Tíminn - 15.11.1964, Síða 5

Tíminn - 15.11.1964, Síða 5
SUNNUDAGUR 15. nóvember 1964 TIMINN 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: i-órarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. ATTLEE LÁVARÐUR: Umferðarkennsla Hin tíðu umferðarslys hafa vakið ugg manna og á- hyggjur og eru allir sammála um að stuðla að þvi með öllum ráðum að bægja hini vaxandi umferðar- hættu frá eftir því sem frekast er kostur. Mönnum ætti að vera orðið það ljóst, að varðandi ráðstafanir til að stuðla að umferðaröryggi hefur ekki nægilega vel að verki verið á undanförnum árum og margt í mesta ólöst komið á þessu sviði og fer ástandið versnandi með aukinni umferð og vaxandi bifreiðaeign landsmanna. Það má ekki lengur horfa í að leggja í verulegan kostn- að til að stuðla að sem mestu umferðaröryggi, er bjarg- að gæti mörgum mannslífum frá tortímingu í umferðinni og eigum við hvað það snertir enn margt ólært aí öðr- um þjóðum. Að þessu sinni skal aðeins einn þáttur þessara mála gerður sérstaklega að umtlsefni, en það er umferðar- kennslan í skólum landsins. Til mjög skamms tíma hefur húu engin verið, a.m.k. ekki skipulögð og enn er hún mjög skammt á veg komin. 1958 var sett löggjöf, er kvað á um umferðarkennslu í barna- og unglingaskólum, er skyldi nánar ákveðin í reglugerð. Regiugerð þessi var ekki sett fyrr en á árinu 1960 og er ekki enn komin til fullra framkvæmda. S.l. miðvikudag bar Jón Skaftason fram fyrirspurn til menntamálaráðherra um framkvæmd fyrirmæla laga og reglugerða um umferðarkennslu i skólum og vitnaði m.a. til tímaritsgreinar Baldvins Þ. Kristjánssonar um umferðarkennsluna, en Baldvin er manna kunnugastur öryggismálum. Bar grein Baldvins það með sér að þessi mál eru í hinum mesta ólestri. 1961 var ágætur maður fenginn til að veita umferðarkennslunni forstöðu, en slíkur var nánasar- og smásálarskapur þeirrar ríkisstjórn- ar, sem um þær mundir gumaði sem mest af fleytifull- um sjóðum og tekjuafgöngum, að hún vildi ekki fallast á að greiða þessum ágæta manni nema hálf laun fyrir vik- ið og aðstaða hans öll hefur verið með hætti, að í raun- inni má það teljast þrekvirki sem honum hefur tekizt að gera á þessu sviði, þótt það nái allt of skammt og sé of seinvirkt. Úrbótaloforð Ráðherrarnir, sem hafa margfaldað ferða- kostnað sinn gátu ekki séð af nema um 35 til 60 þús. krónum á ári í fjárveitingu til umferðarkennslu í skól- um. Mönnum hlýtur að hnykkja við slíkri fjárveitinga- tregðu, foreldrum, sem eiga börn sín í stöðugri hættu á götunum, ekki sízt í Reykjavík, þar sem svikizt hefur verið um að búa börnum og unglingum sómasamleg leiksvæði, hlýtur að blöskra. Þessi tregða ríkisstjórnarinn- ar hefur varað og verið óbreytt ár eftir ár og enn er þetta þjóðþrifaverk aðeins hálflaunað starf. Er mennta- málaráðherra svaraði fyrirspurn Jóns Skaftasonar mátti helzt skilja, að hann væri ánægður með óbreytt ástand og að harla mikið hefði verið unnið i þessum málum. Undir lok umræðnanna varð hann þó að viðurkenna að svo væri ekki og yrði úr að bæta og lotaði bann að beita sér fyrir því að starfið yrði meira en hálfs dags starf. Ber að fagna hverju því skrefi. sem stigið er fram á við á þessu sviði en hitt er hryggilegra að pað þurfi umræður á Alþingi til þess að fá ráðamenn til að auka fjárveit- ingar til þessara mála um nokkur þús. hvað þá að þeir finni hvöt hjá sér til að gera betui nortandi a eitt barnið af öðru verða umferðaröngþveitinu að bráð. Hvernig eiga forsætisráölierra og meðráðherrar hans að vera? Fyrsta erfiða verkefni Har- olds Wilson, að