Alþýðublaðið - 16.07.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.07.1953, Blaðsíða 5
jFijtnmtudagurmn 16. júlí 1953 ! ÞAÐ HEFUR VERIÐ GÆFA forezka Verkamannaflokksins að eiga jafnan innan vébanda sinna ágæta fræðimenn á sviði efnahags- og ¦félagsmála og glögga hugsuði, er sífellt bentu á kjarnann í kenningum jafn- ©ðarstefnunnar. Þessir menn hafa aldrei favikað í túlkun sinni á stefnu og leiðum, þeir hafa stöðugt glætt andann og Másið að hugsjónaeldinum, ¦Þekktasti fræðimaðurinn i tþessum hóp, og um margt hinn glæsilegasti, var Harold Laski prófessor, sem dáinn er fyrir nokkrum árum. Rit hans og kenningar foar lengi hæst og voru haldreipi jafnaðarmanna og hugsanagrundvöilur, sem hann skildi eftir í faandriti. Áfarifa hans mun því óefað gæta um langa íramtíð. Miklu minna hefur borið á manni þeim, sem hér verður stuttlega f rá sagí, Richard Henry Tawney, sem einnig cr prófessor í hagfræði og þó eink um hagsögu. Margir teija hann þó engu minni fræðimann á sínu sviði en Laski, og meðal háskóiamanna 'í Engiandi, og raunar víðar, er hann álitinn mestur núlifandi hagsagnfræð- inga. Hann hefur um hálfrar aldar skeið verið ráðunautur og forstöðumaður Menningar- <og fræðslusambantls verka- maitna, sem er hin merkasta stofnun í Bretlandi, og jafn- framt prófessor við Lundúna- háskóla. RÆKTUN HUGARFARSINS, Jafnaðarstefna Tawneys get- ur.'um margt kallazt siðfræði- leg fremur en efnahagskg. Hann hefur lagt á það höfuð- áfaerzlu innan Verkamanna- flokksins að brýna fyrir félög- unum, að sósíalismi, eins og öli stjórnmál, — eigi fyrst og fremst að miða að ræktun hug- arfarsins og auknum siðgæðis- jþroska einstaklingsins. í nýút- Scominni bók segir hann á 'ein- »m stað: „Kirkjan ætíi að kenna, að sérréttindi einnar stéttar fram yfir aðra, og hin snikla misskipting auðsins, sem forréttindin byggjast á, er ekki einungis faeriflegt menningar- 8eysi, heldur einnig skelfilegur blettur á sjálfri ímynd guð". Hér kveður greinilega við annan tón en hjá Harold Laski og öðrum fræðimöntmm, sem einkum ræða um fjárhagsleg viðfangsefni og þjóðfélagsleg vandamál út frá kenningum Marx. Tawriey skammast sín ekkert fyrir að tengja jafnað- arstefnu sína við siðgæðis- þroska hvers og eins. f raun- ánni er Tawney sannkristinn í kenningum sínum, þótt guð- tfræði sé honum fjarri. Stjórn- análaskooanir hans byggjast ekki á neinni kreddu eða kenni setningu, heldur blátt áfram á Virðingu hans fyrir hinum ó- breytta manni. En. að hans dómi er hann „virði niu tíundu hluta alls aðals, menntamanna, siðferðispredikara og þess f jölda frægra manna, sem einu nafni nefnast yfirstéttir". — Hins veg ar er Tawney ekki fylgjandi 'byltingu. Ofbeldi sararýinist ekki skoðunum hans. Sérstak- lega hefur hann fyrirlitningu á gvonéfndum vinstri mönnum, sem sjálfir sitja í hægum sessi, en favetja þaðan til ofbeldis- kenndra félagsíégra byltinga. KYNNTIST UNGUR ' FÁTÆKRAHVERFUNUM. Riohard Henry Tawney er íseddur í Kalkútta í Indlandi fyrir sjötíu og tveim árum, en faðir faans var í indlandsþjón- ustu Bretastjórnar. Hann var barn að aldri, þegar hann öuttist til Englands, gekk í ágseta skóla og laak háskóla- námi á tilskildum tíma. Það var' alltítt upp úr síð- ustu aldamótum að senda unga menn, sem nýlokið höf ðu próf i, út í fátækrafaverfi stórborg- anna til þess að líta eftir vel- farnaði ,;hins vinnandi manns". Samvizka millistéttarinnar var að vakna til meðvitundar um misréttið, sem .lágstéttirnar voru beittar. Af þessum sökum var Tawney sendur út í fá- tækrahverfi Austur-Lundúna, þar sem hann var settur yfir sjóð, er stofnaður hafði verið til að koma börnura í sveit á sumrin. Tveim árum síðar varð hann kennari við hið ný- stofnaða Menningar- og fræðslu samband verkamaniia. KENNARI OG SAGNFRÆÐ- INGUR. Menningarsambandið og Taw ney uxu og þroskuðust saman. En M.F.V. var jafnað til há- skóla, þegar kunnur háskóla- rektor lýsti 