Tíminn - 13.08.1964, Síða 3
HEIMA OG HEIMAN
HRÆDDUR VID AD
NEITA NOKKRUM
EN ÞARF STÖÐUGT AÐ VERA AÐ VÍSA FÓLKI FRÁ
Sumir segja, að ítalski kvik-
myndaleikstjórinn Federico
Fellini sé líka hinn ágætasti
leikari. Til dæmis getur það,
sem honum er sannleikur í dag,
verið orðin haugalygi á morg-
un. í vitund Fellinis er sann-
leikurinn bundinn stundu og
stað, háður tilfinningum hans í
það og það skiptið. Það er al-
kunna, að alltaf þegar hann
byrjar að vinna að 'nýrri kvik-
mjjnd, kallar hann leikarana og
annað starfsfólk sitt saman og
heldur yfir þeim ræðu, og þessi
ræða hefst alltaf með uppá-
haldssetningu leikst;>5rans:
— Eins og alltaf, ætla ég
að segja ykkur sannleikann
núna . . .
Og þessum orðum er alltaf
fagnað með dynjandi hlátri,
og alltaf verður Fellini jafn-
undrandi og spyr: — Hvað er
svona skemmtilegt við þetta?
HVers vegna eruð þið að hlæja?
Með þessu er ekki verið að
halda því fram, að Fellini sé
einhver lygalaupur. Iíann er
þvert á móti einhver sannferð-
ugasti maður, sem um getur,
og hann hefði aldrei verið fær
um að búa listaverk sín til,
hefði hann ekki haft þor til að
standa við skoðanir sínar. En
hins vegar hefur hann þann
hæfileika, að geta séð flesta
hluti frá mörgum hliðum í einu,
og því er ekki að leyna, að
það sem er satt út frá einu
sjónarmiði, getur verið ósatt
út frá öðru.
Federico Fellini er nú talinn
í hópi fremstu kvikmyndaleik-
stjóra heims. Myndir hans, þar
á meðal La Strada, Nætur
Kabiríu, Hið Ijúfa líf og 8%,
hafa hvarvetna hlotið hina á-
gætustu dóma fagurkeranna og
mikla aðsókn kvikmyndahúsa-
gesta. Fellini er nú 45 ára gam-
all, og hann býr í stórri íbúð
í Rómaborg ásamt konu sinni,
Giulietta Masina, ellefu kött-
um og einum hundi.
Masina hefur leikið í mynd-
um eiginmanns síns, og hún
hlaut heimsfrægð fyrir leik
sinn í La Strada. Þau hafa ver-
ið gift síðan á stríðsárunum og
eru áreiðanlega frægustu kvik-
myndahljón, sem nú eru uppi.
Fellini segir, að þegar þau
voru í New York, í fyrra, hafi
fólk stöðvað þau á götu til að
spyrja hana, hvort hún væri
ekki Gelsomina, en svo hét
hlutverk hennar í La Strada.
— Þetta var eins og að ganga
með Mikka mús upp á arminn,
segir Fellini um þessa athygli,
sem kona hans vakti þar vestra.
Þau hjón vinna nú að nýrri
mynd. Taka hennar hefst nú
í sumar og mun taka um það
bil fimm mánuði, að því er
Fellini ætlar. Nafn þessarar
myndar verður á ítölsku GIU-
LIETTA DEGLI SPIRITI eða
Anda-Júlíetta. f myndinni verð-
ur sagt frá konu, sem á svik-
ulan eiginmann og reynir að
vinna hann aftur. Hún leitar á
fund spákonu, og þar kemst
hún í kynni við nýjan og und-
arlegan heim. Hún heldur stöð-
ugt lengra út á þessa braut,
fer á miðilsfundi, og að lokum
verður hún sjálf fær um að
kalla andana til sín. Og and-
arnir flykkjast um hana. Hún
fær hvergi frið fyrir þeim, þeir
'-'f, ^ ' 'Jjj
Federico Felllni
• - • .................................................................................................................................................................................................
sitja hvarvetna fyrir henni,
varna henni svefns, ofsækja
hana, ráðast jafnvel á hana.
Árangurinn verður sá, að mað-
urinn yfirgefur hana fyrir fullt
og allt í stað þess að nálgast
hana aftur, eins og til hafði
verið ætlazt.
Þessi er efnisþráðurinn, eftir
því sem hefur lekið út frá kvik-
myndaverinu, þar sem myndin
er í smíðum. Fellini sjálfur vill
hins vegar ekkert segja «m
myndina. Að vanda er hann
leyndardómsfullur, þegar ný
mynd er annars vegar, og hann
reynir að forðast, að nokkuð
vitnist um myndir sínar fyrir
frumsýningu á þeim. Þegar
hann gerði 8%, tókst honum
að koma í veg fyrir, að nokkur
fregnaði hvernig myndin yrði
og því vakti frumsýningin gíf
urlega athygli.
Fellini hefur verið sæmdur
býsn af verðlaunum og heiðurs-
merkjum og í íbúð hans er
sérstakt „verðlaunaherbergi"
Þar er allt yfirfullt af styttum,
bikurum, heiðursskjölum og
peningum, sem þeim hjónum
hefur hlotnazt fyrir list sína
í þessu herbergi var Marcello
Mastrioanni látinn sofa, meðan
taka myndarinnar 8% stóð yfir,
því að Fellini sleppti ekki hend-
inni af aðalleikara sínum allan
tímann, sem myndin var í smíð-
um.
