Tíminn - 13.08.1964, Qupperneq 15
Guðmundur Skafta-
son forstöðumaður
rannsóknardeild-
arinnar.
Samkvæmt breytingu, sem gerð
var á lögum um tekju- og eignar
skatt á síðasta Alþingi skyldi
slofna sérstaka rannsóknardeild
við embætti Ríkisskattstióra.
Fjánmálaráðherra hefir í dag
skipað Guðmund Skaftáson for-
stöðumann deiWarinnar.
Guðmundur lauk prófi _ í
viðskiptafræðum frá Háskóla ÍS-
lands 1948 og lögfræðiprófi frá
sama skóla 1952 og er jafnframt
löggiltur endurskoðandi.
RÍKISSTJÓRNIN
FramhaW af 1. síðu.
greiddu útsvör verði frádráttar
bær engu að síður.
3. Vegna hinnar miklu aukníng
ar, sem á árunum 1963 og 1964 hef
ir orðið og fyrirsjáanlega mun
verða á tekjum manna, hefur rík
isskattsstjóra þegar verið falið
að undjrbúa nauðsynlegar breyt-
ír.gar á útsvars- og skattalögum.
4. Ríkísstjórnin vill, svo fljótt
jem auðið er, koma á því greiðslu
fyrirkomulagi, að opinber gjöld
verði innheimt jafnóðum af laun-
um. Hefur ríkisskattstjóri, að fyr
irlagi fjármálaráðherra, unnið á
annað ár að þeim undirbúningi,
sem er mjög umfangsmikill og
tímafrekur.
5. í samræmi við lagabreytingu
á síðasta Alþingi hefur verið
stofnuð sérstök rannsóknardeiW
við embætti ríkisskattstjóra. Verð
ur að því unnið að tryggja rétt
framtöl og að þeir, sem sekir ger
ast um skattsvik, verði látnir sæta
ábyrgð.
12.8.1964.
SÍGARETTUSALA
Framhald af 16. sI8u.
við sama tíma í fyrra. í jan-
úar og febrúar minnkaði sal-
an ucn 21% frá í fyrra, í marz
um 32%, í apríl 24% og í maí
um 30%. Þetta eru glæsilegar
tölur. Á saima tima hefur orðið
talsverð aukning_ í sölu vindla
og píputóbaks. f janúar og
febrúar voru seld hér 226 þús
und fleiri stykki af vindlum
en á sama tíma í fyrra, 208.
365 þús. fleiri í marz, í apríl
nam aukningin 288.110 þús.
stk., og í maí 260.920 stk. Þess
ber að geta, að hér eru taldir
satnan bæði stórir og smáir
vindlar, en aukningin hefur
oriðið miklu meiri í smávindl-
unum. Aukning í sölu pípu-
tóbaks nam 2900 kg í janúar
og febrúar, 1990 kg. í marz,
2940 í apríl og 2085 í maí.
Þessu til samanburðar höf-
um við upplýsingar ucn ástand
ið í öðrum löndum. Danir hafa
l£ka tekið sig á, þar sem sígar-
ettusala hefur þar minnkað um
13% fimm fyrstu mánuði árs
ins. f Bandaríkjunum er ann
að uppi á teningnum. Þar féll
sigarettusalan gífurlega fyrst
eftir birtingu skýrslunnar, en
svo seig hún smám saman uþp
á við, og strax í apríl var hún
orðin 5% hærri en í sacna mán
uði í fyrra. Sömu sögu er að
segja í Þýzkalandi, sígarettu-
neyzla minnkaði stórlega eft
ir birtingu skýrslunnar, og
sala vindla jókst að sama skapi.
En fljótlega virðast menn hafa
hallazt að skaðvaldinum aftur
því að um páskaleytið var neyzl
an orðin jafnmikil og árið áð
ur, og þegar fyrstu fjórir mán
uðir ársins eru bornir saman
við sama tíma árið áður, er
sígarettuneyzla í Þýzkalandi
4% meiri nú en í fyrra.
