Alþýðublaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.04.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29, apríi 1954 ALI»ÝÐUBLAÐIB ? Félagslíf Skíðaferð á Tindfjallajö.kuV um næstu helgi'. Farið verður á föstudagskvöld austur í Fljots* hlíð og gist. þar. Um helgina verður gengið á' Tindfjöll og gist í.skala Fjallamann^. Koni ið verður íil baka á sunnudags kvöld. Uppiýsingar í skrifstof unni Amtmannssfe 1 i kvöid kl. 8—10. Frambald af 4. síðu. þess að rjúfa iéynd um hand- ritamálið,1 ef ríkisstjórn íslands og alþingi telja hana nauðsyn- lega. Vltneskja mín um hand- ritamálið er ekki fengin hév. heima.. og þess vegna gæti ég allrar varúðar, þrátt. fyr.ir eggj anir Reykvíkings. Ihaldið fær aldrei bann höggstað á mér, að . ég tefli málstað íslands í hættu. þó aldrei nema mál- gagn forsætisráðherrans og menntamálaráðherrans beri á- byrgðina. En sá digur kemrtr, að hægt sé að ræða málið í heild- og kryfja það til mergj- ar. Þá skal ekki standa á mér, ef ég. verð viðlátinn, FOEARPOLLUR Suinir halda, að Reykvík- ingur Morgunblaðsins sé Bjarni Benediktsson mennta- málaráðherra. Sú tilgáta staf- ar af því. að honum sé öðrum mönnum minnissiæðara að skríða á fjórum fótnm — bæði til líkamans og sálarinnar. En hvað sem um það er, þá virð- ist einsýnt, að Reykvíkingur sé að skömminni dl skynsam- ari en stjórnrnálaritstjóri Morg'unblaðsins, þrátt. fyrir ó- tamda skápsmuni sína. For- ustugrein Morguniblaðsins á sunnudag minnir belzt á daun illan forarpoll. Þar er því logið upp, . að ég hafi skammað ís- lenzk stjérnarvöld sökum af- stöðu þeirra í handritamálinu til að þakka’ gestrisni Dana. Stjórnm.álaritstjórinn gerir mér með öðrum orðum upp af- stöðu og þykist vita betur en ég sjálfur 'hvernig eigi að skilja það, sem felst í greinum mín.um. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Morgunblaðið fór úr andlegu jafnvægi vegna greinar minnar um heimsókn- ina í ráðhúsin fjögur og upp- rifjunina á búskap Reykvík- inga í því efni. Næst má bú- ast yið því, að stjórnmálarit- stjóri Morgunblaðsins flytji ■ lesendum sínum þann boðskap, að Danir hafi reist ráðhúsin í Kauomannahöfn, Óðinsvéum og Árósum og Norðmenn ráð- húsiðfí Osló til að gera mér mögulegt 'að ráðast á bæjar- stiórnaríhaldið í Reykjavík. Manninum er fyrirmunað að ræða málefnalega. Hann stapp- ar í forarpolli og æpir eins og götustrákur. Árangur þess verður sá einn, að hann slettir á sjálfan sig. Verði honum að góðu! Ég hefði ekkert á móti því að rökræða við Reykvíking, ef hann kastaði dulargervinu og vildi eiga við mig orðastað. En stiórnmálaritst.jóra Morgun- blaðsins kýs ég að láta liggja í láginni. Það er ófýsileg tilhugs un að þ-vo slíkum sóða, þó aldr- ei nema balirm og sápan væri handbær. Auk bess myndi víst lítið fitoða að þrífa. piltinn. Hann vrði fliótur að koma sér aftur í pollinn. . Helgi Sæmundsson. Ferminiar á sunnudag Fermingarbörn í ílafnarfjarð- arkirkju sunnud. 2. maí 19&4. (Sr. Garðar Þorstein,sson.)'! Drengir: Eggert Þorbjörn Nikulásson, Langeyrarvegi 2.. Guðbjartur Ingibergur Gunn- arss., Silfurtúni 8, Garðahr-. Gunnar Helgi Stefánsson, Austurgötu 43. tíunnap Örn Gunmrsson, Skúiaskeiði 28. Halldór G'uðni Páimarsson, Strar.dgötu 31. Herbert Valdimarsson, Selvo.gs götu 16. Jébannes Jónssoú, Öldugötu 26, . Magnús Sigfússon. Hringbr. 7. Öskar Jörundur. Engiibértsíön, Kirkiuvegi 12. Sigfús Þór Magnússon, Sk.úla- skeiði 14. SÍP' 1 "4;i■“ Tiéknn Tho'"odd.sson. 'Suðurgötu 66. Sigurjó.n Þórkailsson, Silfur túni A 1. Garðahr. Sveinn Gunnarsson, Brekku, Garðahr. Sveinn Rúnar Björnsson, Hraunbergi, Garðahr. Sveinn Halldórsson. Hririg- braut 76. Þórður Jónsson, Langeyrar- veg 12. Stúlkur: Aðalbjörg Stéfánsdóttir, Máva hiíð í Reykjavík. Alda Steina Tpmasódttir. Lyrg bergi, Garðahr. Björg Þóra Sæbarg HilmarS- dóttir, Suðurgötu 75. Erla Magnea Karelsdcttir, Hellubraut 7. Erla Sigtirdís Jónsdóttir, Sci- völlum, Garðahr. Guðibjörg Helgadóítir, Álfa- skeiði 49. Hafsteina Helga Jónsdótfir, Strandgötu 69. Hansína Guðný Óskarsdórtir, Kirkjuvegi 6. María Jóhannesdóttir, Skilia- skeiði 30. Rag;hildur Jónsdóttir, Bérgf. Garða'hr. Ragnhildur Nikulásdóttir, .; Langeyrarv. 