Tíminn - 13.11.1964, Page 2
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 1964
14________________________________
hendi, á árunum 1887 og 1888,
þegar hann er 23 ára. Einnig byrj-
aði hann nú á þýðingu sinni á
Pcer Gynt Ibsens, — Pétri Gaut
— þótt á henni yrði síðan langt
hlé.
Þegar Einar fer utan öðru sinni,
til að Ijúka lögfræðinámi, 1890,
stefnir hann því á skáldabrautir.
Hann á hlut r.5 því ásamt nokkr-
um öðrum íslenzkum Hafnarstúd-
entum að hrinda af stokkum nýju
tímariti, Sunnanfara, vorið 1891.
Þar birti Einar allt frá upphafi
allmörg kvæði eftir sig, er sum
hver vöktu mikla athygli. Þar með
varð hann fyrst kunnur sem skáld.
Árið 1892 stofnuðu þeir Þorleifur
H. Bjarnason svo annað tímarit,
Útsýn, er flytja skyldi þýðingaval
ljóða og lauss máls úr heimsbók-
menntun 19. aldar, koma út í 6
heftum árlega og hvert þeirra
helgað einu landi.
f fyrsta heftinu voru þýðingar
úr bókmenntum Bandríkja Norð-
ur-Ameríku. En þar sem Sunnan-
fari stóð um alllanga hríð, kom
aldrei nema þetta fyrsta hefti af
Útsýn, enda gengu báðir útgef-
endur undir háskólapróf þá um
voríð.
Það er því ljóst, að Einar hef-
ur ekki verið einhuga við lögfræði-
námið í þetta sinnið fremur en
hið fyrra, enda ber prófseinkunn
því vitni. En Útsýn er fyrsta sjálf-
stæða rit, sem Einar stóð að, og,
ásamt frumútgáfu þýðingar hans
á Pétri Gaut, fágætust þeirra
bóka, sem hann áttí hlut að.
Hann kemur sem sagt heim
nýbakaður lögfræðingur og upp-
rennandi skáld 1892. Næstu tvö
ár er hann aðstoðarmaður föður
síns við sýslumannsembættið
nyrðra, um skeið settur til að
gegna því.
Þarna gekk Einar frá Úrvalsrit-
um Sigurðar Breiðfjörðs, sem
út komu á forlagi Gyldendals 1894.
En það hafði verið eitt sinn á
Hafnarárum, er Einari var féfátt,
að hann gekk á fund eins forráða-
manns Gyldendals og sagði, að
Robert Burns íslendinga væri óút-
gefinn, og þjóðin krefðist þess
að fá helztu verk hans í hendur.
Var þá þessum óþekkta stúdent
falið að búa til prentunar úrvals-
rit Sigurðar Breiðfjörðs og hon-
um goldin nokkur fyrirfram-
greiðsla af stærsta útgáfufélagi
Danmerkur. Einari hefur snemma
verið lagin sú list að tala fyrir
máli sínu með því sannfæringar-
afli, að ómótstæðilegt var.
En þess var ekki að vænta um
svo sjálfráðan mann og fram-
gjarnan, að hann yndi til lang-
frama í skjóli föður sins, sem auk
þess tók að gerast valtur í sessi.
— Ég vil hafa hærra spil,
hætta því, sem ég á til. —
Alls má freista. Eitt ég vil.
Upp með taflið. — Ég á leikínn.
Einar flyzt nú suður til Reykja-
víkur 1894 og byrjar þar með að
sjá sér farborða sjálfur. Hann átti
síðan heimili í Reykjavík næsta
áratug, þótt það hefði alls ekki
verið ætlunin að setjast þar að.
Hann hafði sem sé sótt um Rang-
árvallasýslu, sem þá var laus, en
annar hlaut hana að þessu sinni,
rétt eftir að Einar var suður kom-
inn. Hefur, honum nú komið í
koll að hafa ekki hlotið hærra
lögfræðipróf. Hið sama varð uppi
á teningnum, þegar hann sótti fá-
um árum seinna árangurslaust
um málflutningsstarf við landsyf-
irdóminn (1896) og um Skaga-
fjarðarsýslu (1897).
