Alþýðublaðið - 21.01.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.01.1955, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. jan. 1955 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 SUMI'R aðdáendur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi telja hann brautrvðjanda í ís- lenzkri ljóðagerð. Samt mun nær sanni að álykta, að Davíð eigi sigurinn því að þakka, að hann gekk tll móís við nýjan tíma án þess að brjóta brýr fortíðarinnar að baiti sér. Ljóð Davíðs strax í ..Svörtum fjöðr um“ eru nýstárleg. tilraunir skáldsins með efni og form vltna um dirfsku og stórhug, en skyldleikinn við gömlu meistarana kemur fljótt í leit- irnar eigi að síður. Kvæðin eru folómjurtir af akri sögunnar og íþjóðlífsins, en jaínframt legg- ur Davíð áherzlu á að túlka viðhorf og tilfinningar sjálfs sín, tjá gleði og sorg persónu- legrar reynslu. Hann spinnur öðrum þræði örlagavef sinn á rokk ljóðagerðarinnar, gerir lesandann að trúnaðarvini og segir það, sem honum býr í hug, eins og barn móður eða móðir barni. Þess vegna varð Ijóðum hans greiðfær leið að hjarta þjóðarinnar. Lestur kvæðanna er nautn upplifunar innar. Davíð er stórtækastur allra samtíðarskálda okkar, frama- djarfastur og afkastamestur. Hitt er þó mest um vert, að fjölhæfni hans gerir hann jafnvígan á stórt og smátt. Hann er eins og ferðamaður, sem leggur leið sína um marg- fereytilegt og víðáttumikið landslag og hyggur í senn að fjalli og blómi, hafi og lind, jökli og steini, sól og stjörnu, höll og hreysi. musteri og tjald stað. Samlíkingin bregður þó engan veginn uop viðhlítandi mynd, því að Davíð sveiflast einnig milli gleði og sorgar, fagnaðar og iðrunar, útþrár og átthagaástar. Hann er he'ms- foorgari og íslenzkur sveita maður, fer til að koma og kem ur til að fara. Allt þetta spegl ast og bergmálar í skáldskap hans, hljómar hörpunnar minna á straumfall fossins og klið lækjarins. siguróp her- skaranna og grát b.arnsins, storminn í trjákrónunum og folæinn í laufinu. Þetta er æv- íntýralegur tónasláttur. Fræðimönnum reynist sjálf sagt auðvelt að benda á inn- lenda og útlenda lærifeður, sem Davíð Stefánsson hafi num'.ð af. F.n hann unir ekki skólavistinni nema skamma hríð, lærir að vinna sjálfstætt og hefst síðan handa um, ætl- unarverkið. fer utan af þörf og kemur aftur heim af tryggð ein.s og farfuglarnir, en lætur aldrei fjötrast. er hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundi, en telst eigi að síður einmana útlagi jafnvel í fjölmenni af því að líf hans er sífelld le'it, hvorki sókn né flótti í venju- legum skilningi, heldur veg- ferð til að sjá og heyra, skynja og njóta. Þetta er ævintýri í fari mannsins, en opinberun í skáldskap Davíðs. Ljóð hans eru misjöfn eins og þau eru margbreytileg, en í heild sinni minna þau helzt á landið, sem 61 skáldið, sögu þjóðarinnar og örlög hennar, sumardaginn og vetrarnóttina, gieðistundina og sorgarárið. Leyndardómur- inn við skáldskap Davíðs er sennilega sá, að hann er margra manna maki í listinni að lifa og hefur borið gæfu til að tjá hana í ljóðum sínum. Davíð Stefánsson hefur ort mörg löng og stórbrotin kvæði, þar sem hann rekur mikla og örlagaríka stjgu. Sum þeirra vitna um frdbæra list- ræna íþrótt og þola vafalaust samanburð við ágætustu afrek íslenzkra og norrænna skálda. En skemmtilegusíu og sönn- ustu heimildirnar um snilld Davíðs eru þó smákvæði hans, þegar hann bregður upp mynd eða túlkar hughrii með töfra- brögðum tvíleiksins. Lesand- inn er stundum í vafa um, hvort þessi kvæði séu ort í al- vöru af því að þau koma kunn uglega fyrir sjónir og eyru eins og suðandi dægurflugur, en þau reynast honum m'.nnis- stæð líkt og augnafotik fyrstu ástar eða andartak örlagaríkra vonbrigða, er fram líða stund- ir og kynningin verður að end urminningu. Þar gerir Davíð vanda hins smáa að stórum s'.gri, lætur fjallið speglast í lindinni og blæinn heyrast í storminum, ísland rísa úr haf- inu og útlagann víðíörla krjúpa við móðurkné til að þakka og biðjast fyr'.rgefningar. Þá skiptir ekki boðskapur upp- reisnarmannsins og fordæm- ing spámannsins máli lengur af því að gleðin og harmurinn er allri vizku æðri og skáldið snjallast, þegar það talar eins og barn eða tilfinningapæmur maður, .serp segir góðum v'.ni teyndarmál psrsónulegrar reynslu. Davíð þótti villtur og ung- æðislegur, þegar hann kvaddi sér hljóðs með „Svörtum fjöðr um“. Hann var heiðinn í fögn- úði sínum, lofsöng syndina og krafðist nautnarinnar. En list hans rís hæst í kvæðinu Stjörn urnar, sem er ort til að veg- sama guð fyrir dýrð himinsins. Davíð hefur oft kveðið af meiri íþrótt, en sjaldan af