Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 8
BRÉF TIL BLAÐSINS - ''Qfe > , Ég er stúdent og hef numið þýzku við heimspekideildina nokk- ur undanfarin ár með vinnu minni. Hef ég mjög þurft á aðstoð kenn- f.ra deildarinnar að halda, seim hafa verið tveir síðan ég hóf nám- i.i, hver öðrum betri. Nú hef ég fregnað hjá kollega mínum, að þriðji maðurinn væri að taka við þýzkukennslunni og þykir okkur, sem vorum í góðu sambandi við kennarann, sem frá fer það að vonum afleitt. Með nýj um mönnum koma nýir siðir. Á það við ekki hvað sízt uim kennslu t eta þessi mannaskipti haft mjög óþægilegar afleiðingar fyrir okk- ur, sem vorum orðin vön fráfar- andi kennara og kennsluaðferð- um hans. Ég hef grennslazt fyrir um orsakir skiptanna þar sem þetta kemur mér ekki svo lítið við. Menn, sem eru málinu kunnugir, fræddu mig á því, að skiptin hafi komið fráfarandi kennara engu uíður á óvart en okkur nemend- um hans. Hann hafði ekki sagt lipp starfinu og víst alls ekki hugs að sér að gera það. Heldur frétti hann utan að sér, að annar væri ráðinn til starfans. Undarlegar að- farir og alls ekki sæmandi æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Viðbárur forráðamanna heim- spekideildarinnar kváðu vera, að nýráðni kennarinn hafi haft þýzku , sem aðalfag en hinn sem aukafag. En munurinn á því er enginn, því að báðir skrifuðu prófritgerðir sínar á þýzka tungu. Auk þess er það almennt vitað, að ýmsir kenn arar við Háskólann kenna náms- greinar, sem ekki eru þeirra aðal- prófsgreinar. Þessi fyrirsláttur vegna skiptanna hlýtur því að vera harla léttvægur. Oft er tekið tillit til reynslu' kennara við ráðningu þeirra, en sú regla er ekki viðhöfð í þetta skipti. Fráfarandi kennari hefur kennt þrjú ár við deildina við góðan orðstír en hinn er byrj- andi við Háskólann. Þá hefur mað- ur lesið í málgagni menntaimála- táðherra, að kennarar hafi verið teknir fram yfir aðra vegna lengri veru þeirra við háskóla og æðri menntagráðu. En í þetta skipti er ekki farið eftir því. Eftir hverju er farið, víð hvað er miðað við þessi mannaskipti, herra mennta- málaráðherra? Teljið þér doktorspróf í þýzku tekið í þýzkumælandi landi með ágætum vitnisburði, ekki sambæri- legt við enskt próf í þýzku, sem ekki veitir doktorsgráðu? Einhver var að tala um stjórn- mál í sambandi við hin þöglu kenn araskipti. Ekki vil ég trúa því, herra menntamálaráðherra, að virðing yðar og umhyggja fyrir Háskólanum og nemendunum sé ekki heilli en það, að þér viljið blanda pólitík eða einhverjum öðr um annarlegum viðhorfum í þau mál. Sem nemanda við Háskólann finnst mér þetta enál í sambandi við kennaraskiptin með þvílíkum óheilindum, að það hljóti að koma fyrir almenningssjónir, ef vera mætti til þess að flokkapólitík og klíkustarfsemi yrði gerð þar utan gátta. Háskólastúdent. ÞÖRFSTOFNUN Heilsuhæli Náttúrulækningar- félags íslands í Hveragerði er þörf stofnun enda stofnsett af dugmikl- um og framsýnum lækni, Jónasi heitnum Kristjánssyni. Og flestum eða engum, sem til þekkja, bland ast hugur um, að læknisaðgerðir þær, sem þar eru viðhafðar geta í mörgum tilfellum linað þján- ingar margra gigtarsjúklinga og margir fengið góðan bata. Að mínu áliti eftir örlitla reynslu sem gigtarsjúklingur síð- astliðinn vetur tel ég hæli þetta ómissandi fyrir allan þann fjölda, sem kölkun og gigt þjáir. Hvera- leirinn er áreiðanlega meiri heilsu lind en flesta grunar og á eftir að sanna það