Tíminn - 04.10.1964, Síða 16
i
liMWlMiM
Sunnudagur 4. okróber
226- tbl. 48. árg.
BORINN KOMINN ,MIM
FB—Reykjavík, 3. okt. "
Norðurlandsborinn svonefndi er
aftur á leið til síns heima, eftir
nokkurra mánaða útivist í Vest-
mannaeyjum, ern á nú að byrja
að bora eftir heitu vatni í Lauga
landi í Hörgárdal, en þar er heitt
vatn.
Að undanförnu hefur verið unn
ið að niðurtöku borsins í Vest-
I mannaeyjum, og í dag kom borinn
jmeð Heklunni til Akureyrar, og
! verður hafizt handa um uppsetn
ingu hans á Laugalandi einhvern
næstu daga.
Á Laugalandi var borað eftir
heitu vatni fyrir nokkrum árum.
Holan er á þriðja hundrað metra
djúp og vatnið er 70—80 stiga
heitt. Þarna er heimavistarskóli,
sem nýtur góðs af heita vatnCsn
en Norðlendingar hugsa sér, an
sé þarna nægilegt heitt vatn þ4
megi leiða það til Akureyrar til
upphitunar þar. Ákveðið hefur vei
ið að bora 100 metra djúpa holu
til reynslu, en vel getur verið að
holan verði dýpri, og fer það eftit
því hvernig málin snúast, þegat
Framhald ð 15 síðu
Ari
flutti erindi um geislun í Háskólanum í gær
GEISLUN FISKS LETTIR DREIFINGUNA
OG TRYGGIR GÆDIN
FB—Reykjavík, 3. október.
í dag hélt Ari Brynjólfsson forstöðumaður kjarnorkurannsókn-
arstöðvarinnar á Risö I Danmörku fyrirlestur um geislun á fiski
og geymsluþol. Sagði hann að geymsluþolið þre- eða fimmfaldist
við geislun, og auðveldaði það dreifingu á fjarlægum morkuðum
Ari lagði mikla áherzlu á
það, að enda þótt gerðar hefðu
verið ýmsar ítarlegar rann-
sóknir á geislun fisks erlendis
yrði að gera enn frekari rann-
sóknir hér, ef taka ætti upp
gelslun fisks og yrðu þessar
rannsóknir að sjálfsögðu að
miðast við íslenzkar aðstæður.
Um geislun á matvörum al-
mennt sagði Ari, að nú væru
kartöflur geislaðar í Kanada í
þeim tilgangi að koma í veg
fyrir að þær spíruðu. Nokkuð
hefði verið gert af því að
geisla flesk, en Danir gerðu
það þó ekki bæði vegna þess,
að þeir hafi til þessa getað
selt allt sitt flesk og ekki
þurft að geyma það
mikið og svo vegna þess
að þeir hefðu fundiðl upp aðrar
aðferðir til þess 1 að auka
geymsluþolið. Geislun er hent-
ug til þess að drepa skor-
dýr í korni, og mun sú að-
ferð verða tekin upp bráðlega
í Indlandi, en þar eyðileggjast
25% kornuppskerunnar vegna
skordýra.
Við geislun verður fiskur
beizkur á bragðið, ef geislunin
er of mikil sagði Ari, og líkist
þá riklingi. Sams konar bragð
kemur einnig ef mjög feitur
fiskur er geislaður, en úr þessu
má draga, ef fiskurinn er geisl-
aður í súrefníssnauðu lofti.
Um kostnaðarhlið málsins
sagði Ari, að í stöð, sem gæti
geislað 40 þúsund tonn af fiski
árlega mætti gera ráð fyrir, að
geislunin kostaði 2S til 50 aura
á hvert kíló eða að hún yrði
2—4% af útsöluverði fisksins.
Hér væri þó ekki reiknaður
með sá kostnaður,/ sem færi í
að flytja fiskinn að og frá
geislunarstöðinni.
I upphafi fyrirlestrarins bauð
Sigurður Pétursson gerlafræð
ingur Ara Brynjólfsson vel-
kominn til íslands fyrir hönd
Fiskifélags íslands, en fyrirlest
urinn var haldínn á vegum
þess. Sigurður sagði, að Fiski-
félagið hefði fengið Ara til
fyrirlesturshaldsins, þegar
fréttist af því, að hann myndi
eiga leið hér um, en haim var
H ramhald a 15 síðu
Brynjólfsson flyfur erindi
Háskólanum { gær.
