Alþýðublaðið - 23.02.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.02.1928, Blaðsíða 2
2 HLEÝÐUBBAÐIÐ | ALÞÝieBLAÐlÐ < kemur út á hverjum virkum degi. | 5 Afgreiðsía í Alpýðuhúsinu við ; J Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. j j til kl. 7 síðd. j Skrifsíofa á sama stað opin kl. ' f 9*/b—10Va árd. og kl. 8—9 síðd. : « Slraiar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; 1 (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á • Imánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 : hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan : (í sama húsi, sömu simar). ; Alþingi. Neðrs desld. Einkasala á tóbaki. Frv. Héðin-s Valdimarssonar um .emkasölu ríkisins á tóbaki var í gær til 1. umræðu. Benti hann á, að auka þarf að miklum mun tekjur ríkissjóðs, og að sjáífsagt er, að ríkið noti þá aðferð til að afla þeirra, sem næst með breyttu skipulagi, án þess, að álögur á Iandsmönnum aukist. I samkeppn- isverzlun á tóbakinu fær ríkið að eins tollinn, en með einkasölu rík- isins fær það einnig þann gróða, sem heildverzlanir með tóbak annars fá. í annan stað er kostn- aður við eitt stórt fyrirtæki minni heldur en við mörg smærri. M. a. þarf færri starfsmenn. Þannig aukast tekjur ríkissjóðs við einka- söluna, án þess að varan hækki í verði, enidia er ákveðiö í frv., að ríkisstjóxnin setji hámarksverð á tóbak í smásölu. Sýnidi það sig og áður, meðan einkasalan var, að hagnaðux ríkissjóðs af henni óx ár frá ári. — Ól. Thors, Magn- ús dósent og Jóhann úr Eyjum töluöu allir gegn frv., en með samkeppnissölu, og Sig. Eggerz kom með þau broslegu mót'mæli, að ekki væri vert að breyta til nú, því að komið gæti til mála, að ,„þeir frjálslynidu“ tækju við stjóm innain fárra ára, og þá yrði einkasalan aftur afnumin. Hætt er þó við, að Sigurður verði að láta sér nægja bankastjóra- nafnið næstu árin, en verði ekki settur í ráðherrastól að nýju. — Út af andmælum Magnúsar dós- ents gegn frv. benti Héðinn á, að enn hefði Magnús ekki talað á móti ríkisrekstri mentastofnana, t d. háskólans, eða haldið því frasm, að Magnús sjálfur eða aðr- ir ættu að fá að „spekúlera" með hann á samikeppnisrekstrar vísu. Hins vegar tali Magnús þráfald- lega gegn rikisverzlun. Kæmi það sennilega til af því, að hanin hefði meiri þekidngu á mentamálum en verzlunarrekstri. Ftv. var vísað til 2. umr. með 14 atkv. gegn 9 og til fjárhagsndJ Opinber reikningssldl hluta- félaga. Frá frv. Sigurjóms Á. Ó'afsson- ar um opinber reikningsskil hluta- féSfiga var skýrt hér í blaðinu á föstudjaginn var. Það var sarn- þykt til 2. umr. með 13 atkv*. gegn 7 og til allshnid., eftir að flutningsmaður hafði skýrt, hve nauðsynlegt og sjálfsagt það .er, að pukurblæjunmi sé svift af því, hvernig störu hlutafélögunum er stjórnað og hvernig afkoma þeirra er, svo mjög sem rekstur þeirra hefir áhrif á atvinnu og afkomu fjölda manna og flest þeirra fá stórfé að láni í bönk- unum. Ljósmæðrum neitað um launa- bót. Alkunna er, hve ljósmæðrunum íslenzku er hraklega launað starf siitt, svo mikilvægt og nauðsyn- legt sem það er. Tilraunir hafa 'verið gerðar á tveimur síðustu þimgum til þess að fá launakjör þeirra bætt, en ,því hefir verið synjað. Enn var tilraun gerð á þessu þingi, og stóðu að henni menn úr öllum aðalflokkunum þremur. Flutningsmcnn voru Hall- dór Steinsson, Ingvar og Jón Baldvinissön. 