Alþýðublaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1955. Útgejandi: Alþýðuflo\\urinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigualdi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björguin Guðmundsson og Lojtur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. AJþýðuprentsmiðjan, Hverjisgötu 8—10. Ásþrijtarverð 15,00 á mánuði. 1 lausasölu ÍJOO, Sp or i retta átt SEXTUGSAFMÆLI Da- víðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi var minnzt í skúlum landsins með kynn ingu og lestri á skáldskap hans. Þetta er prýðieg hug- mynd og ætti að verða vísir meiri starfsemi. Hlutvérk skólanna er meðal annars að vekja áhuga æskunnar á því, sem bezt er í samtíðar- bókmennunum. Sú skylda verður bezt rækt með því að efna til nokkurra bók- menntadaga á ár; hverju og helga þá einstökum skáld- um og rithöfundnm. Þetta starf þarf að skipuleggjast af menntamálaráðuneytinu og fræðslumálaskrifstofunni. Arangur þessa yrði sá, að skólaæskan fengi nauðsyn- íega leiðbeiningu í að lesa góðan skáldskap. Sögur og Ijóð góðskálda okkar yrðu þá samkeppnisaðili við þær ruslbókmenntir, sem unga fólkið glæpist til að lesa. Þar með er fundin eina raunverulega lækningin við þeim andlegu eiturlyfjum, sem eru að sýkja æsku landsins með því af spilla málsmekk hennar og tfeg- urðarskyni. Skóiarnir verða að takast á hendur forustu um öfluga sókn gegn þeirri ómenningu, sem að okkur stefnir og orkar eins og gaddur á yngsta og við- kvæmasta gróðurinn í garði þjóðarinnar. Þann gróður verður að vernda og verðveita, en það verður feezt gert með birtu og yl. góðs skáldskapar. Og í þessu efni er okkur ekki nóg að vitna til frægðar fortíðar- innar og benda á Ijóma hennar. Við þurfum jafn-. framt að treysta tengsli æskunnar við samtíðarbók- menntirnar. Sennilega eru íslenzku skólarnir of e'.nhæfir. Þeir þarfnast tilbreytingav, svo að í þeim gæti áhrifa og anda lifandi lífs. Einn þátt ur þeirrar starfsemi ætti að vera fólginn í því, að skáld- in og rithöfundarnir heim sæktu skólana, töluðu til æskunnar og læsu upp úr ritverkum sínum. Það myndi leiða t;l aukinnar persónulegrar kynningar skáldanna og ungu kynslóð arinnar, sem situr skóla- bekkina á íslandi. Kynning á skáldskap Davíðs Stefánssonar var spor í-rétta átt. Sama gegn ir um það framtak Helga- fells að gefa út „Svartar fjaðrir“ í ódýrri lesútgáfu, sem ætluð er unga fólkinu sér í lagi. Islenzk bókaút- gáfa ber of mikinn svip hús gagnagerðar eiris og sakir standa. Fallegar og dýrar bækur, sem verða stofu- skraut á íslenzkum heimil- um, eru mikils virði. En því má ekki gleyma, að meg inhlutverk bókaútgáfunnar er að sjá bjóðinni fyrir les- efni. Bækur ná þá fyrst til- gangi sínum, að þær séu lesnar upp til agna. Þess vegna á að gefa út síglldar bækur snjöl'lustu skálda okkar og ritöhfunda fyrr og nú í_ ódýrri útgáfu og mörg um eintökum, svo að þær verði almenningseign og geti keppt við glæpatímarit in og reyfarana. Slíkt er að svara ómenningu og háska með gagnsókn — og hún mun vissulega reynast bezta vörnin. Umræðurnar um hættu ruslbókmenntanna hafa þeg ar leitt til aukins menning- aráhuga. Það er vel farið og sýnir, að íslendingar geta borið gæfu til farsæld ar,- þegar á þá i'eynri. Nú er að herða þessa sókn og gera sporin í réttu áttina fleiri og stærri. Til þess þarf átak, en sigurvonin er svo stór og fögur, að hún á skilið fulltingi allra góðra íslendinga. ,4 ■& Tilkynning um kolaverð. Kolaverð í Reykjavík hefur verið ákveðið krónur 500,00 hver smálest heimkeyrð, frá og með þriðjudeginum 25. jan. 1955. Kolaverzlanirnar í Reykjavík. LEIKFERILL hans hófst þegar fimm árum fyrir síðustu aldamót. Tíu árum . síðar, — enda þótt það væri ekki, sam- kvæmt því, er hann segir, að hans eigin vilja, — hófst ferill hans á Broadw.ay. Það réði ör- lögum hans, að hann var yngsti afkomandi aðsópsmestu leiklistarfjölskyldu Bandaríkj anna. í hvert skipti, sem hann gerði tilraun til uppreisnar, sameinaðist öll fjölskyldan um það að bæla þá tilraun nlður undir forystu ömmunnar Louisu Lane: „Hvað á þessi þrákelkni að þýða? Leikari áttu að verða, og skaltu verða!