Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 14
Hún andvarpaði. — ég vildi óska þess, að við ættum lítið hús, þar sém við gætum verið tvö ein og hamíngjusöm. — Éf allt gengur vel, ættum við bráðlega að verða búin að eign- ast svoleiðis lítið hús, tautaði ég. Þetta var til þess, að hún faðm- aði mig svo ákaft að sér, að ég ruglaðist í því, sem ég var ð hugsa um. Ég reis á fætur. — Hvenær fer hr. Busk í næstu veizlu? spurði ég kæruleysislega. — Ekki á morgun, heldur hinn. Kvöldið, sem hr. Busk fór í veizluna, fór ég að hitta Möru. Ég fann nafnalista í skúffunni hans og tók mynd af honum í eldhúsinu. Ég eyddi nóttinni í herbergi Möru. Við vorum mjög hamingju- söm, enda þótt við mættum ekki hafa hátt. Myndavélin var í frakkavasa mínum, sem hékk við fótagaflinn. Ég hafði tekið mynd af nafna- listanum yfir brezku leyniþjón- ustumennina í Tyrklandi. í dagrenningu læddist ég út úr húsinu. Þetta var 26. október 1948. Þetta átti eftir að verða merkur dagur. Ég hafði ákveðið að fara til þýzka sendiráðsins næsta kvöld. Ég var nú líka farinn að hlakka til þess að fá litla húsið, sem Mara hafði verið að tala Um. Alls var ég búin að taka fimm- tíu og tvær myndir og var nú að velta fyrir mér, hve mikils ég ætti að óska í greiðslu fyrir þær. Þenn- an dag reyndi ég að halda mig sem allra lengst frá sir Hughe. Hugsanirnar um peningana stigu mér til höfuðs og mig svimaði, og ég varð að taka fast í hönd- ína á sjálfum mér. Ég ákvað að fara fram á 20.000 sterlingspund. Ég varð drukkinn af tilhugsuninni um þessa pen- ingaupphæð. Mér datt ekki eitt augnablik í hug sá möguleiki, að Þjóðverjarnir kynnu að hafna boð inu. Ég yrði að koma til þeirra í trúnaði og gleyma því, að fyrir aðeins sex mánuðum hafði ég ver- ið kavass hjá Herr Jenke, sendi- ráðsráðgjafanum. Það skipti mestu máli, að þeir treystu mér. Þeir yrðu að trúa því, að ég væri njósn ari, og hefði alltaf verið það. Ég varð að láta í veðri vaka, að langt væri síðan ég hefði tekið ákvarð- anir mínar. Ég beið óþolinmóður eftir því að geta hætt vinnu minni. Lengsti dagur lífs míns var 26. október. Ég fór út úr brezka sendiráðinu klukkan sex með filmurnar í vas- anum. Dyrakavassinn í þýzka sendi- ráðinu hét Peter, hann var júgó- slavneskur og hann kannaðist við mig. — Vilt þú komast hingað aftur í vinnu? spurði hann. — Ef til vill vil ég það, var svar mitt. Ég gat varla dulið ákafa minn. Nú var klukkan orðin sjö. Ég hafði árangurslaust eytt heilli klukku- stund í að reyna að róa mig. — Viltu gjöra svo vel að segja Frau Jenke, að mig langi til þess að hitta hana, sagði ég. Þýzka sendiráðið var við Ata- tiirk Boulevard. Það var lítill heimur út af fyrir sig. Fyrir utan járngrindahliðið óku skröltandi bíl ar, þar ráku menn asna sína, ber- fættir sveitamenn í borgarheim- sókn gengu þar um, betlarar, stræt in voru ósteinlögð, hávaðasöm, og þar mátti heyra stöðugan gný frá bílhornum. Fyrir innan hliðið ríkti regla, kyrrð, einstakur þrifnaður, þar voru tré, vel hirtar grasflatir og blómabeð, það var áhrifamikil sjón. Byggingar brezka og þýzka sendi ráðsins í Ankara voru þær stór- kostlegustu í