Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 7
— Ífcwmi — Útgetandi: FRAMSÓKNAlíFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjáns^on. Jón Helgason og Indri'ði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri- Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason. Ritstiórnarskrifstofur t Eddu-húsinu simar 18300—18305 Skrif- stofur Bankastr 7 Afgr.sim) 12323 Augl. sim) 19523 Aðrar skrffstofur. siml 18300 A.skriftargjald kr 90,00 á mán Innan- lands — í lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.i. Hvers á uppbygging síldariðnaðarins að gjalda ? Hér í blaðinu í gær var birt greinargerð meirihluta stjórnar síldarverksmiðjanna fyrir samþykkt um að mæJa með ríkisábyrgð á lánum til nýrrar síldarverksmiðju, en eins og þar er frá skýrt lét Eysteinn Jónsson fylgja atkvæði sínu sérstaka greinargerð, þar sem hann segir m .a. Láta mun nærri að S.R. hafi varið 105 milljónum t.ii fjárfestingar á árunum 1962—1964 (3 árum). Þerta er kosinaður við að kaupa, endurbyggia og stækka SeyðiS' fjarðárverksmiðjuna í 5Ó00 mála afköst, byggja 3000 m^a verksmiðju á Reyðarfirði, og vantar þó mjög á að hráefnis- og afurðageymslur séu fullnægjandí við þessar verksmiðjur. (Áætlað er að vanti framkvæmdir up1" á 17 milljónir enn til þess). Þá er þarna í kostnaður við nð koma á fullnýtingu soðkjann í öllum verksmiðj- unum, sem lífsnauðsynlegar voru eftir síldarleysisárin. S.R tók við 13 milljóna króna áhvílandi skuldurn með gömlu Seyðisfjarðarverksmiðjimni og hefur þvi orð- ið að ieggja út nálægt 92 milljónir til þessara fram- kvæmda. Þrátt fyrir ítrekaðar málaleitanir til ríkisstjórnarinnar um að útvega lánsfé til þessara framkvæmda, bafa ekki fengizt nema tæpar 20 milljónir alls að láni til þeirra S.R. hafa því orðið að festa í þeim af sínu fé á 3 árum um 72 milljónir króna og hefur það leitt til verulegrar lausaskuldasöfnunar. Afleiðingarnar af þessu eru þær að ekki hefur einu sinni verið hægt að ljúka verksmiðjunum á Seyðisfirði og Reyðarfirði og frekari framkvæmdir til að auka bræðsluafköst með öllu útilokaðar Ennfremur að þrátt fv i góða rekstrarafkomu eru verksmiðjuroar stöðugt i fjárhraki og hafa ekki getað komið í framkvæmd nauð- synlegum tæknilegum endurbótum. hvað bá auk'ð af- köst sín eða hráefnisgeymslur eins og þurft hefði til að I þjóna stækkun síláarflotans." Stsloan verður að breytast Eins og fram kemur hér að t'raman verður stefnan í þessum efnum að gerbreytast hjá ríkisstiórninni ef ekki á að reka up á sker rpeð síldariðnaðinn Stiórn síld arverksmiðjanna hefur nú samþykt tramkvæmdir upn a 95 millj. kr og verður að sjá fynr lánsfé t.il pess Þa þarf einnig, eins og Eysteinn .Tónsson bendir á i grt-inai gerð sinni að koma upp fleiri verksmiðjum. að minnsta kosti til stuðnings við söltunina í þeim kauptúnum á Norður- og Austurlandi. þar sem bær eru ^kki fvrir Þetta er augljóst mál og þær sfærri framkværr.dn. sem ákveðnar verða méga ekki standa í vegi fyrir minr.i úrbótum á ýmsum stöðum Það er pví margt sem kallar áð, og ríkisstjórnin verður að hætta að halda síldariðn- aðinum 1 lánasvelti. Heldur danska stjórnin velli í kosningunum á þriöjudaginn ? Ellefu flokkar taka þátt í kosningunum. Á þriðjudaginn kemur fara fram þingkosningar í Dan- mörku. Danska þingið er í einni deild og eiga þar sæti 179 þingmenn, þar af tveir kosnir í Færeyjum og tveír í Grænlandi. Af þingmönnum þeim, sem eru kosnir í Dan- mörku, eru 135 kosnir hlutfalls kosningum í 23 kjördæmum, en 40 eru uppbótarþingmenn. Enginn flokkur fær uppbótar- sæti, nema hann fái þingmann kosinn . í kjördæmi eða meir en 60 þús. atkvæði samanlagt. Vegna þessarar reglu, fékk þýzki Slésvíkurflokkurinn einn mann kosinn í