Fellini hefur þrisvar fengið
Ooscar-verðlaun, síðast nú í ár
fyrir 8%, og auk þess hefur
hann fengið fjöldann allan af
stórverðlaunum öðrum. En þau
verðlaun, sem honum þykir
vænzt um, voru Gull-Chaplin-
verðlaunin 1964, en til þeirra
kjöru hann unglingar, sem voru
fastagestir við ákveðið kvik-
myndahús í Róm. í þakkarræðu
sinni við móttöku þeirra verð-
launa, var Fellini ekki laus við
að vera hrærður, og hann lagði
á það áherzlu, hvílíkur heiður
það væri, að æskan hefði valið
kvikmynd hans. og hann kvaðst
vonast til að þurfa ekki að
bregðast vonum hinnar kom-
andi kynslóðar.
Fellini er ekki mikið um að
koma fram opinberlega. Þegar
hann var á leið vestur um haf
til að taka við síðustu Oscar-
verðlaununum, sagði hann við
kunningja sinn: „Mér finnst
þetta vera hreinasta martröð.
Ég er hræddur við blaðamenn-
ina. Ég kæri mig ekkert um að
tala, og ég veit ekkert, hvað
ég á að segja. Það er ótrúlegt,
hvað er skrifað og búið til um
mig. Allt, sem um.mig er sagt,
er tekið gott og gilt, þjóðsagan
Framhald á 13. síðu.
„Eins og töflurnar
sýna17
Hér kemur smásýnishorn úr
ritstjórnargrein- málgagns fjár-
málaráðherrans, Vísi, er verið
var að lögfesta „hina stórkost-
legu skattalækkun“. Þairnig var
þjóðin blekkt. (Vísir, 16. apríl
1964):
„Launamenn, sem gefa urðu
allar tekjur súnar upp til skatts,
voru skattpíndir, en aðrir
sluppu með furðu lága skatta.
Þetta ófremdarástand hefur nú-
verand'i ríkisstjórn afnumið, og
nú eru almennar launatekjur
algjörlega tekjuskattslausar. —
Stjórnarandstaðan heldur því
gjaraan fram, að ríkisstjórnin
sé stjórn hinna ríku, en ekki
hinna efnaminni. Ef einhver
hefir lagt trúnað á þær full-
yrðingar, ætti skattabótin að
sýna fram á, hve þær eru frá-
leitar. Það er hér einmitt verið
að Iétta skattabyrðunum af hi'n-
um efnaminn'i. Þeir hafa mest-
an hagi'nn af skatta- og útsvars-
lækkun'inni, eins og töflurnar
yfir Iækkanirnar gjörla sýna.“
Memn finna fyrir því þessa
dagana, hve mikill sannleikur
er í þessari ritstjórnargrein mál
gagns fjármálaráðherrans. Get-
ur það talizt siðað menningar-
og lýðræðisþjóðfélag, sem líð-
ur það, að ráðherra sitji sem
fastast og haldi að sér liöndum,
eftir að hafa orðið bcr að slík-
um blekkingum og slórlygum,
er bókstaflega kemur mangri
fjölskyldu á vonarvöl? Slíkaui
ráðherra á að knýja til að segja
af sér! Sjálfur er liann greini-
lega gersneyddur sómatilfinn-
ingu.
Ánægjan endursend
Ekki ástæöa til
breytinga
Skopsaga gengur manna á
milli í borginn'i um þessar
mundir á þá Iund, að Guinnar
Vísisritstjóri og flotaforingi
Gunnars fjármálaráðherra í
skattaherferðinni, hafi kært út-
svar sitt og skatta, eins og
fleiri, oig mun ekki tiltökumál.
Segir sagan, að honum háfi bor-
'izt svar snarlega um hæl frá
skattstofu og niðurjöfnunar-
nefnd, þar sem sagt var, að
ekki þætti ástæða til breytinga
á sköttunum, en við bréfið var
fest úrklippa úr Vísi, er sýndi
stórfyrirsögn á þessa leið:
„Flestir ánægðir með skatt-
ana“.
Blekking og þekking
Þessa dagana, þegar flestir
eru heldur skapúfnir vegna
skattanna sinna, verðui’ mörg-
uip að raula fyrir munni sér
þessa lamdsfleygu vísu eftir
frægt skáld:
Vond er bölvuð blekkingin
blindar á Iífsins Kjalveg
þó er verst ef þekkingin
þjónar henni alveg.
Það er varla ofsagt, að „bölv-
uð blekkingin". sem Gunnar
fjármálaráðherra og aðrir
stjórnargapar höfðu í frammi
sj. vetur og vor, er þeir bá-
súnuðu væmtanlega skattalækk-
un, blindi mönnurn „lífs'ins
Kjalveg þessa dagana. Og um
leið sjá menn að þetta er ekki
venjuleg vanþekkingarblekking,
heldur „þjónar þekkimgin hemni
alveg“. Þær blekkingar eru sví-
virðilegastar. Enginn þarf að
Framhald á 13. síðu.
tTmíNN, fimmtudaginn 13. ágúst 1964
3