Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.09.1964, Blaðsíða 8
Þetta er fyrsta myndin eftir Delaeroix, sem sýnd var opinberlega og vakti mikið hneyksli og andúð í París, þótt nútímamenn eigi erfitt með að botna i því, „Skáldin Dante og Virgill á nökkvanum I helvítl'. Eigandi: Louvre-safnið í París. hvað mannkindin getur veríð heimsk!“ Eugéne Delacroix fæddist í Charenton-St-Maurice rétt hjá París vorið 1798, skrifaður son ur Charles Delacroix, sem löng um var sendiherra fyrir land sitt og utanríkisráðherra um eítt skeið, en hann var í raun inni sonur annars og frægari manns. Þetta fór ekki hátt með al samtíðarmanna þeirra, og ekki alls fyrir löngu tóku lækn ar af skarið með það að Charl es Delacroix hafi hreint ekki haft líkamsgetu til að vera fað ír að barni! Og í nýjustu út- gáfu frönsku alfræðibókarinnar Larousse Eugéne ekki lengur talinn sonur þessa manns. En hver var þá faðir þessa fræg- asta myndlistarmanns róman- tísku stefnunnar í Frakklandi? Það var hvorki meira né minna en frægasti maðurinn í frönskum stjórnmálum á öld inní, sem leið, sjálfur Talleyr and. Ef bornar eru saman myndír af Talleyrand og sjálfs mynd málarans á efri árum, leynir sér ekki skyldleikinn. Eugene byrjaði ungur að leggja fyrir sig myndlistarnám fyrirmyndar, það var klassíska stefnan með sína ró og festu, en það átti ekki við hið róman tíska og ástríðufulla eðlí þessa unga manns. Hann tók aftur á móti miklu ástfóstri við drama tísk efni og túlkaði með ofsa- fullum og óstýrilátum litum og sýndi mikla dirfsku í formi og teikningu myndarinnar, en það varð til að hneyksla flesta samborgara hans vegna íhalds semi þeirra við ríkjandi mynd smekk. Eugéne var ekki nema 23 ára, þegar fyrsta mynd hans birtist á sýningu í París Salon, myndin „Skáldin Dante og Virg ill á nökkvanum í helvítí". Mynd þessi markaði tím^mót í franskri myndlist — og auð- vitað vakti hún heilmikið hneyksli. Þetta var einn hinna „ungu reíðu manna“, sem er uppsigað við alla íhaldssemi og akademiskar kreddur og þvingun. Myndlistargagnrýnendur réð ust langflestir heiftarfullir á EUGENE DELACROIX Freistandi væri að segja nokkuð frá öðrum myndlistar sýningum, sem haldnar voru í sambandi við Edinborgarhátíð ina, svo sem sýningu á svarlist arverkum eftir Edward Munch eða abstraktsýningu ungra skozkra og franskra málara og myndhöggvara, en það verður að liggja milli hluta- að sinni. Sumurn kánn að þykja súrt í broti að ganga fram hjá slíku til að eyða fremur rúmi undir rómantíkara frá horfinni öld. ' ítalski fiðluleikarinn Paganini var samtímamaður Delacroix, þó mörgum árum eldri og lézt mörgum árum á undan málaranum, sem málaði þessa mynd af fiðlaranum nokkru áður. Paganini þótti galdramaður og spunnust þjóðsögur bæði um líf hans og list, réð yfir dæmalausri tæknl, og gekk m.a. sú saga, að djöfullinn legði honum til kraft og leikni. Eigandi: Philipps Memorial Gallery I Wahslngton. En aðalmyndlístarsýning Edin borgarhátíðarinnar að þessu sinni var helguð hundruðustu ártíð franska myndlistarmánns ins Eugéne Delacroix. Þetta er langstærsta sýning, sem hald in hefur verið á verkum hans, og varð Edinborg að bíða nokk uð fram yfir sjálft afmælið til að fá sýninguna, því að á und an var hún haldin í Louvre- safnínu í París, sem á auðvitað mörg verkin, en öðrum var sankað saman um víða veröld. Er nú ekki hægt að segja ann- að en rómantíkinni hafi verið gerð rífleg skil á þessari hátíð og mega Frakkar vel við una, að verk tveggja af helztu lista mönnum rómantí?ku stefnunn- ar í Frakklandi hafa verið kynnt rækilega í Edinborg í ár, margs konar verk eftir tón- skáldíð Berlioz og svo sýning á meira en tvö hundruð mál- verkum og teikningum eftir Delacroix. Báðum þessum listamönnum sem féllu frá með fárra ára millibili, var það og sameigin- legt, að þeir voru ágætir rit- höfundar. Liggur merk sjálfs- ævisaga eftir Berlioz, og dag- bækurnar, sem Delacroix reit, eru góðar bókmenntir og býsna lærdómsríkt rit. Þar stendur á einum stað og ber með sér, að ekki hafa rómantísku skáld- in og listamennírnir mætt miklu meiri skilningi af samtíð inni en abstraktmálarar og at- ómskáld nú á dögum. Delacroix segir: „Þegar ég loks eftir langa mæðu hef lagt síðustu hönd á mynd og lízt hún harla góð, er hún ekki gerð alveg út í bláinn, heldur tjáir hún hugsun mína, hefur hug- mynd að baki sér, en það er eins og lokuð bók fyrir þessu svokallaða listaáhuga fólki, sem skilur ekki neitt. Það er meira en að mæla, og stundaði það af miklum áhuga, en ekki felldi hann sig myndir hins unga manns, jafn- við kenningar David-stefnunn vel þótt ýmsum dyldist ekki, að ar, sem þá var allsráðandi í hér væri á ferðinni maður með franskri myndlist. Flestir mál- snilligáfu. Aðeins eitt blað arar í París fylktu sér um lét í ljós fögnuð yfir sýning- Jacques-Louis David, sem unni, og það var ritstjórinn tóku sér list fornaldarinnar til sjálfur, sem skrifaði, Thiers, Þessi litla olíumynd er frá sama ári og „Dante og Virgill", ber heltið „Refsing Jane Shore". Jane Shore var gift kaupmanni í London en hljóp frá honum árið 1470 og gerðist hjákona Játvarðs konungs fjórða. Þegnr hann féil frá, og Ríkarður þriðji tók við völdum, ákærði hann konuna fyrir galdra. Var hún dæmd til að reika um í lakf einu klæða og berandi kerti í hendi. Dauðarefs- ing lá við að gefa henni mat. Eftir nokkra daga flæking konunnar sá maður hennar aumur á henni, en var tekinn fastur, þegar hann ætlaði að líkna henni, og lést hún skömmu síðar. Mögulegt er, að Delacroix hafi séð sjónleik um hana vorit' 1824, er hann fór til London og síðan hafi hann málað þessa mynd. b T í M I N N , sunnudaginn 20. september 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.