'því yfir, að stór hundraðshluti af kvöldskóla- bekk Tawneys í Roohdale, — en í faonum voru eingöngu baðmullarspunamenn, — ætti skilið að fá baztu gráðu við Oxfordháskóla. Það var einmitt meðal verkamanna í Lancas- hire, sem hugsanir og skoðan- ir Tawneys mótuðust. Hann kunni betur andrúmsloftinu þar en í Lundúnum. Fáir sagn- fræðingar haf a kosið að starfa þannig méðal vinnandi fóiks. En frá þeim tíma hefur engin grundvallarbreyting orðið á kenningum ihans. Eitt helzta viðfangsefni hans varð að rann saka, 'hver áhrif efnahagskerf- ið'hefði haft á^forfeður þeirra manna, er nú sóttu kvöldskóla hans, hver lífsviðliorf þeirra hefðu verið, hugmyndir og á- stæður. — Þott Tawney yrði prófessor við ýmsa háskóla, er tímar liðu, héldust samt áhrif in frá þessum- ánim. styrj.öldin.ni sem u.ndirforing.l. Hann neitaði hækkun í tign, sém honum bauðst vegna stöðu sinnar. Hann særðist illilega árið 1916, íékk skot gegnum magann. Er hann lá í herspítala í Oxford eftir skotsárið, kom Qharles Gore biskup í Oxford er einnig vai jafnaðarmaður, í heimsókn til faans. Þegar hamn fór, sagði hann við hjúkrunai'-: konuna: ,,Þér fa.afið hér til varð veizlu eitt af dýrmætustu mahnslífum Englands". Hjúkr- skörungur sem opinber. starfs- j unarkonan hraðaði sér til sj-úk maður, en hann gat sér hinn J lingsins og spurði hinn undr- bezta orðstír meðai verkalýðs- UnarfuUa íræðimann: .,Hví í félaga vestan' faafs, eins og 'jafn ósköpunum sögðuð þér ekki, að an aður. Iþér væruð faeldri .maður?" bess a<3 *:t'a vé'. í raunínní að r vað hann ætti ;er:i Þegar til WáShington korr. sí hann var skrásetlur vélritnri. .*isi:^ va hánn. að pfcr sem erginn Alþýðublaðið Fæst á flestum veitingastöðum bæjarms. —¦ Kaupíð blaðið tam leið og þér fáið yður Raxxi* •.« ""''"'""¦'ílllMWimWffllBllllim R. H. Tawney. GÓÐUR RITHÖFUNDUR. Árið 1912 skrifaði Tawney fyrstu bók sína, sem þegar skip aði honum í fremstu röð sagn- fræðinga. Allir eru á ein-u máii um það, að Tawney hafi skrif- að allt of lítið. Kunnur brezk- ¦ur fræðimaður sagffli nýlega, að „hinar órituðu bækur Taw- neys væru meðal glaraðra snilldan-erka tuttugusíu aldar- innar". Mest-lesna bók Tawneys. er að líkindum Trúarbréig'í og efíing auSvaIdsstefT»unnars og þykir hún stórkostiega vel rit- uð. Fleiri bækur b.ans hafa einnig haft mikil áfaríf, svo sem Jöfnuður og Þroskað samfélag. Yfirleitt má segja, s5 Tawney hafi ekkert ritað eða sagt í fyrirlestrum, sem ek1^ hafi beint nemendum hans og les- endum inn á ¦nýjaf. hugsana- brautir. Arið 1930 fór Tawney 1il Kína. Honum þótti andrúms- loftið þar skemmtilegt, sam- I bland af virðuleik og ró, sem látti skylt við sjálfa. eilífðina. i Tveim. árum síðar gaf hann út i bókina Sveit og sveitavinna. í j Kína. Kínverjar vitna stund- um til þeirrar bókar sem hins bezta, er Englendingur hafi lagt af' mörkum' fyrir þjóð þeirra á þessari öld. ^Þetta er fyrsta tilraun til að skyggnast til kjarnans í landbúnaðar- vandamálum Kínverja. AFSKIPTI AF STJÓRN- -MÁLUM.. R. H. Tawney hefur ekki haft mikil bein afskipti af stjórn- málum,; Hann faefur að vísu fjórum sinnum ;boðið sig fram til þings fyrir Verkamanna- flokkinn, en hin óbeinu ahrif hans á flokkinn og óbreytta liðsmenn faafa þó skipt mestu máli. Stundum hefur hann tekið þátt í -samningu kosn- ingastefnuskrár. flokksins, og eins hefur hann átt. sæti í ne'fndum varðandi verkalýðs- mál. Hann faefur þó fyrst og fremst verið aérfræðingur flokksins í fræðslumálum, en þau faaf'a jafnan verið faans hjartans mál. Áður tn kolanám | urnar voru iþjóðnýttar, var faann oft og tíðum ráðunautur námamanna í samningum þeirra við námaéigenduf. Að undirlagi Attlees var J Tawney gerður verkalýðsmála fulltrúi við sendiráð Breta í ' Wasfaington árið 1940. Þerra. er I hið einá statí, sem asmr. hefur haft á hendi á stjrjrnarskrif- Istofu.