Alþýðublaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugarctagur 22. janúar 1955 Útgefandi: Alþýðuflo\\urlnn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. - Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emfna Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. AíþýðuprentsimÖjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. I lausasölu 1,00. Val Framsóknarflokksins I TÍMANUM grrmst það, að Alþýðublaðið svari Fram sóknarílokknum um að hafa brugðizt vinstri stefnu. Samt er þetta staðreynd. Nú er svo komið, að Fram- sóknarmenn hafa við tvenn ar undanfarnar aiþingiskosn ingar iheitið á íylgi kjós- enda til að mynda síðan stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Frambjóðendur hans hafa þótzt vera rót- tækir og frjáílslyndir, og öll um eru enn í fersku minni rauðu skellurnar í Tíman- um. Fn að kosningum lokn um var gengið til sængur með íhaldinu. Framsóknarflokkurinn hef ur því vanrækt að skera upp herör fyrir stefnu, sem lýð- ræðissinnaðir íhaldsand- stæðingar gætu sameinazt um. Þess vegna hefur vinstri stefnan ekki sigrað í undanförnum kosn'ngum. Sé Hermanni Jónassyni og öðrum forustumönnum Framsóknarflokksins það al vara að breytast til baínað- ar, þá verða beir að sýna þess vottinn í verki. Hlut- verk þeirra er að gera upp reiknlngana við íhaldið og móta vinstri stefnu, sem lý)5ræ^issinnaðir andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins geti sameinazt um og borið fram til sigurs í kosningum. Framsóknarflokku.rinn verð ur með öðrum orðum að gegna sama hlutverki og 1927 og 1934, svo að minnzt sé á hans gömlu og góúu d-aga og sigurárin í sögu hans. Það cr mikill misskiln- ingur ‘hjá Tímánum, að staðið hafi á Alþýðu- flokknum í þessu sam- bandi. Aljþýðuflokkurinn hefur ávallt Iátið málefni ráða afstö'ðu sinni til síjómarfars og samvinnu við aðra flokka. Hann mun fylgja þeirri stefnu hér eftir sem hingað til. En Framsóknarflokkur- inn hefur ekki barizt fyr- ir málefnum vinstri sam vinnu, heldur sætt sig við hlutskipti samstarfsins við íhahlið. Þess vegna ræður Sjálfstæðisflokkur- inn nú lögum og lofum í íslenzkum stjórnmálum, þó að kjósendafylgi hans fari síminnkandi. Þann ár angur á hann að þakka sundrung vinsíri flokk- anna og einangrun kom- múnista, sem hafa dæmt sig úr leik. En það, sem úrslitum hefur ráðið, er öfugþróun Framsóknar- flokksins, sem enn er úr slitaaðili stjornarfarsins og samvinnu flokkanna hér á landi. Þetta er ekki nöldur eins og Tíminn gefur í skyn, heldur tiflraun í bá átt að fá úr því skorið, hvort' orð Her manns Jónassonar um nauð syn nýrrar samvinnu lög- gjafar og landsstjórnar eru af heildindum mcelt. Þessi afstaða er einnig óviðkom- andi ritstjóraskiptum við Alþýðublaðið. Alþýðuflokk- urinn mun vissulega fagna því, ef Framsóknarflokkur- inn gengur í endurnýjun sinna gömlu og góðu lífdaga og rækir það mikilvæga hlutverk íslenzkra stjórn- mála, sem hann tókst forð um á hendur. En orð nægja ekki til þeirrar breytingar. Hún verður að staðfestast á þann hátt, að kjósendur viti um hug og v.'lja Fram- sóknarflokksins, hvað ber á milli hans og íhaldsins og hvaða úrræði Framsóknar- menn ætla að láta til sín taka til lausnar á vanda lands og þjóðar. Hér er ekki veri-ð að spilla neinum möguleikum. En Alþýðu- blaðið vill, að línurnar skýr ist, svo að unnt sé að hasla stjórnmálabaráttunni nýj- an völl með góða sigra fyrir augum. Framsóknarflokkn um þýðir ekki • að lifa í þeirri von, að þessir sigrar verði unnir. meðan hann er í flatsænginni hjá íhaldinu og að hann geti á eftir sagt upp vistinni. V;ðfangsefnið er ný og farsæl stefna frem ur en pólitísk bústaðaskipti Framsóknarflokksins og sig ur hennar krefst baráttu þeirra aðila, sem vilja gera þennan draum að veruleika. Ella heldur íhaldið áfram að drottna og óheillaþróun in að aukast. Þetta val verð ur Framsóknarflokkurinn umfram allt að gera sér Ijóst. i . Fullorðin hjón -ar ) 'JtS ' %ÍrÍV I