Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 12. desember 1964 TIMINN logað ár á íslandi „Vel hann mældi vatnsins afl. Vakti foss til iðju“ Þannig orti Jón Þórðarson frá Hliði um Jóhannes Jóhann- esson Reykdal, sem á þessum degi fyrir 60 árum tók í notk- un fyrstu rafveitu á fslandi> rafveituna í Hafnarfirði, en þessa merka sextugsafmæJ is: tímamótadags í íslenzkri sögu er minnst í dag. Jóhannes var fæddui að Vallakoti í Þingeyjasýslu 18- janúar 1874. Faðir hans var Jóhannes Magnússon, bóndi í Villingadal í Eyjafirði, og var hann af Randversættinni þar í firðinum. Móðir Jóhannesar var Ásdís Ólafsdóttir bónda i Efsta-Samtúni í Eyjafirði. For- eldrar Jóhannesar bjuggu all- an sinn búskap í Reykjadal. Eignuðust þau 15 börn og var Jóhannes yngstur. Alltaf bjuggu þau hjón við lítil efni en sýndu þó mikinn dugnað í því _að koma upp barnahópn- um. Ásdís var yfirsetukona og þótti góð ljósmóðir. Var hún annáluð greindarkona og þekkt víða þar nyrðra fyrir ættfTæði sína og sögufræði. Á unglingsárum sínum gafst Jóhannesi ekki neinn kostur á að njóta fræðslu, nema nokk urra inánaða tilsagnar hjá Sig- urði Jónssyni á Yztafelli. En honum tókst þrátt fyrir erfið- ar aðstæður að spara saman um 600 krónur sem lausamaður og. fór með þær til Akureyrar til þess að læra smíðar hjá Snorra Jónssyni, og var hann þar til ársins 1898. Þá fór hann, 24 ára, til Kaupmannahafnar og var þar í rúm tvö og hálft ár við framhaldsnám í iðngrein sinni. Vann hann lengst af á sama verkstæði, eða við þær bygging ar, sem það hafði með hönd- um. Er hann kom heim, fluttist hann brátt til Hafnarfjarðar og gerðist þar mikill framkvæmda maður, m.a. reisti hann fyrstu trésmiðjuna hér á landi árið 1903. Vinnuvélar í smiðjunni voru átta talsins og not- aði hann orku þá, sem hann fékk úr læknum, sem rann, og rennur, fram hjá verksmiðj- unni, til þess að knýja vélarn- ar. Vatnsrennan' var 150 álna löng og fallhæðin 12 fet. Túr- bínan var 15 hestöfl. En Reykdal var ekki fullkom lega ánægður, þótt hann hefði reist verksmiðjuna og látið vatnið snúa vélunum. Hann þurfti einnig ljós, betra ljós en áður, til þess að lýsa á þá hluti sem verið var að smíða. Svo vildi hann einnig hafa betra ljós heima við, til þess að lesa við og starfa, og það stóð ekki lengi á framkvæmd- um frekar en venjulega. Raf magnsljós úr fossum mun hann hafa séð í Noregí, en þangað skrapp hann á námsárum sín- um í Kaupmannahöfn, og þeg- ar næsta ár hafði hann útveg- að rafal frá Noregi og tengt hann við ás sömu túrbínu og hann notaði fyrir trésmíðavél arnar. Rafallinn var ekki stór á okkar mælikvarða, aðeins 12 hestöfl (9 kw). Vél þessi var frá „Frognerkilens fabrik“ í Osló og vóg 1.5 smálest. Spenn an var 2x220 volt rakstraum- ur. Reykdal setti sjálfur niður vélina og byrjaði á útikerfinu, en fékk Halldór Guðmundsson, raffræðing, þá nv’kominn frá Þýzkalandi, til þess að leggja á ráðin um rafmagnslínu til húsa næsta nágrennis, og Árna