- ina með yfirburðum KR hlaut 121 stig gegn 69 stigum ÍR og gegn „landsúrvali" 119 stig gegn 73. Alf—Reykjavík, 6. júlí. KR sigraði „landsúrval" og ÍR með miklum yfirburð um á afmælismótinu í frjálsíþróttum, sem lauk á laug- ardag. KR hlaut samanlagt 119 stig gegn 73 stigum úr- valsins — og gegn ÍR hlaut KR 121 stig gegn 69 stig- um. Heldur var þetta afmælismót KR rislágt og ekki voru nein afrek unnin. Stigakeppni er í sjálfu sér góð hugmynd, en heppnaðist ekki í reynd — og þá fyrst og fremst vegna yfirburða KR í flesttim greinum. f aukagreln á afmælismótlnu kepptu þær SigrlSur SigurSardóttlr og Llnda RíkharSsdóttlr, báSar úr ÍR, í 80 m. grindahlaupl. SigríSur slgraSI á 13,8 sek. en Llnda hlaut timann 14,2. Fyrsta greinin síðari dag mótsins var 110 m. grhl. og sigraði Valbjörn Þórláks- son, KR, á 15.5 sek. — í þrístökki sigraði Úlfar Teitss., KR, stökk 13,83 m. — í stangarstökki sigraði Valbjörn Þorláksson, stökk 4.15 m. — í spjótkasti sigr aði Björgvin Hólm, ÍR, 60. 97 metra. — I 800 m. hlaupi sigraði Halldór Guð björnsson, KR, á 2 mín. sléttum. — í 200 m. hlaupi sigraði Valbj. Þorláksson á 22,9 sek. — í 3000 m. hl. sigraði Kristleifur Guð- björnsson, KR, 8:47,6 mín. — í 4x400 m. boðhl. sigr- aði sveit KR með miklum yfirburðum. Framhald af 4. síðu. og er þá aðallega átt við hlaup in. Undir slíkum kringumstæð- um fá frjálsíþróttamenn okk ar áhorfendur, sem áreiðanlega myndu ekki láta sitt eftir liggja til að livetja þá. Hvatningin er mikilsverð og getur verkað sem sprauta á menn. Það eru ekki mörg ár síð- an, að íslendingar höfðu yfir- burði gegn Dönum í frjálsum. Ef þessir aðilar myndu leiða saman hesta sína í dag, myndu úrslitin verða gagnstæð, já, við mynfkim bíða herfilegan ósigur. Hvað hefur gerzt hjá Dönum? Jú, þeir hafa m. a. farið inn á þá leið, sem að of an getur. Og árangur hefur orð ið undraverður. Þetta hefur ýtt undir áhuga og í dag þurfa Danir ekki að skammast sín fyrir frjálsíþróttamenn sína. Nú er það ábending til for- ystumanna frjálsíþrótta hér á landi að fara inn á þessar braut ir. Þetta kostar þolinmæði, en ég er viss um, að árangur læt- ur ekki á sér standa. Ef við tök um dæmi, væri það ekki ákjósanlegt fyrir ungu menn- ina, sem spreyttu sig I 400 m. hlaupi á KR-mótinu, að fá að keppa í hléi á knattspyrnuleik, þar sem hundruð áhorfenda myndu hvetja þá? Þeir hlupu 400 m. síðast á rúmlega 50 sek. — áreiðanlega myndu þeir ná betri árangri. Ekki má skilja þessar lín- ur svo, að ég álíti það eitthvað allsherjarmeðal að fara inn á þær brautir, sem bent hefur verið á. En því ékki að reyna eitthvað? —alf. Sigurmark V als kom 2 mín. fyrir leikslok Alf-Reykjavík. KR og Valur háðu mikla orrustu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi í rigningarveðri fyrir framan um þrjú þúsund áhorfendur — og heldur óvænt varð það Valur, sem hreppti bæði stigin. Þrátt fyrir ótal tækifæri allan leikinn út í gegn, virtust horfurnar litlar á því, að skorað yrði. Og rétt fyrir leikslok tóku áhorfendur að tínast heim. En leiknum var ekki lokið og 2 mínútum áður en dómarinn, Hannes Þ. Sig- urðsson, flautaði af, skoraði Matthías Hjartarson, vinsfri framvörður Vals, sigurmark fyrir félag sitt. Og markið var alveg stórkostlegt. Matthías skaut þrumuskoti af um 35 metra færi, sem hafnaði efst í hægra horni KR-marksins, gersam- lega óverjandi fyrir Gísla markvörð, sem þó reyndi að gera heiðarlega tilraun til að verja. Þrátt fyrir góða viðleitni á þeim tveimur mínútum, sem eftir voru, tókst KR-ingum ekki að jafna bil- ið. Og Valsmenn eru tveimur stig- um ríkari, hafa nú hlotið sex stig úr sjö leikjum ,og eru tæplega lengur á hættusvæði, en varla er hægt að reikna með, að þeir blandi sér í baráttuna um efsta sætið. Það valt sannarlega á heppninni einni hvorum megin sigurinn lenti, og sú margumtalaða KR- heppni fylgdi KR ekki að þessu sinni, því líklega hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit. Hvað um það, þrátt fyrir tapið hefur KR