Tíminn - 15.12.1964, Page 5

Tíminn - 15.12.1964, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1964 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og'-Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- Iýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti i. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar sknístofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Spurt um hagsýslu Hinn 5- nóvember síðastliðinn luku yfirskoðunarmenn ÁMungis, Jörundur Brynjólfsson, Jón Pálmason og Björn Jó nnnesson við endursk. sína á ríkisreikningum 1963 í :! nugasemdum þeirra kennir ýmissa grasa. Sú athuga- seind þeirra vekur ekki sízt athygli, að seinustu fjögur árin hafi verið varið 2.7 millj kr. til svonefndra hag- sýslustarfa, en árangur þeirra virðist hins vegar ekki sjáanlegur. Segir svo um þetta í athugasemdinni: „Sagt er að til þessara starfa hafi verið stofnað til að gera ýmsar starfsgreinar í rekstri ríkisins einfaldari og ódýr- ara bókhald og skýrslur þess fullkomnari og aðgengilegri. Við þessi störf hafa fengizt allmargir menn, innlendir og erlendir, og nema greiðslur til sumra talsverðu fé. Yfirskoðunarmönnum er ekki ljóst, hver árangur hefur nú þegar orðið af þessu starfi, eða hvort vænta megi meiri árangurs síðar meir. Og hvort mikið sé enn ógert við þennan hagsýsluundirbúning áður en sú sýslan kemst í framkvæmd. Þar sem mjög lítið liggur fyrir um, hvernig þessu máli er varið, hvað undirbúningi þess líður, og hvers vænta megi um framkvæmd þess og áhrif þess á rekstur stofn- ana ríkisins, þegar farið er að vinna eftir þeim reglum, er settar verði um þessi efni.” Svör fjármálaráðherra við þessari athugasemd yfir- skoðunarmanna veita engar upplýsingar varðandi fyr- irspurnir þessar og eru nánast vangaveltur út í hött. Yfir- skoðunarmenn segja líka í gagnsvari sínu, að svör hans „gefi frekar litlar upplýsingar um þetta vandamál.” Þeir segja svo ennfremur, að ,,þar sem líkur séu til, að áfram verði varið fé til hagsýsluundirbúnings beri nauðsyn til að taka það mál fastari tökum en verið hefur.“ Yfirskoðunarmenn segja þetta ekki að ástæðulausu, því að í annari athugasemd benda þeir á, að kostnaður við ríkisskattstofu og skattstofur hafi farið rúmar 10 millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga á árinu 1963 og „sýni það greinilega, að hið nýja fyrirkomulag á innheimtu skattanna sé miklu dýrara en hið gamla var.” Höfuð- rökin fyrir því, að hið nýja fyrirkomulag var tekið upp, höfðu einkum verið þau, að það væri gert af hagsýslu- ástæðum! Það er því engin furða, þótt yfirskoðunarmönnum Alþingis þyki hagsýslukostnaður ríkisstjórnarinnar at- hugasemdaverður og óski upplýsinga um árangur hans. Þrátt fyrir eftirgrennslan þeirra hefur sá árangur ekki fundizt, heldur hið gagnstæða. I for á sunnudögum Á hverjum sunnudegi nú um hríð læðir Bjarni Bene- diktss»«i þeim rógi að í Reykjavíkurbréfinu, að Fram- sóknarmenn hafi staðið og standi gegn hinum fyrirhuguðu flotamannvirkjum í Hvalfirði vegna þess að Olíufélagið missi af leigutekjum, ef Bandaríkin koma sér upp eigin geymum þar- Ef Framsóknarmenn ættu að fara að keppa við sunnu- d- '’flutning Biar^ A hverium sunnudegi að birta hliðstæða hugleiðingu um það, að Bjarni og Guð- mundur I. hafi horfið frá fyrn stefnu sinni og leyft hinar nmraRridii framki'^mHir vrgna m-óðans sem því fylgdi. Umræðurnar væru þá komnar niður í baðþró forsæt- isráðherra á sunnudögum, eða m.