Alþýðublaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. janúar 1955 ÚTVARPIÐ 20.30 Daglegt mál (Árni Böðv- arsson cand. mag.). 20.35 Kvöldvaka: a) Baldur Bjarnason magister talar um íinnska stríðið 1808 og töfra Runebergskvæða og Ingibj. Stephensen les Ijóð eftir Runeberg í þýðingu Matthí- asar Jochumssonar. b) Islezk tónlist: Lög eftir Sigvalda Kaldalóns (plötur). c) Ævar Kvaran leika'ri ílyftu^ efni úr ýmsom áttum. 22.10 Upplestur: ,Aðmírállinn£ smásaga eftir Agnar Þórðar son (Helgi Skúlason leikari). 22.25 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23.10 Dagskrárlok. KROSSGÁTA NR. 790. Tfo 12 19 lí 15 l s IZ '■n- Lárétt: 1 viljug að læi*a, 5 spil, 8 í húsi, 9 greinir, 10 líf- færi, 13 beygingarendmg, 15 mæla, 16 tímabil, 18 rannsaka. Lóðrétt: 1 nopi, 2 blóðstill- andi efni, 3 eydd, 4 utanhúss, 6 umbúðir, 7 ilmur, 11 hrund- ið, 12 lengdareining, 14 vind- ur, 17 á reikningum. LAUSN Á KROSSGÁTU NR. 789. Lárétt: 1 mælgin, 5 Etna, 8 saga, 9 gg, 10 ropi. 13 um, 15 rann, 16 nögl, 18 rolan. Lóðrétt: 1 miskunn, 2 æðar, 3 leg, 4 ing, 6 tapa, 7 aginn, 11 org, 12 inna, 14 mör, 17 11. Tómstundakvöld kvenna verður í Café Höll kl. _ 8,30 í kvöld. $ Skemmtiatriði. \ Allar konur velkomnar.^ SAMTÖK KVENNA. s GRAHAM GREENEí NJOSNARINN 86 LINOLEUM C-þykkt fyrirliggjandi. $0. Y. ióhannson & Co.ss ^ Sími 2363. itfLPJLMJUI ífljÓN PEMILShdiflj 11 lagólfsstræti 4 - ,Simi 1776 6; JvjcU{rlitiningun iJástL’iýyuLsúUi Mér liggur ekkert á honum. Ég geri ekki ráð fyrir að maður þurfi að skipta um föt til kvöld verðar. O, sei, sei, nei. Alls ekki, herra Davis. Hér mega allir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Fullkomið frjálsræði, skal ég segja yður. Á ég að láta sækja handa yður fulltrúa af íþróttamálaskrifstofunni, til þess að tjá yð Ur nýjustu fréttir utan af landinu? Við gerum það, ef þess er óskað. Fyrir alla nýja gesti. Ég ætla að leggja mig fyrst. Ég kem þá til yðar seinna. Gott og vel. Það var heitt í herberginu, númer 105C. Hann opnaði glugga og litaðist um. Á her- berginu við hliðina var líka opinn gluggi. Ungur maður teygði höfuðið út um hann. Halló. — Þú parna — kallaði hann glaðhlakka lega, þegar hann sá höfuðið á D. gægjast út um gluggann. D. vissi ekki hvort hann ætti að taka undir eða ekki. Já? varð honum á að segja. Hvað viltu mér? Fyrirgefðu. Ég hélt að þetta væri hann Chubby. Hanrt ætlaði að koma í dag og sagðist vera búinn að panta herbergi nálægt mér. Hver er þetta, Pig? heyrði hann stúlkurödd spyrja. Hún var inni hjá þessum náunga. Ungi maðurinn hvarf úr glugganum. D. heyrði hann segja: Þetta er víst útlendingur. Lof mér að sjá hann. Vertu ekki að þessari vitleysu. Láttu ekki eins og kjáni. Ég vil víst fá að sjá hann — Hálslöng, renglu leg stúlka með flaksandi hár teygði hálsinn út um gluggann og mændi á D. eins og naut á ný virki, flissaði og hvarf aftur. Svo sagði rödd:: Þarna kemur Chubby. Hvar hefurðu verið, gamla rotta? D. hætti að hlusta. Hann lagðist aftur á bak á mjúkann legubekkinn. Hugur