Alþýðublaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 29. janúar 1955 ÚTVARPIÐ 12.45 Óskalög sjúkunga. 13.45 Heimilisþáttur. 18.00 Útvarpssaga barnanna. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 18.50 Úr hljóleikasalnum. 20.30 Tónleikar, þættir úr dag lega lífinu. 20.55 Meistarinn sagði .... Sögur og tónlist írá Kína: Samfelld dagskrá búin til flutnings af frú Signýju Sen og Jóni Júlíussyni fil kand. 22.10 Danslög til kl. 24.00 KROSSGATA NR. 792. / 2 3 1 Y i ? 8 <? 10 li IX, (S IV 15 lí n L n Lárétt: 1 þurrkaður ávörtur, 5 hærra, 8 hljóð, 9 íangamark skóla, 10 dans, 13 grípa, 15 band, 18 skoppuðu, 18 sætta (sig við). Lóðrétt: 1 óveðrinu. 2 líkams hluti, 3 vökvi, 4 iærði, 6 sækj ast eftir, 7 skakkt, 11 kyn, 12 geð, 14 fiskur 17 beygingar- ending. LAUSN Á KROSSGÁTU NR. 791. Lárétt: 1 ofraun, 5 árna, 8 sópa, 9 gg, 10 rass, 13 Ok, 15 skóa, 16 poki, 18 linna. Lóðrétt: 1 ofstopi, 2 flór, 3 ráp, 4 ung, 6 rask, 7 Agnar, 11 ask, 12 sókn, 14 kol, 17 in. *»;7 ■" n ■ siyr ***#&?* FÉLAGSLÍF fTYTYfvr*TYftfYTYTYrtfYT*TYrifTYrfi^^ GRAHÁM GREENE: NJÓSNARINN 88 Parið verður í skíðaskálana í dag kl. 2 og kl. 6 og á morg- un 3d. 8,30 og kl. 9. Ath. Stefánsmótið hefst við Skíðaskálann í Hveradölum kl. 10 á morgun og þurfa kepp endur að fara með fyrri ferð ■Jnni. ■ i Kl. 10 verður keppt í kven- og dnengjaflokki. Kl. 11, C. flokkur karla. Kl. 2 e. h. A. flokkur karla. Kl. 3 e. h. B. flokkur karla. Skíðafélögin. málin liggi það ljóst fyrir, að ekki sé þörf fyrir svoleiðis málamynda hæversku. Lögregl an handtekur heldur ekki menn nema að hún viti upp á hár, að þeir séu sekir. Að öðrum kosti væri henni hagkvæmara að láta þá ganga lausa undir eftirliti á laun, og þá koma þeir fyrr eða síðar upp um sig. Svo já. Kapteinn Currie sötraði viskýið makinda- lega. Þið útlendingamir lítið ekki hlutina í réttu ljósi, stundum. Heima hjá ykkur drepið þig hverjir aðra og enginn spyr neins. Hér í landi er mönnum ekki látið óhegnt að gera sér slíkt til gamans. Annar aðstoðarmannanna tók til máls: Mannstu eftir þeim „bláa“? Honum Tony „bláa“? Já, honum Tony „bláa“. Einu sinni sagðist hann hafa séð núunga skjóta á lögregluþjón á götu einhvers staðar í Rúmeníu, og engum datt svo mikið sem í hug að hanidsama skytt- una. Svo sagði Tony að minnsta kosti. Hann var nú líka bölvaður lygalaupur hann Tony „blái“, sagði kapteinn Currie. D. sagði: Væri ykkur ekki sama þótt ég færi upp í herbergið og næði í farangurjnn? Það gæti einhver ykkar komið þangað með mér. Verið gæti að honum byðist tækifæri til þess að ráða niðurlögum eins þeirra. Ætli við bíðum ekki eftir lögreglunni. Hún verður ekki svo lengi á leiðinni, sagði sá, sem bezt kunni að segja af Tony „bláa“. Bezt að eiga ekkert á hættu. Kannske hafði annar hvor þeirra þegar far- ið til herbergis hans númer 105C og séð að það var tómt. Þeir létu