Alþýðublaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. janúar 1955 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TILGANGURINN er sá að leitast við með nokkrum orð- um að gera fyrst grein fyrir aðaleinkennum spámannanna og skýra. j af nf ramt f rá því, sem greinir þá frá öðrum. Síð- an verður vikið að skáldunum og reynt að benda á einstök atriði í sálarlífi þe.rra. Mun þá sýna sig: að ýmisiegt er þeim sameiginlegt, skáldunum og íSpámönnunum. Svipuð sálræn fyrirbæri koma fram hjá hvor um tveggja. Sálarástand skáldsins, er hann yrkir, er að ýmsu áþekkt sálarástandi spá- mannsins, er hann veitir við- töku guðmælunum og flytur þau. Mismunurinn á innihaldi •hvors um sig, guðmælanna annars vegar.og skáidverkanna hins vegar, er að sjálfsögðu augljós. Eðlilegt er, að spUrt sé: Hvað er spámaður? Það er engan yeginn eijis auðvelt að svara þeirri spurnf 5ngu og virzt gæti í fljótú bragði. Það er þvert á móti erfitt að finna nákvæma og við unandi skilgreinlngu á því hugtaki. Það liggur að ;vísu beint við að segja — og er í Sjálfu sér rétt, að spámaðUr sé „maður trúarinnar" — homo religiosus —. spámennirnir eru ekki stjórnmálaihenn, sið- bótamenn, hugsuðir éða heim- spekingar. Lærdómur eða vís- índi einkenna þá ekki, en stundum geta þeir jafnframt verið rithöfundar og skáld. En enginn spámaður hefur komið fram án þess, að hann vær: fulltrúi og talsmáður einhverr ar trúar eða trúarbragða. Spá- menn eru gæddir þeim hæfi- leika að geta á sérstæðan og á- hrifaríkan hátt öðlazt snert- ingu við guðdóminn. Þeir fá vitranir frá þeirri veröld,' sem þeir kenna við guðdóminn. Þéir öðlast trúarlega reynslu, sem veldur því, að ævi þeirra og líf beinist inn á aðrar braut ir en ella myndi. Til eru þeir, sem að vísu Séra Guðmundur Sveiosson: Fyrri jreín hafa ö.ðlazt snertingu. við guð-! dóminn og mikla trúarreynslu ' án þess að verða spámenn þar ( fyrir. Það, sem skilur á miHi! slíkra og spámannanna, er. að hinir síðarnefndu eiga að tak-' ast það hlutverk á hendur að birta öðrum reynslu sína. Trú- arreynslan má ekki verða þeirra eigin eign eingöngu, efj svo mætti komast að orði. Þeir j eiga ekki einir að njóta henn- ! ar. Spámannsins er ekki . að j njóta, heldur að gefa. Þaði fyrsta, sem þannig verður sagt um spámanninn, er, að hann er boðberi. En • boðskapur spámannsins er ekki hans eigin. Hann er gjöf guðdómslns. Spámaðurinn bendir•:. ævinlega til . annars meiri, sem stendur bak við ; hann og býður, hvað boða skuli. iEðf I'vltund og máttugri tálar gegnúmhann. Hann tal- ar í umþoði annars cða. á yeg- úm . þess, sém heíur' .kgllað hánn til þjónustu við sig og hefur hann á valdi sínu. Spá- maðurinn et þess íullviss, að örð hans pg hugsanir erii ekki funnar frá honum sjálfum. heldur fengnar að gjöf. Hugs- 'uðurinn Vinnuf á verkstæði skynseminnar, mættj segja, og hann^ riotar ; hugsunma sem tæki. Hann raðar hugmyndum saman í kerfi eftir i'eglum rök- J hyggjunnar og dregur ályktán"^ ir af gefnum forsendum. Spá-j maðuTÍhn er hvorki grúskaran um f. ílíkur né vísindamann.