Tíminn - 13.08.1964, Side 8
Kusu sinn Goldwater við
undirleik lúðrasveitar
San Francisco.
Eftir rétt rúma þrjá mán-
uði mun bandaríska þjóðin
ganga á kjörstað til að velja
sér forseta. Republikanar eru
nýbúnir að útnefna Barry Gold
water, öldungadeildarmann frá
Arizona, sem sitt forsetaefni.
Demókratar munu eftir nokkr
ar vikur velja forsetaefni sitt,
og að öllum líkindum mun nú-
verandi forseti landsins, Lynd
on B. Johnson, verða fyrir val
inu. Republikanar völdu sinn
mann á vesturströnd landsins,
eða nánar sagt í San Francisco,
en demókratar ætla sér að út-
nefna LBJ á austurströndinni
í Atlantic City. Einhverjum
varð að orði, að þetta væri
„mjög hæfileg fjarlægð á milli
nerbúða."
Fréttamaður Tímans var
einn af nokkuð hundruð frétta-
mönnum, sem fylgdust með að
alþingi republikanaflokksins
hér í San Francisco, er Gold-
water var kjörinn forsetafram
bjóðandi flokksins. Fyrir út-
lendinga og Bandaríkjamenn,
sem lítið þekkja til stjórnmála
lífsins hér í landi, virðist aðal-
flokksþing, eins og það, sem
nú er nýyfirstaðið, vera hreinn
og beinn sirkus, en ekki veiga
mikil, pólitísk samkoma. Fljótt
á litið getur maður ekki skil-
ið, hvernig flokkarnir hér geta
valið góðan og mikilhæfan
mann í framboð fyrir æðstu
stöðu landsins á slíkum fundi
sem þessum aðalfundi. Líti mað
ur aftur á móti niður í kjöl
inn og kynni sér sögu landsins
tekur þessi sirkus-aðalfundur
á sig aðra mynd, sem er öllu
skiljnnlegri. þó svo að aðeins
hafi tekið republikana þrjá
daga að velja Goldwater sem
frambjóðanda flokksins, þá tók
undirbúníngurinn a. m. k. tvö
ár, ef ekki meir. Það er oft
sagt, að þegar ein forsetakosn
ingin sé .yfirstaðin, þá séu
menr; byrjaðir að undirbúa þá
næstu. Það var einmitt á síð-
asta aðalþingi flokksins i
Chicago 1960, þegar Richard
Nixon var útnefndur, að Gold
water og nokkrir af hans fylg
ismönnum byrjuðu að velta því
fyrir sér, hvort hann væri ekki
gott forsetaefni fyrir 1964.
Aðalþing republikana var
haldið hér í risastórri sýning
arhöll, sem heitir Cow Palace
eða Kýrhöll. Þessi sýningar-
höll getur tekið þúsundir
manna í sæti. Nafnið — Kýr-
höll _mkiéíhui!iF<fMv1bÍaða^iii;,Ti!1
sem skrifuð var, er húsið var
í byggíngu 1935,: þfegar mestá
kreppan réði hér ríkjum. Menn
voru að velta vöngum yfir því,
af hverju verið væri að byggja
gripasýningahöll, þegar fólk
„gæti ekki fengið þak yfir höf
uðið“, eins og blaðamanninum
varð að orði. Grein þessi var
kölluð „Cow Palace".
Alls sóttu þingð 1308 full-
trúar og 1308 varafulltrúar frá
fimmtíu ríkjum og Washington
D.C., auk Virgin Islands and
Puerto Rico, sem talin eru
verndarsvæði. Auk fulltrúanna
voru þarna sex þúsund blaða
menn og nokkur þúsund áheyr
enda og ferðamanna. Fulltrúar
eru valdir á þessi þing í heima
ríkjum sínum, annaðhvort með
'þfófkosningum (primaries) eða
á aðalfundum flokksins í sjálfu
ríkinu. Flestir fulltrúar frá
eínu ríki komu frá New York,
samtals 92 auk varafulltrúa.