unnum kosn- ingasigri, var stjórnarmyndun- in. Það er á sinn hátt erfiðara verkefni en að sigra í kosn- ingum, þar sem forsætisráð- herra verður þar einkum að treysta á sjálfan sig og bera sjálfur ábyrgð á sínum mistök- um. Þegar hann er einu sinni búinn að ákveða útnefningar verður hann að standa við þær um nokkurt skeíð. Forsætis- ráðherrann getur ekki breytt um umsvifalaust, þótt eitthvert valið reynist misheppnað. Hann verður að gefa hverjum manni tækifæri til að samhæf- ast verkefninu, ná á því tök- um, og verjast áföllum meðan á því stendur. Taki forsætis- ráðherrann upp á því að reka á eftir ráðherrum sínum, er mjög hætt við, að ráðuneytið í heild bíði við bað siðferði- legt tjón. Fyrirmyndar forsætisráð- herra er vel dómbær, skap- fastur, reyndur og skilningsgóð- ur á fólk. Dómgreind er nauðsynleg vegna þess, að ráðuneytið er tæki til ákvarðana með fram- kvæmdir fyrir augum og ákvarðanirnar verða að byggj- ast á dómgreind. Ráðuneytið er ekki vettvangur mælskulist- ar og af þeim ástæðum eru góðir stjórnmálamenr ekki ávallt góðir forsætisráðherrar. Til þess þarf dómgreind að taka afdrifaríkar ákvarðanir út frá ófullnægjandi vitneskju á knöppum tíma. Annað hvort hafa menn dómgreind til að bera eða ekki. Hafi þeir hana, geta þeir þróað hana, en sé hún þeim ekki inngróín, geta þeir ekki tileinkað sér hana. Skapfestu þar til að stand- ast gagnrýni annarra ráðherra, utan að komandi ásókn og ráð- leggingar opinberra starfs- manna. Skapfesta er einnig nauðsynleg, þegar þunglega horfir um fyrir stefnu, sem stjórnin hefur samþykkt, eða stefnan virðist ætla að bregð- ast. Þetta bugar ekki skapfast- an mann og sýnist ekki buga hann. Hann blaktir heldur ekki eins og strá fyrir aðvífandi kenningagusti. Reynsla er mjög mikilvæg, skipulags- og félagsreynsla og reynsla í athafnalífi og við- skiptum. (Viðskíptajöfrar geta verið ágætir í ríkisstjórn, en þurfa ekki að vera jafn góðir í neðri málstofunni, þar sem þeir eru ekki vanir að þurfa að skýra ákvarðanir sínar fyrir al- menningi eða verja þæi. Þetta er mikilvægt og hefur orðið fótakefli margra, t.d. Woolton) Ráðherrar eru lítils virði, ef þeir geta ekki komið málum sínum fram í neðri málstof- unni, unnið þeim fylgi og út- skýrt þau. Við því verður ekki búizt, að ungir menn bú5 yfir mikilli reynslu, en elcki þarí þetta að útiloka þá frá ráðherra- stöðu. Harold Wilson sat í ráðherrastóli þrítugui að aldri og var fyrirmyndar ráðherra, miðað við þann aldur. Hann hafði drjúgmikla þekkingu á ákveðnu sviði, hélt sig við bað talaði ekki of mikið reyndi Attlee ,'ávarSur ekki að láta á sér bera, var ekki hræddur við sér eldri menn, var húsbóndi undir- manna sinna og talaði af myndugleika, þegar hann tók til máls. Gordon Walker var einnig ráðherra um skeið. Ég get gefið honum góð meðmæli. Hann var sanngjarn, reifaði mál vel, var atorkusamur og hafði vald á undirmönnum sín- um. Hann talaði aldrei lengur en hann þurfti. í ráðuneyti er ekki nauð- synlegt að tala fallega. Allt veltur á að geta reifað mál í skýrum og einföldum drátt- um. Ráðuneyti er enginn vett- vangur ræðusnilldar. Nye Be- van var afbragðs ráðherra og snillingur í- sáttaumleitunum, en hætti tíl að tala of mikið á stundum. Venjulega var hann mjög góður, oft vitur og stundum stórvitur. „Þrír fjórðu hlutar stjórnmálavizku eru fólgnir í réttu mati á sérrétt- indum,“ minntist ég að hann sagði einu sinni. Þetta er snjöll umsögn og hollt ráð fyrir ráð- herra. Forsætisráðherra verður einnig að - hafa í huga álit flokksins á afkastagetu ein- staklingsins, þar sem