Alþýðublaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. jan. 195S Samkennarar mínir, kunningjar, vinir og vendsla. menn hafa á liðnum hátíðum sýnt mér frábæra vinahlýju og einstakt kærleiksþel á mjög marga vegu. Þakka ég drenglyndið og elskusemina hjartanlega. Landsspítalanum, 15. 1. 1955. HALLGRÍMUR JÓNSSON fv. sk. *■- 'HANNES A HORNINU" Vettvangur dagsim iUr öliuml \ \ l áffum. Er ekki hægt að skrúfa fyrir einstök hverfi hita- veitunnar? — Og bjarga með því öðrum, sem allt af sitja í kulda? — Bréf frá einum, sem kalt er á klónum. — Fuglarnír á Tjörninni og vanrækslan. „KALDUR Á KLiÓNUM“ ] — og fylgst með þeim allan skrifar: „Eg á heima í einu af ársins hring, fylgst með bar- hverfunum, þar sem hitaveit- áttu þeirra fyrir lífinu, fyrir an fullnægir alls ekki þönf- inni. Það er allt af drepkalt hjá okkur. Vitanlega er þetta sífellt umræðuefni á öllum heimilum þar sem ástandið er svona. Og maður heyrir marg- ar tillögur. Ein sú skynsam- legasta, sem ég hef heyrt, — barst mér tU eyrna fyrir fá- um dögum og var ákveðið að skrifa þér hana. TILLAGAN ER Á ÞÁ leið, að starfsmenn hitaveitunnar skrúfi við og við allan sólar- hringinn fyrir vatnið til þess að safna fullkomlega í geym- ana. Manni skilst að ekki þurfi að loka lengi fyrir allan bæ- inn til pess að geymarnir fyll íst, en ef til vill yrði það til þess að hægt yrði að hita upp allar íbúðir við og við. EG ER EKKI svo fróður, að ég viti með - vissu, hvort ’hægt er að loka fyrir einstök nverfi og ætti það að vera hægt. En ef það er hægt, þá verður að skammta vatnið með því að joka fyrir hverfin hvert út af fyrir sig svo sem í hálfan ann- an tíma í einu. Ekki kólna ofn arnir til fulls á þeim stutta tíma, og ætti því ekki að valda neinum óþægindum, en hins vegar færa mörgum kærkomin þægindi. EF TIL VILL er allt þetta tal mitt tilgangslaust, að stjórn endur hitaveitunnar hafi ein- mitt athugað petta og geri það að einhverju leyti, en það verð ur þá að hafa það og enginn getur láð okkur, sem sitjum köld á klónum, þó að við reyn um að finna einhverja lausn á þessu vandamáli x /kuldatíð- inni.“ BORGARI s'krifar: „Viltu annað hvort birta eftirfarandi hréf eða taka efni þess til at- hugunar, og kveða þar svo vel að þessu máli, að ekki verði daufheyrst við því lengur. Það Sem ég ber fyrir brjósti í þetta sinn eru fuglarnir á Tjörninni. EG HEF nú um 20 ára skeið fleygt til þessara vina minna þeim brauðafgöngum, sem fallið hafa til heima hjá mér þeirri ánægju, sem allur þorri fólks hefur af þeim. En ég hef líka fylgst með skeytingarleysi sem þessum vesalingum er sýnt. Fyrir tveimur dögum fór ég með brauð í poka niður að tjörn. EG GEKK með fram Tjörn- inni, en sá engan fuglinn. Þá benti vegfarandi mér á, að þeir héldu sig í smávök syðst við enda Tjarnarinnar — og þang að fór ég •— og mér hraus hug- ur við að sjá þá vera að frjósa inni í smá vök, sem var að lokast. Þarna voru einnig þrír svanir. Eg fylltist reiði, reiði yfir því, að bæjaryfirvöldin skildu ekki gera þær ráðstaf- anir í samráði við Dýravernd- unarfélagið. Ef pað er þá enn starfandi, sem ber stórlega að efa, að leiða eitthvað af öllu heita vatninu, sem fer til spill- is í t. d. syðsta enda