Tíminn - 15.11.1964, Side 16

Tíminn - 15.11.1964, Side 16
Sunnudagur 15. nóvember 1964 232 tbl. 48. árg. Olga er fyrirmynd Láru I dr. Zhivago FB-Reykjavík, 14. nóv. Saga Olgu Ivinskayu, einkarit- ara félaga Boris Pasternaks er að mörgu leyti óþægilega lík sögu kvenhetjunnar Láru í bók skálds- ins Dr. Zhivago, en í síðasta blaði Time segir, að Olgu hafi verið sleppt úr fangabúðum að nýju, og fyrsta deginum í Moskvu hafi hún eytt við gröf hins látna vinar síns, Pastemaks. „Gátur lífs eða dauða, töfrar snilligáfu og fegurðar — þetta voru hlutir, sem við hugsuðum um“, sagði hin fagra Lára grát- andi yfir líki elskhuga síns, dr. Zhivago. „En vandamál hversdags lífsíns — endurskipulagning plán- etunnar — þess konar mál, nei, þakk ykkur fyrir, við hugsuðum ekki um þau“. Skömmu síðar var söguhetja skáldsins Boris Pasternak í hinni miklu skáldsögu hans handtekin, og það gerði sovézka leynilögregl- an „og dó ef til vill eínhvers stað- ar gleymd eins og nafnlaust núm- er á lista, sem síðan hafði lent á flækingi, í einum af fangabúðun- um fyrir norðan“. Örlög Láru í skáldsögunni virt- ust hafa spádómsmátt. Eftir dauða Pastemaks sjálfs árið 1960, hand- tók leynilögreglan, sovézka, Olgu Ivínskayu, hina laglegu ljóshærðu skáldkonu, sem verið hafði hin mikla ást, sálufélagi, bókmennta- legur ráðunautur og einkaritari Pasternaks — fyrirmynd skáldsins að hinni blíðu og höfðinglegu Láru. Þetta var í annað sinn, sem Olga hafði orðið að greiða fyrir tryggð sína: eftir að Stalínstjóm- in ásakaði Pastemak fyrir villu, eyddi hún fjómm árum í fanga- búðum, og var ekki leyst úr þeim fyrr en við sakaruppgjöfina eftir dauða Stalíns árið 1953. Fyrir nokkru, ef til víll sem afleiðing af brottvikningu Krastjoffs, var Olga, sem nú er 59 ára gömul, látin laus aftur. Framhald á 15. síðu. Bora eftir heitu vatni í Sælingsdal MB-Reykjavík, 14. nóvember. Tilraunaboranir era nú að hefj- ast á vegum Jarðhitadeildar Raf- orkumálaskrifstofunnar á Laugum í Sælingsdal. Á þessu svæði hefur ekki verið borað áður eftir vatni, en heitt vatn seitlar út úr bergi þama. Vatnið, sem seitlar út úr berg- inu, er um 50 stiga heitt. Vont er að komast að þeim stað, sem heita vatnið er, og verður að bora nokkuð frá því. Jón Jónsson, jarð fræðingur, sagði, að borað yrði 100 metra djúp hola til að byrja með. Myndin er tekin af Olgu við líkbör- ur Boris Pasternaks. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi verð ur haldið að Hlégarði í Mosfells- sveit í dag 15. þessa mánaðar og hefst það kl. 9.30 árdegis. Auk venjulegra þingstarfa verða á þinginu flutt erindi um helztu atvinnuvegi þjóðarinnar og Jón Skaftason, alþm. flytur ræðu um stjórnmálaviðhorfið Framsóknarmenn í Reykjanes- kjördæmi era hvattir til að fjöl- menna á þingið. Stjórnin Fundur í Framherja Fundur verður haldinn í Fram- herja, félagi launþega, í dag 15. nóvember í Tjarnargötu 25 og hefst kl. 2 e.h. Dagskrá: Rætt um verkalýðsmálin í dag — Sýnd- ar verða skuggamyndir frá Nor- egi Félagar fjölmennið. Stjórn ÞRÁTTAÐ UM SAMASTAÐ HÚSS MB-Reykjavík, 14, nóvember. Gamalt hús hefur orðið all- mikið hitamál suður i Hafnar- firði, eða öllu heldur ákvörð- un bæjarstjórnar þar um að setja húsið niður i hverfi, þar sem einungis eru nýbyggð hús. Er gamla húsið nú orðinn strandaglópur og stendur á tunnum við Keflavíkurveginn nýja, rétt hjá vegamótunum við Engidal, og bíður þess að sættir náist um einhvem sama- stað fyrir það. Hús þetta er meira en hálfr- ar aldar gamalt, en ætlunin var að setja það niður í Grænu- kinn 27. Þar í hverfinu eru engin aðflutt hús og fannst íbúum Kinnahverfis því hið gamla hús stinga illilega í stúf við hin nýju hús í hverf- inu. Fór svo að um 70 íbúar hverfisíns skrifuðu undir mót- mælaskjal gegn fyrirhuguðum flutningum. Málið kom til um- ræðu í bæjarstjórn og mót- mæltu fulltrúar minnihluta flokkanna, Jón Pálmason, bæj- Framhald á 15. síðu. Gamla HúsIS stendur á tunnum vlS Ketlavíkurveginn, meSan melrihluti bæjarstjórnar HafnarfjarSar reynlr aS troSa því meSal nýrra húsa í Klnnahverfinu. 