Tíminn - 13.08.1964, Page 1
Ríkisstjórnin neitar skattpínd-
um almenningi um leiðréttingu
KRÖFU FRAMSÓKNARFLOKKSINS UM ENDURSKOÐUN ÁLAGNINGARINNAR ALGJÖRLEGA VÍSAÐ
Á BUG OG HAFNAÐ TILBOÐI UM SAMEIGINLEGA ATHUGUN ALLRA ÞINGFLOKKANNA Á MÁLINU
„Sko, sjáSu Siggi, það er
komið nýtt hús hérna“, sagði
lítíll patti niðri í Austurstræti
í dag, þegar hann sá framhlið-
ina á verzlunar- og skrifstofu-
húsi Silla og Valda í Austur-
stræti. Þessi nýja stórbygging
setur svo sannarlega svip á
Aústurstræti. Hin stilhreina
framhlið, þar sem turniim á
Reykjavíkurapóteki speglast i
á góðviðrisdögum, stingur ó-
ncitanlega dálitið í stúf við
lágreist og gömul húsin hinum
megin götuunar.
Þessi bygging sýnir vissulega,
hverjum grettistökum er unnt
að lyfta þegar viljinn er með
og gætt er ýtrustu sparsemi.
Þeir Silli og Valdi hafa komið
upp þessu glæsilega húsi, þótt
tekjur þéirra séu ekki meiri en
sem svarar til þess, að arrnar
greiðir í opinber gjöld til ríkis
og borgar samtals 25 þús. og
hinn 48 þús! Sérhver skattþegn
getur með einföldum saman-
burði við cigim gjöld séð i
hendli, hve mikið hefur hér
verið á sig lagt.
Ljósmyndari Tímans K.J.,
tók þessa mynd í dag af hús-
inu og arkitektinum Bárði
Daníelssyni, þegar góðborgar-
arnir voru að virða fyrir sér
þetta mikla og glæs'ilega hús. ™
P
í gær barst Tímanum svar ríkisstjórnarinnar við bréfi
Framsóknarflokksins frá 7. þ. m., þar sem krafizt var endur-
skoðunar á álagningu opinberra gjalda og innheimtu þeirra,
vegna hinnar gífurlegu hækkunnar, sem á þeim hefur orðið.
í svari ríkisstjórnarinnar er kröfunni urn endurskoðun algiör-
lega vísað á bug, og því borið við, að álagning opinberra
gjalda hafi farið fram lögum samkvæmt, og ráðstafanir til
cndurskoðunar því tilefnislausar. Þá er því einnig lialdið
fram í svari ríkisstjórnarinnar að frestun á innheimtu gjald-
anna almennt, sé óframkvæmanleg.
Hér er því um algera neit-
un ríkisstjórnarinnar að ræða á
allra brýnustu leiðróttingum til
handa skattpíndum almenningi.
Svar ríkiijst.tórnarinnar fer hér á
eftir:
Ríkisstjórnin hefur i dag gert
svohljóðandi ályktun út af erind
um, sem henni hafa borizt varð
andi skattamál frá stjórn Fram-
sóknarflokksins og franikvæmda
nefnd miðstjórnar Sameiningar-
flokks alþýðu, Sósíalistaflokksins:
1. Ekkert hefur komið fram,
sem bendir til þess. að álagning
opinberra gjalda á þessu ári hafi
ekki farið fram lögum samkvæmt.
Ráðstafanir til almennrar endur
skoðunar eða endurmats gjald-
anna virðasl því tilefnislausar. Ein
stakir gjaldendur, sem telja rétti
sínum hallað, hafa samkvæmt gild
andi lögum aðstöðu til þess að fá
gjaldálagninguna leiðrétta með
kæru, ef efni standa til.
2. Frestun á innheimtu gjald
anna almennt er óframkvæmanleg,
þar sem hún mundi lama starf-
semi og stöðva framkvæmdir. eink
um hjá sveitarfélögum. A hinn
bóginn hefur ríkisstjórnin ákveðið
að beita sér fyrir því, að þeir
gjaldendur, sem greiða opinber
gjöld reglulega af launum sínum
og þess óska, megi greiða eftir-
stöðvar gjaldanna nú á sex mán-
uðum í stað fjögurra, en hin
i-ramli a nls le
fyrir N.Y.
KB-Reykjavík, 12. ágúst.
NTB hefur eftir áreiðanlegum
heimildum í New York, að Ro-
bert Kennedy, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, muni bjóða sig
fram til öldungadeildar Banda-
ríkjaþings í kosningunum í haust.
Talið er, að Kennedy muni til-
kynna þetta opinberlega ein-
hvern tima í næstu viku, og þá
um leið segja dómsmálaráðherra-
embættinu lausu.
Að undanförnu hefur þrálátur
orðrómur gengið um það vestra,
að Kennedy hygðist reyna að ná
kjöri sem öldungadeildarþingmað-
ur. Stórblaðið New York Times
fullyrti í morgun, að svo væri,
en það er um leið tekið fram, að
hann muni ekki tilkynna fram-
boðið sjálfur fyrr en búið sé að
tryggja stuðning Robert Wagners
borgarstjóra í New York, en hann
er einna áhrifamesti foringi demó-
krataflokksins í borginni. Þeir
Kennedy og Wagner áttu fund
saman á föstudaginn var, og þeir
munu ræðast við að nýju einhvern
Framhalc’ i 15 síðu
Robert Kennedy