-n- um. HæfHeiki hans og náðar- gáfa er að táka á móti því, sem honum er gefið af Guði. Þess vegna eru orð hans máttugri en annarra manna, af því að hann birtir og boðar v.ilja Guðs, sem öðrum er dulinn. . En boðskapur spámannsins GREIN ÞESSI fjallar um samanburð á spámömium &g skáldunum og Ieiðir í ljós, að ýmislegt er £ameigin- legt með þeim. Svipuð sálræn fyrirbæri koma fram hjá báSum, því að sálarástand skáldsins, er hann yrkir, er að mörgu leyti áþekkt sálarástandi spámannsins,, er hann veitir viðtöku guðmæíunum og fíytur þau. Tl þessum fyrrí hluta greinarínnar er svarað spurningunni; hvað sé spámaður, en í síðari hluta hennar er vikið að skáld- unum og bent á einstök atriði í sálarlífi þeirra. Séra Gúðmundur Sveinsson. og þó einkum frams.étning ef önnur og ólík kenr'arans, sem fyigir ákveðnum rgelum í kennslu sinni. Hanná 'heldur ekkert skýlt við predvkarann, sem leítast vlð að hafa áhrif á áheyrendur sína með því að skýra 5og útlista ákyeðinn texta. Hann er ekki sem fagn- aðarboðberinn ' (evangelisti), sem flytur boðskap, „keryg- ma", um eitthvað, sem gerzt hefur. Hanner ekki votturinn, sém béf vitni uin það, sem hann hefur sjáífur séð og rejmt. Þeir. sem nú hafa verið nefndir, láta aliir stjórnast af rólegri íhugun og. umhugsun fyrst og fremst, en ¦ spámaður- inn stjórnast — eftir eigin.um mælum — af „andanum" eða guðdóminum, — við myndum segja — ómótstæðilegum inn-. blæstri. Það má að vísu skii«reina orðið „innblástur" á :ýms?.n hátt. En næst hinu sanna mun sú skilgreining komast. að inn blástur sé í því.fólgmn, að/hug myndir og kenndir- hópast að meðyitundinni,. en .-sá.; sem fyi*- ir- slíkri reynsþ4-:-verðtu\ finnst hann sjálfur vera hlutlaus á- heyrandi og jafnframt á valdi annars og ekkert fá,. að gert annað en hlustaog hlýða. Slík er að minnsta kosti reynsla spá mannanna af innbiæstrinum. Þegar innblásturinn hefur náð- nægilegum styrkleiki vérður hann að ieiðslu (v,eks- tasis"). Ekki hafa fræðimenn orðið á eitt sáttir um það, hversu skilgreina skuli orð'ð eða hugtakið „ekstasis". Stund um hafa menn byggt skilgrein ínguna á merkingu sjálfs' orðs- ins '„ekstasis", sem er grískt. Leiðslan er þá látin íákna sál- rænt ástand, sem einkennist af þeirri undarlegu tilfinningu, að svo er sem sálin yfirgefi lflc amann í fullri vöku og steíat för um framandi, heima, eh glat: sambandi við fyrra um- hverfi sitt. En gríska orði'ð ..ekstasis" þýðir níinast: „Það að stíga ú't úr sj;i]fum ser,"" Hefur verið þýtt „frá-sér- numning". En þessi skilgrein- ing er ekki fuilnægjandi. Þessi tilfinning, sem nti var ]ýst, getur, að því er táV'.ð er, verið til staðar án þess, að um raun- verulegan ..ekstasis" sé að ræða. og orsakast af öðrum — að vísuskyldum.— hræringum í sáiarlífinu, ' Önnur og eldri Dkilgreining á hugtakinu er sú, að..,.ekstas- is" sé í raun og veru hið sama Qg , það.. sálræna^ ástand, sen> nefnt hefur :-verÍð „urio myst- ica", — hin leyndardómsfulla sameining. ..Un'.o.. imystica" éinkennist ''af;-..