betur í framtíðinni. Vatnsböðin hafa þegar fengið full- , komna viðurkenningu, og þarf ekki að minna á þau. Þar sem þessi greinarstúfur var ekki ætlaður eingöngu sem hól eða auglýsing fyrir starfssemina, þá ætla ég aðeins að drepa f stuttu máli á það, sem mér af minni stuttu veru á hælinu fannst ábóta- vant, en skiptir þó miklu máli, en það er fæðið (maturinn). Á öllum sjúkrahúsum og hælum á landinu er sérstaklega vandað til fæðisins enda víst hvergi hall- enælt. Fjölbreyttur og næringa- efnaríkur matur er lífsnauðsyn öll- um sjúkum, ef bati á að nást. Eru þó undantekningar með maga- sjúklinga eða aðra slika, sem ekki þola nema sérstakan mat. Á hæli NLFÍ í Hveragerði er eingöngu borinn fram matur, sem enatreiddur er eftir kokkabók N. L.F.f. aðalréttir kartöflur í tveim — þrem réttanna og kál í 3—4 réttanna, sumt soðið og sumt hrátt Aldrei sást þjóðarréttir íslendinga fiskur eða kjöt, sem þjóðin hefur þó lifað á til þessa dags. Sjálf hefi ég sem kominn er yfir miðj an aldur, borðað mikið kjöt og fisk og hef aldrei fundið til í maga eða legið legu á sjúkrahúsi. Hins vil ég geta, að ég hef alltaf borðað lítið grænmeti og alls ekki ósoðið. Þar af leiðandi féll mér alls ekki fæðið á hælinu i Hveragerði, því Framhald á síðu 13. TIL VOPNA Skjóti skopgeirum Aldnir öryrkjar skeleggjuðum arði rændir þeir, sem háð er hent, rói og nöldri níð að því illþýði þeim til skammar, eigingirni. er skemmta sér skatt sem skapar þjóð fyrir annarra fé. Höggvi harðeggjum Landstjórn lasti heiftar sinnar, á líðandi tíð hver er brýnast kann, sérhvert heilbrigt höfuð: að þeim ómennum, táratíma eigin gjöldum þann er Toroddsen aðra á sem steypa. fer með fjárráð lands. Sigurður Jónsson frá Brún. GEEWT PRÓFESORSSTflfiFI vœ SAMA SKÚLA i 35 ÁR íslenzkukennnari á vegum Þjóð ræknisfélagsins, fór á milli is- lenzkra heimila sem farand- kennari. Sumarið eftir vann ég erfiðisvinnu, aðallega bygginga vinnu, til að safna nokkru fé í því augnamiði að hefja háskóla nám næsta haust. Þá settist ég í Comellháskóla í íþöku og var þar við nám veturna 1922—26, en þá lauk ég þar MA-prófi, Meistararitgerð mín nefndist „Byron and Byronism iri. Ice- landic Literature" og færði ég þar rök að því, að kvæðið Far- aldur eftir Gísla Brynjólfsson væri stæling á kvæðinu Childe Harold's Pilgrimage eftir Byr- on. Síðan sneri ég mér að því að skrifa doktorsritgerð, lauk því og varði hana líka við Cor- nell. Hún fjallaði um séra Jón skáld Þorláksson á Bægisá og þýðingar hans á kvæða bálkun- um Tilraun um manninn eftir Alexander Pope og Paradísar- missi eftir Milton. — Og síðan hófstu háskóla- kennslu? — Já, um haustið 1926 varð ég prófessor í íslenzkum bók- menntum við St. Olavs College í Northfield í Minnesotaríki og næsta vetur á eftir við Thiel's College í Greenfield í Pennsylvanfurfki. En síðan hefst starfsferill minn haustið 1929 við ríkisháskólann í Grand Forks, og þar hef ég verið siðan prófessor í Norðurlandamáhim og bókmenntum, lengi forseti þeirrar deildar og síðustu tfu árin forseti erlendu tungumála deildanna. Siður er að menn láti af því starfi er þeir verða 65 ára, en ég gegndi því til 66 ára aldurs. Kennslu mega menn halda áfram til sjötugs, og von- ast ég til að halda heilsu til að gera það. Vararæðismaður íslands í Grand Forks var ég í mörg ár og síðari árin ræðis- maður. — Hefur ekki skólinn vaxið mikið síðan þú hófst þar starf? — Jú, mikil ósköp. Stúdenta fjöldinn er