Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 18. ágúst. NTB-Nicosíu. — Kýpurstjórn liefur fallizt á, að vatnsbólum tyrkneskumælandi manna í Nicosíu verði þegar í stað kom ið I lag, og er ákvörðunin tek in af ótta við, að ella kunni að koma upp sjúkdómar, segir í tilkynningu stjórnarinnar í dag. Þá sagði talsmaður stjórn arinnar, að hún féllist og á, að matvælasendingar gengju óhindrað til markaða tyrknesku miælandi manna, en þetta hvort tveggja hafa grískir menn hindrað undanfarna daga. NTB-Ottawa. — Kanadastjórn hefur sent Gríkklandsstjórn orðsendingu, þar sem hún er alvarlega vöruð við að nota kanadísku herþoturnar af gerð inni Sabre til hernaðaraðgerða á Kýpur. Ef brotið yrði gegn þessu banní myndi Kanada krefjast þess, að málið yrði tek ið fyrir innan fástaráðs Nato þegar í stað. NTB-Leopold-ville. — Tveir starfsmenn Sameinuðu Þjóð- anna í Kongó hafa verið myrt- ir, að því er opinberlega var tiikynnt í dag. Eru þetta Frakki, Jean Plicque og ftali Francois Prezkosh. Voru þeir drepnir er þeir fóru til flótta mannabúða í Kivu-héraðinu til að rannsaka, hvort orðrómur um árás á flóttamannabúðirnar hefði við rök að styðjast. Kon- ur hinna látnu voru nýlega fluttar brott frá Bukavu til Bojumbura í Burundi. NTB-Washington. Walter Heller, sérfræðilegur ráðunautur Johnsons, forseta í efnahagsmálum, sagði í dag, að efnahagsleg þensla hefði aldrei verið meiri í Bandaríkjunum á fríðartimum, en nú. NTB-París. — Bandaríkin óska eftir pólitískri, en ekki hern aðarlegri lausn á deilunni í S-Vietnam, sagði Henry Cab- ot Lodge á fundi með blaða- mönnum í París í dag, en hann er á ferðalagi um höfuðborgir flestra Evrópulanda til þess að kynna sjónarmið og afstöðu Bandaríkjanna í S-Vietnam. NTB-Kennedy-höfða. — Banda rískir vísindamenn lögðu í dag síðustu hönd á undirbún- ing fyrir skot á gervitunglinu Syncom 3., sem skotið verður á loft á morgun. Er honum ætl að að flytja sjónvarpssendingar frá Olimpíuleikunum í Tókíó til Bandaríkjanna. NTB-Beirut. — Charles Pezi hefur verið kjörinn nýr forseti Libanon og verða forsetaskipt in þann 23. september n. k. Hinn nýkjörni forseti er 51 árs að aldri. NTB-Moskvu. — Sovézkir vís- indamenn sendu í dag á loft þrjú gervitungl af gerðinni Kos mos og var þeím skotið á loft með nýrri gerð eldflauga. Gervituglin eru númer 38, 39 og 40 í röðinni af þessari gerð gervitungla. Mikil loftárás á stöðvar Vietcona S NTB-Saigon, 18. ágúst. Tíu fl'ugvélar úr her S-Vietnam af gerðinni, Skyraider, gerðu í dag miklar loftárásir á mikilvægar stöðvar Vietcong-hersveitanna við Ba Dong í Mekong-héraði, um 115 km. fyrir sunnan Saigon. Nokkr um flugvélanna, sem eru skrúfu- vélar, flugu bandarískir hermenn. Varpað var niður stórum sprengj- um, en auk þess beitt litlum eld- flaugum og vélbyssum. Árásin kom Vietcong-hermönn- unum gersamlega á óvart og sást það bezt á því, að árásum flug- vélanna var ekki svarað, en þær flugu mjög lágt. Fréttastofan í Norður-Vietnam fullyrti í dag, að bandarískur loft her og sjóher héldu áfram innrás inn á landsvæði Norður-Vietnam. Þá berast þær fréttir frá Saigon, að sendiherra Bandaríkjanna í borginni, Maxwell Taylor hafi í dag átt sínar fyrstu viðræður við Khanah, hershöfðingja, hinn nýja forseta Suður-Vietnam. Sendiherr an var spurður um, hvað hann vildi segja varðandi stjórnarskipt in og hina nýju