Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdasfjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þðrarinsson (ób), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indri'ði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. ínnan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Milwoodmálið Milwoodmálið svonefnda er nú komið á það stig, að Smith ,sem var skiþstjóri á Milwood, hefur verið dæmd- ur í undirrétti fyrir brot á fiskveiðilöggjöfinni. Kins veg- ar hefur hinni opinberu ákæru gegn honum fyrir það brotið, sem alvarlegra er, þ. e. tilraun til að sigla á ís- lenzk varðskip, verið vísað frá með úrskurði hæstarétt- ar, þar sem ekki sé hægt að dæma í málinu, vegna fjar- veru Smith. Smith hefur neitað að koma til landsins. Niðurstaðan varðandi Smith virðist því ætla að verða sú, að hann fær dóm fyrir fiskveiðabrotið, en sleppur við dóm fyrir þá ákséru, sem er miklu alvarlegri, tilraun- ina til að sigla á Óðin. Sá maður, sem hefur þó brotið enn meira af sér gagn- vart íslandi, virðist hins vegar ætla að sleppa alveg. Það er Hunt skipherra, sem hjálpaði Smith til að kom- ast undan. Hvarvetna þykir það hið alvarlegasta mál í al- þjóðaskiptum, þegar erlend lögregla eða her hjálpar sökudólg til að komast undan réttvísi þess lands,- þar sem brotið hefur verið framið. íslenzk stjórnarvöld tóku líka í fyrstu mjög alvarlega á þessu broti. Þau gerðu þá kröfu til brezku stjórnarinnar, að Smith yrði sendur hingað, og Hunt eða þeir, sem bæru ábyrgð á verki hans, hlytu viðeigandi refsingu. Brezka stjórnin hóf svar sitt með hinum alkunna inn- gangi, að hún harmaði það, sem gerzt hefði, en neitaði að framselja Smith og taldi framkomu Hunts réttmæta. Vegna þessarar afstöðu brezku stjórnarinnar virðast málalokin því ætla að verða þau, að Smith verður aðeins dæmdur fyrir fiskveiðabrotið, en sleppur við refsingu fyrir ásiglingartilraunina. Hunt sleppur ekki aðeins alveg, heldur fær viðurkenningu yfirmanna sinna. Það er því ekki ofmælt, að enska stjórnin hafi sýnt Islandi yfir- gang og óvirðingu í þessu máli, enda slælega haldið á því af íslenzku ríkisstjórninni, svo að ekki sé meira sagt. Það er ekki dyggð hennar að þakka, þótt þetta mál verði ekki til þess, að landhelgisbrjótar færi sig upp á skaftið í skiptum við íslenzku varðskipin. En vissulega dregur það ekki úr því, þegar lögbrjótur, sem reynir að sigla á íslenzk varðskip, fær enga refsingu fyrir það, og enski skipherrann, sem kom honum undan refsingunni, fær hrós brezkra stjórnarvalda. Vafalítið hefði framkoma brezku stjórnarinnar verið önnur. ef voldugra ríki en ísland hefði átt hlut að máli Þá afsökun hefur brezka stjórnin hihs 'ægar, að íslenzka ríkisstjórnin hefur ekki getað fylgt málinu slælegar eftir en hún hefur gert Safnhúsið á Selfossi Síðastl. sunnudag var opnað veglegt safnhús, sem Árne$ingar hafa reist að Selfossi. Safnhúsi þessu er fyrst og fremst ætlað að geyma byggðasafn héraðins, sem þeg- ar er orðið allmikið Jafnframt hefur verið komið fvrir í húsinu hinu merka málverkasafni. sem frú Bjarnveig Bjarnadóttir gaf Árnessýslu fyrir nokkru, en í því eru m. a. sumar beztu myndir Ásgríms Jónssonar Húsið er þannig byggt, að hægt er að stækka bað síðar og mun þá geta rúmað allstórt listasafn. auk bvggðasafnsins. Hér