Alþýðublaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 5
ILaugardagTir 22. janúar 1955 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 > > ^ GREIN þessi, scm birtisí ^ Ví Árbók Fornleií'afélagsins S Sfyrir 1954, fjallar um há-S S karlaróðra þá, er kölluðust S S doggaróðrar, e.iiis og höf-S ^ undurinn minnist þeirra á ' \ , \ ■ Ströndum, svo og áhöldin, ^ sem notuð voru, og vinmi- ^ ^ aðferðirnar á opuum sliip- ^ ( um. ( ÞEGAR komið var til miða, var drekinn tekinn og for* hlauparinn festur í hann. Drek inn var þannig útbúinn: Tré- bútur, um 150 sm langur; á annan enda hans voru festar tréflaugar, er mynduðu kross, um 75 sm langar, og voru þær venjulega úr eik, úr um það foil miðjum armi hverrar flaug ar var svo negldur trébútur, sem náði á miðjan iegg drek- ans. milli þessara búta var svo fyllt með grjóti og riðcð^ net yfir. í hinn enda drekans var svo settur öflugur kengur. Forhlauparinn var keðja, um 10—15 faðma löng. og var hún fest í drekakenginn með Keðju lás. í hinn enda forhlauparans var svo línunni fest. L-'nan var kaðall, sem legið var fyrir, og var gefið út af henni eins og þurfti í hvert sinn, en þar réð um dýpi og eins ef hvass- viðri var og þungur sjór, því að báturinn varð að liggja kyrr. Línan var svo fest um hnýfil bátsins. Því næst var að hafa t.l fær In. Fyrst var sóknin tekin: hún var stór krókur með um 25 sm langan legg og bugscærð í hlutfalli við legglengdina; við krókinn var fest grönn keðja, rúmlega faðmslöng; v.ð efri enda þeirrar keðju kom sakkan eða sóknarstcimiinn; hann var útbúinn þannig, að sæbarinn, aflangur hnullungs- steinn var valinn hæfilega foungur; á báðar hliðar hans og iyrir endana var klöppuð rauf; utan um steininn var svo snú- ið sverum vír (líkt cg grönn- •«m steyputeini), sem féll í raufina og hafðar Ivkkjur á foáðum endum. í aðra lykkjuna var svo keðjunni eöa sóknar* íaumnum fest, en í hina lykkj una kom sóknarbálkurinn; foað var kaðalþ. um 2 faðma langur, og var hann til að varna því, að hákailinn klippti færið, ef vaðatmaðurinn renndi svo langt niður í hann, að hann gleypti sóknarstein- Bjarni Jónsson frá Ásparvík: inn; ennfremur þegar hákarlinn ■bylti sér, þá skrapaðist færið, ef það lenti á búknurn. Færinu var svo hnýtt í hinn endann á sóknarbálkinum. Á sóknar- önglinum voru 2 agnhöld, annað fram undlr odd eins og venja er á öllum ör.glum, hitt var neðanvert við miðjan legg. Nú var að beita krókinn; var það gert með selspiki, og varð það að vera vel verkað, annars leit sá grái ekk: við því. Fyrst voru skoinar nokkr ar kantaðar beitur um 8 sm á kant, og var þeim stungið alla leið upp fyrir efra agnhald og var það bil á krókleggnum fyllt af svoleiðis bitum og gátu þeir aldrei fallið niður í bug- inn á króknum, því agnhaldið hélt við. Því næst var skorin aflöng, oddmjó beita, um 20— 25 sm löng, sem kölluð var odd beita. hún féll niður í buginn á króknum, og lafði mjórri end inn niður eins og beitan hafði lengd til. Hákarlinn byrjaði á því að sjúga þá beitu, og ef honum líkaði lykt og hragð, þá vildi hann líka ná í það, sem var beitt upp á legginn. og varð vaðarmaðurinn ao finna það á því, hvernig hann tók í oddbeituna. hvenær hann gapti til að ná í meira, og var