Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 12. desember 1964 9 TÍMINN Jóhannes Reykdal vlð hli'ö rafalsins í elnkastöð sinni, þeirri þrlSju sem hann reisti. Lýsing frá þessari nýju stöð byrjaði um 6. október. Allt hef- ur gengið vel síðan, aldreí nein snurða hlaupið á. Gamla stöðin er nú eingöngu notuð handa einu húsi, fundar húsi Goodtemplara. Þar eru samkomur oft fram á nætur, og þess vegna þyicir hentugra að þurfa ekki að nota stóru stöðina handa því húsi. Ekki mundí það hafa verið nein vanvirða fyrir kaupstaði landsins, þó að Hafnarfjörður hefði fengið að bætast við í hópinn með. bæjarréttindi, eins og hann sótti uru á síðasta þingi og var synjað um. Fram- takssemi og framfarahuguv er víst ekki annars síaðar meiri á þessu landi“ — skrifar Fjall- konan. Hörðuvallastöðin fékk 30 hestafla vatnsorku, en rafall- inn, sem Reykdal setti upp, var 37 kw riðstraumsrafall með 2x220 volta spenna. Rafall þessi var frá sömu verksmiðju og hinn fyrri, þ.e. Frognerkilens fabrik í Oslo, en túrbínan var frá A/S Kværner Bruk í Oslo og fór hún 620 snúninga á mín- útu. Þegar Hörðuvallastöðin byrj aði, varð fjölbreytni í töxtum þannig: — 5 kerta pera kostaði 2 krónur vfir ljósárið, 10 kerta pera 4 krónur, 16 kerta pera 6 krónur og 25 kerta pera 8 krón- ur. Þá var altítt, að í húsum væru þrjár perur, 5, 10, og 16 kerta, þótt Ijósstæðin væiu 5 —6, og voru perurnar þá flutt- ar tíl eftir þörfum. Eftir komu Hörðuvallastöðv arinnar óx raforkuþörfin rrijög ört. Var svo orðið sjö áruiri síð- ar, eða 12. desember 1913, þeg ar Fríkirkjan tók til starfa, að ekki var hægt að fá kveikt ljós í kirkjunni, nema safnaðarmeð limir, sem voru um 100, slökktu á sínum heimaljósum, og við það sat í lengri tíma. Reykdal rak Hörðuvallastöð- ina sem almenningsstöð til árs- ins 1909, en þá keypti Hafnar- fjarðarbær stöðina og slarf- rækti hana til ársins 1926. Gæzlumenn Hörðuvallastöðv ' > % ^ í- Ís'í N > arinnar voru þrír talsins. Fyrsta árið var Jón Þórðarson frá Hliði á Álftanesi, annar var Þórður Einarsson bókari hjá Bookles, en hann tók til starfa I. janúar 1907 og var til 15. ágúst 1914. Þá tók Árni Sigurð- son við og var hann þar til bærinn seldi stöðina 1926. Árni var allan tímann til 1914 gæzlu- maður „Dverg“-stöðvarinnar, og var hann þannig gæzlumað- ur fyrstu rafalanna frá 1904— ‘26, eða í 22 ár. En þótt Reykdal hefði selt bænumJ'° n/fi8rðuvallastöðina 1909, 'jjjá'j!var framkvæmdum hans á sviði raforkumála síður en- svo lokið. Árið 1911 var hann fenginn til þess að setja upp rafstöð á Patreksfírði, og hann kom upp raflýsingu fyrir bændurna á Bíldsfelli í Grafn ingi. Einnig var hann með í ráðum um byggingu margra annarra stöðva. Reykdal var snemma fullviss um, að Reykvíkingar ættu að nota Elliðaámar til raflýsing- FrqmnaJo a bls 13 ANNALL Tréstokkurlnn, sem Reykdal byggSi og notaði m. a. í Hörðuvallarstöðina. Hvíta húsið efst til vinstri á myndinni etl stöðvarhúsið á Hörðuvóilum. Framsóknarflokkurinn hefui allt frá því að hann var stofn aður haft opin augu fyrir mikil vægi og gildi raforkunnar. Einn af ráðherrunum í fyrstu ríkis stjórninni, er flokkurinn mynd aði 1927, ritaði um raforkumál ð m.a. þannig: „Það er ómögulegt að gera sér hugmynd um öll þau marg háttuðu not, sem kunna að verða af rafmagni í framtíð- inni. En það er auðvelt að nefna nokkur dæmi um það, til hvers íslendingar myndu vilja nota raforkuna, ef efnin væru nóg. Það er til ljósa, suðu og til að hita heimilin . En allri notkun rafmagns- fer fram með hröðum fetum. Hver uppfinningin bætist við aðra ... Vel gæti hugsazr, af ' ?tióli ódýrrar raforku mynduðust skilyrði fyrir ýmis konar iðn að, sem nú er ókleift að stunda. Rafmagnið, eða hvítu kolin, er auðsuppspretta landsins. í bili er sú uppspretta seld og leigð útlendingum, sem láta hana liggja ónotaða. Verkefni komandi ára er að flytja þessa eign heim. Friða suma fossana, þá sem fegurstir eru, en nota hina til að létta daglega strit ið, hita og lýsa heimilin". 