Alþýðublaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.01.1955, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 9. janúar 1955 Útgefandi: Alþýðuflotyurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðarnenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Mðller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðsiusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþrtftarverð 15JX) á mánuði. 1 lausasölu IjOO. Sjáandi og blindir ÞEGAK. 'landsmörinum hef ur verið tryggð naeg, arð- bær og vel 1-aunuð atvinna, er stærsta viðf.angsefnið að sjá fólkinu fyrir góðum húsakosti við sanngjörnu verði. Húsnæðisrnálin eru nú í ófnemdarástandi í Reykjavík og mörgum kaup stöðunum úti á landi. Eftir- spurnin er margfalt meiri en framíboðið á leiguhús- næði, og verð þess hefur komizt upp úr öllu valdi fyr ir þrýsting samkeppninnar. Jafnframt er flestum þjóð- félagsþegnum ofvaxið að ráðast í byggingafram- kvæmdir vegna lánsfjár- skorts. Vand'.nn verður þvi augsýnilega ekkj leystur nema með stórátaki heild- arinnar. Húsnæðismálin orka sennilega mestu i dag til stéttaskiptingar vinnufærra heimilisfeðra, en afleiðing hennar er hróplegt órétt- lætí. Húsnæðisvandræðin bitna mest á . þeim, Sem hafa fyrir mörg-cun að sjá. því að barnafjölskykjurnar verða oftast út undan um leiguhúsnæði. Ófremdar- ástandið í þessum efnum hefur verið og er fúi í lífs- tré þjóðar'!nnar. Samt van- rækja valdhafarnir að taka þessí mál föstum tökum. Þeir tala, skrifa og lofa, en framkvæmdirnar eru fáar og smáar miðað við þörf- ina. Op r.berar ■ íökur um bygj^i nga rf r am k væm dirnar vitna raunar um ærna fram takssemi á þessu sviði, en þar er um að ræða skraut- -hallir hknra ríku, en ekki ’ hús handa alþýðufólkinu, sem vandræðin sverfa að. Og alþinsi hefur meira að segja aukið ófremdarástand ið vitandi vits fyrir atbeina stjórnarflokkanna. Nú brevður svo við, að Hannes Pálsson frá Undir felli hefur fengíð birta í Tímanum athyglisverða grein, þar sem hann leit- ast við að svara spurning unni hr e'-nig cigi að afla f jár til íbúðabygginga. Vafalaust verða skiptar skoðanír um sumar tillög ur Hannosar, en viðleitni han.s er virðingarverð, því að hun sýnir áhuga hans á Iausn vandans. Ýmislegt af því, sem greinarhöfund ur segir, er orð í tíma töl- uð og ótvíræður sannleik ur. Svo er um niðurstöðu Hans í greinarlolc, en hún cr orðrétt á þessa lund: „Enda þótt hægt sé með skynsamlegum ráðstöfun um að bæta lánsmöguleika til íbúðabygginga nokkuð frá þýí gem verið Hefur nú um skeið, i>á þarf eng inn að ímynda sér, að hægt sé að útrýma öllum húsonæðisvandræðum í bráð . . . Ef vel á að vera, þatf því! þjóðfélagið að gæta þess, að aJJar íbúða- húsabyggingar séu við hæ-fi. Að sem mest sé byggt af smáum íbúðum, og að hindrað sé allt húsa leiguokur með róttækri hiisalöggjöf. Þetta liggur vissulega í augum uppi. En flokksbræð ur Hannesar Pálssonar á alþingi hafa misst sjónar á þessari staðreynd. Þeir tóku höndum saman v:ð íhaldið og .afnámu jþúsaleigulögíih: Þeir hafa í fóstbræðralagi við íhaldið drepið umbóta- tiÝögur A'llþýðufTokkí) ns í húsnæðismálunum og þar með hafnað ýmsum þeim hugmyndum, sem Hannes Pálsson gerir nú að sínum. Framsóknarflokkurinn er þannig samábyrgur íhald- inu um ófremdarástand hús næðismálanna hér í Reykja vík og kaupstöðunum úti á landi. — Slíkt er ömurleg- ur en því miður sannur vitn isburður um þann flokk, sem forðum starfaði með Alþýðuflokknum að ger- breytingu í húsnæðismálum íslenzkrar alþýðu til íjávar og svelta. Það er gott og blessað, að Hannes Pálsson skuli vera svo sjáandi, að hann geri sér grein fyrir því, hvaða ráðstafanir eru nauðsynleg ar í húsnæðismálunum. Iíitt er illa farið, að flokksbræð- ur hans á alþingi skuli vera blindir á þessa miklu nauð svn, því að Hannes má sín lítlls á móti gextán bræðr- um