ekki leika á sig, þessir kumpánar. Currie tók til máls: Heyrið mig, félagar. Þið tveir ættuð að hafa auga með dyrunum, með an ég tala við 'hann undir fjögur augu. Sjálfsagt, húsbóndi góður, sögðu náungarn ir, stóð upp og gengu til dyra. Fóru þó ekki fram fyrir. Currje hallaði sér fram yfir arminn á stólnum í áttina til D. og sagði kumpánlega: Sérðu nú til; ég geri ráð fyrir að þú sért tig- inn maður, ha? Veit ekki hvaða merkingu þú leggur í það orð. Það, s'em ég meina, er þetta: Þú ættir ekki að hafa fleiri orð við lögregluna heldur en þú þarft. Maður flækir ekki saklausa stúlku í morðmál að nauðsynjalausu, ha? Ég skfl ekki vel hvað þú ert að fara. Jú, þú mannst að þú sást með stúlku þama í íbúðinni. Hét hann ekki Forester eða eitt hvað svoleiðis, sem sá ykkur? Ég las það í blöðunum, að hann hefði heit ið Fortescue. Já, alveg rétt; Fortescue hét hann víst. En það kemur út á eitt. Sjáðu til. . . ég meina, . . . sem sagt geri ráð fyrir að það hafi barasta verið vændis- kona, ha? Já, nú skil 'ég. Hefur ráð undir hverju rifi, kapteinn Currie. Kapteinn Currie kallaði á félaga sína. Komið hingað, bjálfarnir ykkar. Ættum við ekki að fá okkur einn umgang til, piltar? Kunningi Tony „bláa“ sagði: Það er ég, sem á að borga núna. Þú borgaðir síðast. Nei, sagði sá þriðji. Það er ég, sem á að borga. Nei, þú borgaðir næst-síðast. Eigum vjð að ka'sta um það? Meðan þeir þrættu um þetta, skimaði D. stöð ug til dyranna. Það var gler í hurðunum ofan verðum. Gengt dyrunum handan gangsins fyr ir tframan var stór gluggi á útveggnum. D. sá óljóst út um hann. Það litla, sem hann sá, var að grasflöt var fyrir framan húsið. Augu heimsins fyrir utan hvíldu á hótelinu, en heim urinn sjálfur var ósýnilegur. Einhvers staðar úti í ósýnjleikanum var skipið hans, á heim leið, á leið til heimalands hans, — án hans. Hann óskaði þess af heilum huga, að hann hefði ekki gert sig sekan um það axarskaft að afhenda strákafíflunum í kolanámuþorpinu byssuna, enda þótt það hefði, eftir því sem bezt varð séð, haft jákvæðar afleiðingar fyrir það málefni, sem hann sjálfur barðist fyrir. Nú væri gott að hafa byssu, þótt ekki værj með einu skoti. Þá gæti hann í einu vetfangi gert út af við sitt auma líf, í stað þess að eiga nú fyrjr höndum hinar ömurlegustu yfirheyrsl ur, fangelsisvist ævilangt. Flokkur ungra stúlkna kom inn í salinn. Það barst hressandi blær með þeim utan úr svölu kvöldloftinu. Hitinn- hérna inni var bók staflega að gera út af við hann. Þær voru há vaðasamar, flissandi, skrautlega og tilgerðar lega klæddar. Sýnilega af því sauðahúsi að hafa löngun til að látast vera hæn-a settar í mannfélaginu en stétt þeirra og staða leyfði. Tvær þeirra kölluðu samtímis: Halló, kapteinn Curly. Það var auðljóst að þær voru að ávarpa kap tein Currie. Hann roðnaði upp í hársrætur. Sjáið til, stúlkur mínar. Fáið ykkur