Tjarnar. innar. Þá yrði aldrei aðal tjörnin skert. Eg skora á alla sem ráða í þessu máli, að láta þetta ekki dragast. EG HEF heyrt mann segja: Þetta eru harðgerir fuglar, •— þeir lifa af veturinn. — Veit sá hinn sami hvað margir frjósa í hel hér á Tjörninni á hverjum vetri, eða rotast í briminu, er þeir leita til sjáv- ar? í það minnsta eykst ekki fuglalífið á Tjörninni. Eins hef ég heyrt minnst á, að það geti stafað hætta af því fyrir börn, ef vök væri haldið opinni á Tjörninni. Því ættu ekki börn einmitt að vara sig á þeirri vök, er þau vita af — því mjög sjaldan er Tjörnin öðru vísi en með ótraustum ís — og vakir hér og þar. Það er blátt áfram ekkert, sem mælir á móti því, að leiða heitt vatn í Tjörnina og kostnaðinn ætti ekki bær. inn að setja fyrir sig, — pví yki þetta eitthvað opinberu gjöldin okkar — myndu allir borga slíkt með meiri gleði, en sumar aðrar framkvæmdir. Eg vona, borgarstjóri, formað. ur fegrunarfélagsin's — og síðast og ekki sízt einhverjir úr Dýraverndunarfélaginu, lesi þessar línur — og daufheyrist ekki við þeim.“ Hannes á hominu. í DAG er miðvikudagurinn 19. janúar 1955. FLUGFERÐIlt Lofílciðir. Hekla, millilandaflugvél Loft j leiða, var vænlanleg til Rvík-1 ur k. 7 í morgun frá New j York. Gert var ráð fyrir, að j flugvélin færi kl. 8.S0 til Satf-1 angurs, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxí fer til Kaupmannahafnar kl. 11 f. h. í dag. Innanlandsflug: í dag eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar, ísafjarðar, Sands, j Siglufjarðar og Vestmanna- ayjea. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Egils-' staða, Fáskrúðsfjarðar, Kópa1 skers, Neskaupstaðar og Vest mannaeyja. SKIPAFRETTIR | Skipadeild SÍS. ' | Hvassafell fór frá Túborg í j gær áleiðis til Grangemouth. j Arnarfell fór frá Reykjavíkj 10. þ. m. áleiðis til Brazilíu. i Jökulfell fór frá Revkjavík í gær áleiðis til Hamborgar og Ventspils. Dísarfeil er í Kefla vík. Litlafell er á leið frá Norðurlandi til Faxaflóa- hafna. Helgaflel er í New York. Ríkisskip. Hekla fór frá Reykjavík í gærkveldi austur um land í hringferð. Esja er á Austfjörð- um á suðurleið. Herðuþreið er á leið frá Hornafiðri til Reykja víkur. Skjaldbreið fer frá Rvík á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill átti að fara frá Reykjavík á miðnætti í nótt vestur um land til ísa- fjarðar. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkveidi til Vest mannaeyja. Eimskip. Brúarfoss fór frá Akureyri 17/1 til Siglufjarðar, Skaga- strandar, Hólmavíkur. Drangs ness, ísafjarðar, Patreksfjarð- ar og Breiðafjarðar. Dettifoss fór frá Ventspils 16/1 til Kot- ka. Fjallfoss fer írá Hamborg 20/1 til Antwerpen. Rotter- dam, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss er í Reykjavík. Gull- foss fer frá Reykjavík í dag til Leith og Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss fór frá Reykja vík 15/1 til New York. Reykja foss fór frá Hull 15/1 til Rvík ur. Selfoss kom til Kaup- mannahafnar 8/1 frá Fa! berg. Tröllafoss fór frá New York 7/1 til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá New York 13/1 til Reykjavikur. Katla fór frá London 15/1 til Danzig, Rostock, Gautaborgar og Krist iansand. BRÚÐKAUP