Sigurðsson, þá trésmíð, en síð- ar fyrsta rafvirkja landsins, til þess að leggja raflagnir í þau hús. Ennfremur starfsmann Reykdals, Hans Friðriksson að nafni. Um áramotin septem- ber—október mun hafa vtrið byrjað að reyna rafalinn með ljósum í verksmiðjunni. Var síðan unnið að því að koma rafmagni í öll þau hús, sem óskað var eftir, en þau voru 16 talsins. Er talið að rafljos hafi logað í öllum pessum húsum frá og með 12. des. 1904, og sá dagur því lalinn marka þau tímamót, þegar rafmagn er fyrst framleitt til almennings- nota á íslandi. • Fýrqtja húsi,n,:.sem raÍUds, Ijómuðu í, var Verksmiðja Feyk dals (nú Dvergur) og heima- hús hans, sem var að Brekku- götu 2, en brann árið 1929. Þá varð mikið kapphlaup milli þeirra Þórðar Edilonssonar. læknis, og Bergmanns, kaup- manns, um það, hjá hvorum yrði fyrr kveikt, og sigraði Þórður með tveggja daga mun. Þannig er gamla læknishúsið á mölinni, nú Strandgata 29, þriðja húsið, en hús Sigfúsar Bergmanns fjórða. en það er á Strangötu 50 og er nú skrifstofuhús Beinteins Bjarnasonar. Fimmta húsið var sýslumannshúsið, sjötta gamla Klúbbhúsið, eign Böðvars Böðvarssonar, tengdaföð- urs Reykdal. Það stóð, alveg eins og nú, á Suðurgötu 15. Sjöunda var íbúðarhús Ágústs Flygenring, Vesturgötu 2. í hvaða röð hin húsin komu í samband eru ekki fullar heim ildar fyrir hendi um, en húsín voru þessi: — Vestast var hús Sigurgeirs Gíslasonar spari- sjóðsgjaldkera og Guðmund- ar Helgasonar. Bjarna Ridd- ara-húsið, en þar bjó þá Ólaf- ur Ásmundason. Hús Jóns Þórð arsonar, Hliði, Kirkjuveg 3. Syðst var hús Einars Þorgils- sonar, Óseyri, en þar bjo þá Ögmundur Sigurðsson, skóla- stjóri Flensborgarskóla. Og loks Proppé bakaríið, síðar Böð varsbakarí. Það stoð á möimni sunnan við Álfafeil en brann síðar. Um þessi 14 hús, sem hér hafa verið talin upp, er full vissa fyrir, en um hin tvö er lítið hægt að grafa upp. Lampafjöldinn í þessum 16 húsum var 150 og í hverju ljósa stæði var kolþráðapera, er gaf laífiá isér, ,k,erta ca^„ .25 jW) ;j ^pgLaði .(ipitteun.jperujnii ar é króííuf. Noténdur greiddu fyrir ákveðna tölu ljósa, oft fyrir tvö ljós,en ljósastæði voru fleiri. Voru þá perurnar flutt- ar á milli herbergja, en selj- andi rafmagnsins, Reykdal, varð að hafa aðgæzlu um, að viðskiptin færu rétt fram og ekki væru notuð fleiri Ijós, en greitt var fyrir. Seldi Reykdal þá einn perurnar, og voru þær ekki látnar af nenai nema skil- að væri hinum orunnu. Mælar og hemlar komu fyrst tij sög- unnar um 1920. Ljósatíminn hófst 15. ágúst og var kveikt á stöðinni kl. 21— 22 eftir því, hversu lengi var bjart, og látið loga til miðnætt- is. I. október var farið að kveikja á morgnana og þá klukkan 6. Lengsti Ijósatíminn var frá kl. 6—10.30 f.h. og frá kl. 14.30—24 e. h. eða í 14 tíma. Ljósatíminn hætti 15. maí og var ljósárið því 9 mánuðir. Eftir tímatöflunni hefur ljósárið verið því sem næst 2130 ljósastundir. 