Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 15
RANNSÓKN Framhalö af 16. sí8u. nóttina og var stúlkan þá heima. Risu þá upp harðar deilur á milli þeirra, að því að talið er vegna afbrýðisemi. Missti pilturinn þá stjórn á sér og réðist á unnustu sína og barði hana svo að hún féll í gólfið, að því er stúlkan seg ir. Síðan velti hann svefnbekk, sem þau sváfu á, yfir hana og lagðist ofan á allt saman. Þegar hún slapp undan bekknum, tók hann svæfil og þrýsti að vitum hennar. Stúlkunni tókst þó að lokum að sleppa og stökk hún út um glugga herbergisins, sem var á annarri hæð hússins. Fyrir neðan glugg- ann stóð maður og tók á móti henni. Bjó hann einnig í húsinu og hafði heyrt lætin og farið út á götu. Fór stúlkan með honum inn í húsið. Jóhann Skaptason, sýslu- maður, rannsakaði þetta mál í kvþld, og sagði hann, að stúlkan virtist ekki vera neitt stórsködd- nð. Pilturinn var handtekinn s. 1. laugardag og fluttur samdægurs til Akureyrar. Lögreglan flutti hann síðan til Reykjavíkur í gær. Hann neitar ákæru stúlkunnar og segist einungis hafa ,,danglað í hana“, eftir að þeim hafi orðið sundurorða. Fóstra hans og móð- ursystir segir, að hann hafi oft áður komið illa fram við stúlk- una og átt til að berja hana; einn ig hafi hann áður hótað að drepa hana. Hefur pilturinn játað, að hafa slegið stúlkuna áður. Pilturinn hefur verið úrskurðað ur í. gæzluvarðhald og geðrann- sókn, en hann dvaldi um tíma á Kleppsspítala fyrir 2—3 árum og var þá í geðrannsókn. SAFNHtJS Fran tidi1 a1 bls 3 stofu á loftinu og stigaganginum og eru þar 41 málverk eftir 17 málara. Flest málverkin eru eftir Ásgrím Jónsson, eða 17. Byggingarnefnd Safnhússins skipa Kristinn Vigfússon, bygging- armeistari, Hjalti Gestsson. ráðu- nautur, og Gísli Bjarnason. Kostn- aður við húsbygginguna var 1000 krónur á ferm. og er það eins- dæmi, því að yfirleitt er húsbygg-- ingarkostnaður 2,500 krónur á fer metra. Gæzluvörður safnsins er Kjartan Magnússon. HÉRAÐSMÓT í ATLAVÍK Framhald af 16. síðu Meðal skcmmtiatrfða eru: Ein- öngur Jóns Sigurbjörnssonar óperusöngvara. Haukur Morthens og hljómsveit skemmta og Jón Gunnlaugsson gamanleikari fer með skemmtiþátt. — Að Iokum verður dansað. Haukuir Morthens og hljómsveit leika fyrir dans- inum bæði kvöldin. SÍLD Framhald ai 16. síðu *ur var gott á miðunum, en mikil þoka. Aðalveiðisvæðin voru á Norðfjarðafdýpi, Seyðisfjarðar- dýpi og Tangaflaki um 15 til 30 mílur undan landi. í gær voru saltaðar 320 tunnur á Ólafsfirði, og var það Sigur- páll, sem kom með þessa síld. FLUGFÉLAGIÐ Framnaln ai 16 síðu. ’ lands. Þó væru nokkrir flugvellir á Norðausturlandi of stuttir. Sagði hann, að skrúfuþotan af- kastaði jafnmiklu og þrjár Dak- otavélar, og hún gæti t. d. sama daginn ^ flogið fram og til baka Rvík—ísafjörður, Rvík—Akur- eyri, Rvík—Egilsstaðir og Rvík— Vestmannaeyjar. Þessi skrúfuþota er keypt til endurnýjunar á innan landsflotanum, og sagði Örn, að Flugfélagið hefði fengið forkaups rétt á annarri eins vél, sem yrði tilbúin í apríl 1966, en 'ákvörðun um, hvort sú vél verði keypt, verð ur tekin á næsta ári. Sagði Örn, að hugsanlegt væri, að FÍ myndi kaupa þrjár Friendship-þotur næstu 2—4 árin. Örn sagði, að Friendship-þotan hefði farið sigurför tim heiminn og til þessa verið smíðaðar um 300 vélar. Sagði hann, að hún hefði marga kosti, m. a. að í henni væru hverfihreyflar, en hraði þeirra væri