ÍÞRÓTTIR
Sigurþór Hjörleifsson Í.M. 13.32
Guðm Jóhannessson Í.M. 11.53
Kringlukast karla:
Erling Jóhannesson Í.M. 41.10
Sigurþór Hjörleifsson Í.M. 38.98
Guðm. Jóhannesson, Í.M. 36.55
Spjótkast karla:
Sigurður Þór Jónss. Staðarsv. 53.17
Héraðsmet
Sigurþór Hjörleifsson Í.M. 44.45
Guðm. Þorgrímss. Staðarsv. 41.42
4x100 m. boðhlaup karla:
Sveit Í.M 49.3
A. sveit Staðarsveitar 49.6
Sveit Snæfells. 52.8
4. B-sveit Staðarsv. 52.9
Stigahæstu einstaklingar móts-
ins voru:
Elísabet Sveinbjörnsdóttir, Eld-
borg 14Vi stig.
Sigurður Hjörleifsson Í.M. 1414
stig.
íþiróttafélag Miklaholtshrepps
vann mótið hlaut 62 stig.
4. MILLJÓN
Framnalrl at 16 síðn.
sem vantaði, væri vatnið. Mjög
erfiðlega hefur oft gengið að
bora, vegna þess hve jarðlögin
hafa verið hörð, og hörðust er
miðjan í hraununum, sem farið
hefur verið í gegnum, og oft hef-
ur ekki verið boraður nema einn
metri á dag, sem þá hefur kostað
ærinn skilding. ísleifur sagði, að
þess bæri að geta, að nú væri í
fyrsta sinn verið að bora utan
jarðhitasvæðanna, og því væri
bergið svona erfitt viðureignar. Á
jarðhitasvæðunum væri það auð-
veldara, enda ummyndað af hit-
anum.
Byrjað var að bora eftir kalda
vatninu síðast í febrúar. Nú er
hins vegar ekki von á köldu vatni
lengur, ef vatn skyldi koma úr hol-
unni. Það verður alla veganna
heðt, að sögn ísleifs, því að botn-
hitinn ætti ekki að vera undir 70
stigum. Hann var um 60 stig við
90 metra, og hefur að minnsta
kosti aukizt um 10 stig síðan. —
Það kemur aldrei kalt vatn úr
þessu, sagði ísleifur.
VÍSIR
Framhald af 16. síðu.
ingu og „fyrirsögn aldarinnar" í
Vísi daginn, secn skattskráin kom
út!
Til að gefa lesendum Tímans
sýnishorn af þeim málflutningi,
sem haldið er uppi í þessu mál
gagni Sjálfstæðisflokksins skal
hér birt upphaf greinarinnar í Vísi
í dag, en hún ber fyrirsögnina:
„Stórfelldur álitshnekkir kín-
verskra kommúnista". Greinin
hefst svo: „Heil vika er nú liðin
síðan Bandaríkjamenn fram-
kvæmdu hefndarráðstafanir sínar
gegn flota Norður-Vietnam og ger-
eyðilögðu rúcnan helming flotans
í snörpum loftárásum á bækistöðv-
ar hans á ströndinni. Þótt þetta
langur tími sé liðinn frá aðgerð-
inni bólar ekki enn á neinum mót
aðgerðum Kínverja og er nú svo
komið, að flestir á þessum slóðum
eru farnir að skilja það, að „stór
veldið" Kína er ekki stærra en
það, að það er algerlega vanmátt-
ugt að gera nokkrar skjótar gagn
ráðstafanir. — Þannig hafa þessir
atburðir orðið kommúnistum á
suðaustur Asíu svæðinu til mikils
álitshnekkis. Þeir hafa að vísu
steytt hnefa og efnt til mótmæla
göngu norður í Peking, en síðan
ekki meir“
Barry Goldwater kemst greini
lega ekki í hálfkvisti við Vísi!
Er atburðirnir gerðust við Ton-
kinflóa greip mikill uggur um
sig í heiminum og mönnum fannst
sem heimurinn riðaði á barmi 3.
heimsstyrjaldarinnar. Það létti
öllum mikið, þegar sýnt þótti, að
ekki myndi hljótast af stórstyrj-
öld — nema Vísismönrjum, að því
er manni skilst.
FER A ÞING
Framhald af 1. síðu.
næstu daga.
Þessi ákvörðun Kennedys bend-
ir til þess, að hann muni nú hafa
gefið upp vonir sínar um að verða
útnefndur sem varaforsetaefni
demókrataflokksins við kosning-
arnar í haust. Hann og fylgismenn
hans hafa lagt mikið kapp á útnefn
hafa lagt mikið kapp á útnefn-
ingu hans í það embætti, en Lynd-
on B. Johnson fo\;eti hefur lagzt
gegn honum, og venjan er yfir-
leitt sú vestra, að forsetaefni ráði
mestu um, hver verði kjörinn
varaforseti.
