Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 12. desember 1964 (Jtgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján BenedLktsson rtitstjórar: í>órarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj. Steingrímur Glslason Ritstj.skrifstofur Eddu- húsinu. slmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar sknistofur, slmi 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint — Prehtsmiðjan EDDA h.f Nú þegir Morgunblaðið Nýlega fengu blöð'in greinargerð frá saksóknara rík- isins um málshöfðun vegna fjársvika og brota á gjald- i eyrislöggjöfinni, sem uppvíst varð um hjá einu skipafélag inu í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Mál þetta er búið að vera lengi til rannsóknar, enda bersýnilega umfangs- mikið. Upphæðir þær, sem hafa verið látnar fara fram hjá gjaldeyrisyfirvöldunum, skipta milljónum króna. Menn munu minnast þess, að þegar hið svokallaða olíu- mál var á döfinni, var ekki aðeins birt opinber greinar gerð, þegar málshöfðun hafði verið ákveðin, heldur voru birtar margar greinargerðir, meðan á sjálfri rannsókn- inni stóð. Nú voru engar slíkar greinargerðir birtar. I hvert skipti, sem slík greinargerð birtjst varðandi olíu- málið, hófu íhaldsblöðin undir forystu Mbl- mikla rógs- herferð gegn samvinnuhreyfingunni og reyndu að kenna henni um afbrotin. Ef Mbl. hefði fylgt sömu reglu nú, hefði það átt að skrifa um það dag eftir dag að undanförnu, og fjársvik- in og gjaldeyrissvikin hjá Eimskipafélagi Reykjavíkur bæru þess vitni, hve allt væri rotið og spillt í einka- rekstrinum. Það hefði verið í samræmi við þau skrif blaðsins, að olíumálið bæri vitni um allsherjarspllingu hjá samvinnuhreyfingunni. Nú bregður hins vegar svo kynlega við, að Mbl. birtir ekki einn einasta greinarstúf um afbrotin hjá Eimskipa- félagi Reykjavíkur — ekki einu sinni lítinn Stakstein. Rit- stjórar Mbl. láta eins og þeir hafi aldrei um þetta heyrt. Ritstjórar Mbl- látast vera enn fáfróðari. Fyrir ári síðan varð uppvíst um stórt fjársvikamál á Keflavíkur- flugvelli, sem nokkrir helztu forvígismenn Sjálfstæðis- flokksins virtust riðnir við. Rannsókn þess máls hefur dregizt ótrúlega á langinn. En ritstjórar Mbl. virðast ekkert um það vita. Nú er ekki verið að reka á eftir yfir- manni réttvísinnar á Keflavíkurflugvelli, Guðmundi I. Guðmundssyni, eins og í olíumálinu. Trú á blekkingar Það er auðséð, að forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru ekki búnir að missa trúna á blekkingarnar. Mbl. skrifar nú um það dag eftir dag, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji hafa lága skatta á almenningi og alls ekki innheimta hærri skatta en þurfi til nauðsynlegustu framkvæmda- Launafólk hefur að undanförnu kynnzt skattastefnu Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd, og sú reynsla talar vissulega öðru máli en blekkingar Mbl.. Ríkisreikningar undanfarinna ára tala jafnframt skýru máli um, hvort álögurnar hafi verið hnitmiðaðar við hinar opinberu þarfir- Þeir sýna, að lagðir hafa verið á skattar langt umfram þarfir, þar sem tekjuafgangur ríkisins hefur komizt upp í 300 millj. kr- á ári. Ríkisreiknignar og fjárlögin 1965 sýna ennfremur, að álögur ríkisins hafa um það bil fjórfaldast á þeim sex árum, sem eru liðin frá falli vinstri stjórnarinnar. Þó hafa álögur á mörgum auðfélögum nær eiíkert hækkað á þess- um tíma. Þær hafa hækkað þeim mun meira á almenn- ingi. Og meðan þeir Gunnar Thoroddsen og Geir Hall- grímsson hirða næstuín hvern eyri úr launaumslögum margra launþega i Reykjavík, lætur Gunnar Thoroddsen stóreignaskattinn vera óinnheimtan hjá mörgum gróða- mönnum þar- Svo hælir Mbl. Sjálfstæðisflokknum fyrir lága skatta. Mikil er trúin á mátt blekkinganna. TÍMINN r m ERLENT YFIRLIT 5 1 Willy Brandt fylkir liði sínu Vinsældir Erhards eru aðalþrándurinn í götu hans ÞÓTT TÍU mánuðir séu þang að til þingkosningar eiga að fara fram í Vestur- Þýzkalandi, er kosningabarátt- an raunverulega hafin. í er- lendum blöðum er yfirleitt tal- ið, að hún hafi hafizt með flokksþingi jafnaðarmanna, sem var haldið í Karlsruhe í lok seinasta mánaðar. Þar gengu jafnaðarmenn fyá kosninga- stefnu sinni og fyl'ktu liði til baráttu. Flokksþingið er talið hafa einkennzt af einingu og sóknarhug, er byggist ekki sízt á góðu samstarfi þriggja aðal- leiðtoga flokksins, Willy Brandt sem er formaður flokksins og forsætisráðherraefni, Fritz Er- lers, formanns þingsflokiksins og Herberts