nægilegur fyrir innan landsflug hér á landi, og þarf ekki að eyða neinum tíma í að hita þá upp. Hún er háþekja og með stóra glugga, þannig að út- sýni verður mjög gott, mjög gott er að hlaða hana og afhlaða og eru stórar dyr framan á vélinni til þess. Hreyfanlegt skilrúm er á milli flutningarýmis og farþega- rýmis, þannig að hægt er að hafa hvort þeirra svo stórt sem nauð- syn ber til hverju sinni, og vélin er búin jafnþrýstiútbúnaði í far- þegaklefa. Friendship-skrúfuþotan verður afhent í apríl 1965. Sem stendur hefur Flugfélagið 9 vélar i þjón- ustu sinni, þar af tvær leiguflug- vélar. STÓRSTÚKA FramhaJd ai 2 síðu. kvæmdanefnd Stórstúkunnar eru: Stórtemplar: Ólafur Þ. Krist- jánsson, skólastjóri, Hafnarfirði. Stórkanslari: Indriði Indriðason, rithöfundur, Reykjavíkj Stórvara- templar: Þórhildur Hjaltalín, Ak- ureyri, Stérkapilán: Þóra Jónsdótt ir, Siglufirði, Stórritari: Kjartan Ólafsson, fulltrúi, Kópavogi, Stór- gjaldkeri: Jón Hafliðason, fulltrúi, Reykjavík, Stórgæzlumaður lög- gjafarstarfs: Sveinn Helgason, stórkaupm., Reykjavík. Stórgæzlu maður unglingastarfs: Sigurður Gunnarsson, fv. skólastjóri, Rvík, Stórgæzlumaður ungmennastarfs: Gunnar Þorláksson, fulltrúi, Grettisgötu 6, Rvík, Stórfræðslu- stjón: Jón Hjartar, Borgarnesi, Stórfregnritari: Nj áll Þórarinsson, stórkaupín.ý- Rvík, Fyrr\*. Stór- templar: Séra Kristinn Stefáns- son, Rvík, Heiðursfulltrúi Stór- stúkunnar: Jóh. Ögm. Oddsson, Umboðsmaður hátemplars er Stefán Ág. Kristjónsson, forstj., Akureyri. VEIDDI LAX / Framhald af 9 síðu. mynd á vél.sem hann hafði í ól um hálsinn og óð í land-og fékk Guð- jóni hana. Síðan fór hann út í aftur og renndi út færinu, en þegar til átti að taka sat filman föst í vélinni. Varð því ekkert úr myndatöku á hans eigin vél. Þau höfðu dregið einn eða tvo sjóbirtinga, þegar við komum, við sáum að minnsta kosti aldrei nema annan þeirra, en Jakob Vladimir túlkur missti einmitt þennan sjóbirting niður í hylinn, en hann var svo tryggilega dauð- ur, þegar þetta óhapp henti við Sjávarfossa, að Vladimir gat náð honum aftur úr frákastinu. Þetta atvik truflaði Helenu ekki við veiðarnar. Var hún hin einbeitt- asta og taldi jafnvel, ekki síður en Philip prins, að blaðaljósmynd- arar stæðu of nærri, eftir að hún hafði misst einn lax um það bil sem átti að fara að landa honum. Hafði þá ljósmyndari frá Þjóð- viljanum verið kvaddur til, en laxinn sleipur eins og hjá Þór forðum, svo hann rann aftur út í hylinn. Þegar leið að hádegi varð veiði- fólkið ekki vart. Gontar spurði þá hvort laxinn þyrfti ekkert að éta, og hvernig þessi skepna væri eiginlega, að vilja ekki maðkinn Laxinn sinnti ekki þessum frýju- orðum, heldur hélt áfram að vaka eftir flugu neðst í Móhyl og hefur líklega ekki skilið rúss- nesku. Þótt Gontar leti þessi orð falla, er hann vanur veiðum Dnépr. Það er hins vegar töiu- jvert stærra vatnsfall en Elliða árnar og býður upp á fleiri teg- undir fiska. Þar er veitt í net, og þegar stengur eru notaðar, hafa menn gjarnan þrjár í takinu, þannig, að þeir stinga þeim nið- ur á endann og hafa flotholt á !