í sæti því, sem Kennedy mun
ætla sér að hreppa í haust, situr
nú öldungadeildarþingmaðurinn
Kenneth Keating, en ekki er vitað,
hvort hann muni gefa kost á sér
til endurkjörs.
VARNARLIÐSSTÖÐ
um. Seinagangurinn, sem á því
varð, að varnarliðsmennirnir
stöðvuðu sendingarnar, þegar
þeim var orðið ljóst, hvernig í
pottinn var búið, mun hins vegar
hafa stafað af þeim venjulega
seinagangi, sem alltaf á sér stað
innan stofnunar, þar sem allar
ákvarðanir verður að taka á
hæstu stöðvum og fyrirmæli að
ganga milli foringja af mismun-
andi gráðum. Það er sem sagt
pappírskvörnin alræmda, sem
sökina ber. En nú hefur málið
verið leyst, og er þess að vænta,
að mistök sem þessi endurtaki
sig ekki.
PLÓGUR Framhald af 16. síðu.
keyptu holræsaþlóginn hingað í
hitteðfyrra.
Aðspurður sagði prófessorinn,
að hann hafi unnið að þessari upp
finningu sinni og smíðað plóginn
með aðstoð járnsmiðs í Helsinki
á einu ári, 1958. Tilraunir með
hann í Finnlandi hafi ekki gefið
þá raun, er hann gerði sér von
um, sökum þess, að í því mikla
skóglandi væri meira af trjá-
stofnum í jörðu en plógurinn gæti
komist gegnum, því hafi hann ver
ið tilneyddur að hætta við tilraun
ir með plóginn heima fyrir. En
um þessar mundir hafi íslenzkur
stúdent, Benedikt Bogason, verið
einn af nemendum hans í Tækni
háskólanum í Helsinki og hafi
hann sagt löndum sínum frá upp
finningunni. Varð það úr, eftir
áeggjan Benedikts verkfræðings,
að Haraldur Árnason fram-
kvæmdastjóri Vélasjóðs og Hjalti
Pálsson framkvæmdastj. Véladeild
ar SÍS fóru til Helsinki og 'festu
kaup á eina plógnum, sem smíðað
ur hafði verið. Var hann í notk
un í hitteðfyrrasumar og fyrra.
Síðan hafa verið smíðaðir hér
tveir plógar örlítið endurbættir og
eru þeir nú í notkun austan fjalls.
Norður í Skagafirði hafa átta
skurðgröfur verið að verki á
stóru svæði í sumar og verkinu
verið hagað með það fyrir aug-
um að fá finnska holræsaplóginn
þangað að sumri. Prófessor Kait
era fylgist með því af áhuga,
hvernig uppfinning hans reynist
hér á landi, eina landinu þar sem !
þessi undraplógur er í notkun, og i
er ekki ólíklegt, að hann 'eigi eft
ir að valda jarðræktarbyltingum :
víðar um lönd áður en langt um
líður. Kvaðst prófessorinn gjarna
hafa viljað verja lengri tíma til
fullkomnunar á uppfinningu
sinni, en hann hafði mörgum
hnöppum að hneppa um þær
mundir, sem plógurinn va; smíð
aður, auk prófessorsstarfsins í
Helsinki hafi hann unnið að stofn
un nýs háskóla í Finnlandi, sem
er í bænum Oulu og nyrsti há-
skóli í heimi, og gengdi prófessor
Kaitera þar rektorsembætti fyrstu
ýrjú starfsár háskólans. Prófess
orinn dvelst að Hótel Sögu og
eru tvær dætur hans í för með
honum. en þetta er í þriðja sinn
sem hann heimsækir ísland.
FB—Reykjavík, 12. ágúst.
í þetta hús flytja Póstur og sími
á Þórshöfn í haust. Byrjað var
á húsinu í fyrrasumar, en það var
tíu manna flokkur Felixar Þor-
steinssonar, Ytri Görðucn Seltjarn
arnesi, sem byggði húsið. Á neðri
hæðinni er póstafgreiðslan og sím
stöðin, og er ætlunin að hægt
verði að flytja í þann hluta húss
ins í haust, en unnið hefur verið
að múrverki innan húss að und
an förnu. Á efri hæðinni er íbúð
fyrir símstöðvarstjórann, en hún
verður ekki tilbúin fyrst um sinn.