ö.o. niður í forina. Bjarna mun látið eftir að taka þar sunnudagsbað sitt ei'samall. TIMINN r Ingvar alþingismaöur: MIKILVÆGI SfiDARlLUTN- INGA FYRIR NORDURIAND Ingvar Gíslason miivnast, hvernig fór um verk- smiðjureksturinn á Dagverðar- eyri í næsta nágrenni við áður- nefn^a .iJjfilteyrjaByegk- smiðjan er einkafyrirtæki, en verksmiðjain í Krossanesi eign Akureyrarbæjar, en báðar hafa notið framsýnnar forystu á- ræðinna forstjóra, sein bófust manna fyrstir hamia um silóar- flutninga af fiarlægum slóðum til þess að tryggja fyrirtækjum sínum hráefni. Hokkuð var flutt af síld til verksmiðianna á Siglufirði sl. sumar, eu engan veginn nóg miðað v,ð oinn öfl- uga verksmiðjukost þar. En sú reynsla, sem fengizt hefur af síldarflutningum, bendir útví- rætt í rétta átt. Síidarflutning- arnir eru vel mögulegir tækni lega séð og hljóta að borga sig betur en sá kostur að láta dýr og öflug atvinnutæki standa að- gerðalaus, atvinnucæki, sem eru grundvöllur alls atvinnul'fs við- komandi staða og geta auk þess veitt tugum eða liundruðmn að komufólks góða atvinnu Horfur í síldarflutningum ættu stöðugt að fara batnandi, ef ráðamenn í atvinnu og stjórnmálum hefðu vilja til þess að nýta þá möguleika, sem vitað er að eru fyrir hendi. Fram að þessu hafa síldair- flutaingar verið Ieystir við erf- ið skilyirði, en ný tækni, sem kunn er í Vesturheimi, bæði í Bandaríkjunum og í Suður- Ameríku, gefur miklar vonir um það, að hægt sé að gíör breyta á skömmum tíma lönd- unar- oig flutningsaðiferðum þeim, sem nú tíðkast. Þessi nýja tækni skapar m.a. mögu- leika fyrir flutn'ingi á söltunar- og frystingarhæfri síld um mjög langa vegu og ætti að geta gert sjávarplássin sem næst óháð síldargöngum. Með hinni nýju tækni á ég fyrst og fremst við svonefnda Harco- sogdælu, sem nokkur tilraun var gerð með í sumar á olíu- skiipinu Þyrli að frumkvæði Einars Guðfinnssonar í Bol- umgarvík, en að sjálfsögðu verður að búa svo um síldina í flutningaskipunum, að hún geymist óskemmd. fsun og sölt- un eru gamalþekktar geymslu- aðferðir og þeim ætti að vera hægt að beita með góðum áramgri jafnt á sumri sem vetri. Einn af kostum Harco-sog- dælunnar er sá, að hún gerir það kleift að losa síldarafla úr veiðiskipum með auðveldum og skjótum hætti úti á síldar- miðunum. Er það ómetanlegt, þar sem það myndi spara veiðiskipunum siglingu til hafn- ar og auka raunveruleigan veiðitíma, auk þess sem það gæfi e.t.v. smærri skipunum möguleika á að taka þátt í síld- veiðum með betri árangri en nú er hugsanlegt. Mleð þessum fáu orðum hef ég viljað mintna á vandamál norðlenzkra sjávarplássa, sem byggja afkomu sína á síldar- afla en hafa orðið afskipt um aflafeng hin sfðari ár og það svo, að fullkomið hættuástand er ríkjandi af þeim sökum. Vandamál þessara staða verða í mörgum tilfellum aðeins leyst með síldarflutningum — það verða allir að gera sér ljóst —, og ég hygg, að það megi tak- ast, ef vilji