■ línunni, síðan fylgjast þeir með : hvort flotholtin ókyrrast. Veiði- maðurinn úr Dnépr stóð sem sagt þarna úti í miðjum Elliðaánum og spurði hvort laxinn þyrfti ekk- ert að éta. Þessari veiðiferð lauk svo með því, að Gontar eftirlét Ingólfi I Móhylinn, sem barði hann góða, stund með flugu, án árangurs, og hélt niður að Sjávarfossi, þar sem j hann tók við stönginni af Hel-i enu Krustjoffsdóttur, og hugðistj jafna metin við drjólann, semj slapp, en það komu ekki fleiri j laxar úr þeim hyl. Nokkur rign-! ingarsuddi yar meðan stóð á veið-! inni. Hafði Helena fengið lánaða^ úlpu til að vera í utan yfir kápu sinni og virtist una vel þeim' klæðnaði. Þegar komið var heim að skálanum, vildum við fá að taka mynd af þeim með veiðina. Gontar tók vel í þetta og veifaði laxi sínum, en Helena virtist, verða þeirri stundu fegnust er hún komst inn í bílinn. Inni í skálanum hafði ráðu- neytið séð um veitingar. Þar hafði gestunum verið veitt kaffi og tvenns konar vín haft á boðstól- um. Annars vegar Napóleons kon- íak og hins vegar vodka, og var ekki að sökum að spyrja, að Vodka-flaskan var upp tekin, en ekki snert á Napóleons-koníakinu,! enda hefur það sjálfsagt veriðj drukkið í yfirreiðinni miklu, seni| lauk með svo litlum árangri, engu síður en þeirri, sem nazistarnirj stóðu að nú síðast. Það er gott að geta storkað minningunni um árás- armenn sína með því að skilja eftir vín þeirra. Bifreið þeirra Gontar og Hel- enu rann út í umferðina á Suð- uriandsbraut. Enginn virtist hafa veitt því athygli, áð snertuspöl frá þessari miklu umferðaræð, hafði tengdasonur og dóttir mesta einvalda heimskringlunnar verið að laxveiðum. Þau höfðu jafnvel frið fyrir íslenzku pressunni að mestu leyti. Morgunblaðið lét ekki sjá sig,en í stað þess voru þarna komnir blaðamenn frá Þjóðviljanum. Það er kannski ekki j undariegt að þannig skyldi skip- 'ast við Elliðaár þennan morgun. Nú er Þjóðviljanum runnin upp 'tíð hinna allaufguðu símastaura. H JÚKRUN ARKVENN A- SKORTUR Framnaio al 1 síðu. ar framkvæmdir við byggingu Hjúkrunarskólans, en læknarnir benda á, a?. hjúkrunarskorturinn sé mjög alvariegt vandamál, sem fer versnand'. Jafnframt er tek- ið fram. að ítiekuð tilmæli lækna samtakanna á undanförnum árum til heilbrigðisyfirvaldanna að vinna að lausn þessa vanda, hafi engan sýni'egan árangur borið. — Teija læknarnii með öllu óvið- unandi- að vegna skorts á hjúkr- un r,é ekki séð fyrir brýnustu þörf um sjúklinga á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum, svo sem elliheimilum og hjúkrunar- heimilum. Blaðið aflaði sér í dag upplýs- inga um það hve margar hjúkrun- arkonur væru starfandi á Landspít aíanum, og þá um leið, hve marg- ar stöðurnar væru. Georg Lúðvíks son forstjóri á skrifstofu ríkisspít- alanna skýrði frá því, að í áætlun ■•íkisspítalarir a væri gert ráð fyr- ir 72 hjúkruiiarkonum á Landspít aianum. en nú væru þar 60 fast- fáðnar konur auk 10. sem leystu um bessar mundir af í sumarfrí- um Má því segja, að þar vanti 12 hjúkrunarkonur til þess að starfslið sé nægilega margt. — j Ástandið á Kleppsspitalanum og ( Vífilsstaðahæli er heldur lakara, en á Kópavogshæinu starfa gæzlu systur, en ekki hjúkrunarkonur,' og eru þær nægilega margar, að sögn Georgs, en þessar gæzlusyst- ur læra störf sín á hælinu, á svipaðan hátt og hjúkrunarkonur j læra hjúkrun. í fréttatilkynningu frá Félagij lækna við heilbrigðisstofnanir um j þessi mál segir, að til þess að hægt verði að starfrækja hin nýju sjúkrahús, sem nú eru í smíðum, muni þurfa um 150 starfandi hjúkr unarkonur til viðbótar við þær, sem fyrir eru. í þessu sambandi fengum við þær upplýsingar hjá Georg Lúðvíkssyni, að um áramót in væri búizt við, að vesturálma