borginni. Hugsunin um það, að kavass-inn Élyesa Bazna ætti eftir að hafa töluvert að gera með bæði sendiráðin, kom mér til þess að brosa. Það var svo skemmtileg tilhugsun, að mér varð rórra innanbrjósts. Peter hafði verið að hringja, Hann leit á mig. — Þeir vilja, að þú komir yfir um; sagði hann. Eg þekkti leíðina. Hús Jenke-hjónanna var við hlið ina á sendiráðinu sjálfu. Það var byggt í austurlenzkum stíl. Á móti mér tók kavass, er ég þekkti ekki, kannski hann væri eftirmaður minn hjá Herr Jenke. Hann fór með mig inn [ setu- stofuna og skildi þar við mig. Ég varð að bíða lengi. Ég sett- ist á sófann, þar sem ég hafði einu sinni fyrir nokkrum mánuðum tek- ið myndir af mér liggjandi í ró- legheitum. Herbergið var alveg eins og það hafðl verið, þegar ég þurrkaði þar af. Það mátti greini- lga merkja áhrif konunnar á alla hluti þarna inni. Frau Jenke, syst- ir Ribbentrops, hafði búið það hús- gögnum - djúpum, mjúkum, þægi- legum hægindastólum, þungum gluggatjöldum, gólfábreiðum, sem maður sökk niður í. Ég reis á fætur og dró glugga- tjöldin fyrir. Ég kveikti á báðum lömpunum og settist í einn hæg- indastólinn. Andlit mitt var í skug anum. Ég varð að bíða lengi. Ég stakk höndunum níður í vas- ana og tók fast utan um filmurnar. Inge Jenke var taugaóstyrk, metnaðargjörn kona á fimmtugs- aldri. Það hafði ekki alltaf verið auðvelt að lynda við hana. Ég veit nú, að hún dó síðar úr mjög al- varlegum sjúkdómi, og vel má vera, að hún hafi þegar verið orð in veik og óhamingjusöm. En ef svo var, þá lét hún mig, kavassinn aldrei sjá það. Hún kom inn í herbergið og ég stóð á fætur. — Bonsoir, madame, tautaði ég. Hún leit á mig. — Hvers vegna dróstu glugga tjöldin fyrir, Elyesa spurði hún, — Madam, sagði ég, — ég von- ast tíl þess að fá mikla peninga frá yður....... Það brá ekki fyrir hinum allra 12 minnsta undrunarsvip á andliti hennar. Hversu furðuleg, sem henni hefur þótt framkoma mín, lét hún ekki á því bera. — Ég er hrædd um, að ég hafi ekki mjög mikinn tíma til þess að tala við þig, sagði hún. — Eigum við að fá okkur sæti, madam? spurði ég í lágum rómi. Svipurinn breyttist skyndilega. — Nei, Elyesa, við skulum ekki fá okkur sæti. Ég held, að það væri þér fyrir beztu að fara héðan þegar í stað. Ég llét sem ég tæki ekki eftir þessari athugasemd og sagði: - Ég kom beint úr brezka sendiráðinu, madam. Ég vildi gjarnan segja yð- ur, að ég er nú sem stendur her bergisþjónn Sir Hughe Knatchbull- Hugessen. Ég hef komið hingað til þess að hitta yður, madam, og hætti með því lífinu mínu . . . Hún hallaði sér áfram, eins og hún vildi með því skynja betur mikilvægi þess, sem ég var að segja. í eitt augnablik var alger þögn. Lófar mínir voru orðnir rakir. Síðan sagði hún hægt; — ég held að maðurinn minn vilji fá að tala við þig. Ég hreyfði mig ekki út úr skugg anum. Ég var of uppgefinn iil þess að geta verið sigrihrósandi. 