Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 2
trilgangs 'að hefur þótt eðlilegt hingað til að leggja félög niður þegar ekki er lengur tilgangur með þeim. Þeim er þá oftast sjálfhætt. Þetta virðist þó ekki alltaf vera tilfellið þegar félagið á verulegar eignir. Hins vegar er vel gengið frá því lagalega séð þegar kemur til þrota í félögum, en ekki virðist löggjafinn hafa gert ráð fyrir því að leggja niður félagsskap eða félög með einhverjar eignir. Bréf barst bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá Brunabót- arfélagi Islands í ágúst síðastliðnum um ágóðahlutagreiðslu, en eins og lesendur rekur eflaust minni til var stofnað eignarhaldsfélag um Brunabótarfélagið, þeg- ar rekstur þess var lagður niður og seldur fyrir dágóða upphæð. Bæjarstjórnin samþykkti samhljóða með sjö atkvæðum eftirfarandi bókun á fundi þann 1.9.99: „Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að fela fulltrúa bæjarins í fulltrúaráði eignarhaldsfélags Brunabótafélags íslands að þeir beri upp tillögu á næsta fulltrúa- ráðsfundi um að félagið verði leyst upp og nettóeign þess greidd til eigenda í hlutfalli við eignarhlut. Ekki verður séð að aðaltilgangur félagsins sé annar en að ávaxta eignir þess og er það mat bæjarstjórnar að það sé best gert í höndum eignaraðilanna sjálfra. Einnig telur bæjarstjórn óeðlilegt að eingöngu hluti eig- enda þess fái greiddan ágóðahlut, þ.e. sveitarfélögin." Flestir sem um þessi mál hugsa hljóta að komast að sömu niðurstöðu og bæjarstjórnin. Það getur ekki verið eðlilegt að félag sem stofnað er á þessum grunni og síðan leyst upp starfi áfram sem eignarhaldsfélag. Þetta félag ber að leggja niður, en það hef- ■ ur enn ekki tekist þrátt fyrir tilburði nokkurra þingmanna um að taka málið upp á Alþingi. Við Mosfellingar höfum fyrir augum nærtækt dæmi um álíka félag sem í raun er búið að leggja niður en starfar ennþá sem fé- lag til að varðveita eignir. Það vita það flestir að rekstur Kaupfélag Kjalarnesþing í þeirri mynd sem kveður á í tilgangi félagsins er aflagður. Samt virðast þeir aðilar sem komu síðast að rekstrinum vera að reka félag sem ekki starfar lengur í anda tilgangs félagsins. Um tilgang félagsins sem samþykktur var á aðalfundi þann I. júní 1992 segir m.a. að tilgangur félagsins sé „að útvega félagsmönn- um og öðrum vörur og þjónustu á sem hagkvæmastan hátt“ og „að viðhalda og útbreiða þekkingu almennings á samvinnustefnu og aðferðum samvinnuhugsjónarinnar við að leysa félagsleg viðfangsefni". Það er búið að leggja Kaupfélagið sem slíkt niður og augljóst að það ber að leysa félagið upp. En hér stranda menn á skerjum. Löggjafinn virðist ekki hafa gert ráð fyrir að félög eins og Kaupfélagið og Brunabótafélagið séu lögð niður.Aðeins liggja fyrir ítarlegar útfærslur á hvernig fara skuli að komist félögin í þrot. En hverjir eru nú eigendur Kaupfélagsins? Jú það eru félagsmenn sem skrifað hafa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir hlíti sam- þykktum félagsins. Sjóðir félagsins eru myndaðir af séreignahlutum félagsmanna og í hann lagt aðildargjald þeirra og sá hluti hagn- aðar sem aðalfundur ákveður eftir ákveðnum reglum. Arlega ber að vaxtareikna séreignahluti í stofnsjóðnum og er þessi stofn- sjóður notaður við rekstur félagsins. Séreignahluti félagsmanns kemur til útborgunar við andlát hans, við brottflutning af félags- svæðinu og eftir 70 ára aldur, óski hann þess. Séreignahluti hvers félagsmanns miðaðust við verslun hans við félagið, enda muna margir sem þekktu til reksturs Kaupfélagsins að það var algengast að félagsmenn væru í reikning. Þetta var þó ekki algilt.Að öllu óbreyttu liggur það beint við að þegar og ef félagið verði lagt niður ætti það sem eftir stendur að renna til þessara félagsmanna. Félagsmenn skráðir í félagið eru einu eigendur Kaupfélagsins. Bíði núverandi stjórn lengi með aðgerð af þessu tagi er augljóst að erfiðara verður um vik þar sem gömlu frumherjum Kaupfélagsins fækkar stöðugt. Þó liggur beint við að afkomendur þeirra taki við t.d. við andlát. Þá eru engar tekjur að leggjast í sér- eignasjóð félagsmanna þar sem Kaupfélagið er með enga starfsemi sem tengist félagsmönnum eins og gert er ráð fyrir í samþykktum félagsins. Núverandi stjórnendur eru því að ráðstafa fasteignum félagsins sem ekki eru þeirra líkt og eignarhaldsfélag Brunabótafélagsins. Ovíst er hvar slíkt endar. Því er ábyrgð núverandi stjórnenda mikil og ber þeim að slíta félaginu. Löggjafarvald Alþingis verður hins vegar að koma með að skýrari reglur um hvernig skuli leggja fé- lög niður sem ekki starfa samkvæmt yfirlýstum tilgangi sínum hvort sem þau eru rekin með hagnaði eða gróða, annars verður um óeðlilega eignaupptöku þeirra sem síðast koma að rekstrinum að ræða. LEIÐAP.I: HELGI SIGURÐSSON Viltu læra á píanó? Ég býð upp á einkatíma í tónlistarnámi. Um er að ræða: 1. Hefðbundið píanónám (1.-8. stig.) 2. Létt músík af fingrum fram, djass o.fl. 3. Undirstaða í söngnámi. Fyrir börn og- eða fullorðna. Námsgleði í fyrirrúmi. Arnhildur Valgarðsdóttir, BA, CTGS. Upplýsingar í símum 698-7154 og 566-8143. nýtt blað. Útgefið af Samtökum óháðra i Mosfellsbæ. Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 696 0042, fax 566 6815 íþróttir: Pétur Berg Matthíasson s. 861 8003 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 7. tbl. 1999 - 2. árgangur nýj/&e*slu* Tilkynning Munið aðalfund Foreldrafélags Varmárskóla mánudaginn 18. október n.k. kl. 20:00 í hátíðarsalnum. B, §es la landsins fjörgvin Tómasson, orgelsmiður, stendur hér við eina merkilegustu gestabók landsins, sem staðsett er á Orgelverkstæðinu á Blikastöð- um. Þama hafa fleiri hundmð gesta ritað nöfn sín og á súlunni lengst til vinstri er komið nafn blm. Mosfellsblaðsins. Þama er um að ræða orgelpípur úr gamla org- elinu í Lágafellskirkju, sem smíðað var í hana 1956 eða 57 og tekið niður í nóvember 1992, þegar nýtt orgel frá Björgvin var sett inn. Gamla spilaborðið er nú notað sem skrifborð á Orgelverkstæðinu. Á verkstæðinu vinna nú fímm manns og er verið að smíða orgel í Ár- bæjarkirkju, sem er stærsta orgelsmíð Björgvins til þessa, en hann hefur með miklum dugnaði mtt brautina fyrir vandaða íslenska orgelsmíð hér á landi. 0 IHosfellsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.