Tíminn - 13.08.1964, Blaðsíða 14
ÉG VAR CICERO
fara höndum um mig.
Hún sagði mér, að sendiherrann
væri fimmtíu og sjö ára, og mjög
mikill herramaður. Hann var sagð-
ur fara mjög vel með starfsfólk
margra mílna fjarlægð
Ég hafði aflað mér þessara upp-
lýsinga á vínlistanum á Ankara
Palace, en þar voru smáhlutir eins
og þetta skráðir vegna ferða-
manna. I
— En hvað þú veizt jnikið,
sagði hún.
Ég brosti dauflega. — Allt, sem
ég veit, er, að pg ætla að til-
kynna hr. Busk, að ég sé að
hætta hjá honum, sagði ég.
Hún leit undrandi á mig.
— Hvers vegna? hrópaði hún upp.
— Honum líkar mjög vel við þig.
. — Ég er að fara vegna þín,
svaraði ég kuldalega.
Hún vissi ekki, hvað hún átti
að segja við þessu, en sorgir* í
augum hennar var ekki lengur
jafnmikíl og áður. — Ég skil þetta
ekki, sagði hún í lágum rómi.
— Vertu ekkert ajfS hugsa um
það, það skiptir ekki máli, sagði
ég. — Þú skalt ekki vera að þreyta
þig neítt á að hugsa um mig, ég
verð að fara núna, ég verð að
skilja þig eftir hér. Fyrirgefðu
mér. Ég gekk í burtu án þess að
líta aftur á hana.
Mara var að eðlisfari óþolin-
móð. Að kvöldi annars dagsins
eftir þessar viðræður vildi hún
endilega fá að tala smávegis við
mig —. f garðinum okkar, sagði
hún. Til að byrja með sagði ég
nei, en ég lét hana halda áfram
að biðja, og að lokum lét ég und-
an. í augum hennar brá fyrir full-
komnum skilningsglampa.
Við settumst á bekk.og ég lét
kvöldblaðið iiggja á milli okkar.
— Hvers vegna viltu fara?
spurði hún.
— Þú veizt það, svaraöi ég.
— Neí, ég veit það ekki, sagði
hún.
— Allar konur vita svona nokk
uð, án þess að þeim sé sagt það.
— Segðu mér það samt.
Ég sagði henni, að ég væri
kvæntur, en hefði fundið til að-
dráttaraflsins frá henni, þegar ég
leit hana augum í fyrsta sínn. Ég
sagði:
— Ég er viss um, að þú hefur
lent í ástarsorg. Ég finn það á
mér. Það hlýtur að gera þér auð-
veldara að skilja, hvers vegna
ég vil reyna að komast frá þér.
Þar af leiðandi ætla ég að segja
íipp stöðunni.
j Eitt leiddi af öðru, hendur okk-
ar mættust, og við sýndum hvort
öðru vinahótin. Við fullvissuðum
hvort annað um að við myndum
hvort um sig sýna tilfinningum
hins fullkomna virðingu og sam-
þykktum, að við yrðum að afsegja
hvort annað, en við vorum nú þeg
ar bæði fjötruð ómótstæðilegu,
gagnkvæmu aðdráttarafli.
— Mara, þú misskilur mig,
sagði ég. Hún lagði höfuðið á öxl
mína og kinkaði kolli.
— Það er einn möguleiki, sagði
ég.
— Ilvaða?
— Ég get ekki búíð í sama
húsi og þú. En sendiherrann er
að leita sér að herbergisþjóni.
Hvers vegna talar þú ekki hrein-
skilnislega við frú Busk? Hvers
vegna skyldír þú ekki segja lienni,
að við viljum ekki gera hvort
annað óhamingjusamt? I-Iún
myndi skilja það. Svo getur hr.
Busk mælt með mér við sendi-
herrann. Honum myndi sannar-
lega ekki falla það vel, ef tveir
af þjónustuliði hans færu að hitt
ast oft leynilega.
— Við gætum svo hitzt annað
slagið, ef þú ynnir hjá sendiherr-
anum, muldraði Mara.
— Heldurðu, að það yrði • gott
fyrir okkur? spurði ég.
Mara faðmaði míg að sér.
— Ég ætla að tala við frú
Busk, hvíslaði hún.