er fyrir hendi. ÞRIÐJUDAGSGREININ A/ Harmagrátur ÆÆ Sannazt hefur á þessu hausti sem oft áður, að síldin er duttl- ungafiskur og valt að treysta 'göngum hennar. Undanfarin ár hefur síldiarafli á haust- og fi vetrarvertið verið mikill við Suður- og Suðvesturland, en nú er ekki annað sýnna en að veiði ætli að bregðast á þess- um slóðum. Hins vegar veiðist nú þessar vikur mikið síldar- magn út af Austfjörðum og það svo, að ekki virðast nein tök á að vinna úr því eins og hugsanlegt væri, ef nauðsyn- legum skilyrðum væri annars fullnægt austanlands. Fréttir útvanps og blaða greina frá því nú í vikuinni, að útgerðarmenn og eígendur fiskvinnslustöðva . Revkja- vík og annars staðar á Faxa- flóasvæðinu hugsi sér að flytja sfldina af Austfjarðamiðum suður til verkunar og vinnslu. Það er ekki einasta talað um að flytja bræðslusíld þessa löngu leið, heldur og sfld tfl söltunar og frystingar. Gagn- kunnugir menn þessum málum, svo sem skrifstofustjóri sfldar- útvegsnefndar, Gunnar Flóv- enz, hafa látið sva ummælt. að ástæða sé til bjartsýni um slíka flutninga og segja vel möguiegt að flytja söltunar- og frysting- arhæfa síld með togurum eða 0 öðrum skipum austan af landi suður til Reykjavíkur. Enda stendur ekki á aðgerðum, því að þegar munu fleiri togarar en einn ráðnir til slíkira flutn- inga. f þessu sambandi vil ég minna enn einu sinni á það, sem oft hefur verið drepið á áðuir í ræðu oig riti nú að und- anförnu, hvílíkt stórmál sfldar- flutningar eru fvrir sjávar- plássin á Norðurlandi. Eins og kunnugt er, hefur síldin lagzt hin síðari ár með öllu frá Norð urlandi oig færzt austur með landinu og oftast legið djúpt úti fyrir Austfjörðum. Afleið- ingin hefur orðið hin geigvæn- legasta um allt Mið-Norður- land a.m.k., einkum á S'iglu- firði og í kaupstöðunum við Eyjafjörð, að ekki sé minnzt á Skagaströnd, þar sem ástandið er að líkindum verst og á sér langan aðdraganda Alkunna er, að Siglufjörður byggir til- veru sína svo að segja ein- göngu á sfldarbræðslu og sfld- arsöltun, og sjávarplássin við Eyjafjörð, s.s. Dalvík og Ól- afsfjörður, eru i atvinnulegu tilliti stórlega háð sfldar- vinnslu, einkum söltun, enda treyst á sumarsíldveiðina sem atvinnugrundvöll öðru fremur. Við Eyjafjörð eru einnig tvær afkastamiklar sfldarvcrk- smiðjur, á Hjalteyri og í Krossanesi. Munu báðar þessar verksmiðjur nú taldar „illa staðsettar“, og er raunar langt síðan — iafnvel meðan síldin var enn fyrir Norðurland'i — að ýmsir töldu rekstur síldar- verksmiðja á Hjalteyri og i Krossanesi dæmdan til upp- dráttar, oig er þess skemmst að í tilefni „harmagráts' Sig urðar A. Magmissonar þar sem hann telur 8—10 kelling- ar drottna i bokmenntaneimi íslendinga. Mottó: Ungu skáldin kúra og kopa — kellingarnar ráða — Hver vill hefja lúSin lil sigur- dáða? Kerllingarnar ein og átta — ofurvald í bókmenntum — Ný-skáld eigra utan gátta æst á taugum síspcnntum. ÞÆR selia flest ar setja * ietur — sjáleg rit með gyllingum. Þjóðina sína þekkja betur þúsund „atómsniilíngum“ Útgefandi bljúgur biður — um bók, sem ’.ofar peningum Enginn þekkir upp né niður á angurskeggja teningum! Snúinskeggi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.