þeirri tilfinn- ingu trúarhrifningarinnar, að sálin virðist fullkomlega sam- stillast i og sameinast. -guðdóm- inum. í ólýsanlegrl -sælu og"' leiðslu' hve-rfur',.sálin ' í-.skaut :guðdómsins og .meðvitundiii máist út í aiverunni. •— En þessi skilgrein-ing er sömuleið- is' ófuHnægjandi. „Unio myst- jea" sem sálrænt ástand" bygg- ist nefnilega fyrst ,og fremst á ákveðnum trúarhugmyndum: Guð er alveran eða-alvitundin, og sál mannsins er einn hliiti. hennar, eins og neisti af eldin- uni, dropi úr hafinu. Sú hug- mynd kemur einkar glöggt fram hjá Einari skáidi Bene- diktssyni í þessum lióðlínum: .,En innsta hræring hugar m\na hún hverfa skal tii upphafs j, . s síns, - sem báran endurheimt í hafið. —" En „eksta-sis" er; hins vegar al- gengt meðal trúflokka, sem hvorki aðhyllast né þekkja Framháld á 7. síðu. í FJÖLLUM og frumskóg- wm Bolivíu, Brasiiíu. Ecuador og Perú búa margir hinna inn fæddu í þorpum við næSta frumstæð lífskjör, og efu flest þessi þorp svo smá, að þau itafa ekki verið staðsett á meinu landabréfi. En sum þess ara þorpa búa yfir læknis- fræðilégum leyhdardómum, sem ef til vill myndu,—¦ hvort sem þeirra er að leita í jarð- veginum, vátnihu, fæðunni, •— eða jafnvel líkama eða sálíbú- anna, |—! valda gerbyltingu í læknisfræði, ef takast mættí að finna á þeim raunhæfa skýr íngu. . '¦• íbúar þessara þorpa virðast nefnilega með öllu, eða að rnestu leyt,i vefa haldhir'ó- næmi gagnvart ýmsum þeim sj-úkdómum, sem læknar og þeilsufræðingar um víða ver- öld heyja nú harðasta baráttu við. Meðal þeirra sjúkdóma má nefna hjartabilun. krabba- mein, malaríu, sullaveiki, tann skemmdif og geðveiki. AÐKOMUMENN LÆKNAST - Allt í kringum þessi þorp, jafnvel í ! næsta nágrenni þeirra, valda þessir EÖmu sjúk- "dómar kvölum og da'uða. Þorpsbúar lifa yfirleitt., við ikjör, sem við mundum tæpast ikalla mannsæmandi. og þrlfn- aði er þar vægast sagt mjög á- bótavant. Þegar aðkomumað- TIL eru staðir, þar sem' fólk virðist með öllu ónæmt^ fyrir vissum sjúkdómum, og\ veit enginn enn af hverju\ það ónæmi stafar. Frá þessuS ] segir í eftirfarandi grein) jeftir baiidaríska vísinda-; Jmanninn Eugene Payne, en? ! 1 hún ér þýdd úr tímarrtinu S,Week". ¦-' ur, er þjáist af einhverjum; næmum sjúkdómi, sem óþekkt ur er" í viðkomandi þorpum, kemur þangað, væri aðiens rok rétt að álykta, að slík heimsókn myndi vekja drepsótt meðal í- búanna<En þ.ví fer fjarri. Hins vegar eruþess dæmi, að áð- komumaður hefur orðið heil- brigður eftir nokkra dvöl - í þorpinu. Hvers vegna? Á rannsöknarferð minni um Ecuador kom ég í hérað eitt í austurhlíðum Andesfjalla,. er Loja nefnist. Heyrði ég þar sagt frá brezkum verkfræð- ingi, sem lengi hafði þjáðst aí of háum blóðþr-ýstingi og snert af hjartabilun, og gátu læknar ekki veitt honum. neina meinabót. Þótti. full.víst, að hann mundi verða óvínnufær með öllu það sem eftir væri ævinnar. Sökum þess hve all- ar lífsnauðsynjar eru ódýrap í Loja, auk þess sem landslags-. fegurð er þar mikii og loftslag heilnæmt, fluttist hann þang- að og hugðist dveljast þar það sem hann kynni að eiga ólifað. Ég heimsótti mann þennan. Mér til undrunar virtist hann fílhraustur. Hjartað virtist í bezta