Tíminn - 13.08.1964, Page 9
á Margir hverjir voru með
Júðra eða ýlur, og enn aðrir
með spjöld, fána eða blöðr-
ur. Nokkrir fulltrúanna voru
álíka skreyttir og áhorfendurn
ir. Stuðningsfólk Goldwater
mátti alls staðar þekkja: í
fyrsta lagi, þar sem það var í
miklum meirihluta, og í öðru
lagi, þar sem margt þeirra var
klætt eins ,% kúrekar, enda er
sá búningur orðinn nokkurs
tonar tákn Goldwaters. Gold-
waterliðið hafði mjörg slagorð,
eins og t. d. „Au H20 (sem er
vatni),, eða „Au H20+GOP +
kemísk formúla fyrír gull-
64=Sigur“ eða „Ef ég væri
21s, þá myndi ég kjósa Barry“.
Scrantonmenn létu sér nægja
slagorð eins og t. d. „Við vilj-
um Scranton" eða „Scranton
fyrir forseta".
Hver ríkjanefnd hafði sinn
vissa stað í þingsalnum og
var nafn ríkisins fest á stöng
vj)5 einn stólinn. Þegar hiti var
liKninn í fundinn, mátti sjá
saenn rjúka á fætur og grípa
príkið og veifa því af kappi,
eins og til að undirstrika eitt-
hvert atriði. Þegar líða fór á
þingið, byrjuðu að bætast við
fleiri spjöld og voru flest
þeirra Goldwater-spjöld. Eins
voru fulltrúarnir mættir með
alls konar annað drasl til að
veifa eða henda upp í loftið,
þegar þeim fannst við eiga.
Þegar Goldwater hafði hlotið
nógu mörg atkvæði til að vinna
framboðið, varð salurinn á
nokkrum sekúndum eins og
áramótafagnður Kínverja.
Tilöðrur í þúsundatali flutu um
4llt. Gulllitaðir bréfsneplar
flutu niður í tugþúsundatali.
Hattar þutu hornanna á milli.
Spjöld með Goldwatermyndum
á dönsuðu upp og niður i
höndunum á yfir sig æstum
Goldwateristum. Lúðrar og ýl
ur ærðu menn með þeim af-
leiðingum, að maður var með
hellu fyrir eyrunum í tvo daga
á eftir. Menn dönsuðu hver
við annan eða við sjálfan sig.
Konur grétu af ánægju. í bak
grunni mátti heyra í lúðrasveit
reyna að spila fjörugan mars.
Eitt af mörgu, sem vekur at-
hygli útlendingsins, er sá sið
ur á svona fundum að hafa
stóra lúðrasveit, sem leikur í
tíma og ótíma, en samt aðal-
lega á eftir hverju atriði, hvort
sem það er ræða eða eitthvað
annað. T. d. var Eisenhower
ekki fyrr búinn með sína ræðu
en lúðrasveitin byrjaði að
blása af öllu afli, þannig að
þakið á höllinni var nærri
fallið niður, a. m. k sýndist
svo vera. Virtist þessi enda
lausi lúðrablástur og bumbu
barningur aðeins auka stemn
inguna meðal fulltrúanna og
áhorfenda, enda nutu þeir
hverrar mínútu eins og bezt
mátti verða. Þýzkur blaðgmað
ur sagði við undirritaðan:
„Þetta er eins og árshátíð hjá
sirkusfíflum". Þetta er allt að
vissu leyti útskýranlegt, þar
sem undirbúningnum er að
mestu lokið þegar fundurinn
byrjar og lítið er eftir að gera
nema greiða frambjóðendunum
atkvæði. Hér var það vitað mál,
að Barry Goldwater myndi
vinna við fyrstu atkvæðagreiðsl
una. Flest pólitísk hrossakaup
eru yfirstaðin áður en fund
ir byrja og bað sem ógert er
á þessu sviði er framkvæmt
á milli furida/í litlum hótelher
bergjum, sem eru full af reyk
og vínanda. Eins gættu allir
aðilar þess vel, að engir hiið
hollir fulltrúar gætu svikið áð
ur gefin loforð. Samt voru ajls
konar leynifundir úti um*'aila
borgina. þar sem menn lofuðu
hverjir öðrum gulli og græn-
um skógum, ef þeir vildu kjósa
einn eða annan.