Ef frú Busk hefur sagt manni
sinum frá þessu, þá lét hann að
minnsta kosti alls ekki á því bera.
Ég var orðinn viss um, að það
hentaði honum vel, að tosna við
míg úr þjónustu sinni. Ég hafði
orðið var við það, að hann var
mjög gætinn með peninga sína,
og síðustu vikurnar hafði hann
auðsýnilega farið að efast um, að
hann gæti réttlætt það fyrir sjálf-
um sér, að eyða peningum í að
halda mig. Það var búið að gera
við miðstöðina, og kvenmaður gat
annazt önnur þau störf, sem ég
hafði haft með höndum í húsinu,
og laun kvennanna voru jafnvel
enn lægri en mín.
Nokkrum dögum síðar spurði
hann mig, hvort ég hefði áhuga á
að gerast herbergisþjónn sendi-
herrans.
— Mér myndi auðvitað þykja
ég mjög heppinn, ef ég fengi slíka
stöðu, monsieur, sagði ég. — En
ég vona, að ég hafi ekki gert eitt-
hvað, sem valdið hefur yður
óánægju, monsieur?
Hann lét sem hann heyrði ekki
þetta.
— Það er auðvitað Sir Hughe,
sem tekur ákvörðunina, sagði
hann. — Hann vill fá að sjá yður.
Verið tilbúnir að koma með mér
til sendiráðsins eftir hálfa klukku-
stund.
Ég fór út úr skrifstofu hr. Busks
og fór í heitt. bað í baðherbergi
frú Busk, en það þótti mér alltaf
gott að nota, ef ekki var hætta á
að upp um mig.kæmist. Þetta gat
verið hættulegt, en ekki þó eins
hættulegt og í mörgum öðrum hús
um, vegna þess hvernig herbergja
skipunin var hér.
ANNAR KAFLI .
Það var þægilegt að liggja í
baðinu og hugsa um það, að nú
ætti ég að fara og hitta hans há-
tign, brezka sendiherrann. Ég
hallaði mér aftur á bak, og heita
vatnið var notalegt. Ég gætti þess
ávallt vel, að nota hin ilmandi
baðsölt frú Busk. Ég horfði á
skfnandi speglana og ilmvatns-
glösin, sem voru bæði mér og
Möru til svo mikillar ánægju, og
ég lét mig dreyma um, að einn
góðan veðurdag myndi ég sjálfur
eiga baðherbergi eins og þetta.
Mara þvoði mér um axlirnar og
nuddaði hálsinn á mér. Ég lá ró-
legur og naut þess að láta hana
sitt.
Ég hlustaði þegjandi á hana.
Ég vissi þegar allmikið um Sir
Hughe Knatchbull-Hugessen. Hann
var fæddur 26. marz 1886 og hafði
hlotið mennlun sína í Eton og Ox-
ford. Á yngri árum, þegar hann
starfaði í utanríkisráðuneytinu,
hafði komið í hans hlut að senda
skeytið, þegar Þýzkalandi var sagt
stríð á hendur, á miðnætti 3. ágúst
1914. Hann hafði dvalizt í Ankara
frá því í febrúarlok árið 1939.
Fram til þess tíma hafði hann
verið í Kína, Persíu og Belgíu.
„Þeir segja, að hann spili mjög
vel á píanó og máli líka vel,“ sagði
Mara.
Þess konar menn eru ekki vanir
að vera tortryggnir.
Mara hafði af mjög mikilli ná-
kvæmni fengið að vita hitt og
þetta um sendiherrann hjá frú
Busk.
„Nú er tími til kominn fyrir
þig, að fara að flýta þér,“ sagði
hún. Hún hikaði, en bætti síðan
við; „Við eigum eftir að hittast
aftur, er það ekki?“
„Auðvitað.“
Samband okkar var orðið mjög
náið. Starf hennar fólst í að baða
og gæta barns Busk-hjónanna. Og
það komst ekkert annað að hjá
henni, nema ef vera skyldi ég
sjálfur.
Á meðan ég klæddi mig vand-
virknislega, lét hún renna úr bað-
inu og hreinsaði það. Hún beygði
sig niður yfir það, og þfegar hún
talaði næst, var komin einhver
spenna í rödd hennar. Og ég greip
andann á lofti, þegar ég heyrði,
hvað hún sagði.