með 9 ára telpu óskast eftir íbúð 1—2 herbergjum og eldhúsi eða eldunarplássi helzt í Kópavogi. Lítilsháttar húshjálp gæti komið til greina eða líta eftir börnum 2—3 kvöld í viku. Tilboð sendist blaðinu merkt „Rólegt“. Hinir bakvofu I LANDAMÆRI Bandaríkj- anna og Mexíkó mynda 2700 km. langa skálínu á milli Col- oradofljótsins í vestri og Rio Grandé í austri. Fyrir norðan þessa skálínu hggja Bandarík- in, gulland heimsins, þar sem allir innflytjendur gera sér vonir um að verða forríkir á skömmum tíma. Fyrir sunnan Rio Grande Lggur „nægta- hornið“, eins og hinir stoltu í- búar Mexíkó nefna land sitt, vegna þess að lögun þess minn ir á horn. En ekki e!ga þó allir íbúar landsins hlutdeild í þeim allsnægtum. Hinir mörgu Ind- íánar og kynblendmgar lifa vlð mestu fátækt, og land doll arsins dregur þá að. sér, eins og ljósið flugurnar. Að vísu ræður ævintýralöngun því, að margir þeirra fara að heiman, en flestir flýja fáiæktma. En þar, eins og annars stað- ar, eru landamærin varin af fulltrúum laganna, og útflutn- ingur manna úr Mexíkó til Bandaríkjanna er háður ströngum reglugerðum og eft- irliti. Það er þó ekki nema lít- ill hluti útflytjendanna, sem setur slíkt fyrir sig, heldur laumast flestir þeirra yfir landamærin, og láta lög og reglugerðir lönd og leið. Von- in um að vinna sér inn dollara fúlgu á stuttum tíma verður þeim of sterk freisímg, og af- leiðingarnar, sem það getur haft að stelast yfir landamær- in, láta þeir ekki á s.g fá. Rio Grande verður straumþungt og mikið vatnsfall á regntíma bilinu, en annars er hættu- laust að vaða yfir það, og það er heitt í Texas, svo að bræk- urnar þorna fljótt þegar þang að kemur, þótt þær blotn; síð asta spölinn. Og auk þess hafa þessir menn ekki margt að ótt ast og engu að tapa. HINIR „BAKVOTU“. Bandaríkjamenn kalla ná- unga þessa ,.wetbacks“, — hina bakvotu. Þeir eru banda- rísku landamæralögreglunni sífellt hið mesta áhvggjuefni, auk þess sem þeir ilcapa verka lýðssamtökum beggja land- anna alvarleg vandamál. Landamæralögreglan gerði um tíu til tólf þúsundir hinna bak votu afturreka árlega, næstu árin fyrir 1939. Efiir að stvrj- öldin hófst varð hið ódýra, mexíkanska vinnuafl banda- .rísku atvinnurekendum hins vegar kærkomið, og þó eink- um bændunum, svo að yfir- völdin létu sem þau vissu ekki um ferðir hina bakvotu, enda streymdu þeir þá yfir landa- mærin svo tugþúsundum skipti, — árið 1945 var tala þeirra til dæmis áætluð um 100 þúsundir, og ár.ð 1953 um 839 þúsundir. Fyrra missiri ársins 1954 hafði bandaríska ríkislögreglan uppi á melra en einni milljón bakvotra og sendi þá heim aftur. í þessum tölum er þó sleppt öllum þeim. sem tókst að sleppa við öll afsklpti lögreglunnar. Svo fer þó fyrir flestum þeim bakvotu, að lögreglan hefur hendur í hári þeirra fyrr eða síðar, og sendir þá aftur til Mexíkó. Sektin fyrir að fara í leyfisleysi yfir landa- mærin nemur fimm hundruð dölum fyrir fyrsta brot, en eitt. þúsund dölum, ef brotið er endurtekið, en þá sekt eru hinir bakvotu vltanlega ekki menn til að greiða. Ekki kem- ur heldur til greina, að láta þá ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• Á IIVERJU ári laumast mexikanskir verkamenn um uppskerutímann svo hundr uðum skiptir yfir landamær in til Bandaríkjanna í at- vinnuleit. Synda þeir ýmist eða vaða yfir fljótið Rio de Grandé á næturþeli, og hafa því hlotið nat'nið „hinir bakvotu“. afplána sex mánaða til eins árs dangelsisvist, eins og lög heim ila, þar eð ekki fyrirfinnst slík ur húsakostur fyrir milljónir manna. ÞEIR „LÖGHELGU“. F'jöldi Mexíkana fer einnlg á löglegan hátt til Bandaríkj- anna í atvinnuleit. Siðastliðið ár nam tala þeirra 250 þúsund um. Menn þessir hljóta laun samkvæmt taxta verkalýðsfé- laganna. H'.nir bakvotu njóta hins vegar hvorki aðstoðar verkalýðsfélaganna né lag- anna, og verða því oft fyrir barðinu á miskunnarlausum fjárkúgurum, sem hafa á hendi eins konar millil'.