1942 Þingsályktun um raforku mál afgreidd á Alþingi 4. sept ember. Tillagan var flutt af Framsóknarflokknum. í álykt uninni segir svo: — „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er geri tillögur um fjár öflun til þess að byggja raf- veitur í því skyni að koma nægilegri raforku til ljósa, suðu, hitunar og iðnrekstrar í allar byggðir landsins á sem skemmstum tíma, enda verði raforkan ekki seld hærra verði sveitum landsins en stærstu kaupstöðum á hverjum tíma. Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta fara fram, undir umsjón raf- magnseftirlits ríkisins, rann sókn á skilyrðum til vatnsvirk.i unar í fallvötnum landsins og því, hvernig auðveldast sé að * fullnægja raforkuþörf iands j manna hvarvetna á landinu. sérstaklega hvort hagkvæmara sé á hverjum stað að vinna ork una í smáu orkuveri í námunda við notkunarstaðinn, eða taka hana úr sameiginlegri orku veitu, sem lögð yrði ffá stærra orkuveri um einstakar sveitii og kauptún eða heila tands hluta“ Þessi ályktun er grundvöllur inn að þeirri sókn. sem haldið hefur verið uppi í raforkumál um. 1942-1945 Milliþinganefnd i raforku málum, undir forystu Jörunda, Brynjólfssonar alþingismanns ítarfar og semur frumvarp til raforkulaga 1945-1946 Raforkulögin sett (Nr 12. 2 aprO 1946). Tillaga flutt af Framsóknarflokknum um jöfn unarverð á rafmagni, en þá felld með litlum atkvæðamun. 1947—1948 Ráðherrar Framsóknarflokks ins fara með yfirstjórn raforku mála samfleytt, nema nokkrar vikur 1950. Orkuverið við Andakílsá tekur til starfa í nóvember og er þá þriðja stærsta orkuver landsins. 1951 Ríkið kaupir öll vatnarétt- indi í Þjórsá. Eysteinn Jóns- son, fjármálaráðherra, útvegar lán hjá Alþjóðabankanum til virkjana Sogs og Laxár. 1953 Laxárvirkjunin tekur til ctarfa írafossvirkjunin tekin í notkun. ÁKveðið með stjórn- arsamningi, að frumkvæði Framsóknarflokksins, að gera á næstu 10 árum stórt átak í raforkumálum. 1954 Með forustu raforkumálaráð- herra, Steingríms Steinþórs- sonar, var stjórnarsamningur- inn framkvæmdur með 10 ára áætlun um rafvæðingu lands- ins og um leið tryggðar 250 milljónir króna til framkvæmd- anna. Þetta staðfest með við- auka við raforkulögin, nr. 53, 21. apríl 1954. Framsóknar: menn flytja á Alþingi tillögu um jöfnun raforkuverðs. Ríkis- stjórnin leggur fram frumvarp á Alþingi um heimild til að taka lán til virkjunar Efra-Sogs. Þverárkirkjan vígð. 1955 Framkvæmdir við Grímsár- virkjun hafnar og þar með grundvöllur að raforkukerfi Austurlands. 1956 Ilafin virkjun Mjólkurár og þar með grundvöllur að raf- orkukerfi Vesturlands. 1957 Ríkisstjórnin (Eysteinn Jóns son, fjármálaráðherra) útvegar lán til virkjunar Efra-Sogs og framkvæmdir hafnar þar af bllum krafti. 1958 Hornsteinninn lagður að stöðvarhúsinu við Efra-Sog. 1959 Orku hleypt á rafveitu erfið 4 Efrafalls-virkjuninni 1964 Framsóknarmenn flytja þings ályyktunartillögu þar sem skorað er á „ríkisstjórnina að ce!a raforkumálastjóra og raf- orkuráði að ljúka hið allra fyrsta framkvæmdaáætlun um rafvæðingu allra sveitaheim ila, sem ekki hafa nú þegai raf- magn frá samveitum eða sér- stökum vatnsaflsstöðvum. og sé áætlunin við bað miðuð að rafvæðingunni verði að fullu lokið á árinu 1968.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.