lagi og blóðþrýstingur- inn eðlilegur. Hann sagði mér, að þegar hann dveldisf í Loja. kenndi hann sér ekki nokkurs meins, en um lejð og hann færi út f j'rir héraðstakmörkin, sækti í sama horf og fyrr. .,Af hverju , hyggið þér að þetta stafi?". spurði hann. * Væri þarna um eitt og ein- stakt dæmi að ræða, mundi maður álíta, að einliver óskilj- anlegur beygur, sem sækti að viðkomandi, þegar hann væri staddur utan héraðsins, væri' hin raunverulega sjúkdómsor- sök. En nú vill svo tli, að hjartasjúkdómar eru með öllu óþekktir meðal íbúanna , í þessu héraði, sem er 4400 fer- mílur að flatarmál;. Og hjarta bilaðir aðkómumenn, sem setj- ast þar að, hljóta oft varan- lega meinabót. Að öðru Jeyti er Loja ekki nein. Paradís, hvað almenna heilbrigði snertir. Fólk þar þjá ist af malaríu, kóleru og tauga veiki. Og í næstu héruðum þjáist fólk af -hjartasjúkdóm- um eins og annafs staðar. Framhald á 7, síðu. Sniilingur í heimsókn. —. FSÐLUTONLEIKAR FIÐLUSNILLINGURINN Isaac Stern hélt tónleika í Austurbæjarbíói s.l. miðviku- dag á vegum TónljStarfélags- ins. Honum var afburða vel tekið, og fengu :nerm minna að heyra en þeir vildu, vegna þess hve tíminn er íakmarkað ur af 'kvikmyndasýningunni, er fylgir á eftir. • Um leik Isaacs Sternes er það að segja, að hann er vafalaust sá bezti, er hér hefur heyrzt. Maðurinn er virtuos af hæstii gráðu og er engin goðgá að nefna hann í söina andrá og aðra mestu. snillinga fiðlunnar. Fiðlan hans*syngur:ým;st blítt eða sterkt með meira valdi en við eigum að vsnjast hér á landi. Efnisskráin var mjög fjölf breytt. Þarna voru gömlu meistararnir og hinir nýju, eins og Prokofieff, og var allt spilað af sömu snillinni. Fyrsta verkið á efnisskránni var Ada- gio eftir Haydn, en síðan kom Sónata í d-moll op. 108, nr. 3 eftir Brahms, fagurt verk og vel flutt bæði af fiðlu og þíanói. Síðasta verkið fyrir hlé var Chaconne eftir Bach, sem leikið er án undirleiks. Þessu virtuosaverki skilaði Stern af afburða tækni og mik illi. tilf inningu. . Eftir hlé lék Stern sónötu £ f-moll, op. 80 eftir Prokofíeff, sem er athyglisvert verk ,og gerir miklar- kföfur til ilytj- endanna. V"ar verkið flutt af snilli, ýmist-'með gneistandi krafti eða undraverðri HíSu. í Rondo Mozáfts í útsetningu Kreislers vár .virtuositeiið, í algleymingi -og sama' má -segja um hið' gullfagra. lag La Fon- taine d'Arethuse. eftir Szyman. owski. í hihni 'frægu Campan- ellu eftirPaganini var flutn- ingurinn-og túlkunin slík, a5 vart er hægt að ímynda sér3 að Paganini hafi sjálfur leikiðl hana betur. — Sem aukalag Iék Stern Valse sentimentale eftir Tchaikowski, og hefðu á- heýfendur'gjarna viljað heyra meira, ef tíminn hefði leyft'. Undirleikari Steras er Alex- ander Zakin, sem leikið hefur undir með honum í mörg ár? eru þeir því mjög vel samæfð- ir og þekkja vel hvor annan. Var. samleikur þeirra hinrs prýðilegasti. Má segja, að Tónlistarfélag- ið fari vel af stað á nýju átó að bjóða upp á slíkan afburðat listamann sem Isaac Stern, : . • : . I ' :. .CL..-GÍ ií«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.