hans reikaði til herra Forbes, sem nú væri á leið til fundar við hana. Já, hana, — Hvort myndi hann held ur leita á fund Sally eða ungfrú Cullen? Hann heyrði klukku slá einhvers staðar. Nú vaæ þessu að verða lokið. Því fyrr, því betra. Hann gat þá farið að gefa sér tíma til þess að gleyma þessu æfintýri, sem hófst með því að ópekkt stúlka rétti honum kökubita í þoku, einmana eins og hann. Hann sofnaði og vaknaði aftur og aftur. Hann sá það á klukkunni sjnni að hann hafði sofið svo sem hálftíma. Hversu lengi myndi hann þurfa að bíða til viðbót- ar? Hann dró gluggatjöldin frá og svipaðist um eftir skipaferðum. Á sundinu var hvergi ljós að sjá. Hann opnaði dyrnar og fór út á svalir. Himininn var alþakinn dökkum skýjabólstr- um. Það hafði hvesst talsvert og máninn óð í skýjum. Það var skammt til sjávar. Úndár- leg tilfinning gagntók hann: í fyrsta skipti í langan, langan tíma var hann ekki ofsóttur. Það var ekki lengur neinn, sem elti hann! Því lík undur! Hann fór út og gekk meðfram byggingunni. Gluggar voru víða opnir og það lagði óm af hljómlist út um þá: Luxemburg, Stuttgart, Kaupmannahöfn, Varsjá. Sitt á hvað, eftir margvíslegum smekk íbúanna, sem létu sér líða vél í heitum herbergjunum. Þarna var gríðarstór glersalur. Hann sá að það átti að vera eins konar setustofa. Hann gekk inn. Þarna voru blöð til sölu. Þarna var bar. Á afviknum stað var hópur manna við borð. Þar var mikill gleðskapur. Þeir voru vel við skál. Annars var ekki mannmargt þarna. Ekki kom inn sá tími. Myndi hýrna yfir, þegar kæmi fram á nóttina og fram undir morguninn. Þarna var líka mjólkurbar. Hann preifaði í vasa sína. Þá fyrst tók hann eftir því, að hann var gersamlega auralaus. Herra Forbes hafði ekki gefið honum tíma til þess að hirða það litla af peningum, sem lögreglan hafði tekið í sínar vörzlur. En ef hann yrði nú ekki sóttur. Þá væri hann laglega settur. Hann leit í kvöldblöðin, þar sem þau lágu í búnkum á afgreiðsluborðinu. Forhertur glæpamaður eins og ég er talinn vera, getur víst bætt á sig smáþjófnaði, hugsaði hann og greip eit't blaðið. Það sá enginn til hans. Hann heyrði rödd nokkra: Bara djöfull góð skemmtun, ha! Hann-þekkti þessa rödd. Mjnntist þess, sem herra Forbes hafði sagt um manninn, sem réði hér húsum í umboði eigandans, mann, sem hefði reynslu af reksri veitingahúsa utan af landi. Já, hafði hann ekki sagt að sá hinn sami hefði fyrir skemmstu rekið veitingahús á Doverleiðinni? Hann varð þess var, að kap- teinn Currie, því sá var maðurinn, gekk að afgreiðsluborðinu, úr hópi náunganna, sem sátu parna úti í horni og drukku. Hann skýldi sér bak við blaðið og þóttist lesa af kappi. Vildi fyrir alla muni komast hjá því að láta hann sjá sig. En þess var enginn kostur. Kap- teinn Currie ýtti við öxl hans og sagði: Þú gleymdir að borga blaðið, kunningi. Eg hef því miður ekki neitt smátt á mér. Allt í lagi, herra minn. Eg skal gefa1 þér fyrir einu blaði. Það var naumast að þeir voru nákvæmir á aurana í þessu milljóna- fyrirtæki. D. snéri