að drekka ein'hvers staðar annars staðar. Vjð viljum ekki láta ónáða okkur héma. Hvers vegna, Curly? Við erum að tala saman um pýðingarmikið málefni. Ég þori að veðja, að þið eruð að segja hver öðrum af ykkur kvennafarssögur. sagði sú hugrákkasta. Hinar flissuðu hver upp í aðra. Alls ekki, stúlkur mínar. Mér er alvara. Hvers vegna kalla þær þig Curly? spurði D. Kapteinn Currie roðnaði aftur. Ætlarðu ekki að kynna okkur fyrir þessum myndarlega útlendingi? spurði ein þeirra, feit og búlduleit hnyðja. Nei, nei. Það er ekki hægt hérna. Það birtust tveir menn í dyrunum. Þeir voru í frökkum og kragarnir brettir upp í háls. Þeir lituðust um í herberginu. Annar þeirra sagði: Er hér ekki í vörslu maður nokkur að nafni . . Kapteinn Currie stóð á fætur. S'em ég er lif andi, gleður mig stórlega að sjá ykkur. Eruð þig ekki sendir frá lögreglustöðjnni í Sout- hcrawl? Ándvari... Framhald af 1. síðn. hrifi bátínn með sér. Þetta björgunarstarf tók 4 klst. frá kl. 10—2. DREGIÐ MEÐ HANDAFLI Er línuspilið í Andvara bil- aði, varð um stund að draga björgTJnarstólinn me'ð! hand- afli, og var það hið versía verk, enda dregið alla leið í sjó. Áíti að hefja björgun a£ Páli Pálssyni frá Hnífsdal vegna þessarar bilunar, en þá var björgunavsveitin kom in á strandstað í landi og hóf björgun til lands við mikhim mun betri aðstæður. Skip- brotsmenn fengu hressingu og þurr föt um borð í And- vara, en síðan flutíir yfir í Goðanes og Jörurid. BJÖRGUNARSTÓLLINN FLAUT Guðmundur Guðmundsson skipstjóri hafði útbúið björg- unarstólinn þannig, að hann flyti, þótt dregið yrði í sjó. Hafði hann fest við hann gúm blöðrur fylltar lofti í þeim til- gangi. NÆTURGISTING í j EYÐIBÝLI. y Björgunarsveitin frá ípa. firði er fór til að bjarga úr landi, var skipuð einis og Alþýðublaðið skýrði frá í gær, nema í stað Guðmund ar Guðmundssonar var Júl- íus Helgason. Við þetta bættust 10 skipverjar a£ Austfirðingi og stýrimaður af Ægi, er hafði með sér tal og sendifæki, en þau var naumast unnt að nota vegna slæmra skilyrða. MIKIL ÞREKRAUN. Förin frá Hesteyri á strand stað var mesta þrekraun. — Sveitin ætlaði að fara með fjöru, en það reyndist ófært, og fylgdi hún símanum yfir í dalinn norðaustur af eyðibýl- inu Sléttu, síðan niður að Sléttu, og út með ströndinni á strandstaðinn. Var svo hvasst með hlíðjnni, að rnenn. irnir réðu sér varla fyrir ofsanum. AÐEINS KLST. AÐ BJARGA 1G MANNS. Förin á strandstað tók 9 klst. frá kí. 5—2. En björg unarstarfið gekk greitt. Þeir hittu flakið, (sem aíf eins var f 30—40 metra fjarlægð, í þriðja skoti, og eftir um klst. voru allir þeir sextán, sem eftir voru í flakinu, ltomnir til lands. Smurt brau^ og snittur. Nestispakkar. s Odýrast &jg twit Tic*S samlegatt pantiS m*gs fyrirv*ra. s MATBARINN ” S Lækjargét* «. S Siml 8»14». v'rywr S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.