Alþýðublaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikuclagur 19. jan. 1955 Útgefandi: Alþýðuflo\\urlnn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvdldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingasijóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ás\ riftarverð 15,00 á mánuði. 1 lausasölu 1,00. Bros eða alvörusvipur? SUNDRUNG hinna lýð- ra&ðissinnuðu íhaldsandstæð inga í landinu veldur því, að Sjálfstæð.'sflokkurinn ræður lögum og iofum í ís- lenzkum stjórnmálum, þó að hann 'eigi síminnkandi kjósendafylgi að fagna. Framsóknarflokkurinn hef ur samfylkt honum um stjórn landsins og jafnvel haft forustu um sum var- hugaverðustu stefnumálin. Samt láta foringjar hans svo, að þeim líki illa vistin í flatsænginni. Þetta á eink um við um formann flokks ins, Hermann Jónasson, sem hefur oftar en einu sinni undanfarið vikiö að nauð- syn vinstri samvinnu. Sum ir telja þetta bros, en aðrir alvörusvip. Sjáifsagt fæst úr því skorjð áður en langt um líður, hvor skýringin muni rétt. Auðvitað er hægt að út- skýra á ýmsan hátt þá ó- heillaþróun; sem leiðir af völdum og áhr.ifam íhalds- ins. En meginorsök hennar er vafalaust sú staðreynd, að Framsóknarflokkurinn hefur brugðizt þeirri vinstri stefnu, sem hann barðist fyrir forðum daga, svo og Moskvuþjónkun kommún- ista. Hugarfari Brynjólfs Bjarnasonar og Einars 01- geirssonar verður áreiðan- lega ekki breylt, og flokk- ur, sem þeir drotína yfir, er óhugsandi laðili að vinstri samvinnu. Aftur á móti eru nokkrar líkur á því, að Hermanni myndi takast að þoka Framsóknarflokknum til vinstri, ef hann gengi að því verkí af saraa áhuga og orð hans vitna um. Það er breytingin, sem cllu máli skiptjir. Framsóknarflokkur inn er ennþá úrslitaaðili um íslenzkt stjórnarfar. Hætti hann að þjóna íhald inu og skeri upp herör fyr- ir nýrri og farsælli stefnu varðandi stjórn landsins, þá er þess að vænta, að í- haldinu verði skipað á rétt an stað minnihlutans. I þessu sambandi er á- stæða til að leggja áherzlu á, að þetta er ekki aðeins reikningsdæmi manna- skipta í ráðherrastólunum. Hér verður ekki komið á vinstri stjórn nema horfið sé frá óheillastefnu undan farinna ára og brotin braut til nýrri og betri úrræða. Erfiðleikarnir, sem nú steðja að, stafa af óstjórn og ofstjórn. En hér gætu dafnað arðbærir atvinnu- vegir og blómgazt heilbrigt fjármálalíf, ef haldið væri á málum lands cg þjóðar af framsýni, ábvrgðartilfinn- ingu og réttsýni. íslending- ar æltu að standa betur að vígi í lífsbaráttunni en nokkru sinn; fyrr, ef land inu væri vel stjórnað. Á- standið, sem nú ríkir, leið ir hins vegar fyrr eða síðar til hruns og öngþveitis, og þá er ef til vill of seint að ætla að snúa við. Og það er ekki nóg til úrbóta að brosa til vinstri. Alvörusvipurinn skiptir öllu máli. Alþýðuflokkurinn lætur málefni ráða af.stöðu sinni til stjórnarfars og stjórn- málasamvinnu. Baráttumál hans eru nauðsynjar og hagsmunir launþeganna og alþýðunnar. Og hapn er jafnan reiðubúirm til sam- starfs við öll þau lýðræðis öfþ sem vilja veita þeim baráttumálum hans brautar gengi. Einn, sem er ánœgður GUNNAR BENEDIKTS- SON flutti nýlega útvarps erindi um daginn og veg- inn. Nú hefur heyrzt ein á- nægjurödd um erindið. Hún lét til sín heyra í útvarps- þætti Þjóðviljans í gær. Þar segir orðrétt: „Sagt er, að Gunnar Benediktsson hafi talað alláheyrilega og af þó nokkru viti um daginn og veginn.