1 (Tímamynd KJ). kIÍSSIísíS 370 FULLTRUAR Á ASÍ-ÞINGINU EJ-Reykjavík, 14. nóvember. Klukkan 4 sfðdegis á mánudag-1 inn mun Hannibal Valdimarsson, j forseti Alþýðusambands íslands, ! setja 29. þing sambandsins í KR-I húsinu. Þingið, sem er hið fjöl- j mennasta í sögu Alþýðusambands- ins, mun standa yfk í nokkra daga en ekki er venja að afmarka því ákveðinn fundartíma fyrirfram. Alls vora nú kjömir um 370 fulltrúar á 29. þing Alþýðusam- j bands fslands, en á þínginu árið ' 1962 vora um 330 fulltrúar, auk j 33 fulltrúa verzlunarmanna. Er þetta því fjölmennasta þingið, sem ASÍ hefur haldið til þessa. Margir telja, að þing Alþýðu- sambandsins séu orðin alltof fjöl- menn, og hefur forseti ASÍ sjálfur sagt, að þau séu orðin of þung í vöfum. Mikið hefur verið rætt um ýmsar skipulagsbreytingar, sem geri það að verkum, að færri full- trúar þurfi að mæta á Alþýðu- sambandsþing, en lítið hefur orðið úr framkvæmdum enn sem komið er. Ríkir alger óvissa um, hvort verður á undan, einhver slík skipu lagsbreyting, eða þá að Alþýðu- sambandsþing verði það fjölmenn, að enginn fundarsalur á landinu verðí nægiíega stór fyrir það. Alþýðusambandsþing verður að þessu sinni haldið eins og síð- ast í KR-húsinu við Kaplaskjóls- veg, og setur forseti samtakanna, Hannibal Valdimarsson, það klukk- an 16 á mánudag. Ekki er venja, að ákveða fyrirfram, hversu lengi Alþýðusambandsþing eigi að standa, en venjulega er þingstörf- um ekki lokið fyrr en eftir 4—5 daga, og má búast við að eins verði nú. Á þinginu mun forsetinn flytja ræðu um þróunina í kaupgjalds- málunum og öðram verkalýðsmál- um að venju, og munu umræður verða um þau mál. Auk þess verð- ur rætt um mörg önnur mál, sem snerta verkalýðinn, nefndir skíp- aðar og samþykktir gerðar. Al- þýðusambandsþingi lýkur síðan með stjórnarkjöri. Sútunarverksmföja starfrækt áA kranesi FB-Reykjavík, 14. nóv. í vikunni tók til starfa nýtt at- vinnufyrirtæki á Akranesi, Sútun h.f. Árleg afköst verksmiðjunnar munu verða 50 þúsund Iamb- skinn, og verður öll framleiðslan seld úr landi, en markaðir hafa þegar verið tryggðir. Framkvæmdastjóri Sútunar h.f. er Helgi Júlíusson, og tjáði hann blaðinu í dag, að verksmiðjan hefði tekið til starfa á þriðjudag- inn, en hún er til húsa í nýju hús- næði, 400 fermetra, að Ægísbraut 9 á Akranesi. Verksmiðjan er búin fullkomn- um vélakosti. Sútunarkerin eru húðuð með trefjaplasti, sem er al- ger nýjung, og eru þau smíðuð í verksmiðjunni Bene í Hafnar- firði, en sama verksmiðja hefur einnig smíðað nokkuð af vélakosti Sútunar, en aðrar vélar eru frá Þýzkalandi og Danmörku. Arleg afköst Sútunar eru áætl- uð um 50 þúsund lambskinn, en eínnig er hægt að súta önnur skinn til margs konar framleiðslu. Framleiðslan verður seld úr landi, mest til Ameríku, en einnig til Danmerkur, samkvæmt upplýsing- um Helga Júlíussonar. Samband ísl. samvinnufélaga mun láta verk smiðjunni í té öll skinn til vinnsl- unnar. Starfslið Sútunar verður 10—12 manns og hefur danskur sútarí, Ivan Hins verið ráðinn vinnslustjóri. Vinnsla hvers skinns tekur um 7—10 daga og hefst í blautvinnslunni, sem fer fram á neðri hæð hússins, en á efri hæð inni er þurrvinnsla og öll snyrt- ing skinnanna. Formaður verksmiðjustjórnar er Þórhallur Björnsson, Siglufírði, en yfirumsjón með uppsetningu á tækjum hafði Benedikt Einarsson, Hafnarfirði. Haust- pestír í rénun MB—Reykjavík, 14. nóv. Haustfairsóttiraar virðast vera í rénum hér í Reykja- vík, samkvæmt fréttatil- tilkynníngu frá skrifstofu borgarlæknis. Skýrslan er um farsóttir í borginni vik- una 25. — 31. október. Vik- una áður bárust skrifstof- unni upplýsingar um 76 háls bólgutilfelli en þessa viku 48, kvefsóttartilfellum hafði fækkað úr 179 í 84 lungnak- tilfellum úr 38 í 29, Iðira- kvefssjúklingum úr 33 í 11 og Hvotsóttartilfellum úr 88 í 56. Þess má þó geta að skýrslurnar vikuna 25. — 31. október voru frá færri læknum en vikuna á undan, 20 á móti 28.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.