ðastarf um vinnuna. Laun baðmullar- tínslumanns, sem komizt hefur til Bandaríkjanna á löglegan hátt, nemur frá 2,05—2,10 döl um miðað við 50 kg.. og geta þe'.r því unnið sér inn 6—8 dollara á dag. Það samsvarar 75—98 mexíkönskum pesos, sem eru venjuleg laan fyrir 8 —9 daga vinnu í Alexíkó. Sá bakvoti má hins vegar þakka fyrir, ef hann fær 5 —6 dollara í daglaun. en það er þó alltaf fimm- r til sexfalt meira en vinnulaun!n heima. Það borg- ar sig því að hæíta sér yfir landamærin í leyfisleysi, ef heppnin er með. Að hinum bakvotu undan- skildum þéna þó eng r á þess- um ferðum þeirra aðrir en lít ill hópur tillitslausra bænda og atvinnurekenda í héruðun- um í grennd við landamærin. Að öðru leyti er slíkt fjölda- flakk báðum löndunum til baga. Fyrir bragðið helzt allur landbúnaður í Mexíkó í niður- níðslu, og akuryrkja verður ekki stunduð þar nema að litlu levti, sökum skorts á vinnuafli, en af því le'.ðir svo skort á matvælum í landinu, til dæmis verður að flytja inn bæði mais og baunir, sem eru aðalfæðutegundir almúgans þar. í Bandaríkjunum eru þe!r bakvotu álitnir hald'a vinnu- launum niðri, þar eð þeir skapa hættulega samkeppni á vinnumarkaðinum. Og þar eð flest!r hinna bakvotu eru ann- aðhvort Indíánar eða kyn- blendingar, verða þeir einnig óbeinlínis til að gefa kyn- þáttahatrinu þar í landi byr í segl!n. MILLIRÍKJASAMNINGAR. Á forsetaárum Trumans gerðu löndin með sér samn- inga varðandi innflutning msxíkanskra laadbúnaðar- verkamanna. Stjórn Eisen- howers hefur hins vegar lýst yfir því, að hún kjósi ekk; að ræða þetta mál við mexí- könsku stjórnina, en muni setja þau ákvæði, sem hún tel ur bezt henta. Hins vegar er það verkalýðs samtökunum í báðum löndum hið mesta áhugamál, að þecta vandamál verði leyst með gagnkvæmum samnmgum, og hafa þau set.ið marga sameig- inlega fundi og ráðstefnur í því skyni, að undirbúa slíka samninga og hrinda þeim í framkvæmd. Hefur þar meðal annars ver!ð lögð áherzla á, að ef þetta vandamál verði ekki leyst svo, að báðir aðilar megi telja viðunandi, geti það orðið t!l þess að spilla sambúð þess- ara tveggja nágrannaríkja. Hafa því forustumenn verka- lýðssamtakanna í báðum lönd' um undirritað orðsendingu til forseta beggja ríkjanna, þar sem krafizt er gagnkvæmra samninga varðandi innflutn- ing mexíkanskra verkamanna til Bandaríkjanna, og um leið er þess óskað, að verkalýðssam tök beggja landa eigi þess kost að undirbúa slíka samninga, þar sem vandamá! . þetta og lausn þess snerti fyrst og fremst verkamenn í báðum hlutaðeigandi löndum. MISJAFNAR UNDIR- TEKTIR. Mexíkanska ríkisstjórnin sendi verkalýðssamtökunum (þegar jákvætt svar, og stjórn j Eisenhowers kvað sig reiðu- I búna að hverfa frá einhliða lausn vandamálsins, og töldu verkalýðssamtökin í Banda- ríkjunum sig því hafa unnið hálfan sigur, auk þess sem þeim gafst tækfæri til að koma þessu máli á dagskrá í kosn- ingabaráttunni síðastliðið haust. Hins vegar hafði stjórn ,Eisenhowers ekki viljað verða við þeirri kröfu verkalýðssam takanna, að þau tækju þátt í undirbúningi slíkra samninga. SAMNINGAR UNDIR- RÍTAÐIR. Og nú hafa samningárnír verið samþykktir af rikis- stjórnum beggja ríkja og öðl- azt gildi. Eru í þeim ýmis á- kvæði, sem verkalýðssamtökin telja til talsverðra hagsbóta, eins og það til dæm:s, að sam- Framhald á 7. síðu. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Hverfisstjórafundur verð- ur haldinn nk. mánudags- kvöld í Iðnó (uppi) kl. 8,30. Fundarefni: Leitað eftir upp ástungum í stjórn félagsins fyrir næsta 'kjörtímabil. Stjórnmálaskóli AI- þýðuflokksfélaganna Skólinn fellur niður á mánudagskvöld vegna félags- fundar í FUJ og hverfisstjóra fundar í Alþýðuflokksfélaginu. F. U. J. Félagsfundur verður hald. inn nk. mánudagskvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við 'Hvjerfis- götu. Rætt verðui- um varnar. málin. Frummælandi verður Lúðvík Gissurarson stud. jur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.