“ Þetta skýrist dálítið, þeg ar að því er gætt, að undir greininni stendur: G. Ben. Og þá man maður það, að höfundur útvarpsgagnrýn- innar í Þjóðviljanum er Gunnar Benediktsson. Þó væri, að honum fyndist hann sjálfur nokkuð áheyri legur og sæmilega vitur! En ætli hann sé ekki einn um þá afstöðu? Alþýðublaðið Fæst á flestum veitingastoðum bæjarins. — Kaupið blaðið um leið og þér fáið yðui morgunkaffið. Jazzinn o TÓNLISTARFYRIRBÆRI það, sem við nefnu.m ,,jazz“, tók fyrst á sig form í drykkju I knæpunum í New Orleans, og í knæpunum í Chicagó hélt þróun hans áfram, í umhverfi sem einkenndist af glæpum, I lauslæti, kynþáttahatri, eitur- lyfjanotkun og ofdrykkju, — valdasvæði glæpaforingjans, A1 Capone. þar sem öll lög og allt siðgæði var virt að vettugi í sóðalegum danssölum og saurlifnaðarholum. Oðru hverju truflaði leiðinleg, en óhjákvæmileg fangelsisvist þá ,,hversdagslegu“ lifnaðarháttu þessara manna og kvenna, sem fyrr eða síðar urðu ávallt að leita á náðir eiturnautna, til þess að fá afborið hið æðis- gengna líf. Það var á slíkum stöðum, sem Bix Beiderbeeke, Frank Teschemacher, Louis Arm- strong, Bessie Smith, Sidney Bechet, Sophie Tucket, Eddie Cantor, A1 Jolsson og Mezz Mezzrow, og aðrir þeir, er síð ar • hlutu vfðurkenningu sem stórmeistarar jazzins, komu fyrst fram á sjónarsviðið sem kornungir menn. Og um þetta æðisgengna líf fjallar sjálfs- ævisaga Mezz Mezznows, sem fyrir skömmu er komin út, og hefur vakið mikla athygli. TÓNLIST — OPÍUM. Jazzinn er upprunninn með Negrum, og þó einkum sú stíl tegund hans, sem nefnist ,,Blues“, — harmsöngurinn, en hinum svörtu hljóðfæraleik urum og söngvurum virtist vera eiginlegt að túlka þá stíl tegund á persónulegan hátt;: ná áheyrendunum á vald sitt og hrífa þá tU gráts. Þegar leið á kvöldið söfnuðust Negrarn- ir, — og þéir hvítu menn og konur, sem höfðu hugrekki til þess, — saman í leyniknæpun um, og nutu „harmsöngs:ns“, unz dagur rann. Jazzinn var þessum manneskjum allt; mat urinn var þeim hinsvegar aukaatriði, og þegar sulturinn sagði til sín, var bann sefaður með Marihuanavindlingum eða ópíum. Nautn slíkra eitur lyfja var bönnuð með lögum, en var engu að síður geysilega útbreidd. Fljöldi fólks varð að aumingjum fyrir jazz og eitur lyfjanautn, og lauk sinni ve- sælu æfi í fangelsi eða á fljóts botni. En á meðan það mátti var hugur þess alíur bundinn við jazzinn, og meistarar hans nutu aðdáunar í þe:m hópi sem konungar væru. Sidney Bechet er einn þeirra fáu „meistara", sera sluppu nokkurnveginn óskaddaðir úr þessu víti. Hann túlkaði á meistaral|egan ihátt með lefk sínum á klarinett eða sópran- saxófón hljómræna formfestu Negranna í New Orleans, hug myndaflug þeirra og ást á sam ræmi í lagi og flutningi. Þessi .57 ára jazzmeistari er enn svo sérstæður og persónulegur í list sinni, að þegar hann leikur inn á