-Hann fór að hehnan án BERST LITI'Ö A. Tawey kvæntist' árið. 1909 systur Bayeridge lávarðar, hinni ágætustu kónu. Síðan laust eft ir 1920 hafa þau áit heimili í Lundúnum,. þótt' Tawney faafi með köflum dvalizt annars s'tað ar ' við störf um lengri eða. skemmri tíma. Tawney er mað ur yfirlætislaus. og hógvær í franrikbmú- og háttum og bú- staður hans ííkist faeizt . safn- herbergjum, svo ^jafgt er þar óskyldra muna í ekki. allt of mikilli reglu. í vinnustofu faans sjálfs er oftast all't á .ringul- reið, svo fól-k undrast, hvernig hann fer að finna þær bækur, s'em' hahn þárf að nota í það og það skiptið. í frísíundum sín- um iðkaði hann löngum göngu ferðir út í náttúruna. og hann er vel að sér um allt, sem þá bar. fyrir augu. Hann er kurteis maður, en ák\reðínn, og í sam- tali gætir mjög giarna skops, sem einnig er einkennandi fyr- ir ritmál faans. Tawney barðist í fyrxi faeims- BRENNANDI I ANDANUM. Þótt aldurinn færist nú yfir Richard Henrý T-iwney, ef faa.nn samt ófavikuil í skoðu.n, sinni á . jafnaðarstefnurini. Hann er í engu veill, eldurin.n er sá sami ög áður. Aðrir kunna að hafa slakað á og dignað í stríðinu, en ekki hann. Hann álítur enn sem: fyrr, að' rangt mat á verðmætum sé undirrót hinna þjóSfélagslegu meina, og þá sérstalkega „dýrkun auðs og, frama". Hann.er jafn sann;; færður og áð'u.r um ágæti þjóð- nýtingar, ef rétt e.- á haldið. en um þessi efni ritaði hann ! nýlega: ,,En skipulagning at- vinnutækja og stjórn þeirra, | sjálft fyrirkomulagið, er ;að sjálfsögðu ekkert .nema dautt kerfi. Það. sem máli skintir, er auðvitað favers konar lífi fólk lifir, og sú fullnægja, sem það fær út úr lífnu. Og grunur minnxér sá, að í þessum efnum hugsum við of mikið um sjá-l;f úfiausnarefnin, of .Jítið um per- sónur". inninéaroro: HIN'N 10. þessa mánaðar lézt í Landsspítalanum Niku- lás Einarsson, skattstjóri, að- eins 47 ára ,að aldri. Verður'ut- för hans í dag. Ég vildi með þessum fáu lín- um minnast þessa góða vinar m'íns og ágæta manns, þó að ég hins vegar finni, að ég get ekki gert minningu faans þaú skil sem vert væri og hann á skilið. Nikulás Einarsson fæddist 10. nóvember árið 1905 að Flögu í Skriðdal og ólst hann þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1930, en ári síðar varð faann fyrir því hörmulega áfalli að fá löm- unarveikina og lamaðist faann svo mikið af hennar völdum í hægra fæti, að hann gat að- eins með rixiklum erfiðismun- um gengið einn og óstuddur. Margur ungur maður hefði iátið hugfallast við það að rata í slíka raun sem þessa, en slíkt var fjarri skapferii Niku- lásar Einarssonar. Hann axl- aði sína byrði og bar hana ótrauður og óbugaður til hinzta dags. Nikulás gerðist starfsmaður skattstofunnar árið 1933 og starfaði við hana til dauðadags. Árið 1935 dvald- ist Nikulás um skeið á Vífil- stöðum vegna berkla sem hann hafði fengið í lungun. Þar kynntist hann sinni ágætu ¦konu og trygga. lífsförunaut, Klöru Helgadóttur, og kvænt- ist hann henni í 'júnímánuði ári síðar. Nikulás varð skrif- stofustjóri framta'isnéfndar í sambandi við eignakönnunina árið 1947 og veitti hann henni , Nikulás Einarsson. forstöðu unz henni lauk. Settur skattstjóri var hann á ísafirði árið 1932 og á Akra- nesi 1953. Nikulás var einn af stofnendum og helztu hvata- mönnum að stofnun Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra sem ,var stoínað á síðasi liðnu ári. | Ég faefi faér stiklað á helztu æviatriðum Nikulásar Einars- sonar og gefur sú frásögn þótt ófullkomin sé nokkra hugmyrid um það bvern fnann hann hafði að geyma. Ef- á bak við' orð er skyggnzt tala þau sína . máli um manninn. sem á unga aldri' verður 'fyrif vafáhlegri Jskerðingu á starfsorku sinni áf völdum lömunar, en leggur ; samt ekki árar í. bát, þótt á móti blási heldur tekur karl- mannlega á móti, býður ógæf- unni byrginn, og með hæfileik- um sírmm og. dugnaði brýtur hann sér leið og ávinnur sér . Fxazniháid á 7. síSa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.