Alþýðublaðið - 16.07.1953, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.07.1953, Blaðsíða 7
Finrmtudagurinn 16. júlí 1953 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ifikuJás Einarsson Framhald af 5 siðu. traust og trúnað al]ra þeirra, sem til hans þekkja. Sá sem þessar línur skrifar átti því lání að fagna að kynnast þeim hjónum, Nikulási og Klöru, fyrir nokkrum árum og vera tíðúr gestur á myndarlegu heimili þeirra. Þar var gott að koma og þeirra mörgu og ánægjulegu samverustunda mun ég jafnan minnast með þakklæti. Hið þétta og hlýja handtak Nikulásar og alúðlega viðmót hans verður mér jafn- an hugstætt. MeS Nikulási Einarssyni er til moldar hniginn langt um aldur fram góður drengur, traustur og vljasterkur.. Að lokum vil ég svo votta eiginkonu hins látna, ættingj- um og tengdafólki mína inni- legustu samúð. Jón Finnsson. NIKULÁS EINARSSON var góður og traustur samferða- maður og prúður í umgengni. Við störf sín var hann sam- vizkusamur og með afbrigðum eljusamur. Hann vildi sjá og finna árangur verka pinna, og hlífði sér því í engu við störf, e. t. v. hefur það og ráðið nokkru um dvalartíma hans á jörðu hér. Nikulás var hófsmaður og forsjáll, hann vildi búa í hag- inn fyrir samferðafólk sitt og var því gott að leita til hans um ráð í ýmsum efnum. Hann vildi búa sínum lífsförunaut sem tryggasta framtíð, og lagði sig.fram um að skapa traust og gott heimili. Hann var tryggur í vináttu og heill, orðheldinn og áreið- anlegur. Samferðafóik hans á æfi- skeiði því, sem nú er lokið, hugsar til hans með hlýju og velvild. Sérstaklega munu sam starfsmenh hans minnast viS- kynningarinnar með þakklæii, og, taka það bezta í dagfari til fyrirmyndar eftir því, sem verða. má. Samhugur okkar megi votta honum virðingu og þakkir, og veita konu hans og vinum lífs þrótt og sanna lífstrú. Vertu sæll og blessaður, Nikulás, innilegar þakkir fyrir samveruna. Guðjón B. Baklvinsson. Frjálsíþróffamóf ÍR Framhald af 4. síðu. Baldvin Árnason, ÍR .. 3,10 Valbj. Þorlákss., UMFK 2,90 Langstökk: Garðar Arason, UMFK 6,33 Einar Frímannsson, Self. 5,98 Hástökk: Sigurður Friðfinnss., FH 1,75 Birgir Helgason, KR___ 1,70 Gunnar Bjarnason, ÍR .. 1.70 Þrístökk: Kári Sólmundarson, KR 12,93 Sleggjukast (fyrri daginn): Svprre Strandli ...... 57,88 (vallarmet.) Þorv. Arinbj., UMFK . . 44,98 (Suð urnesj amet.) Sigurjón Ingason, Á .. 44,91 Kúluvarp: Guðm. Hermannss., KR 14,17 Fríðrik Guðmundss, KR 13,69 Sverre Strandli ...... 13,98 Spjótkast: Sverrir Jónsson, FH .. 44.83 Sig. Friðf., FH......... 43,81 Kringlukast: Hállgrímur Jónsson, Á 45,94 Þorsteinn Löve, UMFK 45,50 Friðrik Guðmundss., KR 42,57 Sleggjukast (síðari dagur): Strandli .............. 