3. KAFLI Ég hafði einu sínni lesið nokk- ur bréf til Albert Jenke frá mági hans, Ribbentrop, og enda þótt hann segði það ekki, þá vissi ég, að það var ástæðan fyrir því, að hann rak mig. Nú að kvöldí 26. október, 1943, átti ég að sjá hann í fyrsta sinn frá því þetta gerð- 13 fylgdust með hverri hreyfingu hennar. — Það er óæskilegt að reyna að leita aðstoðar á hótelinu, sagði annar. — Við erum hér tveir og getum auðveldlega hindrað yður. Við viljum gjarna, að þér afklæð- íst, ef bréfið skyldi falið í fötum yðar. Þér getið farið inn í bað- herbergið og rétt hvert plagg fram til okkar. Hann tók slopp og rétti henni. — Hérna er sloppurinn yðar, sem þér getið síðar farið í. En ég vara yður við, hver einasta spjör verð- ur rannsökuð. Hún átti ekki um neitt að velja og hlaut að hlýða. — Við viljum helzt komast hjá að beita valdi, ungfrú Hastings, sagði annar illgirnislega. — Við erum báðir vopnaðir. —Þá á ég ekki annars úrkosta en hlýða ykkur, sagði hún. En ég fullvissa ykkur um, að ég hef ekki falið neítt bréf í fötunum mínum. — Við sjáum nú til, sagði annar. Hún kom aftur fram til þeirra, klædd sloppnum. Þeir voru að grandskoða hverja flík. — Er bréfið í farangri yðar? spurði annar. — Ég er alls ekki með neitt bréf, mótmælti hún. Nú var greinílegt, að þeir höfðu rannsakað allan farangur hennar og ekki fundið neitt — Við vörum yður við, ef þér felið bréfið einhvers staðar og og reynið að afhenda það ein- hverjum í Seoul, þá verðið þér látnar sæta þungri refsingu, sagði sá hávaxnari. — Við höfum þegar aflað okkur upplýsinga um, að þér eruð vinur eins af föngum okkar, John Kim, sem bíður ÖRLÖG I AUSTURLÖNDUM EFTIR MAYSIE GREIG dóms síns þessa dagana. Það gæti hæglega orðið dauðadómur fyrir svik og undirróður gegn stjórn inni. Ef þér hafið einhvern tíma þekkt John Kim, þá gleymið því upp frá þessum degi. Við sýnum þeim enga linkind, sem þrjózkast við að sýna okkur hlýðni. — Og mér skildist, að Suður- Kóra væri mjög heillandi land, sagði hún varfærnislega. — Suður- Kórea er heillandi, sagði sá há- vaxnari. — En aðeins fyrir út- lendínga, sem hugsa um sitt og skipta sér ekki af stjórnmálum í landinu. Núverandi stjórn er mjög sterk í sessi — og mjög góð stjórn fyrir fólkið. — En það er herforingjaráð — einræði, sagði hún. Hávaxni maðurinn kínkaði kolli. — Einmitt þess vegna er hún góð fyrir fólkið. Kóreubúar eru gott fólk, en þeir eru eins og börn og þurfa strangan aga. Þeir geta ekki tekið ákvarðanir sjálf- ir. Það getur verið, að yðar sé þörf á Trúboðssjúkrahúsinu, en víð vörum yður við, ungfrú Hast- ings — skiptið yður ekki af mál- um, sem ekki snerta starf yðar. — Ég hef engan áhuga á stjórnmálum, sagði hún kulda- lega. — Góða nótt, ungfrú Hastings. Þeir hneigðu sig báðir og hurfu út um dyrnar. Hún horfði á eftir þeim, og henni fannt hún vera auðmýkt og lítillækkuð, en hún gladdist innílega yfir, að þeir höfðu ekki fundið bréfið. En henni stóð ekki á sama um, það sem þeir höfðu sagt, að líf Johns væri í hættu. Hún klæddi sig í náttfötin og skreið upp í þægilegt rúmið. Hvernig höfðu þeir komizt inn í læst herbergið hennar? Hún fór aftur fram úr rúminu og tókst að drösla þungum skáp fyrir dyrnar. Hún skalf frá hvirfli til ilja. Þótt henni hefði orðið mikið um heím sóknina, var hún ákveðnari en nokkru sinni áður að fara til Seoul. 