seinustu kosn- ingum, þótt hann fengi aðeins 9 þús. atkvæði, en Réttarsam- bandið engan, þótt það fengf 52 þús. atkv. Regla þessi þykir þó sjálfsögð, til þess að hindra óeðlílega marga smáflokka. Kosningarfyrirkomulagið í Danmörku virðist ýta undir smáflokka, eins og sést á því, að ellefu flokkar taka þátt í kosningunum nú, en 8 flokkar til viðbótar reyndu að bjóða fram, en gátu ekki fullnægt settum regíum. Þessar reglur eru, að flokkar eigi annaðhvort fulltrúa á þingi eða leggl fram undirskrift 10 þús. meðmæl- enda. Einn af nýju flokkunum gat boðið fram vegna þess, að þingmaður gekk úr flokki Aks- \ els Larsens vegna ágreinings (við flokksformanninn) og gerðist síðan þátttakandi í hin um nýja flokkl, án þess þó að verða frambjóðandi hans. Þegar frá eru taldir fær- ( eysku og grænlensku fulltrúarn ir og fulltrúi þýzka Slésvíkur- flokksins, eiga sex flokkar full trúa á þingi. Fjórir þeirra eru gamlir og rótgrónir þar. Lang- stærstur þeirra er flokkur Sós- ialdemókrata, sem hefur 76 þingmenn. Næst kemur vinstri ! flokkurinn, sem hefur 38 þing menn. Þá kemur hægri flokk urinn, sem hefur 32 þingmenn og svo róttæki flokkurinn, sem hefur 11 þingmenn. Þetta eru hinir hefðbundnu flokkar í Danmörku og því halda þeir talsvert hópinn, þótt þá greini á málefnalega. T. d. hafa þeír haldið sameiginlega fundi í kosningabaráttunni nú, án þátt töku hinna 'lokkanna. Auk þeirra eru svo tveir þing- flokkar aðrir, sem báðir fengu fyrst' fulltrúa á þingi í sein- ustu kosníngum, er fóru fram 1960. Annar þessara flokka er Sosíaliski Þjóðflokkurinn, sem er undir forustu Aksels Lars ens, og varð til með þeim hætti, að Larsen hrökklaðist úr Kommúnistaflokknum eftir að hafa verið lengi forustu maður hans, því að hann taldi flokkinn of háðan. erlendum áhrífum, og stofnaði hann þá þennan nýja flokk, sem hlaut ekki aðeins megnið af fylgi kommúnista, heldur ýmsra minni flokka annarra. Hinn nýju flokkanna á þingi Dana er Óháði flokkurinn, er á sín- um tíma var stofnaður af Knud , Kristensen, fyrrv. forsætisráð herra, eftír að hann skildi við vinstri flokkinn. Flokkur þessi er að ýmsu leyti til hægri við hægri flokkinn og til vinstri við vínstri flokkinn, í andstöðu sinni gegn opinberum afskipt- ■um. Flokkur Larsens hefur ellefu þingmenn, en Óháði flokkurinn sex. í kosningum 1960 gerðist ekki aðeins það, að tveir nýir þingflokkar kæmu til sögunn ar, heldur hurfu tveir flokkar af þingi, sem höfðu alllengi átt fulltrúa þar. Annar þessara flokka var Réttarsambandið, spm hefur fyrir meginstefnu, að ríkið eigi allar jarðeignir, en það hafði átt fulltrúa á þingi óslitið síðan 1926 og átti þar um skeið 12 fulltrúa. Hinn þessara flokka var Kommúnista flokkurinn, sem hafði átt full- trúa á þingi síðan 1932 og hafði fengið 18 þíngmenn kosna í þingkosningunum 1945. Báðir þessir flokkar taka þátt í kosn ingunum nú og eru ekki taldir vonlausir um að fá aftur full- trúa kosna. Auk þeirra átta flokka, sem nú hafa verið nefndir, er svo þýzki Slésvíkurflokkurinn og danski Sameiningarflokkurinn, sem um skeið átti fulltrúa á þingi. Ellefti flokkurinn, sem er alveg nýr af nálinni, kennir sig við friðarstefnu og berst m. a. fyrir því, að Danmörk segi síg úr Atlantshafsbandalag inu. Óvíst er talið, að hann hefði getað boðið fram, ef einn af þingmönnunum úr flokki Larsens hefði ekki gengið í hann, eins og áður er rakið. Þótt flokkafjöldí sé mikill í Danmörku og fljótt á litið mætti því álykta, að ringulreið ríkti í stjórnmálunum þar, er svo ekki, heldur gætir þar mest tveggja höfuðstefna og má með vissum hætti tala um tvær aðal fylkingar þar. Milli sósíaldemó krata og róttæka flokksíns hef ur oftast verið meira og minna samstarf. Þessir flokkar