stjórnarskrá, sem herráðið samdi um helgina. Sagð- ist hann gleðjast yfir hverjum þeim aðgerðum, sem miðuðu að því að styrkja aðstöðu stjórnarinn ar í S-Vietnam gagnvart Vietcong herjunum. Leiís Eiríkssonar- dagur 9. oktober Aðils—Khöfn, 18. ágúst f fréttum frá Washington segir, KYNNIR STARFSEMI ELLIHJÁLPARINNAR HF—Reykjavík, 18. ágúst Vestur-þýzki læknirinn, dr. Réne Schubert, dvelst nú hér á landi í boði Elliheimilisins Grundar. Hann hefur átt tal við ýmsa for- ráðamenn heilbrigðiscnála Reykja- víkurborgar um málefni ellinnar og haldið fyrirlestur í læknafélagi Reykjavíkur. Prófessor Schubert er einn af 35 mönnum í stjórn Deutsche Alterhilfe, þýzku Elli- hjálparinnar, sem sett var á stofn í fyrra í Þýzkalandi. Á blaða- mannafundi í dag sagði prófessor inn blaðamönnum lítilsháttar frá starfsemi stofnunarinnar og niður stöðum af starfsemi sérstakrar læknanefndar innan hennar. Eitt grundvallaratriðið í starf- semi þýzku Ellihjálparinnar er sú staðreynd, að vandamál gaimla fólksins þola enga bið. Þess vegna er ekki nóg að bíða eftir niðurstöð um af ýmsum grundvallarrann- sóknum, heldur verður einnig að notast við fengna reynslu. Kjör- orð Þjóðverja í dag, sagði próf- essorinn er að gamla fólkið komi sjúkt á elliheimilin,_ en fari frískt heim til sín aftur. Árið 1910 voru aðeins 5% af íbúum Þýzkalands eldri en 65 ára, en árið 1961 voru 10.8% af íbúum eldri en 65 ára. Þýzka Ellihjálpin hefur tekið útvarpið, sjónvarpið og blöðin í þjónustu sína og var stofnunin sett á laggirnar fyrir ágóðann af sjón- varpshappdrætti. Sérstök lækna- nefnd starfar við stofnunina og hefur hún komizt að þeirri niður- stöðu að hentugast sé að skipta elliheimilum í tvennt. Annars veg ar séu heicnili fyrir fól'k, sem hef ur fótavist, og þar séu fyrir hendi sjúkradeildir, ef fólkið veikist og aðstaða til annarra læknisskoðana en hins vegar séu sérstakar deild ir, sem byggðar séu við sjúkrahús fyrir rúmliggjandi gamalt fólk. Það er tvennt, sem græðist á því, að byggja þessar deildir við sjúkra húsin, stofnkostnaður er minni, þar sem hægt er að hafa afnot af tækjum sjúkrahússins og auðveld ara verður að fá lækna og hjúkr unarkonur tii að sinna fólkinu. Einnig þykir heppilegt að hafa sér stakar deildir fyrir kalkað fólk. Prófessor Schubert sagði blaða mönnum að lokum, að hann væri mjög hrifinn af því, að sjá hve þjónustan við eldra fólkið væri fullkomin á íslandi og hér hefði hann fengið margar góðar hug- myndir. í því saimbandi má geta þess, að á síðasta ári komu 86 manns á Elliheimilið Grund, þar af voru 18 yngri en 75 ára, en 44 80 ára og eldri. að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi samþykkt í gærkvöldi að gera 9. október að Leifs Eiríkssonar- degi I Bandaríkjunum. Frumvarp ið hefur verið sent til Öldunga- deildarinnar, en það var upphaf- lega borið fram af laganefnd full trúadeildarinnar. Tilgangurinn með þessu frum- varpi er að halda hátíðlegan einn dag á ári til minningar um hinn stolta gamla fslending, sem fjöl margir vísindamenn halda frarn, að hafi fundið Ameríku 500 árum á undan Kólumbusi. SllDAR- AFUNN Þriðjudaginn 18. ágúst. Bræla var á síldarmiðunum s. 1. sólarhring og öll skip í vari. — í morgun voru 7 vindstig að norð an og mikill sjór fyrir Norður- og Austurlandi. Pittsburgh sinfónían kemur í haust FB—Reykjavík, 18. ágúst. Sinfóníuhljómsveitin 