Tímamynd FB)
Hérasmót á Sauð-
árkróki
Héraðsmót Framsóknarmanna í
Skagafjarðarsýslu verður haldið á
Sauðárkróki, sunnudaginn 23.
ágúst og hefst það kl 20.30.
Ræður flytja alþingismennirn-
ir, Einar Ágústsson, bankastjóri og
Ólafur Jóhannesson prófessor.
Smárakvartettinn á Akureyri
syngur og Jón Gunnlaugsson gam-
anleikari skemmtir.
Gautar leika fyrir dansi.
Sumarferð
Nessóknar
Safnaðarfélög Nessóknar hér í
borg efna til sinnar árlegu kirkju
og skemmtiferðir n.k. sunnudag
16. ágúst.
Að þessu sinni verður ferðazt
bæði á sjó og landi.^Héðan verð
ur farið með M. s. Akraborg til
Akraness og þar gengið til kirkju.
Séra Frank M. Halldórsson predik
ar en séra Jón Thorarensen þjón
ar fyrir altari. Að lokinni guð-
þjónustu verður ekið um Borgar-
fjarðarhérað. Ætlazt er til að ferða
fólkið hafi með sér nesti og neyti
þess í fögru umhverfi þar efra.
Til Akraness verður komið aft
ur um kvöldverðarleytið og kvöld
verður snæddur á Hótel Akranes.
Eftir kvöldverð verður siglt
GERA VIÐ ÆÐAR
Framhald af 2. síðu.
ir að gera tilraunir á dýrum, og
settu þá gler eða aluminíum pípur
í staðinn fyrir slagæðar, en of
hættulegt var að reyna þetta á
mönnum af hættu við ígerðir, og
einnig vegna þess að deyfilyf
voru ekki nægilega góð og held
ur ekki tæki tíl þess að fram-
kvæma skurðaðgerðirnar. Fyrst
eftir að byrjað var að nota gerví
efni í æðarnar kom fram sá
vandi, að þeim hætti til að brotna
eða ganga úr lagi, en fyrstí mað
urinn, sem fram kom með gervi
æðar úr dakron og teflon var
dr. W. S. Edwards við læknaskól
ann í Alabama í Bandaríkjunum.
Dr. M. E. De Bakey vi.ð Lækna
skólann í Texas var einn aðal-
brautryðjandi í að setja gerviæða
búta inn í staðinn fyrir skemmd
ír í kviðarslagæðinni (abdominal
aorta). Sjötíu og fimm af hundr
aði þeirra sjúklinga, sem gengið
hafa undir aðgerð þessa hjá
honum hafa lifað hana af, en nú
deyr aðeins einn af hundraði
þeirra, sem ekki þjást af einhverj
um aukasjúkdómum, og gangast
undir þessa aðgerð. Dr. De Bak
ey hefur gengið svo langt, að
skipta um slagæð inni í hjartanu,
og af fyrstu sex sjúklingunum,
sem allir voru nær dauða en lífi,
þegar þeir gengu undir aðgerðina,
hafa fimm náð sér fuDkomlega.
heim með Akraborginni aftur.
Allar upplýsingar um þessa ferð
eru gefnar í síma 16783. Sjá nán
ar í auglýsingum.
Hugheilar þakkir flyt ég ykkur öllum, fjölmörgu
nemendur mínir, samkennarar og vinir, sem heiðr
uðuð mig á .sextíu og fimm ára aímælinu með
kveðjum, heimsóknum og storhöfðinglegum giöf-
um. — Guð blessi ykkur 511.
Björg S. Jóhannesdóttir,
Húsmæðraskólanum, Löngumýri,
Skagafirði.
Þökkum af alhug öllum þelm.. sem sýnc!u okkur samúð og vin.
arhug vi3 andlát og jarSarför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa
Sveins Guðmundssonar
rafvlrkjamelstara
Akranesl
Ævar Sveinsson, Málfríður Stefánsdóttir Kristín Sveinsdóítir
Hildur Guðbrandsdóttir, Gunnar Gíslason og barnabörn.
\
TÍMINN, fimmtudaginn 13. ágúst 1964
15