57,72 Pétur Kristbergsson, FH 45,89 (Hafnarfjarðarmet.) Ö. E. Bíll Hitlers í París. Hinn *"*&> brynv*rði ,.Mer. cedes-Benz", bíll Hitlers sál- aða, var eitt aðal aðdráttaraflið á bílasýningu, er fram fór í París nýlega. Hér sjást Frakkarnir f jórir, er hertóku bílinn, aka eftir Champs Éiysée til Tuillerie-garðsins, þar sem harm var hafður til ýnis. í baksýn er sigurboginn. ÍG§slínan Framhald áf 1. síðu. að straumurinn á gömlu lín- unni nemur 60 þús. voltum. Sú lína er nú orðin 18 ára 'gömul. Ætlunin er að nota hana einn- ig með nýju líraunni_ en gerðar verða á henni nauðsynlegar endurbætur. íkáiholfsháííðin Framhald af 8. síðu. sem Skálholtsfélagið hefur látið reisa fyrir verkamenn, er á staðnum vinna. Annast konur í Grímsnesi veitingar og gefa efni nálega allt og alla vinnu. Stendur prestsfrúin að Mosfelli, Rósa Blöndals, fyrir sjálfboðavinnu * þessari, en Skálholtsfélagið hlýtur ágóð- ann af sölunni. Ferðir úr Reykjavík á Skál- holtshátíðina verða frá Ferða- skrifstofu ríkisins. og ættu þeir, sem hug hafa á, að tryggja sér far í tíma. Slnckman á íeiS frá Irefadi elnn í flugvél sinni GLUCKMAN, sá, sem flaug hér um fyrir nokkru á eins hreyfils flugvél að vestam, var á leiðinnitil ísiands til baka í gærkveldi. Hann lagði af stað jil. 2.30 frá Prestvík og gerði ráð fvrir, að hann yrði kom- inn til Keflavíkur um eittleytið í nótt. i Hann er einn í flugvélinni, og finnst mörgum þetta ferða lag hans vera glæfralegt, en aimars er hann vel útbúinn, flugvél hans hefur 15 kls't. flugþol. Hins vegar getur hann ekkert samband haft við land fyrr en hann kemur upp uiid- ir Vestmannaeyjar því að taj- stöð hans dregur mjög skammt. 1 Hann lagði af stað frá Sa<n Francisco um miðjan síðasta mánuð og fór til Englands', hér • um kringum mánaðamótin. Framhald af 1. síðu. var úðað daga og nætur á vökum. Dælan gekk allan sóiarhringinn, en skipt var ¦um menn. Þannig gat stöðin annað öllum beiðnum um úðun, og munu um 700 garð- ar hafa verið úðaðir alls, ERLENDUM BLÓMUM SÁÐ í HAGA? Jón kom með talsvert af fræi villtra blómjurta frá Alaska, og hefur hann nú sáð því. Þær jurtir eru þó ekki enn til sölu hjá bonum. Hins vegar kom Óii Valur Hans- son garðyrkjukennari með allmikið af siíku fræi frá' Alaska í vetur. Hann vár í Alaska í fyrra ásamt tvehnur öðrum, og voru þeir gerðir lit af Jóni. Þes'iu fræi mun ÓIi Valur hafa sád', og verður væntanlega unnt að fá plönt- ur hjá honum sí'ðar, Jón telur að auka megi Flóru landsins mikið með því að sá fræi erlendra jurta hér í haga, ef valið er fræ jurta, sem þroskast við svipuð skil- yrði og hér eru. Heisfaranróf í maívæSaiÍnfræði FYRIR skömmu lauk Hall- dór Helgason úr Reykjavík meistaraprófi (Master of Sci- ence) í matvælaiðnfræði (Food Tecchnology) við Ore- gon State College í Corvallis, Oregon í BandaríkjunUm. lialldór hefur stundað nám í matvælaiðnfræði vestra s.l. 6 ár, fyrst í Chicago og síðan í Corvallis. í fyrravor lauk hann bachelor's-prófi (Bachelor of Science). I framhaldi af [námi sínu kynnir Halldór sér nú rekstur matvælaiðjuvera á ýmsum stöðujm í Bandaríkjunum og þá einkanlega ýmsar greinar fisk iðnaðaring. Halldór er sonur hjónanna Helga Hallgrímssonar og konu hans hér í bæ. Væntanlegur er hann til landsins fyrir áramót. Veðrið f dag Vestan og riorðvestan gola, þurrt ,víða léttskýjað. er selt á þessum stöðum* Ausiurbær: Adlon, Laugaveg 11. Adlon, Laugaveg 126. Alþýðubrauðgerðin, Laugaveg 61. Ásbyrgi, Laugaveg 139. Ás, Laugaveg 160. Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Bókabúð Sigvalda Þorsteinssonar, Langholtsv, Café Florida, Hverfisgötu 69. Drífandi, Samtúni 12. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Gosi, Skólavörðustíg 10. Havana, Týsgötu 1. Helgafell, Bergstaðastræti 54. Krónan, Mávahlíð 25. Leikfangabúðin, Laugaveg 45. Mjólkurbúðni, Nökkvavog 13. Pétursbúð, Njálsgötu 106. Bangá, Skipasundi 56. Smjörbrauðsstofan, Njálsgötu 49, Stefánskaffi, Bergstaðastræti ?, Stjörnukaffi, Laugaveg 86. Söluturn Austurbæjar, Hlemmtorgi. Tóbaksbúðin, Laugave^L 12. Tóbak & Sælgæti, Laugaveg 72. Veitingastofan, Bankastræti 11. Veitingastofan, Uppsalakjallaranum, Aðalstræti Veitingastofan Ögn, Sundlaugaveg 12. Veitingstofan, Þórsgötu 14. Veitingstofan, Óðinsgötu 5. Verzlunin, Bergþórugöu 23. Verzlunin Fossvogur, Fossvogi. Verzlunin, Hverfisgötu W%. Verzlunin, Hverfisgötu 117. Verzlunin, Nönnugötu 5. Verzlun J. Bergmann, Háteigsveg 52. Verzlun Jónasar Sigurðssonar, Hverfisgöíu 71. Verzlun Árna Sigurðssonar, Langholtsveg 174. Vöggur, Laugaveg 64. Þorsteinsbúð. Snorrabraut 61. 62. .'„.i^i&kij Veslurbær Adlori, Aðalstræti 8. • Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstr. Drífandi, Kapl. 1. Fjóla, Vesturgötu 29. Hressingarskálinn, Austurstræti. Matstofan, Vesturgötu 53. Pylsusalan, Austurstræti Silli & Valdi, Hringbraut 49. Sæborg, Nesveg 33. Veitingastofan, Vesturgötu 16. Verzlunin, Framnesveg 44. Verzlunin, Kolasundi 1. West-End, Vesturgötu 45. Terkamannaskýlið. Bakaríið. Nesveg 33. Kópavogur: Blaðskýlið, Kópavogi. Verzlun Þorkels Sigurðssonar, Kópavogi. Verzlun Þorst. Pálssonar, Kópavogi. „WéM\ Bádapesfar" SÁ, sem stjórnaði hinum illræmdu! réttarhöldum yfir Mindzenty kardínála, var Vil- mos Olti, forseti ungverska hæstaréttarins. Olti hafði ver- ið nazisti til 1945, en skipti yf- ir á kommúnista þegar Rúsrsar hernámu Ungverjaland. Kom- múniglar komust fljótlega að raun um, að hann var hentugt verkfæri og notuðu hann til þess að bera fram heimatilbún- ar ákærur á menn eins og Ro- bert Vogeler, Edgar Sanders, Joseph Grosz erkibiskup, fjölda júgóslavneskra „njósn- ara" og ungverska ,.skemmdar verkamenn". i Olti varS fljótlega þekktus undir nafninu „böðull Buda- pestar". Nú virSist þó böðull- inn kominn í ónáð hjá valdhöfi unum. í s.l. viku var hanrs lækkaður í tign ásamt 200 öðr u,m verkfærum kommúnista I Búdapest, m. a. hinum hataða opinbera saksóknara, J. Domo* kos. ^i— j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.