Landspítalans yrði tekin í notkun, en þar verða til húsa fjórar deild ir, og áætlað er, að það þurfi ekki færri en 31 hjúkrunarkonu. Árið 1956 flutti Hjúkrunarskóli íslands í ný húsakynni, sem voru í raun og veru aðeins ætluð sem heimavist fyrir skólann, en búizt var við, að strax á eftir yrði hald- ið áfram með framkvæmdir og byggð ný álma, þar sem kennslu- stofumar yrðu til húsa Teikn- ingar að viðbótarbyggingu hafa legið fyrir og athuganir á því, hvort haldið yrði áfram bygging- arframkvæmdum. Mikil nauðsyn er að stækka skólann, því eins og á stendur er aðeins hægt að taka inn 44 stúlkur á hverju ári, ng meðaltal þeirra sem útskrifazt hafa á undanförnuja árum aðeins verið 36, þar eð mjög margar stúlkur giftast á þessum aldri, eða hætta námi, af öðrum ástæðum. Læknafélagið hefur látið fara fram skoðanakönnun meðal giftra hjúkrunarkvenna um það, hvort þær telji sig geta unnið utan heim ilis og hvað þyrfti að koma til, til þess að þær gætu það. Svörin hafa borizt frá 100 hjúkrunarkon- um, samkvæmt upplýsingum Sig- mundar Magnússonar læknis, og má reikna með að fiægt yrði að fá 25—30 fullkomnar hjúkrunar- konur, ef starfskraftar þeirra væru notaðir til fullnustu. Margar þess- ara hjúkrunarkvenna yrðu að geta komið börnum sínum á barnaheim ili þann tíma, sem þær ynnu úti, og hefur verið rætt um að koma upp .barnaheimilum, til þess að þetta yrði framkvæmanlegt. Á sunnudaginn skýrði blaðið einnig frá því, að lokið hefði störf- um nefnd, sem landlæknir skip- aði í vetur, til þess að athuga möguleika á því, að hér störfuðu svokallaðar „sjúkrasystur“ eða „hjúkrunarhjálparar“ sem fengju nokkra mánaða kennslu í undir- stöðuatriðum í hjúkrun. Málið er enn í athugun, en margir telja, að slíkt aðstoðarfólk í sjúkrahúsum gæti létt hjúkrun- arfólkinu störfin, og leyst þannig vandann að einhverju leyti. Ms. Baldur fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Flateyrar á fimmtudag. Vörumóttaka á miðvikudag. Ms. ílerðubreið fer austur um land til Vopna- fjarðar 11. þ. m. Vörumótttaka í dag og árdegis á morgun til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fá skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Miðfjarðar, Seyðis fjarðar, Borgarfjarðar og Vopnafjarðar. Farseðlar seldir á föstudag. TAPAZT HEFUR Jörp hryssa úr Geldinganesi merkt x7 á vinstri síðu. Þeir, sem kynnu að verða hennar varir, eru vinsamlegast beðnir að láta vita í síma 18978 eða að Korpúlfsstöðum. Hestamannafélagið Fákur. Ingimundur Steingrímsson, frá Djúpavogi, andaðist að heimili sínu, Rauðalæk 17 aðfaranótt 4. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Steinunn Tómasdóttir og börn. Eiginmaður minn, Karl Hjálmarsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, lézt laugardaginn 4. þ. m. Fyrlr hönd áðstandenda. Þórdis Ingimarsdóttir. Eiginmaður minn. Guðlaugur Jónsson, frá Laxárnesi í Kjós, lézt 6. þessa mánaðar. María Björnsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarSarför elg- inkonu mjnnar og móður okkar, Ólafíu Bjargar Jónsdóttur, Gestsstöðum, Fáskrúðsfirði. Guðjón Bjarnason og börn. Móðir mín, Antonía Kröyer frá Stóra-Bakka, sem lézt 4. júlí á Elliheimilinu Grund, verður jarðsungln mánu- daginn 13. júlí kl. 10,30 f.h. frá Fossvogskapellu. Jarðarförlnnl verður útvarpað. Ásgelr Kröyer. T( M I N N, þriðjudagur 7. júlí 1964. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.