Sjálft þingið var algjörlega
á valdí Goldwaterliðsins, enda
var ekkert til sparað frá þeirra
hendi. Þeir hagnýttu sér alla
þá tækni, sem Kennedymenn
notuðu 1960 í Los Angeles.
Meðal annars höfðu þeir mjög
fullkomið símakerfi, sem var
í beinu sambandi við helztu
liðsmennina og eins voru þeir
með mjög gott kerfi til að hafa
upp á sínum mönnum eða full
trúum, hvar sem þeir voru og
hvenær sem var. f fundarsaln
um mátti sjá Goldwatermenn
með vasasenditæki, sem þeir
notuðu til að senda upplýsingar
til höfuðstöðvanna eða til að
gæta þess, að hliðhollir full-
trúar væru ekki að tala of mik
ið við andstæðingana. Einnig
höfðu þeir komið sínum mönn
um að í helztu embætti og á
meðal starfsliðs flokksíns, þann
ig að þeir vissu alltaf, hvað
var að gerast, hvenær og hvar.
— Megnið af áheyrendunum
var Goldwaterfólk og í hvert
sinn sem nafn hans var nefnt
dundi við þetta ógurlega fagn-
aðaróp frá áheyrendapöllun-
um. Allt þetta „gullvatnslið1'
kom sér illa, þegar þurfti að
greíða atkvæði með tillögu eða
öðru slíku, þar sem það er sið
ur á svona fundum að kjósa
upphátl með því að segja ann
aðhvort „Yea“ eða Nay“. í
hvert sinn sem kosið var mátti
heyra dyn frá áheyrendapöllun
um þar sem gullvatnsfólkið
kaus með eða móti einu eða
öðru samkvæmt skipun (Gold-
water sjálfur þverneitaði því að
áheyrendum hafi nokkurn tíma
verið sagt að kjósa með full-
trúunum). Þetta endaði með
því að forseti þingsins þurfti
að biðja hverja nefnd fyrir sig
að gera grein fyrir sínum at-
kvæðum.
Á þriðjudeginum var stefnu
skrá flokksins lesin upp, en
það tók tvo og hálfan tíma og
9200 orð. Þá um kvöldið reyndu
stuðningsmenn Scrantons að
gera síðustu tilraunina til að
sigra Goldwater og „bjarga
flokknum frá klofningí". Um-
ræðuefnið var breytingar á
stefnuskránni á sviði jafnrétt
ismálsins, vinnuréttindalag-
anna, menntamála, ellilífeyris.
eftirlit með kjarnorkuvopnum
og síðast, en ekki sízt, að
bæta við kafla, sem myndi mót
mæla öfgaflokkum, svo sem
the John Birch Society, komm
únistaflokknum og Ku Klux
Klan. Ríkisstjórarnir George
Romney frá Míchigan og Nel-
son Rockefeller frá New York
mæltu mjög stranglega með
þessari tillögu, en ræðum
þeirra var illa tekið af flest-
um fundarmönnum. Þegar
Rockefeller steig upp í ræðu
stólinn var púað og æpt á
hann af Goldwaterliðinu og í
einar tíu mínútur gat hann
varla sagt orð fyrir gauragangi.
Rockefeller tók þessum látum
mjög vel og gaf sig hvergi, en
þegar ópin náðu hámarki og
fundarstjórinn gat ekki og
vildi ekki ráða við þíngheim.
snéri Rockefeller sér að hon
um og sagði: „Það er ekki mín
sök, þótt þú getir ekki stjórn
að þinginu". Goldwatermenn
komu algjörlega í veg fyrír,
að nokkur breyting yrði gerð
á stefnuskránni og þaö var
hálfhjákátlegt að sjá hversu
lítið valdamiklir menn eins og
Rockefeller, Scranton og
Romney gátu nú gert. Einn mið
ríkjajnaður sagði alvarlegur á
Framhald á 13. síðu.
J
Kaupmannahöfn, 9.—8. 1964
Kaupmannahofn er sem kunn-
ugt er mjög gömul borg. Hún var
fyrst umtöluð á 11. öld sem út-
gerðar- og verzlunarstaður. Absal-
on reisti virki á Slotsholmen, en
leifar þess eru nú undir Christian
borg. Þá voru reistir borgarmúr-
arnir, og innan þeirra hélt borgin
áfram að vaxa fram 4 17. öld.