alls ekki misst af lestinni, og lík- lega verður liðið tvíeflt í næstu leikjum. Fyrri hálfleikurinn var mjög BREIÐA6LIK - HAUKARÍ KVÖLD f KVÖLD kúkkan 20,30 mætast Brciðablik og Haukar í 2. deildar- keppninni í knattspyrnu. Fer leik- urinn fram á hinum nýja velli í Kópavogi og verður þetta annar opinberi kappleikurinn, sem þar fer fram. jafn og skiptust liðin á upphlaup- um, en sem þó ekki gáfu mörk. Nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum, t.d. bjargaði Hreiðar Ár- sælsson á línu KR — og við Vals- markið skeði það, að Sveinn Jóns- son, sem að þessu sinni lék í inn- herjastöðu, skaut í slá. Þá skoraði Theódór mark fyrir KR, en það var dæmt af vegna rangstæðu. í síðari hálfleik endurtók sama sagan sig, en heldur var:þó sókn KR-inga þyngri og sóknarleikur þeirra mun jákvæðari. Var það Ellerti Schram að þakka, sem er mjög góður uppbyggjari. KR átti mjög gott tækifæri til að gera út um leikinn, þegar 5 mín voru eftir, en þá stóð Sveinn Jónsson fyrir opnu marki. En taugar Sveins brugðust og hann skaut langt fram hjá. 2 mín. fyrir leikslok kom svo sigurmark Vals, eins og fyrr segir Matthías virtist í vonlausri stöðu. og ekki hefðu margir í hans spor um reynt að skjóta. En Matthías er skytta góð og skot hans gat ekki hitt betur. Með þessu var gert út um leikinn og Valsvörnin stóðst allar árásir síðustu 2 mín. Valsliðið barðist vel í þessum leik og sterkari hluti liðsins var vörnin með Árna Njálsson og I Matthías sem aðalmenn. Hermann I og Ingvar börðust vel í framlín- unni ásamt Reyni. Langsterkasti maður KR var Ellert Schram og hræddur er ég I um, að lítið færi fyrir liðinu án i hans. KR saknaði Gunnars Fel. í | liðið, en inn í framlínuna kom ný- ' liði, Hörður Markan, sem stóð sig I með prýði. Kristinn og Þórður voru góðir í framvarðastöðunum og Bjarni Fel. var sterkur í vörn. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs- son og dæmdi af festu og ör- yggi. — alf. Staðan í 1. deild er nú þessi: Akranes 7 5 0 2 21-13 10 Keflavík 5 3 2 0 12- 6 8 KR 5 3 0 2 9- 6 6 Valur 7 3 0 4 16-17 6 Fram 6 1 1 4 11-17 3 Þróttur 6 1 1 4 7-17 3 MAGNÚS GUDMUNDSSON Beztu kylfingar lands- ins streyma til Eyja íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn. — Mikii þátttaka. H.E.-Vestmannaeyjum 6. júlí. Beztu golfmenn landsins streyma nú til Vestmanna- eyja og næstu daga verður mikið um að vera þar á golfvellinum, því íslandsmótið verður háð í þessari viku og auk þess hin fasta keppni milli bæja. Á morgun (þriðjudag) verður bæjarkeppni milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur og er lagður saman árangur sex beztu manna frá hvorum bæ. Á miðvikudag verður keppni milli Vestmannaeyja, Akureyrar, fslandsmótið hefst á fimmtudag og stendur fram á laugardag. — Búizt er við skemmtilegri keppni og eru allir þekktustu golfmenn landsins skráðir keppendur. Flestir eru frá Reykjavík eða 23, frá Vest- mannaeyjum eru 20, frá Akureyri 17 og þrír frá Keflavík og er það í Keflavíkur og Reykjavíkur. fyrsta skipti, sem Keflvíkingar senda keppendur á mótið. Keppendur eru stöðugt að koima til Eyja, en sumir eru fyrir nokkru komnir og hafa æft allt að viku á vellinum. Bæjarbúar hafa fylgzt með af áhuga og á sunnudaginn voru margir á vellinum. Þá fóru tvo hringi (18 holur) þeir Magn ús Guðmundsson, Akureyri; Óttai Yngvason, Rvík; Jóhann Eyjólfs son, Rvík; og Sveinn Ársælsson. Vestmannaeyjum, sem nú keppii aftur eftir nokkra fjarveru vegna veikinda. Keppnin var mjög skemmtilcf og góður árangur náðist. Magnús var með fæst högg, 73, næstur var Jóhann með 74, þá Sveinn me? 75 og Óttar með 76. Má búast við harðri keppni á mótinu eins og sést af þessum tölum. Óttar varð íslandsmeistari síðast, er keppt var í Eyjum, en á möiinu í fyrra á Akureyri sigraði Magnús með vfirburðum. Hann er nú nýkom inn frá Randaríkiunum, þar sem hann hefur æft og keppt í golfi. / T f M I N N, þriðjudagur 7. júlí 1964. ð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.