“ Fyrir nokkrum árum reit Lionel Barrymore sjálfsævi- sögu sína, er um leið varð saga fjölskyldu hans og nánustu ættmenna. Einkennist öll frá- sögn hans af skefjalausri hrein skilni, djarfri og litríkri per- sónutúlkun, kýmni og fjöri. Þar segir hann frá þeirri bar- áttu, sem hann háði í því skyni að sleppa vi<5 að ganga leiklistinni. á vald, og þegar það tókst ekki, viðleitni hans til að sigrast á andúð sinni gagnvart henni; og þá lausn, sem hann fann að síðustu til sátta, — kvlkmyndaleikinn. Kvikmyndaleikurjnn sætti hann við þau örlög, sem hann að vísu sá, að hantr mátti ekki lengur mótspyrnu veita, en vildi þó ekki ganga skilyrðis- laust á vald. Hann var kom- inn í tygi við hinn fræga kvik myndastjóra, Grifíith, árið 1912, þegar hornstemninn var lagður að fyrsta kvikmynda- verinu í Kaliforniu. Hann náði þegar þeirri aðstöðu, sem hann gat fellt sig við, og hélt henni til dauðadags. „Ég var hamingjusamur. Mér bauðst ihvert hlutverkið af öðru, og hafði rneira en nóg að starfa. Ég hafði yndi af að skoða málverk, og dundaði jafnvel sjálfur við að mála, auk þess sem ég hafði gaman af að fást við eirstungu. Ég lék dálítið á óbó; samdi lög, og gat isjálfur raddsett þau. og það kom fyrir, að góðir hljóð færaleikarar fluttu þessar tón smíðar mínar. Hvers vegna í ósköpunum átti ég því að eyða tíma mnum í hundleiðinlegar æfingar, og það hversdagslega taugaslit, sem svt.ðsleiknum eru óhjákvæmilega samfara?“ Þessi látlausa frásögn skap ar ljósa og lifandi mynd af værukærum, hæfileikaklofn- um listamanni, og eínkennileg þversögn er það, að hann skyldi að lokum finna sjálfan sig í Hollywood. sem hánn og átti sinn þátt í að skapa. Þar undi hann síðan alla ævi, og lét sér nægja listina, að því undanteknu, að hann kvæntist og skildi vlð konur sínar nokkr um sinnum fyrstu áratugina. Hann lifði fyrir listina, og af hinum miklu hæfiieikum sín- um, og þegar halla tók undir fæti, tók hann sig til og samdi nokkrar bækur, endurminning ar úr kvikmyndaheimlnum; skemmtilegustu frssagnir. sem enn hafa verið skráðar um það efni. Hamingjusamur og raun hæfur maður, sem lætur hverj um degi nægja sína þjáningu. Hann kom fyrst fram á leik svið í Kansas City. Amma hans, Louisa Lane, sem var LIONEL BARRYMORE kjölfesía fjölskyldunnar fyrir skap sitt og viljaþrsk, unz Ethtl systir hans tók við því hlutverki, var þá á leiksýninga ferðalagi; sýndi „Keppinaut- ana“ eftir Sheridan, og hinn Barrymore í hlutverki Scrooge. hins ágjarna, í .Tólaævintýri Dickens. ungi Barrymore iék ekilinn Thomas. Eftir laiksýninguna komst amm.an hins.vegar á þá skoðun. .að hún yrði að fá eldri mann og þroskaðri til að taka að sér hlutverkið, — og eng- inn var því fegnari, en einmitt Lionel Barrymore! Segir hann þannig frá þessu atviki í end- urminníngum sinum: ,.Ég er eini núlifandi banda ríski leikarinn, sem hefur ver ið rekinn úr hlutverki af ömmu sinni! Og það sem meira er, — ég segi það í fyllstu ein lægni. að það var mér óbland in ánægja. Upp frá þeim degi, er ég stóð, sveittur og titrandi, á leiksviðinu í Kansas City, hef ég alltaf haf,t megnustu andúð á leiklistinni. Ethel syst ir mín skildi frá byrjun Ieik listina og gildi þess, að ná list rænum árangri á leiksviði. Ég hef alltaf verð fús á að taka l'eiklist hennar alVarlega, og raunar allra annarra. En það er staðreynd, að ég hef aldrei fundið hjá mér minnstu köll- un til að þjóna þeirri list. Ég sneri mér að leiklistinni ein- ungis fyrir þá sök, að ég var tilneyddur. Og ég sneri mér að kvikmyndaleiknum eingöngu vegna þess. að ég gat ekki flú- ið leiklistina með öðru móti.“ Hann vildi, sem sagt, ekki vera einn af Barrymorunum. En honum var einnig ljóst með hvaða hætti er auðveldast að ná taki á lesendunum' Og ekki sko-rti hann leikhæfileiika 'til að hagnýta sér þá þekkingu. Maður hefur ekki lesið marga kafla í þessari bók, þegar mað Framhald á 7. síðu. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR Munið félagsfundinn í kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hvgrflsgötu. Á fundinum flyt- ur Sveinn Ásgeírsson hagfræð ingur er.indi um neytendasam- tökin, starf þeirra og slefnu. Enn fremur mun Arngrímur Kristjánsson skólastjóri sýna kvikmynd í upphafi fundar- ins. SPILAKVOLD ALÞYÐU- FLOKKSFÉL AG ANN A í REYKJAVÍK Alþýðuf-lokksfélag Reykja- víkur, Kvenfélag Alþýðu- flokksins og FUJ halda'sam- eiginlegt spilakvöld annað kvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. — Er flokksfólk eindregið hvatt til að mæta og taka með sér gesti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.