Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 9
 gœmvxsrmz*" "^r;^ 1 •"‘jagSMflsgtaflBsaMhffl* Sigurgrímur Jónsson, Holt í baksýn. ÞEIR LOFA SAMBÝLID Heimafolk í Holti, fr. v. Sigurgrímur Jónsson og kona hans, Unnur Jónsdóttir, Jón og kona hans, Jóna Asmundsdóttir, VernharSur og kona hans, Gyða Guðmundsdóttir, Hörður og kona hans, Anna Bjarnardóttir, — börn þeirra og fleiri. — Já. Við mundum ekki vilja skipta á sambýli og ein- býli. Við getum brugðið okkur frá til skiptis. Einyrkjarnir geta það ekki. Hér er engin hætta á ferðum þótt einhver verði lasinn. Einyrkinn getui ekki leyft sér að fara í rúmið þótt hann verði krankur Þar er um tvennt að ræða, vinna eða hætta. Við höfum losnað við slíka þvingun, og þaö eru fleiri, sem hafa tekið upp þetta búskaparform Nokkur býli hér í sýslu eru rekin á sama hátt. — Svo gamla máltækið, „fáir lofa einbýlið sem vert er‘, er kannski að verða öfug- mæli? — Það er ekki fjarri sanni Spurðir um afurðirnar, sögð- ust feðgarnir senda 480 lítra í Mjólkurbúið á dag um þetta leyti, en heildarinnieggið fyrra var 148 þúsund lítrar. Þeir hafa 380 ær, en reka enga kind á fjall, enda haía þeir fjórar jarðir undir fyrir utan Holt. 340 dilkum var slátrað s.l. haust, og um sama leyti keyptu þeir 100 ær — Annars hafa dilkar farið rýrnandi, sögðu þeir, að lík- indum vegna þess að of mikið var sett í hagana. Við höfðurn vænt fé meðan fátt var í höa um — eftir fjárskiptin. Jarðir, sem feðgarnir hafa undir, auk heimajarðarinnar. eru: Breiðamýrarholt, Brú. Oddagarðar og Gljákot. Þrlá’ síðasttöldu jarðirnar hafa þeu nýlega keypt, en þær hafa verið í eyði um fimmtán ár meðan Holtsfeðgar og fleiri notuðu beitina. Þessar jarðir eru sem sagt túnlausar. Sjálfir gera bræðurnir við allar véJ ar að langmestu leyti, og hafa eigið verkstæði til þess. Fiór ar dráttarvélar eru á búinu allar Ferguson. — Og hvað gefur þetta ai sér brúttó? — Eitthvað á aðra milljón Framhald á síðu 13. Næturþoku var að létta af Flóanum þegar fréttamaður tók sér fari frá Selfossi niður að Holti í Stokkseyrarhreppi. Grasið löðraði í vatni, og það var eins og ryki úr veginum framundan bifreiðinni, því sól- in skein á hann og þurrkaði hann. Húsin á Eyrarbakka virtust furðu háreist í þessari mósku og fréttamanni komu í hug orð drengsins við föður sinn, þegar hann sá byggingarnar á Eyrar- bakka. Drengurinn spurði: — Er þetta Himnaríki, faðir minn? — Nei, það eru helvítis Bakkabúðirnar, sagði faðir hans. Þeir feðgar voru í kaupstað- arferð, og karli hafa máske fundizt örðugir verzlunarskil- málar á Bakkanum. Við ókum gegnum Stokks- eyri og heyrðum ekki það fræga brim, sem kennt er við staðinn, en það var logn og sjór og loft rann saman í hvít- matandi birtu. Ferðinni var heitið á fund bændanna í Holti, Sigurgríms Jónssonar og sona hans, Jóns, Harðar og Vernharðar, sem búa félagsbúi. Feðgarnir voru utan túns að mæla fyrir skurð- um þegar okkur bar að garði, og við fórum til móts við þá og hittum Sigurgrím, sem var á leið til bæjar. Sigurgrímur lét tilleiðast að ganga stundarkorn með undir- rituðum um heimatúnin, en þau eru sextíu hektarar. — Við fáum „slóðastyrk- inn“, sagði Sigurgrímur, nýja aukastyrkinn á túnræktina. Blásari við heyhlöðu snerist með þungum dyn og hijóðið fylgdi okkur á leiðinni yfir túnið, sem var í þann veginn að verða slægt í annað sinn. — Við sláum ekki aftur, sagði Sigurgrímur. Hlöðurnar eru fullar og við eigum hey úti. — Svo þið hafið getað heyj- að í sumar. — Heyskapurinn hefur geng ið vel. Það er ástæðulaust að kvarta undan tíðarfarinu, sagði bóndinn rólegur. Við fáum góða haustbeit handa kúnum. bætti hann við. Kýrnar í Holti eru 50 tals- FeSgarnir í Holti, fr., v. Sigurgrímur, Jón, Hörður, Vernharður. ins, en nautgripir alls 78 í vet- ur. Þessir gripir komast fyrir — svo til allir — í fjósinu. Þar eru 50 básar og lausganga fyrir 20 skepnur. Við sáum kýrnar álengdar, en þær eru flestar rauðar eða rauðskjöld- óttar. Sigurgrímur sagði að þær hefðu orðið svona án þess að hann værj að sækjast eftir því: — Kúastofninn er orðinn nokkuð skyldur hér í sýslunni. og þar má búast við vandamáli, sem ræktunarmen verða að glíma við. Við komum að grasivaxinni tjörn, og Sigurgrímur sagði að þar hefði verið skorið á í gamla daga. — Þá stóð maður í vatninu og hélt annarri hendi um neðri orfhælinn og hinni fyrir neðan hann og skar þannig. Öðru vísi var ekki hægt að slá þetta En nú er lítið vatn í tjörninni Það hefur lækkað í öllum tjörnum við framræsluna. Það var mikið af ál í þessum tjörn- um, en hann er nú horfinn, og það er líka vegna framræsl- unnar. Tjarnirnar botnfrusu, og þá drápust álakvikindin. Við héldum heim að bænum og settumst á spjalli með bræðrunum, sem voru komnir frá mælingunni. Feðgarnir hafa búið þar saman i tíu ár; bræðurnir unnu áður út í frá, en hættu því að mestu þegar þeir fóru að stunda búskapinn. Jón hefur þó stundað keyrslu með bústörfunum. Þeir Jón og Hörður eru búfræðingar. — Við rekum búið sem eitt fyrirtæki, sögðu feðgarnir. Gripum er ekki skipt og engu, sem búinu tilheyrir. Við höf- um engin vinnuákvæði, en vinnum allir eftir þörfum. — Og þetta finnst ykkur gef ast vel? jsa ■* í M I N N , miðvikudaainn 19. áaúst 1964 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.