7. KAFLI Hún ákvað að segja Davíð ekki frá hinum furðulega atburði á hótelinu um kvöldið. Ef til vill teldi hann þá ráðlegast, að hún hætti við ferðina til Kóreu. í þess stað sagði hún honum frá ferð- inni um borgina og nágrenni hennar. Hann virtist ánægður að heyra, að hún hefði notið þess og spurði hana mikið um, hvernig henni litist á sig í Hong Kong. Henni fannst erfitt að einbeíta sér að því að tala við hann. Hún var enn í uppnámi eftir atburð- inn um kvöldið, og hún veltí fyrir sér, hvernig fara mundi, þegar hún kæmi til Suður-Kóreu. Hún ' hafði bréfið enn undir höndum — eða réttara sagt hafði Davíð það. Hún tók þá ákvörðun eftir nokkra umhugsun, að hyggi- j legast væri, að hann geymdi það ■ áfram, unz þau væru komin heilu og höldnu gegnum tollskoðunina í Suður-Kóreu. Ekki svo að skilja, að hún óskaði Davíð neins ills, en hverjum dytti í hug að gruna hann, hinni elskaði lækni við Trúboðssjúkrahúsið? Það var greinilegt, að vitað var um sam- band hennar við John Kim og Peter Yi. Hún var því grunuð. Davíð veitti því athygli að, hún var taugaóstyrk. — Hvað er að, Rakel? Hefur nokkuð komið fyrir? — Nei, nei. Hann sagði spyrjandi: — Þú ert einhvern veginn allt öðru vísi en þú varst í gær. Þá fannst mér þú hress og kát og full vonar og tilhlökkunar. Nú sé ég ekki betur en þú sért hrædd. — Ég býst við, að ég sé komin með glímuskjálfta, af því að við erum að koma á leiðarenda, sagði hún varfærnislega. Hann hló. — Vertu óhrædd, Rakel. For- stöðukonan og hinar systurnar munu hugsa vel um þig. Þetta er lítill og samstilltur hópur og engin misklíð milli okkar. Eins og ég sagði er margt ágætis fólk í Seoul frá Ameríku og Englandi. — En ég vil ekki síður hitta Kóreubúa en Ameríkana og Eng- lendinga. Honum virtist bregða við ákefð hennar. — Auðvitað hittirðu þá. En þeir eru stoltir og hlédrægir. Þú skalt ekki vænta þess, að þeir taki þér strax opnum örmum. Hún kinkaði kolli. John Kim var bæði hlédrægur og stoltur. Það hafði tekið hana alllangan tíma að kynnast honum vel, og hún hafði í rauninni ekki kynnzt honum að marki fyrr en í bréf- um hans. Yrði henni leyft að hitta hann, fyrst hann sat í fangelsi? Þessir tveir Kóreumenn sem hún hafði hitt í Hong Kong, höfðu gef- ið í skyn, að hann kynni jafnvel að verða dæmdur til dauða. En ef til vill höfðu þeir sagt það til að hræða hana? Það var óhugs- andi, að unnt væri að dæma mann til dauða fyrir það eitt að hafa skrifað greinar, sem sýndu andstæðar skoðanir við ráðamenn í landinu. Þau áttu ekki í neinum vanda, þegar að tollskoðuninni kom. Davíð var vel fagnað af starfs- mönnunum, sem allir sýndust þekkja hann. Læknir frá sjúkra- húsinu, dr. Richard Carver, hafði komið í bifreið sinni til þess að taka á móti þeim. Svo virtist sem drjúgur spölur væri frá flugvell- inum ínn í borgina sjálfa. Dr. Richard Carver var ungur og mjög laglegur maður, ljóshærð ur með há kinnbein. Hann var mjög elskulegur við Rakel. — Allir bíða með öndina í hálsinum eftir að hitta þig, sagði hann og þrýsti hönd hennar hlý- lega. — Davíð lét hið bezta af þér í bréfum sínum. 14 TÍMINN, miðvikudaginn 19. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.