eru nú búnir að vera í stjórn sam- an síðan 1957, fyrst með Réttar sambandinu og síðan tveir ein- ir. Síðan 1960 hefur meirihluti þeirra byggst á eínu atkvæði eða atkvæði annars Grænlend- ingsins, sem gekk til liðs við þá, en annars er það venja Grænlendinga og Færeyinga að hafa ekki afskipti af stjórnar- myndunum. Sósíaldemókratar og róttæki flokkurínn fara ekki dult með það, að þeir muni fara með stjórn áfram, ef þeir halda meirihlutanum. Hins vegar eru svo vinstri flokkur- inn og hægri flokkurinn, sem hafa haft náið samstarf seín- ustu árin og eru reiðubúnir til að mynda stjórn saman, ef þeir fá aðstöðu til þess. Þessir tveir flokkar hafa oft verið nokkurn veginn jafnsterkir á þingi sam anlagt og sósíaldemókratar. Þannig höfðu þeir heldur fleiri þingmenn samanlagt en sósíaldemókratar á kjörtímabil inu 1957—1960, en hafa heldur færri þingmenn nú vegna þess, að þeir mísstu sex þingsæti til Óháða flokksins í seinustu kosn ingum. Það, sem danskir kjósendur hafa því fyrst og fremst að velja um nú, er það, hvort þeir vilji hafa ríkisstjórn sósíaldemó krata og róttækra áfram eða hvort þeir vilja efla vinstri flokkinn og hægri flokkinn til forustu. Ef litið er fljótlega á stefnu skrár þeirra fjögurra flokka, sem hér eigast aðallega við, verður ekki hægt að segja að munurinn sé ýkja mikill. Menn verða helzt að lesa á milli lín anna og dæma af reynslunni. Þá kemur í ljós, að það myndi sennílega verða aðalmunur á stjórn jafnaðarmanna og rót- tækra annars vegar og stjórn vinstri flokksins og hægri flokksins hins vegar, að • sú síðarnefnda myndi reyna held- ur meira að hamla gegn opin- berum afskiptum, fara sér hæg ara í ýmsum félagslegum að- gerðum, treysta meira á hið frjálsa framtak. Það gildír jafnt um þessar tvær meginfylkingar, að þær eiga sér óþægilega keppinauta í smá flokkunum sitt til hvorr ar handar. Flokkur Larsens er stjórnarflokknum verulegur keppinautur meðal vinstri sinn aðra kjósenda og jafnframt nota hægri flokkarnir hann sem grýlu. Þeir segja, eins og rétt er, að sá möguleiki sé fyrir hendi, að sósíaldemókrat ar og flokkur LarsenS geti feng ið meirihluta á þingi og þótt þetta leiði ekki til stjórnarsam starfs, geti sósíaldemókratar notað þetta til að koma fram ýmsum málum, er aðrir flokk ar myndu ekki fallast á. Mál- flutningur Larsens styrkir þennan áróður, og því keppast forvígismenn sósíaldemókratar við að lýsa yfír því, að þeir muni ekki leysa nein stórmál í samvinnu við flokk Larsens. Hægri flokkarnir hafa svo sitt vandræðabarn, þar sem Óháði flokkurinn er. Hann deilír á þá fyrir undanlátsemi og tæki færisstefnu og lofar því að fara ekki í neina ríkisstjórn, svo að hann þurfi ekki að víkja neitt frá stefnunní. Þetta kann ýmsum að þykja góð latína, en það eykur ekki trú á stjórnar- möguleika hægri flokkanna. Það er vafalítið verulegur stýrkur fyrir stjórnarflokk- ana, að efnahaglegst árferði hefur verið heldur hagstætt í Danmörku seinustu misserin. Þó segja hagfróðir menn, að ský séu nú á loftí og geti þurft að grípa til róttækra að- gerða innan tíðar. Almenning ur verður þess hins vegar ekki var og það mun því sennilega lítil eða engin áhrif hafa á úr- slit kosninganna. Skoðánakann anir vírðast benda til þess, að sósíaldemókratar muni heldur auka fylgi sitt, en hins vegar virðist róttæki flokkurinn í verulegri hættu. Hann tapaði miklu fylgí í seinustu kosning um og virðist ekki hafa rétt sig við aftur. Smáflokkarnir virð ast einkum hættulegir honum. Stjórnarandstæðingar beina ekki sízt skeytum gegn honum, þar sem hann er talínn veik- ari fyrir en sósíaldemókratar. 9 Þ.Þ. S T í M I N N, sunnudaginn 20. september 1964 — 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.