„Stundum finnst mér allt önn-
ur ástæða liggja til þess, að þú
8
hafnar yfir allan grun, þar eð þer
farið sem hjúkrunarkona á Trú-
boðssjúkrahúsið. Þeim mundi
aldrei koma til hugar að gruna yð-
ur.
Hann var ljós á hörund eins og
John Kim, en Austurlandasvip-
urinn leyndi sér þó ekki í drátt-
um hans og andlitsfalli.
— Og til hvers er þetta bréf?
spurði hún.
__Hún heitir Madame Helen
Chong.
Hún hrökk við. — En ég hef
heyrt um hana. Hr. Burney
minntist á hana við mig um dag-
inn.
Hann kinkaði kolli. — Ilún er
vel þekktur skemmtikraftur.
Hún flytur gamla kóreanska
söngva og sýnir þjóðdansa. Hún
er töfrandi kona. Ég efast ekki
um, að yður muni geðjast vel að
henni.
Hún hikaði við.
— Ég hef ekkert á móti því að
afhenda bréfið. Ég geri ráð fyrir,
að þér hafið skrifað heimilisfang-
ið utan á umslagið?
Hann hristi höfuðið.
— Ég veit ekki, hvar hún býr
þessa stundina, hún skiptir oft
um bústað. En þér þurfið ekki
annað en spyrjast fyrir um, hvar
hún er að skemmta.
Hann bætti við alvarlegur í
bragði. — Ég grátbið yður að
taka bréfið. Mannslíf getur verið
í veði.
Enn hikaði hún, en stóðst ekki
bænarsvípinn á andliti hans.
—Ég skal koma bréfinu til skila,
sagði'hún. — Mér er að vísu sagt,
að konum sé ekki heimilaður að-
gangur að næturklúbbnum í Seoul
en ég hef einhver ráð.
— Þér eruð mjög elskulegar.
Rödd hans lýsti fölskvalausu
þakklæti.
EFTIR MAYSIE GREIG
Hann tók bréf úr brjóstvasa
sínum og rétti henní. Á umslag-
inu stóð aðeins: „Madame Helen
Chong.“
— Þér verðið að afhenda lienni
það pcrsónulega, sagði hann ákaf-
ur. — Þér megið ekki biðja neinn
fyrir það, hversu áreíðanlegur,
sem sá væri. Eins og ég sagði áð-
an, getur oltið á miklu, að þctta
bréf komist til hennar. Þér verð-
ið að trúa mér.
Hún var mjög snortin af alvöru
hans. Hún sá ekkert athugavert
við að taka að sér að koma bréf-
inu áleiðis til Helen Chong sjálfr-
ar.
— Ég skal gera það, lofaði hún.
— Þökk fyrir. Ég get ekki með
orðum lýst, hversu þakklátur ég
er, ungfrú Hastings.
Hann snérist á hæli og var
horfinn.
Hún var ein eftir og starði á
bréfið, sem hún hélt á í hendínni.
Hún stakk því í töskuna sina og
hélt áfram. Beiðni hans var leynd-
ardómsfull, en samt virtist ekkerti
við hana bogið. Var þetta ástar-
bréf? Og hvers vegna hélt hann,
að póstur til Helen Chong væri
rannsakaður? Hann vildi að hún
afhenti bréfið persónulega Eþ
hann hafði ekki sagt, að það væri
ástarbréf, heldur hafði hann sagt
að mannslíf væri í veði. Hvað átti
hann eiginlega við? Er hún stóð
þarna í miðri Luhdúnaborg í
björtu sólskininu. fannst henni
þetta fáránlegt. En ungi maður-
inn hafði verið í senn mjög ákaf-
ur og alvörugefinn.
Hún þreifaði eftir bréfinu í
veskinu sínu. Hún ætlaði að koma
því í réttar hendur.
Síðustu dagana, sem Rakel var
í London, dvaldi hún að mestu
hjá foreldrum sínum. Móðir
hennar hafði reynt að sætta sig
við þetta allt, en reyndist það erf-
itt. Dóttir hennar ætlaði ekki ein-
ungis til fjarlægari Austurlands,
heldur var hún einnig trúlofuð
Kóreumanni. Það gladdi hana
nokkuð, þegar Rakel sagði henni,
að hún yrði að bíða að minnsta
kosti eitt ár, áður en hún gæti
gift sig.