sínum, sem hafa þá af- stöðu í húsnæð'ismálunum að þjóna fhaldinu. Verkefnið er TIL ÞESS að mönnum skllj- ist það, sem nú er orðið í skóla máli þessu, þykir rétt að rifja upp það, sem einu sinni var. Sá áfangi, s-em nú hefur náðst og minnzt er hér í kvöld, á sér nokkra forsögu. FORSAGAN Þegar ég kom heim úr fyrstu námsför minni um Norð urlönd haustið 1926, var svo ástatt í fræðslumálum hér, að barnaskólarnir voru í hröðu.m vexti. Fólkið flykkt'.st úr dreif býlinu i þéttbýlið. Börnin slitn uðu úr eðlilegum tengslum við daglegar athafnir -fullorðna fólksins. Foreldrar í bæjunum sóttu á að koma börnunum- vngri og yngri í skóla. Löggjaf inn undirbjó lög ym fræðslu- skyldu frá 7 ára aldri, með und anþágu að vísu. En landsmenn höfðu, af skiljanlegum ástæð- um, harla litla >:eyn.slu á að byggja t:i að kenna yngri börn um mörgum saman í bekk, samkvæxnt kröfum tímáns, þar eð þeim hafði til þessa verið kennt í heimahúsuin. Undanfarin tvö ár hafði ég kennt börnum hér í Reykjavík og fundið m'.g býsna vanmátt- ugan, einkum til að kenna yngri börnunum, sér í lagi lestur. Það var þetta, sem knúði mig; gersamiega fjár- vana, til að s!gla á eigin spýtur til frændþjóðanna á Norður- löndum. Og nú, þegar ég var kominn heim, réðíst ég strax í að ráða til mín smábörn, til að reyna í framkvæmd það bezta, sem ég hafði kynnzt í þessari fyrstu utanför. Ég var með þennan fyrsta hóp minn hjá þeim hjónum Ingvari Einars- syni skipstjóra og konu hans, Sigríði Böðvarsdóttur, sem þá bjuggu að Miðstræti 12, og var ég jafnframt hejmíliskennari barna þeirra. Þessa byrjunartilraun mína má telja mjóan vísi þess, sem nú er orðið. í GRÆNUBORG Þetta voru aðeins nokkur börn, varla bekkur. Viðleitni þessari var svo vel tekið aí for eldrrnn, að á næstu árum urðú bekklrnir tveir. Eftir 6 ár flutt ist skólinn í Grænuborg og var þar t.ll húsa þangað til s.l. vor í skjóli Sumargjafar. Þar urðu bekkirnir fyrst 3, þá 5 og loks 8. En húsrúm í Grænuborg leyfði ekki meiri stækkun. Að sóknin var hins vegar það mik il, að til hreinna vandræða hórfði. Skólagjald var lengst af 10 krónur á mánuði, meðan skólínn var einkaskóli rninn. Engra styrkja naut skólinn. Sökum þess, hvað foreldrar tóku störfum mínum vel, og vegna þess,. að mér rann til rifja umkomuleysi barnanna á götum borgarinnar, stofnaði ég vorið 1928 vorskóla fyrir smábörn og starfrækti hann við gífurlega aðsókn til 1940. Vorið 1940 tóku hernámsyfir- völdin Kennaraskólann til af- nöta fyrir aðmírála sína. En vorskólinn hafði 'lengst af ver- ið til húsa í Kennaraskólanum fyrir góðvild skólastjóranna, séra Magnúsar Helgasonar og Freystelns Gunnarssonar. ■— Margt lærði ég í vorskólanum. Sérstaklega eru mér minnis- stæðar nánxsferðir með börn- unum út á víðavang. ^ RÆÐU þessa flutti Isak) • Jónsson skólastjóri í fyrra- 1 ^ dag í hófi til að íagna nýju 'i ^ húsí skólans, sem v.',i liann ^ ^ er ktunciur. Rektir Isak sögu ^ skóians o-g byggingarmáls- ý S ins, en hún vitnar vissulega ^ S um gotí og þarft brautryðj- s S anáastarf. Það ög árangur s S þess er Isak Jónssyni aS \ ) þakka öliuxn öðrum fremur, S ^ þó að margir liafi lagt) ^ drengiiega honcl að verkinu. J meitluðust við margbrevtileg- ar aðstæður, og er börnuni fjclgaði í skólanmn og ráða þurftl kennara, var mér það mikill styrkur, að nýir kennar ar við skólann höfðu notið þjálfunar hjá mér. GAGN OG GAMAN I Árið 1933 var ég samstarfs- maður Helga Elíassonar fraxðslumálastjóra við að s-emja Gagn og gaman. lesbók fyrir byrjendur. T'.llag mitt til þeirrar bókar var beinlínis á- vövtur af reynslu minni við skólann. Bókinu: var afbragðs yal tekið, og var þetta. að sjálf sögðu bending um, að stefnan mundi ekki vera 'svo fráleit.j og ■bá jafnframt brýnmg um að i herða róðurinn. safna meri j revnslu, sækja. betur fram. .