Tíminn - 13.08.1964, Side 2

Tíminn - 13.08.1964, Side 2
HEIMUR í HNOT- Miðvikudagur 12. ágúst. í Finnlandi og víðar heyrð- ust í dag merki, sem benda til að Rússar hyggist enn 'senda mann eða menn út í geiminn innan skamms. NTB-Hershey. — Barry Gold- water, forsetaefní republik- ana í Bandaríkjunum, sagði í ræðu í dag, að hann myndi reka sams konar utanríkis- stefnu og Eisenhower forseti hefði gort, kæmist hann til valda í kosningunum í haust. NTB-Santiago de Chile. — Chile hefur rofið stjórnmála- samband sitt við Kúbu og er það í samræmi við nýgerða samþykkt samtaka ríkja Amer íku, en gegn þeirri samþykkt greiídu Chilc, Mexikó, Uru- guay og Bolivía atkvæði. Mexi kó hefur tilkynnt, að landið muni ekki framkvæma sam- þykktina, nema alþjóðadóm- stóllinn í Haag úrskurði hana bindandi. NTB-New York. — Hafin hef ur verið svívirðingaherferð gegn bandaríska öldungadeild arþingmanninum, Jacob Javits, en hann er republikani, sem neitar að styðja Barry Gold- water til forsetakjörs. Hefur síðustu dagana ekki linnt ásök unum og áróðri gegn honum fyrir stuðning við kommúnista og hann jafnvel sagður vera kommúnisti sjálfur. NTB-Houston. — Bandarískur geimfari verður innan skamms látinn dveljast í fjóra daga í Oregonríki á stað, þar sem landslag er talið vera líkt því sem gerist á tunglinu. Þá verða 14 geimfarar látnir brjótast í þrjá daga yfir Nevada-eyði- mörkina matarlausir. Með scr fá þeir aðeins lítra af vatni, veiðistöng, merkjaútbúnað, hníf, eldspýtur, sóláburð og hjúkrunarkassa. NTB-Peking. — Chen Yi mar- skálkur, utanríkisráðherra Kína, gagnrýndi í dag afstöðu Sovétríkjanna til Vietnam- málsins. NTB-Varsjá. — Pólska þingið kjöri í dag cinróma Ed- ward Ochab til að verða for- seti landsins eftir Alexander Zawadski, sem lézt i fyrri viku. Ochab er 58 ára gamall og hefur lengi verið meðlimur kommúnistaflokks landsins. Gomulka forsætisráðherra bar fram tillöguna um kjör hans til forsetaembættisins. NTB-Karachi. — Míkil flóð hafa átt sér stað í Austur- Pakistan síðustu daga og vald ið talsverðu tjóni. NTB-New York. — Johnson Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í dag, að stefna Banda ríkjanna í Suður-Vietnam, Kýp ur og hvarvetna í hciminum miðaði að því einu, að við- halda reglu í samskiptum þjóða. 2 Tyrkir rjúfa hljóðmúrinn með hvellum yfir Kýpur NTB-Nikósía og Ankara 12. ág. Tyrkneskar herflugvélar flugu yfir Kýpur í morgun, en í kvöld er tilkynnt, að tyrkneska stjórnin hafi ákveðið að verða við þeirri áskorun öryggisráðsins, að hætta þessu flugi, en þá samþykkt gerði öryggisráðið á fundi í gærkvöldi. Tyrkneskar flugvélar flugu í morgun yfir bæi á norðvestur- strönd Kýpur. Engar skotárásír voru gerðar, en íbúarnir urðu þó víða óttaslegnir, er flugvélarnar birtust, og leituðu skjóls. í ein- um bæ heyrðist snöggur smell ur skömmu eftir að flogið var þar yfir, en talsmaður Samein- uðu þjóðannna telur Jíklegt, að hann hafi komíð frá þotu, sem hafi verið að fara í gegnum hljóð múrinn. Talsmaður tyrknesku stjórnar innar sagði á blaðamannafundi í Ankara í dag, að Tyrkir myndu virða vopnahlé það, sem öryggis- ráðið hefur mælt fyrir um Hann nefndi í þessu sambandi, hve mikla þýðingu Kýpur hefði fyrir Tyrkland, þar væru hundrað þúsund tyrkneskir íbúar og eyjan væri mikilvægari hernaðarlega fyrir Tyrkland en Kúba væri fyrir Bandaríkin. — Það má svo gilda einu, að stjórnandinn á Kúbu er rauðskeggjaður, en sá á Kýpur svartskeggjaður, bætti talsmaður inn við. Þjóðþing Kýpur ræddi í dag síð ustu flugferðir Tyrkja yfir eynni. í kvöld fór lítill hópur manna mót mælagöngu að sendiráði Banda- ríkjanna í Nikósíu og bar þetta fólk spjöld með ýmsum slagorðum. Ut anríkisráðherra Grikkja bar í dag fram mótmæli við tyrkneska sendiherrann í Aþenu vegna flugs Tyrkja yfir Kýpur í dag, sem bryti í bága við samþykkt örygg Þessi mynd er frá Kýpur, og á henni sjást ástralskir hermenn úr liðl SameinuSu þjóðanna bera bandarískan fréttamann á sjúkrabörum, en hann varð fyrir skoti í bardögunum á eynni um helgina. Bandaríkin senda herlið til Kongó NTB-Washington, 12. ágúst. Bandaríkin hafa ákveðið að senda fjórar stórar flutnhngaflug-1 vélar oig sveit fallhlífarhermanna: til Kongó: Tekið er fram ,að her-J mennirnir eigi ekki að taka þátt í herni.