2. )| Sigríður Elísabet Meyvantö Sverrisdóttir, Öldugötu 5. >| Sigríður Ingvarsdóttir, Garða-' vegi 5. Vigdís Ketilsdóttir, Gunnars- sundf 8. Hý bók Framh. af 2. síðu. - til kaupa á stúdentaheribergi sinni. Vafalaust er hann víð- förlasti Norðmaðurinn, sem inú er uppi- í fyrra fór hann í leiðangur til Galapogoseyja ásamt hinum fræga samlands Sínum Thor Heyerdal (Kontiki). Þar vár hann staddur samtímis því, sem hin fræga mynd hans frá Ecuador-fjöllunum gekk fyrir fullum húsum í Osló og víð.s? vegar um veröldi'na. i aíþjéðasamviiinu er ís- efsf á iai ÞEGAR hlutfallstölum er beitt_ í alþjóðasamskiptum ■ eru Islendingar oftast efstir á blaði. Þétta getur orðið til ■ hags eða óhags eftir því sem ' mál standa til og hverjum-j augurh hver og einn lítur á ! silfrið. Þegar safnað var til mann úðarmál a í Kóreu um árið meðal Samainuðu þjóðanna. var ísland hlutfalislega hæst í framlagi sínu. Iðgjald til Sameinuðu þjóðanna greiða íslend.ingar lyæst allra ef miðað er við fólksfjölda, eða sem svarar um -2 krónum á mann. Og nú hefur það kom ið upp samkvæmt nýjustu skýrslum Aiþjóða vinnu- mála.stofnunarinnar (ILO), að ísland er hæst í framlagi til þéssarar stofnunar þégar , miðað er við íbúafjölda þátt tökúríikjanna, sem eru 66. ' 1 skýrslu Vinnumálastöfn unarinnar segir svo, þar sem rætt er um iðgjöld þátt tökuríkja: Fjórtán ríki greiða meira en sem, svarar 1 amerísku penny á hvern íbúa í 'ið- gjald til ILO, öll hin greiða aðeins hluta úr penny fca. i 16 aurar) fyrir hvern íbúa. Hæst er ísland þessara 14 ríkja með 5,32 amerísk cent (um 86 aurar). Ófan úr heimi Framhald af 5. síðu. flokknum á Norður-Frakk-! landi, þar sem ritarinn Lambin hefur verið opinbej’lega ákærð ur af forustunni. Andstaðan ’ gegn Rússadekrinu virðist fær ast mjög Lvöxt. ! íslenzka útgáfn af bók Hösts er gefin út af frú Brunborg og rennur al'lur ágóðinn sem verða kann af bókinni í sjóð þann, sem frúin er mú að starfa fyrir, til að fullnægja ferðalöngun handa íslendingum í nýja stúd entagerðinum á Sogni v.ið Osíó. Clorox Fjólubláa blævatnið „Clor- ox“ inniheldur ekkert klór- kalk né önnur brenniefni, og fer því vel með þvottinn Fæst víða. uni skoðun bifreioa í Keflavíkur- íaopsSað. Samkvæmt bifreiðalögúm er hér með tilkjmnt. að aðal- skoðun bifreiða fer fram í Keflavíik mánudaginn 3.- maí til föstudaítsins 7. maí næstkomandi að báðurri dögum með- töldum. • Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að Bifreiðastöð Keflavíkur (áður afgreiðsla Sérleyfisbifreiða Keflavíkur) og fer skoðunin þar fram ofangreinda daga kl. 10—12 f. h. og 1—5,30 c. li. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skírteini. Ógreiddur bifreiðaskattur, skoðunargjald og vátrygg- ingariðgjald ökumanna fyrir allt árið 1953 verða inn- heimt um leið og skoðun fer fram. Séu gjöldin eigi greidd við skoðun eða áður, verður skoðunin ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr umferð þar til gjöldi'n eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því, að.lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki' bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg. Er hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur, sem þurfa að endurnýja eða lagfæra númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, eða áður en bifreiðaskoðunin fer fram. Vanræki emhver að, koma bifreið sinni til skoðunar á ofangreindum dögum, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum o« bifreið hans tekin úr um- ferð, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeigandi (eða umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum komið með bifreið sma til skoðunar á réttum tíma, er á- ríðandi, að þeir tilkynni það skoðunarmönnum. Slíkar tilk.vimingar í síma nægja ekki. Þetta er hér með tilkynnt öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Keflavíkurkaupstað, 25. apríl 1954. A. GÍSLASON. Yfirlýsing AÐ GEFNU tilefni skal það tekið fram, að það er ekki urh Nesbúið á Seltjarnarnesi að ræða í sambandi við veikindi' fólks vegna sýktrar mjólkur. <-'4 Hin íslenzku reiðhjól „Fálkinn“, frá eigin verksmiðju hafa um fjölda ár& sýnt að þau standast samanburð við beztu erlendar tegundir reiðhjóla, bæði hvað útlit og gæði snertir. Fyrirliggjandi karl og kvenhjól í ýmsum gerðum •Og litum. r § Ennfremur fyrirliggjandi þýzk reiðhjól mjög ódýr svo og ensk reiðhjól Brameton og Convineible, sem löngu eru þekkt hér á landi fyrir gæði. Reiðhjól eru hentugar fermingjargjafir. FÁLKÍNN H.F. REYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.