Á- i nægjulegt samstarf okkar j Iielga Elíassonar fræðslvmála- i stjóra var mér ómctanleg; örv- ! un og styrkur. • ísak Jónsson. ÆFIN G AKENNSL AN Það varð afdrifaríkt og markaði timamót í sögu skól- ans og starfsferli mínurn, þeg- ar Freysteinn ' Gúnnarsson skólastjórl bað mig, sumarið 1932. að taka að mér æfinga- kennslu í Kennaraskólanum vegna smáharnakennslunnar, og skvldu æfingár kennara- nema fara fram í s.kcla mtnum. Þetta var í fyr-ta sinn. sem æf- ingakennsla vegna vngri barna var tekin upp við Kennaraskól ann.'Var þar á engri innlendri reynSlu að byggja og mikill á- byrgðarhluti að takast slíkt á hendur. En vandi var vel fcoðnu að neita, og ég hætti á að taka þetta að mér. Á kom- andi vor'. hef ég í 23 ár haft á-byrgð á stefnu og starfshátt- ' um æfingakennslu ívrir bö'rn á aldrinum 6—8 ára í Kennara- skólanum. Sýnikennsla og æf- ingar kennaraneina . hafa ætíð faxið fram í þessum skóla. | Þegar ég tók þetta vanda- verk að mér, varð mikil brey.t jing á störfum mínum. Áður jVar ég áð þreifa fyrir mér ivegna sjálfs mín. Nú átti ég að (kenna öðrum að kenna: En eitt ,er a5 kunna og annað að , kenna. Ég man, að ég var , stundum gripinn ang!st yfir ó- yissunni um það, hvernig þetta yrði gert sem bezt, miðað við íslenzk börn, íslenzka ,kennara, íslenzka • þjóðmenn- , ingu. Eg kenndi og kenndi og æfði mig, gerði þrctlausar til- raunir á svipáðan hátt og mað ur, sem æfir sig á hljóðfær1:. Sá maður, sem leiðbeina skal kennaraefnum, verðúr að hafa mikla leikni og víðfeðma yfir- sýn t:i þess að geta á hrað- fleygri stund, strax að lokinni kénnslu, veitt þær leiðbeining ar og þau ráð, sem að haldi koma. T:i að brynia mig betur fyrir þessum vanda, varði ég sumrum til utanfara og dvaldi veturlangt í Vesturheimi. Með aukinni ábyrgð og trausti óx mér kjarkur og ör- yggi. Áðferðir þær, sem beitt var við skólann, mótuðust óg FR4MTAK fórelbranna En, svm kemur að því, ’ að vegna dýrtíðar revnist ógern- ignúr að reka skó’ann sem ó- styrktan einkaskóla. Stórtap varð p rek-tri hans síðustu tvö á'rin. Eg ákvað' b.vi í samráði við konu mína að ieggja skól- ann n ður vorið 1946. En með því. að okkur fannst betta ekki með öllu okkar ernkamál, ‘þá létum við allmarga foreldra vita um fyrirætlun okkar. ef ske kynni, að þau vildu eitt- hvað leggia t:i málanna, eygðu einhver ráð. Árangurinn varð sá, sém skólanefndarfornaaður, Sveinn Benediktsron framkvæmda- stióri, lýsti fyrir yður áðan. og þér megið gerst sjá. Ákvörðun foreldrafundarins 7. jan. 1946 réði þar úrslitum. En þó verða slikar ákvarðanir oft léttvæg- ar. sé þeim ekki fylgt eftir í verki. En það heíur einmltt verið gert hér, og ekki af neinni hálfvelgju. í rúmlega 9 ár hafa foreldrar og fulltrúar þeirra í skólanefnd .sýnt ein- lægan áhuga á skólamáli þecsu, nærri óskiljanlegan á- huga, með fjárframlögum og starfsfórnum. Og þó að'-margir hafi 'lagt þar hendur að verki, er sérstök ástæða til ag geta tveggja manna, er hafa v.erið í skólanefndinni frá byrjun. En það eru þeir S'véihn Benedikts son framkvæmdastjóri, sem jafnan hefur verið formaður nefndarinnar, og Gunnar 'E. Benediktason hæstaréttarlög- maður, sem verið hefur lengst af varaformaður. Þessir menn hafa oft þurft að ráða fram úr miklum vanda, einkum for- maður skólanefndar. ékki sízt meðan verið var að byggja skólahúsið, og te.kið á sig'ó- næðf. eins og t. d. formaður- inn Sveinn Benediktsson og kona hans. En skúlanefndar- fundimir hafa lengst af verið baldnir á heimlli þeirra hjóna. Þá hafa. þau frú Aðaibjörg Sig urðardóttir og Sveinn Tryggva son framkvæmöastjóri, sem nú eru einnig 'í nefndinni, ekki legið á liði sínu. Ég. vil fyrir hönd skólans votta þessum mönnum og öðrum lxeim, sém í skólanefndinni hafa vefið, alúðarfyllstu þakki.r fy/r ó- metanleg slörf og á.nægjulega samvinnu. Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.