þá færinu rennt út um 1 faðm. Var það kallað að setja í, því færið var strax dregið til baka. og var þá hákarbnn fastur á því. Ekki þótti ve’ sett í nema krókurinn væri fastur niðr: í maga á hákarlinum. Þegar búið var að beita krókinn, var færinu rennt út. Síðan var tekið grunnmál, það er að önglinum var lyft frá botni, og var það um 4 faðm- ar. Því næst var færið sett fast og farið að laga tú í bátnum, hafa öll áhöld á sínum á- kveðna stað. Þvi næst fengu mennsér bita að borða, því sá grái var vanur að láta bíða eftir sér. Það þótti ágætt. ef vart varð við hann eftir 2 klst.. og stundum gat hann látið bíða eftir sér eitt og tvö sjáv- arföll. Venjulega var hann ör- astur um liggjandann (það er Hákarlaveiðarfæri frá höfundi greinarinnar. fjöruna); þá dró úr straum, og færin lágu beint að botni, og var það kallað að bera hehn. Á flóði aftur á móti var stund- um svo mikill straumur. að á 60 faðma dýpi bar færin út, svo að 90 faðmar voru úti eða meira. Venjulega var revnt að leggjast í byrjun útfalls, og væori eitt.hvað ve: ulegt um há- karl, fékkst hann þegar fór að líða að háfjöru. Venjulega var hver hákarl dreginn af einum mann>. Þó kom það fyrir, ef hákarlinn var stór og dýpi mikið. að tveir drógu sama hákarlinn. en meira þóttl það metnaöarmál afla sjálfur Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna að draga sinn hjálparlaust. Þegar hákarlinn kom að borði, var fæ.rt í hann. Til þess voru notaðir stórir járnkrókar, sem kallaðir voru ílærur. Við þær var fest sterkum kaðli, um faðmslöngum, og var hann kallaður ífæruband. Venju- lega voru tveir. sem færðu í, hvor með síria ífæru og þótti bezt að færa í augun á hákarl- inum. Með snöggu átaki var I svo hausnum kippt upp á borð 1 stokkinn, þannig að hnakkinn sneri upp, og tók þá þrlðji mað ur hnallinn og rotaði hákarl- inn; til þess að rota hann þurft; ekki nerna eití högg, ef það kom á réttan stað. Hnall- urinn var trékylfa, um 120 sm löng, með hnúð á þe m endan- um. sem lenti á hákarlshausn- um. Nú þurfti að losa krókinn, sem eins og áður er sagt var oítast niðri í maga. Þá var kri- an tekin. Það var aflangt á- hald úr tré með klauf á neðri enda. Nú var klaufinn: rermt niður eftir sóknartaumnum og niður í buginn á króknum. Því næst var króknum ýtt neðar og kríunni haldið fastri í bugn um og hvort tveggja dregið upp úr hákarlinum. Því næst var gómbíturinn tekinn. Það ábald yar þannig, að fremst á tréskaft um 120 sm langt var sett iárnskeifa og voru endar hennar bevgðir út frá skaftinu og mynduðu hvassa odda. iÞessu var stungið upp í hákarl | inn og féll þá efr: skolturinn niður á þessa odda og sat þar fastur. Nú stóð skaítið mest- allt inn af borðstokknum og myndaðist þannig vogarafl, þegar ýtt var á skaftendann niður í rúmið. svo að hákarls- trjónan lyftist upp fvr’.r borð- stokkinn. Þá var skáhn’n tek- - ' ' 'i i j |in; það var sveðja mikil, blaðið 'úr járni . um 75 sm langt og jeins og 2 sm breitt. skaftið var um 60 sm langt. Skálmin var rrijög biturlegt vopn og gevmd í tréhulstri. sem kallað var skc'ðar, til að forðast slysa- hættu, og fékk sá, maður alvar lega áminningu, er gleymdj að stinga skálminni í skeiðar, þegar hann var búir.n að r.ota hana. Með skálminni var stungið í gegnum hákarlstrjón una og skorið kringlótt gat, um 15 sm í þvermál: því næst var farið með henriina inn í gaf.