hljómplötur, kýs hann helzt að leika sjálfur á öll sex hljóðfærin, svo að samhengið i og samræmi'ð lí flutningnum njóti sín til fulls. Bix Beidebecke var annar. Luralegur vexti, stóreygður. meðalmaður á hæð. Hann lék á . beyglað kornetthorn, sem hann skildi aldrei við s'g, og Þegar hann þeyt.ti það, stóð whiskymengaður loftstrókur- inn út úr því, svo áheyrend urnir urðu sætkenndir. Hann LOUIS ARMSTRONG drakk sia í hel 23 ára að aldri. Bessie Smiih var hin ó- krýnda drc tning harmsöngs-' ins. Aðdáuna-veró. b'ökk söng kona. sem haí’ði náð sl.kri 'full komnun í rádúbeitingu, að JA77INN verið uracleilt tó’.ifi 'tarfyrirbæri á . síðustu áraturum. I grein , þessari, sem fjai-ar um ný- , útkomna sjálfsævi rtgu eins kunnaúa fovsvarsmanns jazzins í Randaríkjunum,' eru 'Tr,y::r í síuttu máli V vokkrir þæítir úr srtgu jazz-' i ín.s sðngur hennar barst langar le'ðir. Þsgar hún söng í „Para dísargarði". þar sem hún var fastráðin. varð ekki neitt við mannfjöldann ráfJð. Það var því l;ka.st, sem hún dáleiddi áheyrendurna með sönghrynj- andi s nni, og rödd hennar fyllti salinn, heit og tryllandi. FATS WALLER Þar sem hún var, sameinuðust allir þættir kvenlegs eðlis í e nni. töfrandi persónu; ítur- vaxinni blökkustúiku, ’glæsi legri í sjón og hreyfingum, er dró áhorfendur að sér eins og rafsegullinn stálsvarfið. James Radel hlýddi e'.nu sinni á söng hennar, og um lei'ð og fyrsti tónninn hljómaði, gapti hann af undrun, og þannig sat hann unz hún lauk söng sinum. Um tuttugu ára skeið stóðst engin samanburð við hana á þessu sviði, en hún drakk mikið. og smám saman hallaði undan fæti fyrir henni. Árið 1937 lentl hún í bifreiðaslysi. ann- ar handlegfur hennar rifnaði bví sem næst frá bolnum, og begar í sjúkrahúsið kom, leizt fcrstöðujEólklnu ekki á litar- aft 'hennar og vfsaði henni á brott. Þegar loksins fannst sjúkraihús, bar sem gert var að sárum blö'kkufólks, var það um seinan. EITURLYFJANAUTNIN. Frá því á barnsaldri var Mezzrow einlægur aðdáandi blökkumanna. Og að síðustu gerðist hann „lenn beirra“. Það var svar hans við þeirri spurn ingu, er hann hafði oft lagt fyrir sjálfan sig. — Hvernig stendur á því, að fólk skuli vera svo heimskt, að koma ekkl auga á allar þær dásemd ir, sem þessi kynþáttur hefur mannkyninu að bjóða? — Ef til vill hefur það ráðið nokkru um afstöðu hans, að hann var einnig af kynþætti, sem átti ofsókn og fyrirlitningu að mæta ,í Bandaírí'kjunum. þair cð hann var af rússneskum Gyðingum kominn, Mezzrow Wsir Lou'.s Armstrong sem að "láunarverðum manni, sem ekki var aðeins meistari á -viði tónlistar'nnar meðan hann var og hét, heldur o.g drengur hinn bezti. Hjálpsemi hans var viðbrugðið, og hann var allur með hugann við tón 1 Ist sína, eins og prófessor varðandi sína vísindagrein. Eiturnautnin náði smám sam- an sterkari tökum á Mezzrow, og Armstrong var eini mað- ur!nn, sem hann gat snúið sér Úl um aðstoð. Og Armstrong ’ét hann alltaf hafa peninga umvrðalaust. Mezzrow sökk dýpra og dýpra. Þegar sem drengur hafði hann kynnzt fangelsum Bandaríkjanna af eigin raun, Í Framhald d 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.