En þá voru tvö málflutningsemb-
ætti við landsyfirréttirin, og
hlaut Eínar loks annað þeirra
1898. Undanfarin 4 ár hafði hann
verið „praktíserandi lögfræðingur“
í Reykjavík, sem við komu hans
þangað taldi aðeins um 4.100
íbúa, svo að varla hefur það verið
sérlega arðvænlegt. En það kom
fljótt í ljós, að Einar kunni að
bjargast býsna vel á eigin býti.
Hann hóf m.a. fasteignasölu og
var brautryðjandi í þeirri við-
skiptagrein hér á landi. En fram-
an af litu menn þessa nýstárlegu
kaupsýslan ærið illu auga, kölluðu
hana húsabrask og öðrum niðrun-
arnöfnum. Einnig gerðist Einar út-
gefandi blaðs og ritstjóri, sem
síðar getur nánar, og fleiri járn
hafði hann í eldinum.
En varðandi lögfræðiþáttinn í
lífi hans er vert að minnast þess,
að þeir feðgar höfðu um það rætt
heima á Héðinshöfða, að til við-
bótar lögfræðinni skyldi Einar
lesa læknis- og sálsýkisfræði og
gerast sálfræðilegur glæpamálasér-
fræðíngur: krímínólóg. Eftir að
hann var nýlega kominn til
Reykjavíkur hélt hann til Lun-
dúna, senmma áís 1895, meðal
annars í þessu skyni og tók þá
að leggja nokkra stund á þessi
efni, þótt skammvinnt yrði. En
þetta sýnir m.a., inn á hve mann-
legar brautir lögfræðin gat beint
Einari Benediktssyni.
Meðan Einar var enn án fastr-
ar stöðu, lét hann prenta fyrstu
bók sína, Sögur og kvæði, 1897.
En árið eftir að hann hlaut lög-
mannsstarfið við landsyfirdóminn,
festi hann ráð sitt, gekk að eiga
Valgerði, dóttur Einars Zoega
veitingamanns í Reykjavík og Mar-
grétar Tómasdóttur Klog. Voru
þau Einar gefin saman á 18. af-
mælisdegi hennar, en Einar þá
nærfellt hálffertugur. Frú Val-
gerður var glæsileg kona, er sómdi
sér vel við hlið Einars og þurfti
oft fyrir umsvifamiklu heimili að
standa. Ilún ól Einari 6 börn, þrjá
syni og þrjár dætur.
Hétu öll börnin tveimur nöfn-
um, og átti síðara heitið að
vera „kenninafn“, sem kæmi í
stað föður- eða ættarnafns; og var
sú hugmynd frá Einari runnin, og
valdi þetta flugmikla skáld fugla-
heiti að kenninöfnum flestra barn-
anna. Elzta dóttirin, Margrét Svala,
lézt 1929, og minningu hennar tih
einljaði Einar síðustu ljóðabók
sína, Hvamma. Hin fimm börnin
lifðu föður sinn. Tvö þeirra hafa
nú fallið frá eftir hans daga,
Stefán Már og Einar Valur. En
þrjú eru á lífi og öll erlendis:
Benedikt Örn og Katrín Hrefna
í Bandaríkjunum og Ragnheiður
Erla í Lundúnum.
Einar kaus að eiga fyrstu hjú-
skapardaga sína á Þingvöllum. En
í Reykjavík bjuggu þau Valgerður
fyrstu árin í stórhýsi Einars, Glas-
gow við Vesturgötu. Hann seldi
það 1902 fyrir 25 þúsund krónur,
sem var þá geipifé, eins og ljóst
er af því, að fastalaun lögmanns
við landsyfirdóminn námu 800
krónum og gátu komizt upp í
1500 krónur á ári með þóknun
málsaðila. Einar var því tekinn
að hafa nokkuð umleikis, þegar
hér var kortiið.