öðr- um elns innileik: Stjörnurnar. sem við sjáum sindra um himininn, eru gleðitár guðs, sem hann felldi, er hann frét í fyrsta sinn. — Honum fannst ekkert af öllu yndi sér veita né ró og allt vera hégómi og heimska á himni, jörð og sjó. — Svo var það á niðdimmri nóttu, að niðri á jörð hann sá, hvar fagnandi hin fyrsta móðir frumburð sinn horfði á. Skáldkonungurinn Davíð Stefánsson sexiugur S á 11 ii « en undirs DAVIÐ STEFAN8SON Og þá fór guð að gráta af gleði; nú fann hann það við ást hinnar ungu móður, að allt var fullkomnað. En gleðitár guðs. sem hann felldi, er grét hann í fyrsta sinn, eru stjörnurnar, sem við sjáum sindra um himininn. ,.Kvæði“ geyma listræn stór virki, enda hefur skáldinu vax Ið ásmegin þroskans og kunn- áttunnar. Davíð hafði lagt leið sína suður í heim og fundið til skyldleikans við friðlausa fugl inn, leiksopp grimmra örlaga, sem býður samt öliu byrginn, en skáldið játar í undrun upp- lifunarinnar sitt tvíþætta eðli: Tilkynning um aímennt tryggingasjóðsgjald o. fl. Hluti af álmennu tryggingasjóðsgjaldi fyrir árið 1955 fellur í gjalddaga nú í janúar, svo sem hér segir: Karlar, kvæntir og ókvæntir, greiði nú kr. 350,00 Konur, ógiftar greiði nú kr. 250,00 Vanræksla eða dráttur á greiðslu trygginga- sjóðsgjalds getur varðað missi bótaréttinda. Skrifstofan veitir einnig móttöku fyrirfram- greiðslum upp í önnur gjöld ársins 1955. Reykjavík, 18. jan. 1955. Tollstj óraskr if stof an, Arnarhvoli. Ég er friðlausi íuglinn, sem finnur sinn viilta þrótt. í hjartanu hálfu er dagur, en hálfu kolsvört nótt. Og stærsta listaverkið, sem hann smíðar í siglingunni og suðurgöngunni, er kvæðið um konuna með sjalið, svipmynd- in. sem greyp'.st í minni og vikur þaðan ekki. þó að vindar örlagaveðra blási og bárur ver aldarhafsins rísi; Hún kom eins og draumur, konan með sjalið, og hlustaði í kvrrð.nni á kvöldbylgjuhjalio. Hún brosli með sjr.lið um brjóstin vafið . . . En ég var blærinn, sem barst um hat'ið. Ég var blærinn. sem bærðl sjalið. og veit, hvað bak við það brennur falið. Ég var blærinn, sem barst yfir eyna og faðmaði að mér Feneyjameyna. Og nú er hún horfin . . . En nóttin er fögur og segir hjartanu helgisögur. Cg enn syngur blærinn og bylgjuhjalið um hvítasta brjóstið og svartasta sjalið. Ég sigli í haust •— er ekki voldugasta kvæðið i ,.Kveðj- um“, en þar lýsir Davíð Stef ánsson einföldum orðum sjálf um sér sem manni og skáldi, játar hið tvískipta eðli sitt, sem gleði hans og sársauki á rætur sinar í, og lesandinn þekkir hann eins og samferða mann, sem hefur opriað hjarta silt af þrá og þörf til að vera skilinn: b Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. í íestar toga hin friðlausu skip . . . Ég lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig húlin hönd, og hafið. — og hafið kallar. — Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn, sem flýgur, skinið. sem bvlgjan ber. Kvæ’ði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. I „Nýjum kvæðum'‘ eru ljóð tré með þungum greinum og litfögru laufi eins og Hallfreð- ur vandræðaskáld, Hrærekur konungur í Kálfski.nni og Með an Rómaborg brann, lék Neró á sílar og söng. en þau skyggja ekki á þrjú urraðsleg smáblóm, sem anga í tilhugsuninni og snretta í endurminningunni. Olíuviðurinn er ógleymanleg dæmisaga í bundnu máli: En fuglar himins flugu með fræin, sem limið ól. Hvar sem hann vex, þessi viður, og veitlr hryggum skjól, er Getsemanegarður, sem grætur á móti sól. skilnaði kemur lesandan andlegu jafnvægi án hann verði átakanna Ég kem til að flytja þér kærar þakkir og kveðja þig, vinur og bróðir. Skip mitt bíður .. . Það skyggir að kvöldi og skeflir í fornar slóðir. veizt, að ég get ekki verið hér lengur og verð að sigla og fara. Ef einhver spyr, hví ég lagði frá landi, þá láttu þögnina svara. Skilaðu kærri kveðju t:l allra, sem köstuðu að mér steinum, en nefndu það ekki, að ég vildi þeim ve1 og vildi ekki bregðast neinurn. Sjáirðu unga, svarthærða konvt með svein yfir mioju enni, þá minnztu þess, að ég vildi ekki vera í veginum fyrir hanni. Og finnírðu, að hennar milda mál sé minningaljóma vafið, berðú þá til hennar beztu kveðju og bentu henni út á hafið. Svo kveð ég þig, vinur. Þú veizt, hvað það er. sem varð mér til hugarsorgar. Segðu, að ég ætli til Egypta- lands eða austur til Jórsaiaborgar. Og Örlög er barnsleg en heit og sönn játning Davíðs Slef- ánssonar: Mig dreymir um dýrlegt sumar í dimmasta norðanbyl. Þó sál mín syngi af gleði, er sorgin mitt undirspil. í seinni ljóðabókum skálds- ins, ,.í byggðum“, ,,Að norðan1' (Frh. á 7. síðu.) ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.