Múrarnir voru fyrst rifnir um
miðja síðustu öld, en leifar þeirra
má sjá í Tívolí, Örstedsparken og
víðar. Utan múranna voru Nörre-
brú, Austurbrú og Vesturbrú, og
þar óx byggðin smám saman.
Kristján IV er sá konungur, sem
hafði mest áhrif á útlit borgarinn-
ar, og fjölmörg mannvirki frá hans
dögum prýða hana enn þann dag !
í dag. Meðal þeirra eru Rosen-
borg, Börsen, Hólmskirkja, Ny
boder-raðhúsin og mörg fleiri.
Hann byggði Kristjánshöfn og
1616 sendi hann út tilskipun, þar
sem kveðið var á um að reisa
nýjan bæ og virki fyrir utan borg-
ina, og þá varð Vesturbrú til sem
sjálfstæður bær fyrir utan Kaup-
mannahöfn. — Það má virðast
undarlegt, að Vesturbrú getur
haldið 350 ára afmælishátíð nú
í október, því venjulega er litið
Stærsta hptej á Norðurlöndum, SAS-hótelið í Kaupmannahöfn
Vesturbrú
350 ára í
veröur
haust
Krlstján fjórði
—byggði borg
}£ u iBv OlalJíl lii 0ulnirt2
, um, Ködbyen, Carlsberg, postulíns
verksmiðjan og fleiri stóratvinnu-
rekendur opna dyr sínar fyrir al-
menningi, og aldagamlar hátíða
venjur Vesturbrúar verða rifjaðar
upp og hafðar í heiðri. Því má
bæta við til frekari upplýsingar, að
margir þýðingarmestu og þekkt
ustu staðir í Kaupmannahöfn eru
nánar tiltekið á Vesturbrú. Hoved
banegárden, Tivolí, stórbygging
SAS, Frihedsstötten, aðsetur Flug
félags íslands og Loftleiða eru við
Vesterbrogade, auk flestra hótela
í Kaupmannahöfn og ótal verzlana
og fyrirtækja.
Að síðustu má geta þess, að
eitt af stórmennum veraldarsög
unnar bjó um skeið á Vesturbrú,
það er að segja Lenin. Hann dvald
ist landflótta í Kaupmannahöfn
fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Vest
erbrobladet sagði í gær, að meðal
þeirra, sem þá sáu Lenin og hrif
ust af honum, hefði verið ein Vest-
urbrúardacna. Hún hitti Lenin í
fyrsta sinn hjá Hörmangara einum.
Lenin stóð fyrir utan og talaði
við tvær konur. en þá hvíslaði
Hörmangarinn að hann væri Rússi.
Þessi kona hitti Lenin mörgum
sinnum upp frá því, en hún bjó
þá skammt frá, þar sem hann hélt
til. — Geir Aðils.
á hana seen hluta af Kaupmanna-
höfn, en samkvæmt fyrrnefndri
konungstilskipun er þetta svo. j
Afmælishátíðin verður ekki '•
haldin í kyrrþey, og hún færir!
gömlu Kaupmannahöfn heim sann
inn um, að miðstöð viðskiptalífs
ins færist út á Vesturbrú með æ
vaxandi hraða. Það ?r nú full-
yrt, að viðskiptalifið verði alls-
ráðandi á Vesturbrú áður en 10
ár eru liðin Hátíðahöldin dagana
8.—11. október munu einnig flýta
fyrir jjróuninni
íbúarnir á Vesturbrú reikna I
með yfir milljón gestum. Urban
Hansen yfirborgarstjóri mun
koima fram í borgarstjóraklæðum
frá 1614, en hann á sæti í hátíðar
nefndinni, lögreglan mun vinna
í gömlum einkennisbúningum og
lífvörðurinn kemur fram i einkenn-
isbúningum frá 1614 til 1964
Gamlir sporvagnar og aðrir stræt
isvagnar verða teknir í notkun til
mannflutninga, slátrarar reka naut
um göturnar og steikja k.iöt á tein Þarna bjó Lenin í Kaupmannahöfn
T I M I N N , fimmtudaginn 13. ágúst 1964
9