hafa Árnesingar tvímælalaust stigið merkilegt spor í menningarmálum, sem á eftir sð verða öðrum hér- uðum til fyrirmyndar. Að því þarf að vinna skipulega að slík söfn risi sem víðast um landið eins og Framsókn armenn lögðu til á seinasta þingi Það mun stvrkja viðhald byggðanna og treysta menningu þeirra. T í M I N N, briðiudagur” 7. iúlí 1964. Ólafur Jóhannesson: Lífeyrissjóður fyrir landsmenn alla ÁRIÐ 1957 fluttu nokkrir Framsóknarþingmenn tillögu til þingsályktunar um athugun á stofnun almenns lífeyrissjóðs. Orðrétt hljóðaði þingsályktun- artillagan svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að láta athuga, hvort tiltækilegt sé að stofna lífeyrissjóð fyrir sjómenn, verkamenn, bændur, útvegs- menn og aðra þá, sem ekki njóta Iífeyristryggingar hjá sér stökum lífeyrissjóðum.“ Þingsályktunartillaga þessi var samþykkt, og árið eftir skipaði þáverandi félagsmála- ráðherra Hannibal Valdimairs- son fimm manna nefnd til .að framkvæma athugun þá, sem þingsályktunartillagan fjallaði um. Var formaður nefndarinn- ar Hjálmar Vilhjálmsson ráðu neytisstjóri. Nefnd þessi skilaði áliti sínu til ríkisstjórnarinnar í nóvember 1960. Var niður- staða hennar á þá lund, að hún, Iagði til, að sett yrði iöggjöf um almennan lífeyrissjóð, sem allir Iandsmenn ættu kost á að tryggja Sig hjá, enda yrði þai um að ræða viðbótartryggíngu við almannatryggingarnar. Jafn framt lagði nefndin til, að unn- ið yrði að breytingu á hlnum sérstöku lífeyrissjóðum, þannig að þeir veittu framvegis aðeins viðbótartryggingu við almanna tryggingarnar. Þrátt fyrir þetta nefndaiálit gerði ríkisstjórnin ekkert i þessu þýðingarmikla réttlætis- máli. Hún hófst hvorki handa um undirbúning löggjafar né gerði aðrar ráðstafanir, svo vitað sé, til þess að koina þessu máli I höfn. ÞEGAR ríkisstjórnin hafði þannig í full þrjú ár alls ekkert aðhafzt í málinu, fluttu nokkrii Fi amsóknarþingmenn ó síðasta Alþingi enn tillögu um almenn an lífeyrissjóð. Sú tillaga vai svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd í samein uðu þingi, með hlutfallskosn ingu, til þess að semja frum varp til laga um almennan líf eyrissjóð, sem allir landsmenn eigi kost á að tryggja sig hjá“ Þessi tillaga fékkst því mið ur ekki samþykkt óbreytt. f stað þess samþykkti Alþingi breyfingartiilögu flrá fjárveit ingauefnd, og varð ályktun Al- þingis því svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að láta kanna til hlít ar hvort ekki sé tímabært að setja löggjöf um almennan líf cyrissjóð, sem allir iandsmenn sem eru ekki nú þegar aðilar að Iífeyrissjóðum, geti átt að gang að“ ÞRÁTT fyrir þessa breytingu er þess að vænta, að nú verði hafizt handa um framkvæmdir í þessu máli. Verður að treysta þvi, að ríkisstjórnin sýni mál- inu ekki lengur tómlæti, held ur láti nú þegar hefja undit búning lagasetningar, en það verk getur að. sjálfsögðu tekií alllangan tíma, því að þar þar1 ÓLAFUR JÓHANNESSON margs að gæta. Ummæli tveggja ráðherra í síðustu eld húsdagsumræðum benda vissn lega til þess, að skammt mur’ að bíða raunhæfra aðgerða > þessu merka mannréttindamáli. Gylfi Þ- Gíslason sagði m.a.: „Þriðja verkefnið, sem ég vildi nefna, að nauðsynlegt sé að viima að á næstunni .i þvi skyni að auka félagslegt rétt- læti í landinu, er að komt á ' fót lífeyrissjóði