þetta get ur orðið mjög veigamikið at- riði, þegar koma þarf fram óþægilegum málum á skömm- um tíma. En hann verður einn- ig að hafa sínar eigin skoðan- ír á manninum og halda fast við þær. Þetta hefur í för með sér langar setur í neðri mál- stofunni til þess að komast að raun um. hvernig flokksmenn hans bregðast við málflutningi mannsins og hvernig viðbrögð andstæðinganna eru, sem ekki er síður mikilvægt. Enginn var voldugri en Baldwin. meðan hann stóð á hátindi frægðar sinnar. Hann sat oft tímunum saman og hlustaði á umræður í neðri málstofunni. Þegar Lloyd George hætti að hlusta á umræður í þinginu, fór hann að missa tökin á ríkisstjórn- inni. Persónuleiki manna skerðir einnig valfrelsi forsætisráð- herra. Ég hef áður sagt frá því, að Herbert Morrison og Emie Bevin þoldu illa hvor annan. Ég gat því ekki látið Herbert vera málsvara i neðri málstof- unni — en til þess var hann sérlega vel fallinn — meðan Ernie gegndi fjármálaráðherra embætti og fór á þann hátt með veigamikinn þátt innan- landsmálanna. Þetta var meg- inástæða þess, að Ernie var gerður að utanríkisráðherra. En svo kom á daginn, að hann reyndist ágætur utanríkisráð- herra. Stundum ber svo við, að maður fær ekki þá ráðherra- stöðu, sem hann sjálfur kýs eða forsætisráðherra telur hon- um hæfa bezt. Forsætisráð- herra verður að fela tveimur eða þremur af sínum beztu mönnum tvö til þrjú veiga- mestu embættin. Hæfnin ræð- ur ekki ein úrslitum, staðan í flokknum hefur sitt að segja. Ekki svo að skilja, að vinsæl- ir menn í flokknum megi telja sig hafa fyrirfram ákveðinn rétt til ráðherraembættis. Mér geðjast ekki alls kostar að „skuggaráðuneytinu." Það kann að koma mönnum til að halda, að þeir séu æðsta ráð í ákveðnum málum og vissir um ráðherrastöðu, þegar þar að kemur. Auk þess ætti ekki að hvetja menn til að sérhæfa sig um of. Sérhæfingin er þeg- ar orðin of mikil. Forsætisráð- herrann ætti einn að ákveðast fyrirfram, en allír aðrir ættu að vera til frjálsrar ráðstöfun- ar fyrir hann, þegar stundin er komin. Þrjú veigamestu embættin eru embætti utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og varn- armálaráðherra. í þessi ráð- herraembætti þarf mikla menn gáfaða og kjarkmikla. Utanríkisráðherrann verður umfram allt að geta staðizt ásókn, bæði frá sínum eigin flokksmönnum, atkvæðagreiðsl- um í þinginu og upphrúgun óleystra verkefua. Hann á ekki hafa uppáhald á neinni þjóð heims umfram aðra og verður að geta varizt ðllum til- raunum annarra til að fá hann til þess. Stjórnarerindrekar eru kænir. Utanríkisráðherra þarf alls ekki að kunna neítt er- lent mál. Ernie Bevan hirti ekki einu sinni um að bera nafn Ramadiers rétt fram, held ur nefndi hann ávallt Reme- dier. — En utanríkisráðherr- ann verður að vita vel, hvað er að gerast. Fjármálaráðherra verður einnig að vera traustur og hafa sterka aðstöðu í flokknum, geta haft áhrif hina ráðherr- ana og komið þeim i skilning um, hve miklu þeir megi eyða. Hann þarf ekki að vera sér- fræðingur í efnahagsmálum. Aðalatriðið er, að hann viti nóg til að koma í veg fyrir að efnahagssérfræðingamir blindi hann með vísindum. Og vamarmálaráðherrann verður að vera hlutlaus og sýna að hann sé það. Hér er auðvitað ekki átt við hlutleysi hinnar alhliða fávísi, heldur al- menna óhlutdrægni. Vamar- málaráðherra þarf ekki að vita mikið um stríð eða hafa á því sérstakan áhuga á einn eða annan hátt. Of mikil vitneskja er vafa- samur kostur. Til dæmis var Tom Williams ágætur landbún aðarráðherra, en enginn sér- Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.