Alþýðublaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. ]'anúar 1955 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Soifía Ingvarsdóttir eikmn ÞETTA ER sevt.jánda árshá ' tíð okkar hérna. Félagið var 17 ára rétt fyrlr áramótin. Það æviskeið þykir indæll og skemmtilegur mannsaldur — og sannarlega má um margt líkja saman ævi manns og ævi félags. Seytján ára görnul höfum við reynt sitt af hverju. Höfð- um s!grað og tapað — verið hrygg og kát. Stolizt til að gera ýmislegt, sem við máttum ekki. Og vitanlega vorum við báð umhverfi okkar og heim- ilisástæðum. En 17 ára gömul hlökkuðum við framar öllu öðru til að lifa. Full óþreyju biðum við framtíðar okkar. Á ÝMSU HEFUR GENGIÐ Á 17 ára sevi þessa félags hefur líka á ýmsu gengið. Fé- lagið hefur unnið sína sigra og líka orðið fyrir töpum. Það hefur getað glaðzt af mörgu og orðið fyrir vonbrigðum með ýmislegt. Eins og ungmenni hefur félagið á hverjum tíma verið háð sínu umhverfi. Olt- Ið hefur á ýmsu á stjórnmála-1 sviðinu — og innan Alþýðu- flokks'.ng,, sem fóstrar okkar J félag, hefur vissúléga brugðið til beggja skauta um margt allt fram á þennan dag — og þá ekki hvað sfzt í-þann mund,; er þetta félag hljóp af stokk- ’ unum. Árið 1938 er öllum eldri flokksmönnum minnis- stætt. Enn því miður kannske ekki alveg öllum nógu lær- dómsríkt. Mér þvkir alltaf jafn gam- an að mjnnast á stofnun þessa félags. Ég kom á fund, alveg óvön fundum og öllum ókunn- ug. Þar sá ég í íyrsta sinn amörg andlit sem ég síðar kynntist og er á le.ð urðu mér j kær. Nokkur þeirra sé ég hér. í kvöld. Þessar fundarkonur j voru hávaðalausar — ég tek þó kannske tvær undan. — En; það var blik í augum allra og, það var reisn og drvgindi í Mjóðlátu fasi þeirra. í loftinu lá spenningur — eins og ævin 1 lega begar eitthvað alveg nýtt stendur til. Fundarefnlð var: Eigum við að stofna gvenfélag innan Alþýðuflokksins í Reykjavík? Jú. Jú, sögðu kon urnar, við skulum einmitt nú . stofna sérstakt félag, við kon urnar einar. Ein konan sagðist- koma með 30—40 konur með sér í félagið. Ég skrifaði langa fundargerð, og fundurinn leyst íst upp með ánægjulegum fyr- írheifum og í eftirvæntingu nm framhaldið. Já, sannarlega var þetta skemmtilegur fund- ur, enda má segja. að hann væri nokkurs konar tilhuga- líf að sjálfu félagsstarfinu síð- jar. Á hornlóðinni við Austur- stræti og Aðalstræti, þar sem þessi fundur var hsldinn. er nú aðeins grátt og snauðlegt bflatorg.. Húsið stóra, sem átti margvíslega sögu og hvert snannsbarn á landínu hafði heyrt nefnt — Hótel ísland — er horfið. Svo forgengileg eru sum mannanna verk. TILHUG ALIFIÐ STÓÐ STUTT Tilhugalífið varaði ekki lengi, heldur en endranær. Nokkrum vikum eftir að félag ið var stofnað stóð það báðum fótum í bitrum raunveruleika. Stríð lífsins var byrjað fyrir £ RÆÐU þessa flutti frú ^ ^ Soffía á árshátíð Kvenfé-) ^ lags Alþýðuflokksins í Rvík ^ ^ fyrir skömmu, og rekur hún ^ i, þar sögu félagsins í helztu ^ S atriðum. S Soffía Ingvarsdóttir. alvöru. Enn var haidinn fund- ur og nú í því fræga húsi Bár unni. Þár sem hún stóð við tjarnarendann er einmitt kom ið annað bílatorg núna. Þá var fundarefni: Eigum við að sam einast kommúnistum? Fylgja e.'num foringjanna þangað? Mér fannst þá sprengjulegt og sverðaglamur að þessum orð- um — og finnst enn. Við þessar konur værum ekki hér í kvöld, ef svarið hefði ekki verið: Nei. Nei. Þessi eini fundur í Bárunni kenndi mér allt það litla, sem ég kann í stjórnmálum. Ég lærði það, að í stórum átökum milli góðs og ills springur hism ið sjálfkrafa frá kjarnaníim. Ég fann það, að konurnar í okkar röðum höfðu til að bera einurð og samstilh'ngu, sem gæddi þær krafti, er við þurfti. Og ég skildi þá. að le'.