Wehncrs, seim af Sýmsum er talinn hinn .sterki maður“ flokksins. Það er þegar ijóst, að kosn ingabaráttan verður einskonar einvígi milli tveggja stærstu flokkanna, kristilega flokkrins og Jafnaðarmanna. Kristijegi flokkurinn missti meirihiuta sinn í seinustu þingkosningum og hefur síðan verið stjórnar- samvinna milli nans og Fi.iáls lynda flokksins. Frjálsivndi flokkurin ner talinn hafa öðr- uga aðstöðu í næstu kosning um vegna baráttunnar roilli tveggja stóru flokkanna Sú barátta hefur þegar útrýmt hin um mörgu smáflokkum, er rísu upp í Vestur-Þýzkalandi í stríðs lokin. KERFI hinna tveggja stóru flokka, sem hefur myndazt í Vestur-Þýzkalandi eftir síðari heimsstyrjöldina, hefur ber- sýnilega áhrif á stjórnmálaþró unina þar. Stóru flokkarnir hafa lagt meginkapp á að ná fylgi hinna óháðu, hófsamari kjósenda. Þetta hefur haft þau áhrif, að Kristilegi flokkurinn hefur færzt til vinstri, en Jafn aðarmannaflokkurmn til hægri. Þetta einkenni kom mjög greini lega í ljós á nýloknu fiokks- þingi jafnaðarmanna. Stefnuskráin, sera flokksþing ið samiþykkti, einkennist mjög af því, að flokkurinn vill gera sem minnst úr stetnumun hans og kristilega flokksins. Þetta gildir bæði um innanríkismál og utanríkismál. Hann mun því í kosningabaráttunni leggja meiri áherzlu á, að meiri þörf sé á nýjum mönmi'm en nvrri 6tefnu. Þýzkir jafnaðarmenn fara hér allt aðra leið en Kennedy fór í Bandaríkjunum og Wi.'son i Bretlandi. Kennedy ag Wil- son reyndu að gera muninn meiri á stefnu þeirra og and- stæðinganna en hann raunveru lega var. Þessi munur á vinnubiögð um þýzkra jafnaðarmanna og brezkra, stafar að verulegu leyti af mismunandi ástæffum í Vestur-Þýzkalandi gætir ekki eins mikillar áónægju með stjórnarstefnuna og gætti í Bretlandi með stefnu íhaids stjórnarinriar. Þar gætir raeira andúðar á vissum foringjum kristilega flokksins eins og Strauss. í Vestur-Þvzkalan'li er einnig skilningur á því inn- an beggja aðalflokkanna, að þeir þurfi að vinna samap eft- Brandt ir kosningarnar. Þetta byggist á því, að þjóðstjórn er eina stjórnin í Vestur-Þýzkalandi, sem er líkleg til að geta fylgt raunsærri utanrikisstefnu í dag einkennist utanríkisstefna ':,æði ríkisstjórnarinnar og jafn aðarmanna af öðru eins óraun- sæi og því að vilja ekki viður kenna Óder-Neisse iandamærin milli Þýzkalands og Póllands. Foringjar beggja flokkanna vita þó vel, að án þessarar viður- kenningar getur ekki náðst sam komulag um Þýzkalandsmálin. Þjóðstjórnin gæt.i senniiega helzt fallizt á betta. FLOKKSÞING jafnaðar- manna einkenndist verulega af því, að þeir muni auka verulega fylgi sitt í kosningunum. Þeir gera sér þó tæpast von um að fá hreinan meirihl. en hinsveg ar að geta orðið siærsti t'iokk- urinn. Þessar vonn oyggja þeir á því m. a., að flokmuinn hefur unnið veruicga á í fvlkis stjórnarkosningunum, sem rafa t'arið fram undanlarið. Þa trúa þeir því, að sú oeining, sem ríkir innan kristiiega flokksins, muni lama hann oú veikia trú á honum. Af aeim astæðum. kappkostuðu foringjar :afn- aðarmanna að sýna sem mwtan einhug á flokksþinginu Þeir vildu sýna, að tlonkur beirra væri §ins einhuga og knsti- legir demókratar væru sundr aðir Þessu til áréttingar ravnd Erler aði Brandt einskonar ríkis- stjórn eftir flokksþingið. Það var tilkynnt, hvaða menn myndu gegna nelztu ráðherra- embættunum, ef flokkurinn myndaði hreina flokksstjóm eft ir kosningarnar. Það féíl í hlut Erler að verða utanríkisráð- herra. Þótt kosningahorfur jafnaðar manna séu að ýmsu leyti góð ar nú, er ekki víst að svo reyn- ist, þegar til kemur. Kristilega flokiknum gengur oftast betur í landskosningum en rylkis- kosningum. Þótt skoðanakann- anir sýni, að jafnaðarmenn hafi nú meira fylgi en kristilegi flokkuhinn, verður annað uppi á teningnum, þegar menn eru spurðir um, hvort þeir k.iósi heldur Erhard eða Brandt sem kanslara. í slíkum skoðanakönn unum að undanförnu hefur Er hard fengið um 75% en Brandt 25%. Og Þióðverjar eru oft vanir þvi að '•-elja f'remur milli foringja en Gokka Það byggist oersýnilega tyrst og fremst á Erhar^, hvort kristilegi flok'kurii:n he’dur. -(,,n «kki. Þótt Erharc! geri sig sekan um ýmis pólitísk axar sköft, virðist það okki draga úr fylgi hans. í augum almenmngs er hann maðurinn sem heíur lagt grundvöllinn að fjárhags- legri endurreisn Þýzkalands. Menn virðast trua. á, að sá grundvöllur haldizt, meðan Er- hard er við stvrið. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.