Tíminn - 13.08.1964, Side 7

Tíminn - 13.08.1964, Side 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.ióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta stjóri lónas Krisijánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu-húsinu. símar 18300—18305 Skrii stofui Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl.. simi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán innan- lands - t lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hjálp í viðlögum Svo er nú komið, að stjórnarblöðin — nema helzt Vís- ir hafa hiklaust játað, að beinir skattar hafi hækkað stór- lega og séu nú alveg óviðunandi, síðustu skattalagabreyt- ingar hafi komið mjög hart niður og brýn þörf sé úrbóta til þess að reyna að létta byrðar almennings, ella fái fjöldi manna ekki risið undir þeim. Stjórnarblöðin játa einnig, að síðustu skattalagabreytingarnar hafi verið svo misheppnaðar að framkvæmd þeirra líkist óðs manns æði og nauðsynlegt sé að breyta þeim aftur. En þegar svona er komið, hljóta skattgreiðendur að spyrja: Hvað ætla játendurnir að gera? Láta stjórnar- flokkarnir nægja varajátninguna, eða sýna þeir einhver lit á því að bæta íyrir mistök sín og játuð afglöp? Ýmsar leiðir eru að sjálfsögðu til lagfæringa er létt geti að ein- hverju leyti byrðarnar, sem nú liggia á herðum manna, þó að aldrei verði bætt að fullu fyrir þann ófarnað. sem stjórnin hefur leitt yfir þjóðina með þessari einstæðu skattaálagningu. Framsóknarflokkurinn hefur gagnrýnt þetta harðlega en einnig lagt fram sínar tillögur til hjálpar í viðlög- um í þeim ófarnaði sem orðin er, og lagt til skipun nefnd- ar allra flokka, er gaumgæfi málið og bendi a heppileg- nstu ráðin til þess að græða sárin. Þeim tillögum haia stjórriarflokkarnir engu svarað, en skattgreiðendur bíða eftir svari. Þeir spyrja, hvort játning stjórnarflokkanna eigi aðeins að vera í orði en ekki verki, en það stjórnar- siðgæði telja menn fyrirlitlegast af öllu að játa mistök sin en sýna ekki lit á því að bæta íyrir þau. Blekkingin blasir við Þjóðin fylgdist vel með hástemmdum iýsingum fjármála ráðherra og annarra stjórnarleiðtoga á nýliðnum ‘'ordög- um um miklar umbætur, sem gerðar hefðu verið á skatta- og útsvarslögunum og yfirlýsingum um lækkanir sem þetta mundi hafa á beinum sköttum manna. einkum hina venjulegu borgara með meðaltekjur. Pjármálaráðherrann birti langar töflur og útreikninga, sem sýndu hina „stór- kostlegu skattalækkun“ með talnadæmum. Menn heim- færðu þetta upp á sínar ástæður og reiknuðu út skatta- lækkunina sína, og sýndist. þettá töluvert álitlegt. Fjármálaráðherrann og stjórnartalsmenn fordæmdu með heilagri vandlætingu og rembingi, málflutning Fram sóknarmanna, sem töldu þetta blekkingar og spáðu gagn- stæðum áhrifum og illum af skattalagabreytingunni Fjármálaráðherrann svaraði því til. að hér væru aðeins vondir menn að gera hvítt svart og hélt áfram að birta snotur talnadæmi í Vísi. Nú blasir sannleikur málsins við skattgreiðendum. up það talnadæmi er áþreifanlegra en draumatölur t'iármála ráðherrans — skattseðillinn sjálfur Með hann ’ annari hendi og óráðsgreinar fjármálaráðherrans í hinni hend- inni ættu menn að geta séð biekkingarnar Þær blasa við En ýmsir munu telja að nokkuð megi marka stjórnmála þroska þjóðarinnar af því, hvernig hún dæmir þá menn sem beitt hafa blvgðunarlaust svona hrikalegum op a ig liósmn blekkingum. Og nú er fjármálaráðherrann hljóð ur iiíwJSíifSBiö Á næstu mynd fyrir netVan er Gaston Soumaliot, nýr ieiðtogi í Kongó, mafiur, sem beitir svipuðum baráttuaðferðum og Lumumba og talinn er hafa tekið upp merki hans. Hann berst fast gegn Moise Tshombe og áhrif hans eru mest í norð- urhluta landsins, og átök milli manna hans og stjórnarinnar hafa átt sér stað við Stanley ville. Tyrkneski flugmaðurinn stökk út í fallhlíf og^ Grikkir tóku hann til fanga. í þessum loftárásum segja Grikkir, að 24 hafi fallið en um 200 særzt Tyrkir segja þessar loftárásir gerðar til þess að koma i veg fyrir innrás Grikkja á eyna, en hún sé undirbúin, segja þeir, Nú er vopnahlé komið á á Kýp ur og hefur verið haldið sæmi- lega síðustu *yo dagana Á þriðju myndinni að ofan er sendiherra Sameinuðu þjóð anna á Kýpur, Zenon Rossides, sem nú stríðir í ströngu. Hann talar hér á fundi öryggisráðs- og iætur hnefa dynja á borði tii áherzlu máli sínu. Þá höfðu nýlega borizt þær fregn- ir, að tyrkneski ioftherinn hefði gert loftárásir á Kýpur og farizt í þeim 24 manneskj- Myndin af hinum nýja bylt ingarforingja er tekin eftir að menn hans höfðu tekið Albert ville fyrir nær þremur vikum. Neðst er mynd frá Kýpur. Þar sést grískur starfsmaður í opinberri þjónustu athuga merki tyrkneskrar orrustuflug vélar, sem grískir hermenn hafa skotið niður, er hún gerði árás á grískan bæ. Páll páfi sjötti sendi hið fyrsta hirðisbréf frá sér fyrir nokkrum dögum. Hér sést hann undirrita það. í bréfinu eru Iín ur lagðar um það, hvernig kaþólska kirkjan eigi að sam- lagast kröfum tímans, boðað umburðarlyndi við kenningar annarra kirkjudeilda og trúar- bragða og boðizt tii málamiðl- unar í heimsd<eilum. T í M I N N , fimmtudaginn 13. ágúst 1964 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.