— Margt getur gerzt á einu
ári, sagði móðirin. — Kannske
verðurðu ástfangin af einhverjum
öðrum manni.
Rakel hristi höfuðið, en hjart-
að barðist hraðar í brjósti henn-
ar. Hún gat ekki hætt að hugsa
um Davíð Burney og vináttu
þeirra. Ilún og John höfðu verið
óravegu hvort frá öðru í heilt ár.
Og ár var of langur tími. Þó
fannst henni hún þekkja Davíð
betur en John. En þótt hann
hefði nokkrum sinnum kysst hana
hafði hann aldrei sagt neitt, sem
benti til þess að hún væri honum
meira virði en annað kvenfólk,
sem hann umgekkst. Ef hún átti
að vera hreinskilin gagnvart
sjálfri sér, þá efaðist hún um að
hann liti á hana scrn annað en
góðan vin. Davíð var eftirlætis-
goð og draumaprins alls sjúkra-
hússins. Hvernig átti henni að
detta í hug, að hann veldi henni
sérstöðu í lífi sínu?
Daginn áður en hún hélt til
Kóreu, hrópaði faðir hennar til
hennar úr dagstofunni, þar sem
hann var að lesa blað.
— Þarna sérðu, hvílík vitleysa
þessi Suður-Kóreuferð er? Það lá
við, hann öskraði orðin. — Nú
eru enn nýjar fréttir þaðan.
Stjórninní hefur verið steypt af
stóli og herforingjaráð stjórnar
landinu. Það jafngildir einræði.
Þetta er vissulega ekkert ákjós-
anlegt ferðamannaliand, eins og
stendur, hvað þá að vera þar um
kyrrt.
— En ég skiptí mér ekki af
stjórnmálum, sagði hún einbeitt.
— En ef þú endilega vilt, skal
ég ráðfæra mig við dr. Burney.
Hún fór til St. Margarets-
sjúkrahússins og rakst einmítt á
Davið, þegar hann kom út úr
skurðstofunni. Hún hafði ekki
séð hann í nokkra daga og fékk
hjartslátt, þegar þau mættust.
Hann var ekki uðeins glæsilegur,
heldur svo afskaplega lifandi og
karlmannleg hreystin gneistaði af
honum.
— Þessi stjórnarskipti koma
okkur ekki hið minnsta við, full-
vissaði hann hana um. Ameríku-
menn og Bretar hafa þegar við-
urkennt nýju stjórnina. Hún er
greinilega mótfallin kommúnist-
um. Ef foreldrar þínir hafa
áhyggjur af þér, þá skaltu segja
þeim, að sjúkrahúsinu okkar og
starfsliði þess stafi engin hætta
af þessu. Ráðamennirnir vita, að
við viljum kóreönsku þjóðinni vel.
Þú átt vonandi enga vini þarna,
sem þú hefur áhyggjur af. Þú
þekkir engan Kóreubúa, sem
kynni að vera andstæðingur nýju
stjórnarinnar.
— Ég sagði þér, að ég ætti vin
í Kóreu. Hann heitir John Kim,
svarði hún. — Ég hef ekki
minnstu hugmynd um, hverjar
eru stjórnmálaskoðanir hans.
— Engum dettur í hug að
skerða hár á höfði þínu, meðan
þú ert skurðstofuhjúkrunarkona
víð sjúkrahúsið, jafnvel þótt þú
ættir vin, sem væri á öndverðum
meiði við stjórnina. Þú skalt ekki
velta vöngum yfir þessu meira,
Rakel. Og þú mátt alls ekki vera
kvíðin. Þú veizt, að frá öllu er
gengið, miðarnir til reiðu og okk-
ar er beðið á sjúkrahúsinu.
Þau höfðu gengið eftir gangin-
um og nú námu þau staðar við
lyftuna.
— Hvernig væri, að þú borðað-
ir með mér kvöldverð? stakk
hann upp á. — Við getum spjall-
að um þetta. Ég veit, að ég get
fengið þig ofan af öllum vanga-
veltum.
Hún brosti. — Þú þarft ekki
aö bjóða mér út vegna þess.
— Mig langar að koma út með
14
TÍMINN, fimmtudaginn 13. ágúst 1964