ðaraðgerðum, heldur að-! eins að vera til eftirlits. Landvarnaráðuneyti Bandaríkj- anna gaf út tilkynningu um þetta í dag. Arthur Sylvester, aðstoðarv,- málaráðherra, sagði að flugvélarn- ar yrðu sendar til Leopoldville til að annast flutninga. Samkvæml öðrum heimildum mun sendiráð Bandaríkjanna í Leopoldville á- kvarða nánar um, hvernig vélarn- ar og hersveitin verða notuð. Averell Harriman, sérlegur sendimaður Johnsons forseta, sem að undanförnu hefur dvalizt í Bruxelles og rætt við stjórn Belgíu j um Kongómálið, sagði í dag, að i ríkisstjórnir beggja landanna væru I sammála um að auka aðstoð sína til ríkisstjórnar Tshombes í ! Kongó, en hún á við uppreisnir að stríða. Framlag Bandaríkjanna mun einkum verða flutningatæki svo sem vörubílar, jeppar og flug- vélar og einnig munu Bandaríkin leggja til kunnáttumenn, er skulu kenna Kongóbúum notkun þessara tækja. Gera við æðar eins og bíldekk FB-Reykjavík, 12. ágúst. Læknavísindin hafa nú náð svo langt í því að skipta um æðar í mannslíkamanum, að það er varla orðið meira fyrirtæki en að skipta um slöngu í bíldekki. Nú er byrj að að nota dacron ög teflón í æð- arnar, og sjúkrahús geta pantað og átt á lager ýmsar stærðir og gerðir af þessum gerfiæðum, og gripið síðan til þeirra þegar þörf krefur, en áður fyrr voru aðallega notaðar æðar úr látnu fólki, og var þá oft erfitt að fá réttu stærð ina. Skemmdar eða, stíflaðar slag- æðar og bláæðar geta valdið ým iss konar sjúkdómum og dauða þeirra, sem þær hafa, en nú er komin fram tækni, sem sérfræð ingum fyrir 20 árum hefði ekki dottið í hug, að hægt væri að nota, og virðist nú einföld. í sumum tilfellum opna skurð læknarnir æðarnar og hreinsa burtu skemmdina eða fyrírstöð- una í æðinni, og bæta hana síðan með gerfiefni. Fyrir meira en fimmtíu árum voru menn farn Framh. á 15. síðu isráðsins í gærkvöldi. Talið er að gríska ríkisstjórnin hafi nú ráðagerðir um að senda flugsveit ir líka til Kýpur, láti Tyrkír ekki af þessu flugi. í Geneve fara nú fram viðræð ur undir forysut sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna á Kýpur. Finnans Sakari Tuomíoja, og eru menn nú heldur vonbetri um, að árangur megi verða af þeim við ræðum. Tillögu Dean Achesons um að Kýpur sameinist Grikk- landi, en Tyrkír fái önnur lönd í staðinn, hefur þó verið hafnað af Kýpurstjórninni. Sagði tals maður stjórnarinnar, að það væru landráð að samþykkja slíka lausn. Hann sagði ennfremur, að því gæti enginn trúað að Tyrkland gerði árásir á Kýpur án sam- þykkis Breta og Bandaríkjamanna, og því væru það þessar þjóðir er bæru ábyrgð á árásunum fremur en Tyrkland sjálft. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna sagði í kvöld, að allt hefði verið rólegt á eynni í dag og hvergi komið til bardaga,eða ann arra árekstra. Gott veður var á síldarmiðunum s.l. sólarhring, en mikil þoka. Skipin voru einkum að veiðum í Reyðarfjarðar- og Norðfjarðar- dýpi og á Gerpisflaki. Síldarleitinni var kunnugt um afla eftirtalinna 60 skipa samtals 29.710 mál og tunnur. Straumnes IS 400, Framnes IS 1460, Guðmundur Péturs IS 400, Skagaröst KE 150, Þorbjörn GK 200, Guðbj. Kristján IS 268 600, Gullver NS 450, Guðbjörg GK 250, Stígandi OF 300, Stefán Ben NK 250, Guðbjörg OF 1200, Ingiber Ól- afsson GK 700, Hoffell SU 800, Ól. Friðbertsson IS 600, Hamravík KE 1000, Ásbjörn RE 300, Guðbj. Kristján IS 280 450, Eldborg GK 250, Sigurður SI 500, Jökull SH, 100, Akurey SF 20Ó, Bergvík KE 400, Sigfús Bergmann GK 350, Kambaröst SU 400, Baldvin Þor- valdsson EA 500, Mummi IS 150, Hólmanes KE 500, Friðbert Guð- mundss. IS 300, Þórður Jónasson RE 1200, Gullfaxi NK 250, Akurey RE 200, Freyfaxi KE 150, Höfr- ungur III AK 800, Sæhrímnir KE 300, Víðir SU 550, Gullberg NS 1200, Heimir SU 2000, Gissur hvíti SF 1100, Svanur IS 800, Einar Hálfdáns IS 350, Hafþór RE 250, Strákur SI 650, Svanur RE 500, Jón á Stapa SH 450, Sæúlfur BA 450, Blíðfari SH 450, Faxi GK 600, Guðm. Þórðarson RE 200, Sæfari BA.150, Guðrún GK 200, Sigurður AK 250, Draupnir IS 500, Sigur- björg KE 400, Stefán Árnason SU 150, Bergvík KE 600, Páll Pálsson IS 250, Bjarmi II EA 1000, Pétur Jónsson ÞH 250, Sæfaxi NK 150, Bjarmi EA 200 . T í M I N N, flmmtudaginn 13. ágúst 1964 —■ /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.