(GEl
J
73 SAMVINNUSKÚLANUM
Samvinnuskólinn í Bifröst var! starfa 4 fasti áðnir kennarar
settur föstudaginn 2. október.!auk skólastjóra. Kennsla í hag-
Skólasetningin fór fram í hátíða- j nýtum verzlunarstörfum verður
sal skólans og hófst kl. 10 árdeg | aukin verulega á þessum vetri
is. f skólanum verða í vetur 73 j---------------------------------
iremendur í tveim bekkjardeildum,:
34 í fyrsta bekk og 39 í öðrum j
bekk. Engin inntökupróf voru |
haldin á þessu ári, þar sem svo j
margir nemendur höfðu þegar!
Skólastjóri ræddi í setningar-
ræðu sinni um breytingar á
fræðslustarfsemi samvinnuhreyf-
Framb a bls tá
Berklavarnardagur
tryggt sér skólavist á fyrra ári.
Engin breyting verður á föstu
kennaraliði skólans, en við skól-
FB—Reykjavík, 3. okt.
Berklavamardagurinn, sá 26.
í röðinni, er nú á sumiudaginn,
RAFHA-HUSIÐ OPNAÐ
RaffækjaverksmiSjan h. f. hefur opnað sýningarmiðstöð og viðgerðar-
þjónusfu fyrir raftæki sín og önnur erlend, sem hún hyggst hafa til
sölu í þessu veglega húsi. RAFHA-húsið stendur við Óðinstorg og er
hið glæsilegasta og gott sýningarhúsnæði, eins og þessi mynd ber með
sér.
Danskir stúdentar heimta endurskoðun handritamálsins
Jón Helgason mælir með aS hand-
ritin verSi flutt hingaS smám saman
Aðils, Kaupmannahöfn, 3. okt.
Danska blaðið Information birt
lr í dag grein um hamdritin og
viðtal við prófessor Jón Helgason.
f viðtalinu kemur m.a. fram, að
Ijósprentun handritanna hófst fyr
Ir rúmum tveimur árum síðan, en
jþá var Ijósmyndari fastráðien við
isafnið. Jón stingur einnig upp á
því í viðtalinu, að handritin verði
afhent íslendingum smátt og
smátt, eða jafnóðum og búið er að
ljósprenta þau.
í viðtalinu segir prófessor Jón:
„Það eru takmörk fyrir þvíð hvað
maðurinn kemst yfir að gera, því
fyrir utan ljósprentanir hér á safn
inu, verður hann að taka myndir í
öðrum söfnum í samb. við þetta
starf. Þar að auki höfum við ekki
yfir miklu fjármagni að ráða.‘'
Blaðið spyr síðan um það, hvort
hægt verði að flýta þessari vinnu,
en afhendingin verði samþykkt.
„Það væri mögulegt,“ svarar Jón.
„En þá verðum við að fá meira
fjármagn til umráða og það sem
skjótast Annars má reikna með
því, að Ijósprentunin muni taka
ein 10—15 ár í viðbót."
Jón gefur upplýsingar um það,
að í krrngum 10 manns séu starf
andi á safninu og flestir séu á
tímalaunum. Hann segir ennfrem
ur. að þeir eigi erfitt með að fá
Framh. á 15. síðu
en þá verða seld merki SÍBS og
blaSið Reykjalundur, sem nú er
er að nokkru leyti tilekikað Múla-
lundi með myndum og upplýsing.
um starfsemina þar. Á sunnudag-
inn verður einnig kaffisala hjá
Hlíðarsjóði og hefst húin í Breið
firðin-gabúð kl. 15, en Hlífarsjóð-
ur veitir styrki til berklasjúklinga
og öryrkja.
Hvert merki Berklavarnardags
ins gildir sem happdrættismiði, en
þegar óseldum merkjum hefur ver
ið skilað verður dregið um vinning
inn sem er bíll að eigiin vali vinn
andans að verði allt að 130 þús-
und krónur. Merkin kosta 25 krón
ur og blaðið Reykjalundur kostar
sömuleiðis 25 krónur.
Starfssvið SÍBS hefur mikið
færzt út á síðustu árum, og langt
er síðan starfsemin hætti að tak-
markast við þá, sem fengið höfðu
berklaveiki. Nú starfa milli 50 og
70 öryrkjar á Múlalundi við alls
kyns framleiðslu og á Reykja-
lundi eru 98 vistmenn og aðeins
% fyrrverandi berklasjúklmgar.
Forsvarsmenn SÍBS sögðu á blaða
mannafundi, að nú væri mjög
mikil eftirspurn eftir vinnukrafti
í landinu, og um leið færi það
svo, að SÍBS leitaði enn lengra
niður, þannig að þeir, sem starfa
Framh. á 15 síðu