Skáldhróður hans fór nú einnlg
vaxandi, eínkum við kvæðaflokk-
inn Aldamót. Stúdentafélag
Reykjavíkur hafði efnt til sam-
keppni um aldamótaljóð og heit-
ið 100 króna verðlaunum fyrir þau
sem dæmdust vera bezt. Alls bár-
ust tíu kvæði eða flokkar. En það
var einróma álit dómnefndar, að
flokkur Einars væri langbeztur.
Var hann síðan fluttur opinber-
lega í Reykjavík aðfaranótt nýárs
dags 1901. Sagt er, að viðstaddir
hafi verið flestir bæjarmenn, þeir
er fótavist höfðu og þurftu ekki
að gæta ljósa í heimahúsum. Þótti
þessi hátíð öll hin eftirminnileg-
asta. —
Minni athygli almennings hef-
ur vakið frumútgáfa afburðaþýð-
ingar Einars á Pétrí Gaut, sem
prentuð var í aðeins þrjátíu tölu-
settum eintökum 1901 og ýmis
þeirra seld úr landi, enda verðið
ofsahátt, 100 krónur eintakið, svo
að þetta mun vera einhver dýr-
asta bók, sem út hefur verið gef-
in hérlendis, önnur en Guðbrands-
biblía.
En sitthvað gerðist um þessar
mundir, sem afdrifaríkt varð fyr-
ir skáldið.
Einar ferðaðist jafnan mikið og
fór svo oft milli landa, að þar mun
enginn íslendingur komast til
jafns við hann fyrir eða um
hans daga. M. a. fór hann um
þrjár heimsálfur og þrisvar til
Vesturheims. Allur þorri þessara
ferðalaga var í viðskiptaeríndum
og flest farin síðar en hér er kom-
ið sögu, þótt þegar væru þau orð-
in býsna mörg. En sum voru
skemmtiferðir, auk námsferðanna.
Og skömmu eftir aldamót bauð
erlendur vinur hans honum með
sér til Ítalíu (1903), og Einar
bauð konu sinni með sér til að
sjá æskustöðvar hans í Þingeyjar-
sýslu, en slíkar ferðir voru þá
jafn fátíðar sem þær eru nú al-
mennar. Upp af þessum ferðalög-
um báðum spruttu mörg og mik-
il kvæðí, en um þetta leyti, er
Einar var um fertugt, hefur hann
verið einstaklega næmur og frjór,
þótt vissuléga væri hann það löng-
um, bæði fyrr og síðar. Þessi
kvæði birtust í annarri ljóðabók
hans, Hafbliki. En þegar hún kom
út, 1906, var Einar orðinn sýslu-
maður í Rangárvallasýslu. Henni
gegndi hann þrjú ár, 1904—1907.
Á þessum tímum þótti það
sjálfsagt lögfræðingi að verða
sýslumaður, ef hann átti þess
nokkurn kost. En sízt var þó Ein-
ari sérlega gjarnt að feta troðn-
ar slóðir. Aðallega mun hann hafa
þráð nýtt umhverfi, í sveit, og
næði til að geta betur gefið sig
að skáldskap sínum. En auk emb-
ættisstarfa fór mikill tími til
stórmannlegrar bústofnunar á
Stóra-Hofi, sem Einar keypti.
Líklega hefur hann átt þarna
einna ánægjulegast heimilislíf á
ævinni. En ekki aðeins skáldinu
þótti þarna of þröngt um sig til
langframa, heldur einnig og ekki
sízt athafnamanninum. Árið 1907
sótti Einar um lausn frá embætti
og hlaut hana, bar við fótarmeini.
En til dæmis um búskapinn eystra
er, að þegar þaðan kom, seldi Ein-
ar á uppboði í Reykjavík á annað
hundrað hrossa, og til dæmis um
urnsvifin eða umbrotin, að 1907
fór hann alls 8 ferðir milli landa.
Einar hafði nú verlð embættis-
maður eða opinber starfsmaður
tæpan áratug, en varð það aldrei
síðan. Hann naut lítilsháttar eft-
irlauna, og löngu síðar hlaut hann-
skáldalaun.