1 frv. þeirra voru iágmarkslaunin í sveltum hækk- uð upp í 300 kr. auk dýrtíðar- uppibótar, og hækkuðu á 12 ár- um í 500 kr. I fjölmennuSitu um- dæmunum gátu launin komist upp í 1500 kr. á ári samkvæmt frv. Eftir að það hafði verið sam- þykt í e. d„ var það í gær til 1. uimr. í n. d. Urðu viðtökurnar þar þær, að það féll með jöfnum atkv. (12 gegn 12) án þess, að nokkuð væri um það rætt. Með frv. greiddu aitkvæði: Alþýðu- /flokksfulltrúarnir (Haraldur, Héð- inn og Sigurjón), Gunnar, Ben. Sv., Ásgeir, Lárus, Tr. Þ., Þor- leifur, S. Egg., Jóhann og Maign- ús Jónsson. Að falii þess stóðu: Einar á Geldingaiæk, Ól. Thors, Jón Auðunn, P. Ott, Jón á Reyni- stað, Magnús Guðm., Halld. Stef., Hannes, Ing. Bj„ Jörundur, M. T. og Sveinm. Fieiri voru þ& ekki viðstaddir. Fiskiveiðamál. Tvö frv. eru komin fram Uim hreytingu og aukningu á Fiski- veiðasjóðnum. Annað flytur Jón Baldvinsson í e. d. Er það uon Veolájiasjód fiskimanna. Sé hann st-ofnaður af Fiskiveiðasjóðnum, sem nú er nokkuð yfir hálfa millj- ón ;kr., og auk þess 2 millj. kr„ sem ríkissjóður láni sjóðnium. Skal það lán vera vaxta- og af- biorgunar-laust fyrstu 5 árin, en endurgreiðast ríkissjóði síðan með jöfnum gffeiðsluim á 35 árum. Fé þetta ar ríkisstjórninni heim- iiað að taka að láni. Til’- gangur sjóðsims er að gera mönn- um, sem fiskveiðar stunda á vél- bátum og árabátum, sem arðsam- astan afla sinn, með því að gera þeim unt að verka hann sjálfir. Veitist lán úr sjóðnum að eins út á afla, sem ætlaður er til verk- unar sem þurkaður saltfiskur til útflutnings. Lánin má veita til 9mánaða lengst, og séu þau veitt samkvæmt reglum, sem settar eru í fry. og væmtanlegri regluigerð. • Sjóðurinn skiftist í deildir, sem starfi þar, sem þess álízt rnest þörf og héraðsbúum sjálfum er rnest áhugamál að fá þær, en fyrst um sinn verði þær eigi fleiri en 25. 1 annan stað fiytur Jóhann úr Eyjum og 5 aðr- ir íhaldsmenn frv. í n. d. um Fiskiveðasjóð íslands. Leggi rík- issjóður sjóðnium fillag, sem nemi 100 þúsumdium kr. á ári í mæstii 5 ár. Einnig skuli sjóð- urinn gefa út skuldabréf, sem megi mema alt að ferfaldri upp- hæð höfuðstóls hans. Hafi rifcið bakábyrgð þeirra, ef sjóðinn þirýtur. Sjóðurinn veiti lán til út- vegsauka, en þeim einum, sem hafa a. m. k. tvöfalt við að ieggja. Ekki er sjóðnum ætlað samkv. þessu frv. að sjá fyrir Jánsþörfum háseta eða efnaniimstu fiskimainna. Þvert á móiti hefir verið smeygt inn í frv. ákvæði, sem rýrir mjög sjóveðsrétt háseta í skipum og gerði hann sárlítils vifði í surnum þeirra, ef sam- þykt yrði. Hins vegar miðar frv. Jóns Baidv. að því að tryggja þeim bátasjómönnum, sem. minst hafa umleikis og erfiðast eiga uppdráttar, nauðsyniega hjálp til sjálfshjálpiar. — Þetta síðarmefnda frv. var í gær til 1. umr. og fór til 2. og sjávarútvn. Á síðasta þingi skoraði e. d. á stjórnina að umdirbúa löggjöf um iámsstofn- un fyrir bátaútvegjnn. Nefnid, er stjórnin setti tii að athuga máiið, hefir lagt fram tiilögur • sínar, og iiggja þær fyrir sjávarútvn. n. d. Við umræðuna í gær skýrði Sig- urjón frá því, að í stað þess að athuga þær tillögur með öðrum nefnidiarmöniraum, hefðu íhalds- memmirnir, Jóhainm og