ð, tekið í mænuna og hún dregin úr hryggnum. Það var kallað a‘Ö tvumba. Það kom varla fyrir að mænan slitnaði, en ef hún slitnaði, var sá há- karl skorinn upp í bát’nn, það er í hæfileg stýkki, og allur innbvrtur. því bar sem mænan varð eftir var líf'í búknum, og begar átti að hafa slíkan há- (Frh. á 7. síðu.) RÚMLEGA 31 000 000 börn og barnsafandi konur nutu á ýmsan hátt aðstoðar Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna árið sem leið. Það eru um 10- 000 000 fleiri en nutu aðstoðar Barnahjálparinnar árið þar áður. Barnahjálpin, sem er þekkt um allan heim undir skamm- stöfuninni UNICEF, hafði á s.l. ári til umráða og úthlutun- ar um 17 milljónir dollara (277 440 000 krónur), sem var skipt milli 215 velfarnaðará- ætlana í 88 löndum og lands- svæðum. í þessari tölu eru jnnifalin 13 landssvæði. sem fengu aðstoð í fyrsía sinni, þar af 5 í Afríku. Á árum áður lagði Barna- hjálp SÞ aðaláhei’zluna á að foæta úr hreinu neyðarástandi í þeim löndum Evrópu, er styrjöldin hafði geisað. Síðar var Barnahjálpinni beint að heilsuvernd barna og barnshaf andi kvenna. Einkum hefur verið lögð áherzla á, að veita slíka aðstoð og heilsuvernd í strjálbýli víðs vegar um heim, þar sem aðstæður til heilsu- verndar voru mjög bágbornar. Á s.l. ári var dlík aðstoð veitt í 30 löndum, fyrst og fremst með það takmark fyrir augum. að heilsuvernd yrði haldið þar áfram í framtíðinni, sem hluti af almennri heílsuvernd, sem hafi bætandi áhrif á fjárags- og atvinnulíf viðkomandi þjóða. NÝJAR ÁÆTLANIR Næstum því fjórða hluta af fjárveitingu Barnahjálparinn- ar árið sem leið var varið til nýrra heilbrigðis- og hrein lætisáætlana. Til dæmis veitti UNICEF í fyrsta :nnni aðstoð til bættra mjólkuvframleiSdlu- skilyrða og til stofnunar heilsuverndarstöðva í Afríku. Þá veilti UNICEF, einnig' í fyrsta skipti, alls um sem svar ar um 4 milljónuni íslenzkra króna til sjö áætlana, er miða að bættu neyzluvatni og lok- ræsakerfi í sveitahéruðum í Asíu, Suður-Ameríku og í Grikklandi. Þá veitti UNICEF fé í fyrsta si-nni árið sem leið til ráðstafana til að bæta úr augnveikl. í Egyptalandi og ,á Spáni og til heilsuverndar í skólum í Honduras. Margar nýjar áætlanir gengu í þá átt.að bæta úr hita beltis-sárasýki (yaws). sem er hryllilegur sjúkdómur í rnörg um hitabeCÉislöndum, en sem nú er hægt að læksia með einni penícillin innsprautingu. Meiri hluti, hjálpar UNICEF á árinu sem leið var áframhald á mjólkurgjöfum, meðalagjöf- um, veitingu skordýraeiturs og tækja í heilsuverndarstöðv ar. eða til áframhaldandi bar áttu gegn berklaveiki og hita Framhald á 7. síðu. - BRIDGE - S. H. T. L. D. 1 6 3. 9, 7, 6, 3 10, 9 S. H. T. L. G. 6 3 A. D. 8, 7, 5 Spaði er tromp. Suður spilar út og norður og suð- ur eiga að fá 7 slagi. Lausn í mæsta laugardagsblaði. S s s 5: s s s S I S s s s s V s s S s s s s s s Lausn á síðustu þraut. m Slagur 1 2 3 4 5 V s. — H. — L. — T. — N S. s. s. T. 9 10 G. • A. S. — K. A S. — 2 S. — 6 L. — 5 T. — 7 S. — 8 s s - ^ . s s s s s s s s s T. — 2 L. — G. L. — A. T. — 4 T. — 5.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.