En nú fluttist hann utan með
fjölskyldu sína. Átti hann síðan.
heimili erlendis frá 1907 til 1921,
fyrst í Edinborg, en lengst í Kaup-
mannahöfn og Lundúnum, nema
hvað hann var með skyldulið sitt
í Reykjavík eitt ár við upphaf
heimsstyrjaldarinnar. Bjó hann
þá í húsi, er hann festi kaup á
og stendur á fögrum stað niður
við vogana fyrir austan bæinn.
Skírði hann það Héðinshöfða, en
er nú oft kallað Höfði.
Á utanvistarárunum kom Ein-
ar iðulega heim, jafnvel oft sum
árin og stundum með fjölskyldu
sína. Þetta urðu mestu velgengn-
isár hans í veraldlegum efnum. Á
þessu skeiði gaf hann út eina
ljóðabók, Hrannir 1913, og aðra
við lok þessara utanvistarára,
Voga 1921, og árið eftir var prent-
uð almenningsútgáfa af endur-
skoðaðri þýðingu hans á Pétri
Gaut Ibsens.
Eftir heimkomuna um áramót
1921-22 átti Einar síðan heimili
í Reykjavík til 1930, þótt enn
færi hann alloft utan. Nú var fé
mjög af honum gengið. Settist
hann þá að í húsinu Þrúðvangi
við Laufásveg, þar sem Mennta-
skólinn í Reykjavík hefur nú í
seli. En það var þá eign tengda-
móður hans, og þar stóð heimili
hans, fagurlega búið, til 1927. En
þá gerði frú Margrét þeim Einari
og Valgerði að flytjast þaðan með
stuttum fyrirvara. Hafði löngum
verið fátt í kærleikum með þeim
Einari og tengdamóður hans, þótt
í rauninní bæru þau virðingu
hvort fyrir öðru, en til að mynda
þéruðust þau ávallt, og mun Ein-
ar hafa valdið þar meiru um.
Nú settust þau Valgerður að í
2 herbergjum í húsi við Veltusund.
Máttu þau þá muna fífil sinn
fegri. Þarna leystist heimili þeirra
upp. Þau fóru saman til Noregs,
en þaðan kom Eínar einn saman
1928. Þar með var samvistum
þeirra lokið, eftir nærfellt þriggja
áratuga hjúskap. Síðan átti frú
Valgerður lengstum heima erlend-
is, síðast í Ósló, en lézt í Reykja-
vík 1955.
Það hefur ekki verið vandalaust
hlutverk að vera eiginkona Ein-
ars Benediktssonar, tíðir híbýla-
flutningar, oft landa á milli, heim
ilisfaðirinn i sífelldum ferðalög-
um, en þegar hann var heima oft
gestanauð mikil og stórveizlur,
ýmist auðsæld eða skortur, og eig-
inmaðurinn margskiptur milli
fjölskyldu, framkvæmdastarfa og
skáldskapar. Virðast afkomuörðug-
leikar hafa valdið miklu um skiln-
að þeirra. Síðar sagði frú Valgerð-
ur fyrir endurminningar sínar af
Einari af miklum hlýhug í hans
garð.
En um sama leyti og hjúskap-
arslitin urðu, lágu saman leiðir
Einars og annarrar konu, er síðan
varð stoð hans og athvarf. Það er
Hlin Johnson, dóttír Jóns Eldons
Erlendssonar frá Garði í Keldu-
hverfi. Á fermingaraldri hafði
hún séð Einar í Þingeyjarsýslu og
ekki gleymt honum síðan, og Ijóð
hans urðu henni hjartfólgin. Síð-
an giftist hún og bjó bæði vestán
hafs og austan, en var skilin fyrir
allmörgum árum, fimmtug og átta
barna móðir, sem öll voru komin
af höndum, þegar kynni þeirra
Einars tókust svo, að ekki skildi
með þeim eftir það. Verður
í minnum höfð sú umönnun, er
frú Hlín veitti honum, er hann
þurfti hennar mest með’og heilsu
hans tók að hraka.
Hann var þó enn allvel hraust-
ur, þegar hér var komið, en fjár-
hagur þröngur. Árið 1927 rituðu
kennarar heimspekídeildar Há-
skóla íslands og forseti Hins ís-
lenzka bókmenntafélags Alþingi