1 Pittsburgh í Pennsylvaníu er væntanleg hing að til lands í október og heldur tónleika 31. október eftir að hafa haldið tónleika í 12 löndum. Hljómsveitin lagði af stað í hljóm leikaförina á föstudaginn og verða hljócnleikar í Vestur- og Austur- Evrópulöndum og í tveim löndum í Asíu, en alls verða hljómleikarn ir 41, sá síðasti hér á landi. í hljómleikaförinni eru alls 120 menn, þar af 110 hljóðfæraleikar ar, en stjórnandinn er William Steinberg. Tveir einleikarar eru með í förinni, píanóleikarinn Jer ome Lowenthal og fiðluleikarinn Charles Trager. Hljómleikarnir verða í Háskólabíó kl. 17. Nánar verður skýrt frá þessari heimsókn síðar. William Steinberg Sjö borgarstjórnarmenn staddir hór í boði borgarstjórnar Reykjavíkur r AK. Reykjavík 18. ágúst. f fyrrakvöld komu hingað til lands sjö horgarstjórnarmenn frá Osló i boði þorgarstjórnav Reykja víkur og munu dveljast Jiér fram gð helgi. Þeir ræddu við þlaða menn í hádegisverðarboði borgar ráðs í gær og sögðu ýmislegt af borgarmálefnum Oslóar. Gestirnír eru þessir; Brynjulf Bull, forgeti borgarstjórnarinnar. Hann er hæstaréttarlögmaður og MIKIL ÞÁTTTAKA / BÖKUNARKEPPNINN/ FB-Reykjavík, 18. ágúst. Á fjórða hundrað konur hafa tekið þátt í Pilsbury-bökunar keppninni, sem Kaaber efndi til fyrir skömmu. Tíu beztu uppskriftirnar hafa verið vald ar úr, og úrslitakeppnin fer fram á fimmtudaginn, og þá verður úr því skorið, hvaða kona fær að fara til Bandaríkj anna og fylgjast með Pilsbury- bökunarkeppninni, sem fer ár- lega fram í Florida. Tvclr húsmæðrakennarar völdu 10 uppskriftirnar, sem taldar voru beztar og koma til úrslitanna, en á fimmtudaginn baka konurnar kökur sínar og skreyta þær á viðeigandi hátt, og að því loknu verða þrír dóm arar látnir bragða á þeim og velja beztu kökuna. Dómar arnir eru Tryggvi Þorfinnsson skólastjóri Matsveina- og veit- ingaþjónaskólans, Sigurður Jónsson bakarameistari og frú Guðbjörg Birkis húsmæðra- kennari. Konurnar, sem eiga 10 beztu uppskríftirnar eru úr Skafta- fellssýslu, Norður-Múlasýslu, Keflavík, Hafnarfirði, Selfossi, Akranesi og fjórar úr Reykja vík. Þær sem taka þátt í úr- slitakeppninni fá allar að laun um hrærivél, en sú, sem verð ur númer eitt fer til Banda- ríkjanna, eins og fyrr segir. hefur verið borgarfulltrúi Verka mannaflokksins síðan 1946. Ivar Mathisen, varaforseti borgarstjórn ar, hefur verið fulltrúi Verka- mannaflokksins síðan 1956. Rolf Stranger, hefur verið fulltrúi íhaldsflokksins síðan 1926. John Joliansen, borgarfulltrúi Verka- mannaflokksíns. Albert Nordeng- en, borgarfulltrúi íhaldsflokksins. Egil Storstein, borgarstjóri fjár mála í Osló síðan 1948. Gunnar Bech, borgarráðsritari pg ritari borgarstjórnar lengi. Eiginkonur sumra gestanna eru með í förinni. Geir Hallgrímsson, borgarstjórí bauð gestina velkomna og kvað ánægjulegt, að fyrsti dagur þess arar kærkomnu heimsóknar skyldi vera afmælisdagur borgarinnar. Hann kvaðst vona, að vinsamleg skipti Reykjavíkur og Oslóar ykj- ust að miklum mun á næstunni Brynjulf Bull þakkaði fyrir hönd gestanna. f viðræðuni við borgarfulltrú- anna kom fram, að Oslóborg er nú komin nokkuð á veg með að byggja neðanjarðarbraut til þess að auðvelda samgöngur í borginni. Verið er að gera mikil jarðgöng Framh á bls 15 TÍMINN, mlSvikudaglnn 19. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.