16 kerta pera hefur því getað gefið 54 kwst yfir árið, eða hverja kwst á 9 aura. Kaup manna við fisk- vinnu var þá á sumrin 20 aurar á tímann, en við aðra vinnu 25 aurar á klukkustund (konur höfðu 12 aura), en á veturna 15 og 16 aura á tímann. Meðal- kaupið var því nálægt 20 aurum á klukkustund. Maðurfnn þurfti því að vinna í 27 mínútur fyrir einni kwst á þessum fyrstu tímum rafmagnsins. Maðurinn, sem gættí þessa fyrsta rafals, var Árni Sigurðs- son, trésmíðameistari, og má því segja, að hann hafi verið okkar fyrsti rafveitustjóri. Úti- (fegfi stÖlJWÍflflfW: úáði yestur q^l iSVO^þlluðum „Kletti" og suð úr að „Oseýri“. Stöðin stóð í miðbænum, en kerfið strengd- ist langleiðina meðfram firðin- um. Reykdal breytti fljótlega þessari fyrstu stöð sinni. Það kom á daginn, að erfitt var að nota sama vatnshjólið fyrir tré smíðavélarnar og rafalinn, og keypti hann því nýtt vatnshjól, sem notað var fyrir rafalinn einan. Síðan tók hann einnig í burt hinn opna vatnsstokk fyr •Hamarskollslækurinn, enjulega kallaður Hafnarfja rðarlækur. Inntakið i „Dverg'‘-stöðlna, var rétt hjá brúarendanum vinstra megin á myndinni., fyrstu rafstöð Reykdals, Ekkja Reykdais, Þórunn Böðv- arsdóttir var viðstödd sýning- una 1954 og sézt hér setja fvrsta rafalinn í gang. ir aðrennsli að vatnshjólinu og setti í stað þess trépípu. En árið 1906 er þessi fyrsta rafmagnsstöð á íslandi orðin of lítil, og Reykdal reisir því nýja rafstöð ofar við lækinn á svonefndum Hörðuvöllum, og dró hún nafn sitt af henni og kallaðist Hörðuvallastöðin, Um þessa stöð segir í Fjallkonunni undir fyrirsögninni „Raflýsing í Hafnarfirði": — „ Fyrir hálfu öðru ári kom hr. Jóhannes Reykdal, verksmiðjueigandi, með raflýs- ingu í Hafnarfjörð. Rafmagnsstöðin var í sam- bandi við trésmíðaverksmlðju Reykdals. Nú hefur þetta fyrirtæki ver- ið heldur en ekki eflt og aukið. Samí framkvæmdamaðurinn hefur komið upp nýrri raf- magnsstöð handa bænum, 300 föðmum fyrir ofan hann, við Haf narfj arðarlæk. Hún er í 10x12 álna húsi þar, tvílyftu. í öðrum enda hússins er hlaðinn 16 feta grjótstöðull. Uppi á honum er rafmagnsvél- in og hverfihjólið. Að þessum stöpli liggur 360 álna löng vatnsrenna, lokuð úr læknum. Fallhæðin er 30 fet. Á efra lofti hússins er íbúð umsónarmanns. En niðri er húsið óbyggt. Frá þessari stöð er rafmagn- inu veitt ofan í bæinn eftir eir- þræði, sem liggur á staurum. Nú er lýst með rafmagní 44 hús, og eftir eru 8, sem ætla að fá þá lýsingu í vetur. Auk þess eru á aðalgötu bæjarins 7 ljós- ker, með 250 kerta styrkleik hvert, 4, sem bærinn leggur sér til sjálfur, og 3, sem kaupmenn hafa sett fyrir framan búðir sín ar. Stöðina á Reykdal, og leigir hann ljósin. Verð á hverjum 16 kerta lampa er 6 kr. um árið. Húseigendur kosta rafmagns veitu um húsin, en Reykdal að þeim. Rafmagnsvélin getur fram- leitt allt að 800 ljósum (16 kerta). Nú eru ijósin <-rðin 350, og verða rúm 400, þegar fram á veturinn kemur. Stöð- in hefur kostað um 19.000 ki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.