S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Áre líusi Níelssyni ungfrú Kristín Eiðsdóttir og Hörður Krist- geirsson. Heimili þeirra verð ur að Óðinsgötu 32. AFMÆLI u Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐBJ.4RGAR GUÐBRANDSDÓTTUR. Vandamenn. |Íl| ^ f / k A B 111 i r r V /■ vV* 1 1 1) um ókeypis för. í febrúar- og júlímánuði n.k. mun menntamálaráð út hluta nokkrum ókeypis förum með skipum Eimskipa félags íslands til fólks, sem ætlar milli íslands og út- landa á þéssu ári. Eyðublöð fyrir umsóknir um för fást í skrifstofu ráðs íns. Ekki verður hægt að veita ókeypis för því náms fólki, sem kemur heim í leyfi. — Ókeypis för til hóp ferða verða heldur ekki veitt. 2) Um fræðimannastyrk. Umsóknir um fræðimannastyrk, sem veittur er á fjár lögum 1855, verða að vera komnar til skrifstofu menntamálaráðs fyrir 1. marz n.k. Umsóknunum fylgi skýrslur um fræðistörf umsækjenda síðast liðið ár og hvaða fræðistörf þeir ætla að stunda á næstunni. 3) Um styrk til náttúrufræðirannsókna. Umsóknir um styrk, sem menntamálaráð veitir til náttúrufræðirannsókna á árinu 1955, skulu vera komn ar til skrifstofu ráðsins fyrir 1. marz n.k. Umsóknun. um fylgi skýrslur um rannsóknarstöi'f umsækjenda síðast liðið ár og hvaða rannsóknarsttörf þeir ætla að stunda á þessu ári. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjávík og að undan gegnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frek ari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsing ar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti 4. ársfjórðungs 1954, sem féll í gjalddaga 15. jan. s.l., áföllnum og ó- greiddum veitingaskatti, gjaldi af innlendum tollvöru tegundum, matvælaeftirlitsgjaldi, skemmtanaskatti, tryggingariðgjöldum af lögskráðum sjómönnum og lög skráningarg j öldum. Borgarfógetinn í Reykjavík, 18. jan. 1955. Kr. Kristjánsson. F U N D I R Kvenfélag Hallgrímskirkju. Skemmtifundur að Röðli, niðri í kvöld (miðvikudag) kl. 8.30. Félagsmál, einsöngur og upp- lestur. Takið spil með ykkur. — * — Bjarni Ásgeirsson, sendiherra íslands í Osló, verður til viðtals í utanríkis- ráðuneytinu í dag kl. 2—4 e.h. Húsmæðrafélag Rcykjavíkur vill minna konur á 20 ára af mælisfagnað félagsms, sem haldinn verður hátíðlegur í Þjóðleikhússkjallaranum mánu daginn 24. þ. .m. Styrktarsjóður munaðarlausra barna 7967. 70 ára var í gær frú Þuríður Brjmjólfsdóttir, Bergstaðastíg 40, Reykjavík. snyrttvðrer kalc & fánm ánua nnnlð aár lýtteyili w amUníallt Erlendlr sjómenn Framhald af 8. síðu. kr. í, hlífðaráklæði af fólks- bifrei'ð og vindlingum. Þá falsaði hann undirskrift vinnuveitanda í orlofsbók- ina, svo og nafn eiganda bókarinnar í því skyni að fá féð. Þá framdi hann einnig" 3 aðra þjófnaði á s.l. sumri. Stal liann þá m. a. íútvéL sjálfblekungunx og karJ- mannafötum. DÆMDUR FYRIR ÞJÓFNAÐ OG SKJALAFÖLSUN Pilturinn var dæmdur fyrir þjófnað og skjalaíölsun og hlaut 6 mánaða fangelsi. Svipt ur var hann einnig kosningar rétti og kjörgengl. Auk þess- var honum gert að greiða kr. 3760 í skaðabætur og máls- kostnað varð hann að bera. Alþýðublaðinu f ^■•^■•^■•■^■•■^■•■^■•^••^•■^■•^■•■^■^■•■^‘•■^'■tt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.