baki við náunganum þarna úti í horni, en hann heyrði að þeir voru hættir að vera með hávaða. Sennilega voru þeir farnir að hlusta á hvað þeim kaptein Currie færi í milli. Hann stakk hendinni í vasa sinn og sagði: Nei, pví miður hef ég ekkert á mér. Eg hef skilið allt eftir í hinum fötunum. Eg skal borga blaðið seinna í kvöld. Hvaða herbergi, herra minn? spurði kap- teinn Currie. Númer 105C. Hann heyrði kapteininn áegja: Ja, hver þremillinn! Hvað var nú? Þekkti- ha-nn hann? Það þýddi þá ekkert að leynast lengur. Og hvað gat hann svo sem gert honum? Hann var frjáls ferða sinna. Hafði ekki verið sett feiki- leg fjárhæð til tryggingar því, að hánn hlyp- ist ekki á brott úr borginni? Ekkert kom það kaptein Currie við, þótt lögreglan ætti í úti- Skipsfaparnir. Framhald af 1. síðu. Neyðarskeyti og síðan ekkert frá Lorella. Það var kl. 3.48 e. h. í gær, að enski togarinn Con- an Doyle, sem var þarna vestur á miðunum, heyrði neýðarskeyti frá enska tog- aranum Lorella frá Hull, smíðaður 1947. Skeytið var ekkert annað en: Erum að fara á hliðina. Frá togaranum heyrðist ekki eftir það. ,Conan DoyIe‘ kom skeyíinu til loftskeyta- stöðvarinnar á Tsafirði. Skip og flugvélar til hjálpar. Loftskeytastöðin á ísafirði kom svo kallinu ófram til Slysavarnafélags ' Islands, og fyrir atbeina þess fór björgun arflugvél af Keflavíkurflug- velli norður fyrir Yestfirði, því að vitað var á hvaða slóðum Lorella var, þótt hann gæfi ekki upp neina staðarákvörð- un. Einnig fóru til aðstoðar mörg skip, enski togarinn Lan cella frá Fleetwood, og Conan Doyle, Kingston Onyx og Ro- derigo, allir frá Hull. Neyðarskeyti frá Ro- dergio og síðan þögn. Togarinn Rodcrigo er smíðaður 1950, jafnstór og Þorkell máni, stærsíi togari íslenzka flotans. Kl. 4.12, tæpum hálfum þriðja klt. eftir að neyðarskeytið heyrð ist frá Lorella,, lieyrði svo björgunarflugvélin, er kom- in var milli kl. 3 og 4 á vett vang, að Roderigo sendi neyðarskeyti og kvaðst vera 90 sjómílur norðaustur a£ Horni. Skeytið var nálega alveg eins og frá fyrri togar anum: Erum alveg að fara á hliðina — W og svo aftur: Erum að fara yfir um. Síðan heyrðist ekki meira til hans. Skipin fundust ekki. Hinir togararnir héldu nú á- fram leitinni að báðum togur unum og nú bættust varðskip- ið Ægir og Mariner, enska eft irlitsskipið, í hópinn. En ekk- ert hefur til skipanna spurzt síðan. Óttast menn, að þau hafi bæði sokkið með allri á- höfn. Munu að minnsta kosti 40—50 sjómenn vera á báðum togurunum. Flugvélar leita í dag. Ákveðið var í gærkveldi, að þrjár flugvélar úr björgunar- sveitinni á Keflavíkurflugvelli færu norður fyrir Vestfirði að leita að ensku togurnum, þar sem lalið er, að slyrin hafi orð ið, og síðan í rekstefnuna. Get- ur leit þó orðið vandkvæðum bundin, ef mjög lágskýjað verður. Þær verða komnar á vettvang um kl. 9.45. Drá*v!ðger?5!r. Fljót og góð afgreiðslt. GUÐLAUGUR GÍSLASON, Laugavegi 65 Siml 81218. MiniiiiiiMiiiiyiuimiininiMHiii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.