Ól. Thors, hnuplað raokkru af hugmyndum milliþingamefndarinnar og brætt svo frv. upp úr því og viðaukum frá sjálfum þeim, og lægju nú þrenmar tillögur fyrir þinginu um þessi mál og bæri þvi nú að Vinraa hið bezta þar úr. Frv. þeirra Ingvars og Erlings um einkasölu á útfluttri síld var afigreitt tl 2. umr. og sjávarútvn. Ól. Thors einn greiddi atkvæði gegn því, en 17 með. Önnur mál. Frv. um lífeyri starfsmanna Búmaðarfélagsins varð að löguim. Frv. um að selja Akranesskaiup- tún,i (Ytra Akramessbreppi) prests- setúxsjörðina Garða, sem liggur upp frá kauptúninu, var vísað tii 2. umr. og allshm. Allshn. efri deildar flutti það. Frv. um bænda- skóiann á Hólum var nokkuð rætt, en umr. síðan frestað. Það var 3. umræða. Leicréíijnq. Lína féll úr þingl fréttunum í blaðinu í gær. Átti að Istanda að fræðs lu mú I aneín d a,- firv. var vísað til mentamáland.j en þingskapafiTV. til allshnd. Efri deild. í Þar var til umræðu í gær frv. ■" ........ ,rr% .( j % stjórniarinnar um byggingai'- og landnámssjóð. Frumvarpið er í aðalatriðunum samið af milli- þinganefndinni í landbúnaðarmál- umum, og er tilgangur þess að gera mönnum kleift fjárhagslega að endurbyggja sveitabæi og að reisa nýbýli á óræktuðu lanidi og með því stuðla að aukinni ræktuií og fjölgun heimila í sveitmn. Þessum tilgangi er ætlað að ná með því að veita lán til bygg- inga með hagkvæmari kjörum en kostur hefir verið hingað til, af því reynslan er búin að sýiraa, að lánskjör Ræktunarsjóðsins til bygginga eru afar-óhagkvæm, vextir of háir og afborgunartimi of stuttur. Lántakendur, sem ekki eru því betur efnaðir, rísa ekki undir árlegum greiðslum, sem af þeim eru heimtaðar. Nokkrar umræður urðu um frv. aðallega milli Jóns Þorlákssonar og Jónasar dómsmálaráðherra, áð- ut en því yrði visa'ð til 3. um:n Til 1. umr. var frv. um heimild1 fyrir hreppstjóra að framkvæma lögtak og fjárnám og frv. um eignarnám á jörðinni Reykhólar. Er hið síðastnefnda eftir beiðnr manna þar vestra, er’ vilja hafa þar læknlsbústað, en eigandi vill ekki seíja jörðina né heldur,' skika úr hennL Hefir Þórðuii! Bjarnason kaupmaður, fyrir hönd móður siranar, sem er eigandi'nu, sent þinginu mótmæli, nema allar. hlunnindajarðir landsins væru jafnframt gerðar að ríkiseign. Sveinbjöm Oddsson Akranesi. Eins og menn vita, hefir deila. staðið í blöðunum milli Svein- björns Oddssonar verkamannis á. Akranesi og Haraldar Böðvars- sonar kaupmanns. Hefir Svein- bjöxn haft samúð allrar alþý'ðu: í þessari deilu. Haraldur Böðv- arsson hefir komið frarn eins og dónalegum og ómentuðum íhalds- man.ni sæmir. Hefir hann bofiö Svein'birni á brýn þjöfnað og lit- ilmensku o. fl. eiginleika, sem í- haldsburgeisum eru kunnastir. 1 morgun var Sveinbimi sent eftirfarandi símskeyti: Sveinbjörn Oddsson, Akranesi. Jaf naðarmannafélag íslands sam- þykti í einu hljóði á samkomu gærkveldi kjósa þig heiðursmeð- lim af tilefni móðgunar Haralds' Böðvanssonar. Greinina teljum við glögga viðurkenningu starfs þíns fyrir verbalýðinn. Hmilduf Gudmundssjn, formaður. tfrlend simskeytl®. Khöfn, FB„ 22. febr. Slys á sjó. Frá Osló er símað: Norskl: strandferðaskip rakst á sker ná- lægt Haugasuradi og sökk. Senni- lega hafia ellefu menn drukknað.,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.