Fæstir fulltrúar frá einu ríki
komu frá Nevada eða samtals
sex auk varafulltrúa. Fæstir
fulltrúar frá einum stað komu
frá Virgin Islands, alls þrír. —
Kosningin á forsetaefni flokks
ins fer þannig fram að eftir
að búið er að útnefna alla fram
bjóðendur, þá kallar forseti
þingsins á formann hverrar
nefndar eftir stafrófsröð, og
spyr hann hvernig hver maður
kýs í hans hópi. Hvert riki get
ur skorazt undan að greiða at-
kvæði þegar á það er kallað
og fengið leyfi til að bíða þar
til búið er að kalla á öll hin.
Þetta -er gert til þess að hafi
einhver af fulltrúunum ekki
ákveðið sig eða til þess að rík-
ið geti ráðið úrslitum, ef álitið
er, að tveir frambjóðendur
verði mjög jafnir. Eins getur
hvaða fulltrúi, sem er farið
fram á nafnakall innan sinnar
nefndar, ef hann vill láta það
koma fram á þingskrá, hvort
hann greiddi atkvæði með ein
um eða öðrum frambjóðandan
um. Síðan farið var að sjón-
varpa þessum þingum hafa
Kyrhollin I San Francisco.
margir fulltrúar farið fram á
nafnakall, svo að „fólkið heima
geti séð sinn mann í sjón-
varpinu“.
Samkvæmt reglum flokksins
þarf 655 atkvæði af 1308 mögu
legum til að frambjóðandi geti
hlotíð útnefningu. í þetta sinn
fékk Goldwater 883 atkvæði,
Scranton fékk 214, Rockefell-
er 114 og nokkrir aðrir fram
bjóðendur hlutu afganginn.
Goldwater fékk sína útnefn-
ingu við fyrstu atkvæðagreiðsl
una eins og flestir höfðu reikn
að með. Oft hefur það tekið
meir en eina atkvæðagreiðslu
að velja forsetaefnið, metið
var sett á aðalþingi demókrata
1924, þegar það tók 103 at-.
kvæðagreiðslur á 14 dögum til
að útnefna John W. Davis.
Aðalþíngið hófst í San
Francisco þann 13. júlí og því
Iauk þann 16. júlí. Hinar ýmsu
undirbúningsnefndir höfðu
verið í borginni í a. m. k. tvær
eða þrjár vikur til að ganga
frá öllu, áður en að sjálft þíng
ið byrjaði. Eins hafði stefnu
skrá flokksins verið samin
skömmu áður og átti hún eft
ir að verða mikíð til umræðu
á sjálfu þinginu, enda var hún
nærri eingöngu sett saman af
Goldwatersmönnum. Fulltrúarn
ir fóru að tínast inn tveim,
þrem dögum áður en þingíð
hófst. Blaðamenn og fréttarit
arar komu einnig nokkrum dög
um áður til þess að geta kom
ið sér fyrir og byrjað að safna
upplýsingum og komast í
„kontakt". Kýrhöllin var rétt
tilbúín daginn, sem þingið
hófst, og þá var búið að koma
fyrir kosningaskrifstofum, sjón
varpsútbúnaði, fundarsölum,
matsölum og öðru því um líku.
Því, sem ekki komst fyrir í
Cow Palace, var komið fyrir
í tjöldum eða hjólhýsum fyr
ir utan, t. d. hafði William
Scranton sína skrifstofu í slíku
hjólhýsi. Fréttamenn voru
komnir út um allt hús með
vasasenditæki og í beinu sam
bandi við bækistöðvar sínar.
Sjónvarpstökumenn voru einn-
ig úti um allt með mjög hand
hægar myndavélar, sem voru
svo litlar, að hægt var að
halda á þeim og þær sendu
myndina beint til sjónvarps-
sendistöðvarinnar. Áhorfendur
voru flestir itataðir ; merkj
um eða hnöppum með mynd-
um af hinum ýmsu frambjóð-
endum. Sumir voru einnig með
kúrekahatta eða stráhatta á
"hausnum preð nöfnum Scrant
ons eða Gokíwaters prentuðum
i!2
rnmmamm
TÍMINN, fimmtudaglnn 13. ágúst 1964 —