Alþýðublaðið - 27.04.1920, Page 2

Alþýðublaðið - 27.04.1920, Page 2
/ 2 Athugid þettal Undirritaður tekur að sér að *gera við og hreinsa mótor-vélar af öllum tegundum, lakkhúða járn- rúm og allskonar muni Rösk af- greiðsla á öllu. Jón Brynjólfsson. Laugaveg 12. Dönsku seðtarnir. Ýmsum getum er leitt að þvf f bænum þessa dagana, hvað valdi því, að íslands banki hafi sett í umferð hér á Jandi minst 2 milj. kr. í dönskum seðlum. Bankinn er skyldur að sjá Iandinu fyrir hæfilegum seðlafjölda, eftir viðskíftaþörfinni, og er þá auð- vitað átt við ísleneka seðla, en ekki danska. Hvers vegna hefir íslands banki fiutt inn danska seðla? Lík- legustu ástæðurnar eru þessar: Því hefir verið hreyft opinberlega, að hætta væri á því, að bankinn hefði aukið dýrtíð í landinu með of mikilli seðlaútgáfu. Jafnframt þessu voru seðlar íslands banka farnir að slitna svo mjög, að þörf var á nýjum seðlum í stað þeirra gömlu. Bankinn virðist hafa horft í kostnaðinn við prentun nýrra fslenzkra seðla, ef til vill iika vegna þess, að hann vildi vera óbundinn af seðlabirgðum, er nýir samningar yrðu næst gerðir við Alþingi uin seðlaút- gáfuréttinn. Islands banki hafi svo tekið úr umferð um 2 milj. kr. ónothæfra íslenzkra seðla, en í þeirra stað flutt inn sömu upp- hæð í seðlum Þjóðbankans danska, til þess að spara sér prentunar- kostnað íslenzkra seðla, og jafn- framt láta lfta svo út í banka- reikningunum, sem seðlaútgáfan hefði minkað. í sjálfu sér hefir slík breyting engin áhrif á seðla- umferðina I iandinu og verðlagið, en dönsku seðlarnir sæjust hvergi reikningunum. Hverjar eru afleiðingarnar af mnflutningi dönsku seðlanna? ís- Jands banki hefir fyrst og fremst, til þess að fá dönsku seðlana, orðið að fá lán erlendis fyrir þeim, og hefir eytt til þess 2 milj. kr. ALÞYÐUBLAÐIÐ af fé, sem annars væri handbært nú til að kaupa fyrir frá útlönd- um matvörur, kol og salt. í öðru lagi er Þjóðbankanum danska með þessu gefinu seðlaútgáfurétt- ur á íslandi vegna framtakaleysis íslands banka, sem einn hefir rétt til þess að gefa út seðla fram yfir 3/4 milj. kr. seðlaútgáfu Lands- bankans. Því er fleygt nú f bæn- um, að banna eigi útflutning danskra seðla frá í-landi og eigi að halda þeim hér í umferð. Það er ótrúlegt. Það liggur í augum uppi, að það sem gera á í þessu máii, er að flytja sem fyrst út aftur dönsku seðlana og afla land inu með þeim inneignar erlendis. Eðlilegt væri, að íslands banki gæfi nánari skýringu á þessu máli. Hédimi Valdimarsson. Dm dap 09 vegimi. Yeðrið í dag. Reykjavík .... NNA, -í- 2,5. ísafjörður .... N, 3 4- Akureyri .... NNV, 4i°- Seyðisfjörður . . N, 3.0. Grímsstaðir . . . N, -j- 6,0. Þórsh., Færeyjar NA, hiti 2,7. Stóru stafirnir merkja áttina, -f- þýðir frost. Loftvog hæst fyrir norðvestan land og stígandi. Norðanátt með nokkru frosti. Hríð víða á Norður- landi. Borg fer héðan um miðja vik- una til ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bretlands. Fiskiskipin. Hafstein kom inn fyrir helgina með 15 þús. fiskjar. Luneta og Clothilde fiska nú í ís og sigla > með aflann til Eng- lands. Coline leggur út á morgun, fiskar einnig í ís. Suðnrland fer á morgun kl. 6 suður og austur um land. Engar sbipaferðir hafa verið að norðan í langan tíma og ekki, fyrirsjáanlngt að svo verði í bráð. Var sagt í símtali við Akureyri nýlega, að menn, sem þyrftu að komast suður, væru f þann veginn að leggja áf stað gangandi. Yerzlnnarmenn hér f bæ hafa tvisvar ritað kaupmannafélaginu og óskað eítir því, að kjör þeirra, sem eru mjög bagborin, margra hverra, yrðu bætt, en félagið hefir enn ekki svarað þeim. Vonandi verða kaupmenn ekki svo grunn- hyggnir, nú á þessum tfmum, að virða að vettugi sanngjarnar kröf- ur starfsmanna sinna. Og þeim ber skylda til þess, að sjá þeirn fyrir svo háu kaupi, að þeir geti lifað af því. Engin þægð er við- skiftaroönnunum f þvf, að verzl- unarmenn verði að svelta. En hverjir greiða kaupið, efekkiþeiré » Siðleysi. Ég býst við því, að mörgum manni renni í skap við að sjá siðleysi það, sem sumir skipsmenn af „Islands Faik" hafa í frammi á opinberum stöðum, ekki hvað sízt liðsforingjarnir. Á dansleik, sero haldinn var síðastliðna sunnu- dagsnótt voru þeir margir drukkn- ir og fóru þar með hávaða og fiflskap. Ekki veit ég, hvort það’ hefir verið í banni þeirra manna, sem dansleiknum stjórnuðu, en vona þó þeirra vegna, að svo hafi verið. Þessir menn eru ekki sfður háðir lögum hér en aðrir, og vart hafa þeír komist hjá þvf að brjóta á einhvern hátt bann- lögin. Drukknir menh eiga ekki að Ifðast á skemtunum. Það er skylda állra góðra borgara að sjá um það, að þeim sé varpað út tafarlaust og þeir kærðir, því nú mun varla mögulegt að neyta áfengis, nema það komi í bága við bannlögin. Borgarar! Tökum hönduin saman um það, að gæta bannlaganna engu sídur en ann- ara laga, kærum miskunnarlaust alla sem brjóta þau. Q. Smávegis. Heyrst lieíir, að Knud Zim- sen hafi meðal kaupmanna og spekulanta þeirra sem honutn fylgja, sagt að Sig. Eggerz styddu tóm* ir socialistar, en í K. F. U. M-* að hann styddu tómir guðleys- ingjar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.