ð Alþýðuflokksins gotur aldrei legið gegnum aðra flokka til sameiningar. Litur, sem bland ast öðrum lit missir sinn upp- runalega blæ. SAMA LÖGMÁLIÐ Ég sagði áðan, að þegar við vorum 17 ára unglingar þá ,einkenndi okkur framar öðru löngun til að lifa og vita hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Líf einstaklingsins samanstend ur af stærri og smærri atvik- um. Lífshamingjan er undir því komin á hvern veg þessi atvik snúast. Þannig er einnig um félagslífið. Það stendur og fellur með því, hvern'g starf semi þess gengur. Sannarlega viljum við allar vinna að því, að félagið okkar lifi og dafni, hjálpa því til að e'ga bjarla framtíð og allar sem ein þurfa félagskonurnar að sýna áhuga og skilning á því er félagið tekur sér fyrir hendur. í þessu sambandi og miðað við yfir- standandi starf vil ég hvetja ungu konurnar til að sækja stjórnmálaskóla flokksins og ennfremur bið ég ykkur að hvetja börn til að sækja.barna skemmtanír félagsins. SKAMMUR TÍMI Seytján ár er ekki langur iími, þegar litið er til baka. En brim og boðföll liðins tíma heyrir sá. sem rifj’ár upp fyrir sér og þekkir sögu flokksins. Við spyrjum gjarnan ,,Hvað er nú orðið okkar itarf? Höf- um við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Flokkurlnn er meir en jafn fátækur og smár' í augum heims og hann var fyrir 17 árum. Slík eru öriög hans. Og er um margt að sakast. En þó að hann sé fátækur þá á hann samt miklar innistæður, ekki í bönkum eða verðhréfum. Nei, hann á inni hjá fólk nu í land inu, hjá mér og þér. Við skuld um honum fyrir be!ri lífskjör og meira öryggi í erfiðleikum en áður þekktist hiá alþýð- unni. Og þó að ílokkurinn sé smár því miður þá hefur hann unnið hina stórkostlegpstu málefna sigra. Flest helztu bar áttu- og stefnumál Alþýðu flokksins hafa orðið og verða landslög og hefðbundnar venj ur. Þetía hefur sumpart áunn izt með því að aðrir flokkar sáu, að þeir gátu ekki staðið á móti réttlætis- og framfara málum Albýðuflokksins, án þess að evðileggja sig. Alþýðuflokkurinn í dag er því hvorki fátækur né smár sé miðað við raunverulegasta gildi hlutanna. Sá, sem vinn- ur og færir öðrum allt, er rík- ari en sá. se.m hirðir gróða. Árin líða. Tímans straumur rennur. Heil hús hverfa með öllu. Félög og einstaklingar sigra og tapa. En maðurinn er ekki eingöngu hold og blóð. Honum er gefin sál. f sál hins ósoillta manns bvr sífelld brá eftir betra lífi. friðí milli þjóða, méira jafnrétti, félagslegu ör- vggi og jafnari auðsöfnun. Enn er ekki komin fram í heim inum nein stjórnmálastefna. sem svarar til innstu óska mannsandans nema jafnaðar- stefnan. Því er henni tryggður tilveruréttur. Því er mest menning í þeim þjóðlöndum, þar sem hún er sterkust. Verum tmar henni. ÚT KOM FYRIR JÓLIN ný ljóðabók eftir Gretar Fells. Hún ber nafnið: ,,Og enn kvað hann“. Þótt bók þessi sé ekki stór og láti á allan hátt lítið yfir sér, sé hún lauslega skoð uð, og því ekki sem heppileg ust til tækifærisgjafar, ef mið að er við rúmmál, verður þess fljótt vart, þegar yfir hana er farið, að hún leynir mjög á sér. í henni birtast nálega 50 kvæði og stökur. — Og mundi ekki flestum þykja það yfrið nóg í allþykka bók með breið um jöðrum og risaletri? — En hún er drjúg afiestrar, bæði að efnismagni og gæðum. Oft er það þannig, að meira er af lofti en lífsanda á pappírn um, og raunar lítil ástæða til að sakast mjög um slíkt, en þannig er pví ekki farið um ljóð Gretars Fells. Ljóð hans : sru ekki kaldhamraður listiðn aður, sem barinn er saman af vilja og ásetningi fremuf en löngun augnabliksins og innri tjáningarþörf. Um það munu menn sammála, hvaða augum sem þeir