nú kominn yfir 5 þús. og kennarar háskólans hátt á þriðja hundrað, og er það þreföld fjölgun síðan ég kom að skólanum. Háskólinn var stofnaður fyr- ir rúmum 80 árum, og deild Norðurlandamála og bók- mennta hefur þar síð- an árið 1891. Fjöldi íslendinga hafa stundað þar. nám og út- skrifazt með heiðri og sóma og margir orðið frægir menn síð- ar. Þar stundaði Vilhjálmur Stefánsson nám um tíma og varð löngu sfðar gerður heið- ursdoktor skólans. Og af öðr um frægum íslenzkum lærdóms mönnum, sem þar luku námi, má nefna þrjá, sem síðar urðu allir hæstaréttardómarar í Norður Dakota. Sveinbjörn John son, Guðmund Grímsson og Niels G. Johnson. Þar lærði Iíka sína lögfræði hinn frægi lögfræðingur Barði Skúlason í Portland í Oregonríki. Og marga fleiri mætti telja, sem gert hafa skóla sínum og ís- lenzku þjóðerni mikinn sóma. Dr. Richard Beck prófessor. Myndin er tekin á skrifstofu hans í Grand Forks. — Gekkst þú fyrst í skóla hér í Reykjavík? — Nei, ég gekk fyrst í gagn- fræðaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan gagnfræð ingur, settist síðan ; 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. — Var þáð ekki hinn frægi 4. bekkur, sem Tómas skáld segir svo um í kvæði: „Eg minnist sextán skálda í fjóra bekk"? — Jú, sá er bekkurlnn sami Þar fengust býsna margir við að setja saman kvæði, margii kallaðir, en fáir útvaldir. f þessum fræga bekk voru t.d., auk Tómasar, nokkrir, sém héldu talsvert áfram að þjóna skáldgyðjunni. svo sem Sigurð ur skáld Einarsson í Holti, Sig- þeir voru miklu fleiri, víst allt að því sextán, svo sem séra Gunnar Árnason í Kópavogi og Sveinbjörn Sigurjónsson skóla stjóri, svo nokkrir séu nefnd- ir. En þennan vetur sat sá í 6. bekk. skólans, sem átti eftir að verða þjóðskáld, Davíð heit inn Stefánsson frá Fagraskógi Eftir þennan vetur okkar 4. bekkjarbræðra tókum við okk- ur nokkrir til næsta vetur og lásum tvo bekki og lukum dúdentsprófi vorið 1920. — Hófst þú háskólanám um haustið? — Þá fór ég með móður cninni, Vigfúsínu Vigfúsdóttur. vestur um haf, og var með henni í Winnipeg í Kanada næsta vetur. Þar gerðist ég Dr Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum við ríkisháskólann í Grand Forks í Norður- Dakota, átti í vor merkisafmæli við þá stofnun, því þá voru liðin 35 ár síðan hann tók við prófessorsstöðu við skólann, og ekki er hann af baki dottinn, byrjar 36. starfsár sitt við skólann í haust. Hann hefur verið á ferð hér í sumar með Margréti konu sinni, og hafa þau notað tímann vel til að ferðast víða um landið og heimsækja frændur og vini, dr- Ric- hard heimsækir alltaf átthagana á Austurlandi, þar sem hann ólst upp og fékk sína fyrstu menntun áður en hann gekk í menntaskóla, og var móðurbróðir hans, Sigurður Vigfússon, hans aðalkennari undir skóla. Margrét er fædd og uppalin vestan hafs, en margt á frændfólk austur í Mýrdal. Einnig fóru þau hjón til Færeyja í þessari ferð sinni austur um haf. Pegar ég hitti dr. Richard fyrir helgina og hann sagði mér af starfsafmæli sínu í vor, fór ég að spyrja hann um eitt og annað frá náms og starfs- ferli, sem hann sagði mér und- an og ofan af. urður Grímsson skáld og lög- fræðingur, Jóhann skáld Jóns- son frá Ólafsvík, sem lézt fyr- ir aldur fram úti í Þýzkalandi, Sigurður Z. ívarsson skáld (Siggi zeta), sem einnig er dá- inn fyrir mörgum árum, og 8 TlMINN, miSvtlcudagínn W. ágúsf 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.