fyrir alla lands menn . .. . . Næsta stórverkefni á þvi ^ sviði á áreiðanlega að vera a? tryggja öllum íslendingum lif- eyrisréttindi hliðstæð þeim sem opinberir starfsmenn og ýmsar aðrar stéttiir hafa notið lengi undanfarið Svíar hafa þegar komið á fót slíku kerfi. Norðmenn eru að undirbúa það og sama er' að segja um fleiri þjóðir“ Ingólfur Jónsson, iandbúnað arráðlierra sagði: „Það er því rétt, sem á hefur verið minnzt að lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn ber að stofna“ Hvorugur ráðiierranna minnt ist hins vegar á þá forsögn málsins, sem hér hefur verið stuttlega rakin Þeir gleymdu og auðvitað að geta þess, hverj ir fyrstir vöktu mál þetta hér En það er algert aukaatriði Aðalatriðið er, að nú sé af full um heilindum unnið að skjót um framgangi málsins. ÞAÐ ÞARF naumast að fjöl vrða um gagnsemi lífeyristrygg inga. Þeim starfsmannahópum fjölgar æ, sem njóta lífeyris tryggingar í sérstökum lífeyris sjóðum, lögboðnum eða samn ingsbundnum. Það eru óneitau lega mikil hlunnindi fólgin þeim lífeyri, s«m sjóðir þessir greiða, hvort heldur er ellilíf eyrir, makalífeyrir eða barna lífeyrir. Hjá þessum lífeyris- sjóðum hefur og átt sér stað fjársöfnun og með henni hefur verið bætt úr lánsfjárþörf. Þar hafa sjóðsfélagar átt kost á hag stæðum iánum til byggingar eigin íbúða. Lífeyrissjóðirnir eru þannig sparifjármyndun innan lands og geta bætt úr þeim fjármagnsskorti, sem oft Og einatt hefur verið ein af aðalmeinsemdum efn'ahagslífs- ins. Almennuir lífeyrjssjóður bætii úr misrétti og stuðlar að félagslegu réttlæti. Þess vegna ber hiklaust að stefna að því. að komið verði sem allra fyrst á fót almennum lífeyrissióði sem allir landsmenn sigj kost á að tryggja sig hjá í almennum lífeyrissjóði verð ur eflaust að gera ráð fyrir nauðsynlegri deildaskiptingu. jafnve] þannig, að deildirnar séu með algerlega sjálfstæðan fjárhag Líklega þarf í hinum almenna lífeyrissjóði a.m.k fyrst í stað að byggja á hvoru tveggja, skyldutryggingu, þar sem hún ætti við, en friálsar tryggingu fyrir þá þegna þjnð félagsins, sem ekki þætti aS svo stöddu fært að binda til skilyrðislausrar þátttöku i sjóð num. öll þessi atriði þarf ræki lega að atliuga áður en löggjö! er sett. Verður þar vafalausi við ýmsa tæknilega erfiðleika að etja. En þeir erfiðleikai eru áreiðanlega ekki óyfirstígan legir. ALMANNATRYGGINGARN AR hafa komið að góðu gagni og veitt öldruðu fólki og Sryrki um ómetanlega aðstoð. Þær voru í raun réttri npptiaflee' vísir að almennum iífeyrissjóði en með almannatryggingalög unum frá 1946 var horfið frá sjóðsmyndum og að niðurjöfn un. Við núverandi aðstæður virðist óhjákvæmilegt að byggja á almannatrygginga kerfinu sem grundvelli. Sam kvæmt minni skoðun á því hinn almenni lífeyrissjóður ekki að koma í stað almannatrygging anna, heldur á hann að velt? viðbótartryggingu. Með hinum almenna lífeyrissjóði á að stefna að því að allir lands menn fái þá aðstöðu. sem þei’ einir hafa nú er njóta trygg ingar i sérsjóðum. Eg held, a? honum eigi að ætla sams kon u hlutverk og beim sérstöku lit eyrissjóðum, sem veita viðbói artryggingu við almannatrygs ingarnar. Jafnframt þarf svn með einhverjum hætti að finnr ráð til að tryggja verðgildi hans I gsg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.