annars kunna að líta á skáldskap hans. Þau bera það þvert á móti með sér, að þau eru því aðeins ort, að staður og stund eggjuðu skáldið fram í manninum og það gat ekki staðizt þá eggjan. Og um ytri búnað er þeim áfátt, en hitt, að lífsmarkið beri þau ekki. Gretar Fells yrkir ekki til pess að vera skáld. Slíkt hygg ég, að honum finnist álíka fár ánlegt og það að erja jörðina til þess að vera bóndi, en ekki til þess að hafa ofan af fyrir sér. Listþrá er lífsþörf. Þess vegna yrkir Gretar vegna Jífs ins og ljóðsins sjálfs og þess færis, er það býður, til að Gretar Fells. kynna hugmyndir og viðhorf meðal manna. Hann reynir hvergi að gera úr litlu efni langa sögu. enda segir hann: „Leiðast mér löngu kvæðin og listinni bregðast þau flest.“ Honum nægir oft ein staka, þar sem aðrjr mundu ef til vill kjósa að láta gamminn geysa, því að: „Það er dýptin og himinhæðin, sem heillar og gefur oss mest!t. Þetta á ekki að vera neinn ritdómur, aðeins frásögn, rjtuð til þes's, að þess sé getið, sem gert er. Gretar heiur líka aldr ei hirt um að kynna sig eða ljóð sí^j sízt af öllu til að hljóta frægð af. Af peim sökum er hann minna þekktur sem Ijóð skáld, en vert væri, og þjóð- kunnur þó. Sum Ijóð hans úr fyrri bók um hafa fundið slíkan hljóm grunn hjá þjóðinni, að þau eru löngu almenningseign, og á hvers manns vörum. Þannig hygg ég að verða muni um sum í hinni nýju bók hans. S. H. Jón Eyþórsson sexlugur V,» ÞAÐ ERU nú Liðin nokkuð mörg ár síðan Jón Eyþórsson tók sér að verðleikum, sæti á; fremsta bekk íslenzkra nátt- úrufræðinga, þelrra sem geng ið hafa þegjandi til verks við að opna leyndardóma landsins fyrir birtu alþjóðlegra vísinda. Þar á Jón Eyþórsson marga og merka fyrirrennara í frægðar höll sögunnar. Þar minnast menn Eggerts Ólafssonar, Sveins Sálssonar, Jónasar Hall grímssonar, Þorvaldar Thor- oddsen, Stefáns Stefánssonar, Bjarna Sæmundssonar, Helga Péturs og Guðmundar Bárðar sonar. Allir hafa þessir afreks menn numið sér til handa land j eða haf í dölum og fjöllum ........ eða sjálfum útsæn- 'um til að stunda þar vísinda ' rannsóknir. Þeir hafa síðan borið afköst sín í sjóð vísinda- legrar þekkingar og með þeim hætti byggt og treyst kóralrif íslenzkrar náttúrufræðií. Jón Eyþórsson fór ungur í landa- leit á þessum vettvangi. Þegar hér var komið sögu munu margir hafa haldið að land ís- lenzkra náttúruvísinda væri Jón Eyþórsson. fullnumið en svo var ekki. Jói Eyþórsson valdi sér ekki eitt heldur tvö verksvið. Strauma loftsins og jökla landsins. Mátti segja með skáldinu, að þar væri hátt til lofts og vítt til veggja. Jón Eyþórsson er sextugur í dag. Munu margir samferða menn hans nota tækifæri til að minnast ævi hans og starfa. Hann er Húnvetningur, kom inn af nafnkenndri gáfumanna ætt. í Húnaþingi fæddust upp þeir bræðurnir Sigurður Nor- dal og Jón Eyþórsson og þar fengu þeir í arf það vald yfir móðurmálinu, sem gert hefir þá að e'nhverjum állra snjöll- ustu rithöfundum r-innar sam tíðar. Eftir fermingu gekk Jón Eyþórsson í gagnfræðaskólann á Akureyri í skólameistaratíð Stefáns Stefánssonar. Hann var einhver mesti vakningar- maður meðal íslenzkra nátt- úrufræðinga. Varð Stefán fyrstur meðal fræðjmapna til að leiðheina huga Jóns Eýþórs sonar að sjálfstæðum rann- sóknum á náttúru landsiy’,. Að loknu námi á Akureyri bjó Jón sig undir stúdentspróf í Reykjavík, las mest utan skóla og hraðaðí för sinni til vísinda legs náms í öðrum löndum. Hann valdi sér nýja og óvenjulega námsgrein, veð- urfræðina. Ekki var það fjár- vænlegt nám. Enginn Islend- ingur hafði fram að þeim tíma stundað veðurfræði sem sér- Framihald á 7. síð«.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.